Alþýðublaðið - 06.06.1964, Side 11
Jafntefli KR og MW
3:3 í allhörðum leik
KR-INGUM tókst í grærkvöldi að
að halda jöfnu gegn Bretunum
frá Middlcsex Wanderers. Leikur-
inn var spennandi lengst af, þó
ýfirburðir Breta væru talsverðir
úti á vellinum. Tókst KR-ingrum
þó að halda vel í við andstæðinga
sína er nálgaðist það að reka
endahnútinn á sóknarloturnar. —
Leiknum lauk með 3 mörkum gegn
3 og mega það teljast fremur sann
gjörn úrslit eftir þeim tækifærum,
sem gáfust. Hins vegrar segja þessi
úrslit lítið eitt um þann gæðamis-
mun, sem var á leik liðanna.
FYRRI HÁLFLEIKUR 1:1.
Þegar í upphafi átti KR mjög
gott tækifæri til að ná forystu í
leiknum. Þeir fá ' vitaspyrnu á
Breta á 3ju mínútu, er brotið er
á Jóni Sig. í góðu færi innan
vítateigs. Gunnar Guðmannsson
framkvæmdi spyrnuna og spyrnir
ágætu skoti neðst í v. horn marks
ins, en markvörðurinn Clark varði
og má segja. að það hafi verið
mjög vel af sér vikið.
Aðeins tveim mínútum síðar ná
Bretar svo forystunni í leiknum.,
Þá tekst Candy h. útherja að brjót
ast í gegnum vinstri væng varnar
KR. Skoraði hann síðan af stuttu
færi, enda átti hann ekki annað
eftir en markvörðinn, sem ekki
hafði mikla möguleika til að koma
neinum vörnum við.
KR-ingar jafna á 31. mínútu, er
þeir fá aukaspyrnu á Breta rétt
utan vítatéígs. Ellert spyrnir á-
gætu skoti rakleitt í net Breta.
Höfuð Bretar þó vandað allan varn
arundirbúning og fylkt liði sínu
þannig, að markið átti að vera
lokað. Ellert fann þó smugu í
þeim varnarvegg og skoraði, svo
sem fyrr segir.
Annars einkenndist fyrri hálf-
leikur af nær látlausri sókn gest-
anna, þó sjaldan þannig að veru-
leg hætta skapaðist við mark KR.
Inn á milli náðu KR-ingar sæmi-
legum sóknarlotum, en voru þó
mun seinni við allar sínar aðgerðir
en Bretarnir.
SEINNI HÁLFLEIKUR, 2 gegn 2.
í seinni hálfleik voru KR-ing-
ar mun líflegri en í þeim fyrri.
Frá EÖP.- mótinu í fyrrakvöld:
KRISTJÁN OG KRiSTLHRJR
VÖKTU MESTA ATHYGLI
KNATTSPYRNUVÖLLUR
VÍGÐURI KEFLAVÍK
MÍKILL íþróttaáhugi er og
hefur verið í Keflavík og
þar hafa komið fram á sjón-
arsviðið afreksmenn í flest-
ium greinum,. Knattspyrnu-
lið Keflvíkinga er nú með
þeim beztu á lándinu og er
ásamt KR eina liðið í I. deild
án taps. Einn bezti sund-
maður landsins er Keflvíking
ur o.s.frv.
Sú íþróttagreinin, sem
mestrar hylli nýtur á Suður-
nesjurn, er vafalaust knatt-
spyrnan. Skortur hefur verið
á nothæfum knattspyrnuvelli,
enda liafa leikir Keflvíkinga
í I. deiid farið fram í Njarð-
víkmn. í dag kl. 4 verður
vígður nýr og góður malarvöll
ur í Keflavík. Hann er að
vísu á sama stað og sa gamli,
en skipt hefur verið algerlega
um jarðlag. Það var ha’fin
vinna við völlinn sl. haust og
síðan hefur verið unnið' svo
til sleitulaust og í dag Ieika
þar vígsluleik I. og 4. aldurs
flokkar KFK og UMFK.
Verið er að vinna við gras-
völlinn og er biiizt við því, að
sáð verði í hann í sumar. Um-
WWHWMMWWMMMMIWWW
hverfis grasvöllinn vcrður og
hlaupabraut og aðstaða fyrir
frjálsíþróttir, en nær útilok-
að hefur verið að æfa þá grein
í Keflavik undanfarin ár. —
Vinna við hlaupabraut muu
sennilcga hef jast næsta sum-
ar.
Einkum voru þeir hættulegir and-
stæðingum sínum framan af.
KR-ingar taka forystuna í leikn
um á 22 mín. Skorar þá Örn Stein
sen glæsilega af stuttu færi í
þröngri stöðu úr sendingu frá Ell-
ert, sem átti mestan þátt í und-
irbúningi marksins með gegnum-
broti á vinstri væng. Bretar láta
sér það ekki lynda til lcngdar, að
KR-ingar hafi yfirhöndina í leikn-
um hvað mörk snertir. Þeir jafna
á 25 mín. og rak þá Fay h. inn-
| herji endahnútinn á gott upp-
j hlaup þeirra og skoraði af stuttu
' færi, án þess að vörn KR fengi
að gert.
Gera Bretar nú harða hríð að
marki KR og á 31. mín. tekst þeim
að skora. Lék O’Rurke, vinstri inn
herji í gegnum vörn KR, vinstra
megin, upp að endamörkum og
sendi knöttinn síðan út fyrir mark
ið, en þá var þar kominn Bond,
miðframherji, sem afgreiddi knött
inn léttilega í net KR-inga.
Ekki blés nú byrlega fyrir KR,
en þeir gáfust samt ekki upp, held-
ur börðust af fremsta megni, þó
nokkuð væri nú farið að draga af
þeim. Þeir ná sóknarlotu og eig-
ast þá við miðframv. Breta og
KR-ingur. Taldi dómarinn Magn-
ús Pétursson að Bretinn hefði þá
brotið það mikið af sér, að víta-
spyrna væri eðlileg refsing þar
fyrir. Nokkuð strangur dómur að
vísu. Ellert framkvæmdi og dugðu
ekki minna en tvær tilraunir, þar
til réttlæti væri fullnægt. KR-ing-
ar börðust vel og er þetta vafa-
lítið bezti leikur þeirra í sumar.
Þó skortir mikið á, að þeir hafi
í fullu tré við hina brezku áhuga-
menn hvað knattmeðferð og úthald
snertir. Brezka liðið leikur mjög
skemmtilega knattspyrnu. Þar er
samleikurinn í hávegum hafður,
en þá skortir mjög menn, sem eru
hættulegir fyrir framan mark and
stæðinganna.
Hið árlega EÓP-mót KR-inga í
frjálsum íþróttum var háð á Mela
vellinum í fyrrakvöld. Keppt var
í 12 greinum, en alls voru kepp-
endur milli 30 og 40 frá fjórum
félögum.
Veður var mjög gott til keppni,
frekar hlýtt og logn. Ekki verður
samt hægt að segja, að árangur
hafi verið góður, bezt á okkar
mælikvarða var 400 m. hlaup
Kristjóns Mikaelssonar, ÍR, og
1500 m. hlaup Kristleifs Guð-
björnssonar, KR. Kristján hljóp
á sínum bezta tíma 50,9 sek. Hann
! náði bezt 51,6 í fyrra og virðist
j í mikilli framför, það sýndi hinn
! ágæti sprettur hans í 200 m. rétt
á eftir 400 m. hlaupinu, en hann
varð þar annar á sínum langbezta
tíma, 23,4 sek. og vann m. a.
hinn efnilega spretthlaupara KR-
inga. Annars var 400 m. lilaupið
skemmtilegasta greinin, Ólafur
Guðmundsson, KR, tók strax for-
ystu og hélt henni þar til um
100 m. voru eftir, en þá fór Kristj-
án fram úr og sigraði örugglega.
Þórarinn Ragnarsson, KR varð_3.
, á sínum bezta tíma, 52,3 sek. Ól-
I afur náði einnig sínum bezta tíma
' 51.9 sek.
Kristleifur hljóp 1500 m. á 3:-
59,2 mín. keppnislaust, sem er
góður árangur og það var augljóst
á hlaupi Kristleifs, að hann er í
góðri æfingu og líklegur til stór-
afreka í sumar. Halldór Guðbj.,
KR, varð annar og fylgdi bróður
I sínum eftir fyrstu tvo hringina,
! en þá varð hann að gefa eftir.
Köslin og stökkin voru frekar
léleg, bezt var kúluvarpið, en þar
sigraði Guðmundur Hermannsson
KR með 15,39 m., en næstur varð
Jón Pétursson. KR, varpaöi jafn-
langt, en næstbezta kast Guð-
mundar var lengra og það gerði
gæfumunmn. Kiartan Guðíóns-
son, ÍR, sigraði í hástökki, stökk
1,85 m. Hann lét hækka í 1,94 m.
og var mjög nálægt því* að fara
yfir. Rétt hefði verið að reyna að
komast 1,90 m. Erlendur Valdi-
marsson, ÍR, náði sínum bezta ár-
angri, stökk 1,80 m.
Þó að lítið hafi verið um góð
afrek á EÓP-mótinu gefur þaO
samt góðar vonir síðar í sumar,
Hér eru helztu úrslit:
ÚRSLIT :
200 m. hlaup:
Valbiörn Þorl. KR 23,0
Kristján Mikaelsson, ÍR 23,4
Einar Gíslason, KR 23,4
400 m. hlaup:
Kristián Mak. ÍR 50,9
Ólafur Guðm. KR 51,9
Þórarinn Ragnarsson, KR 52,3
Þórarinn Arnórsson, ÍR '53,9
1500 m. hlaup:
Kristl. Guðbi. KR 3:59,2
Halldór Guðbj. KR 4:13,0
Þörður Guðm. UBK 4:35,3
110 m. grindahlaup:
Valbiörn Þorl. KR 15,5
Sigurður Lár. Á. 16,1’
Kiartan Guði. ÍR 16,2
Þorv. Ben. KR 16,2
1000 m. boðhlaup:
A-sveit KR 2:03,7
Sveit ÍR 2.06J)
B-sveit KR 2:10,3
Kúluvarp:
Guðm. Herm. KR 15.39
.Tón Póturss.. KR 15.39
*'Kiart.an G»ðiónsson, ÍR 13.70
..Erlendur Vald. ÍR 13,33
Krinelnkast:
Jón Pótnrsson, KR 41.91
Biörsvin Hólm, 41.20
Guðión Guðm. KR 41,00
Friðrik Guðm. KR 39,36
Hástökk:
Kjartan Guðjónsson, ÍR 1,85
Erlendur Vald. ÍR 1,80
Sigurður Lárusson, Á 1,73
Langstökk:
Ulfar Teitsson, KR 6,79
Kjartan Guðjónsson, ÍR 6,32
Páll Eiríksson, KR 6,28
Ólafur Unnsteinsson, ÍR 6,20
(Fran.hald á 10. síðu).
ALÞÝÐUBLAÐSÐ — 6. júní 1964 If,