Alþýðublaðið - 12.06.1964, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 12.06.1964, Blaðsíða 5
Keykjavík, G. jísní. — HP. REGLULEGT sveitarstjórna- jsing Evrópu var haldið í Strass- borg dagana 7.-10. apríl í vor. Slík þing eru haldin annað hvert ár, en einn þátturinn í starfsemi Evr- ópuráðsins er að efla starfsenii sveitarfélaga í þeim löndum, sem að ráðinu standa. Viðfangsefni þingsins í ár var einltum svæða- skipulagning (regional planning). Af íslands hálfu sóttu þingið’ Jónas Guðmundsson, formaðúr Sambands ísl. sveitarfélaga, Páll Líndal, skrifstofustjóri, og Stefán Gunnlaugsson, deildarstjóri. Fyrir þingið voru lagðar tíu skýrslur eða greinargerðir um svæðaskipulagningu, allar samdar af sérfræðingum á þeim sviðum, og hafa þær að geyma mikinn fróð leik og margar úrlausnartillögur. Hin stórbreytta þróun í fram- leiðslu- og efnahagsmálum eftir síðari heimsstyrjöldina og hinar voldugu iðnaðarsamsteypur á meg inlandi Evrópu hafa gjörbreytt af- komumöguleikum og lifnaðarhátt- um fólks á stórum svæðum. Iðn- aðurinn færir út kvíarnar, og aðr- ar greinar, ekki sízt landbúnaður- inn, verða undir í samkeppninni. Þetta þjóðfélagsvandamál kemur einna harðast við sveitarstjórn- irnar. Sums staðar tæmast sveit- arfélögin svo til alveg af fólki á skömmum tíma, jafnvel fáum ár- um, en annars staðar vaxa borgir og bæir svo hratt, að sveitar- stjórnirnar þar fá ekki nægilega fljótt skapað viðhlítandi skilyrði fyrir fólkið, sem að streymir, — hvorki hvað ■ húsnæði né annan menningarlegan aðbúnað snertir, svo sem skóla, heilbrigðisþjónustu o. m. fl. Aðalskýrslan um svæðaskipu- lagningu, sem lögð var fyrir þing- ið, var í tveimur meginköflum. í þeim fyrri var rakin þróunar- saga svæðaskipulagningar í Evr- ópu síðustu árin og greint á milli svæðaskipulagningar á landssvæð : um, sem kalla mætti fremur van- j þróuð, svo sem í löndunum, sem | liggja að Miðjarðarhafinu, og í strandhéruðum, sem liggja að At- lantshafi, og hins vegar svæða- skipulagningar í hinum iðnvæddu héruðum Evrópu. í Miðjarðarhafs löndunum beinist viðleitnin aðal- lega að því að e’fla framfarir í landbúnaði og skapa félagslegt og efnahagslegt jafnvægi með því að reyna að breyta ýmsum gamal- dags og úre tum viðhorfum og venjum, sem torvelda skynsam- lega endurskipulagningu landbún- aðarins, svo eitthvað sé nefnt. í strandhéruðunum við Atlants haf er viðfangsefnið öllu fremur það, að skapa skilyrði til hagkvæm ari dreifingar iðnfyrirtækja, — koma á jafnvægi í fólksflutningum milli iðnaðarstöðva og sigrast á ýmiss konar stjórnmálalegum og landfræðilegum annmörkum, sem torvelda framkvæmd svæðaskipu- lagningar. Hinn aðalkafli skýrslunnar fjallaði um starfsemi hinna ýmsu stofnana í Evrópu, svo sem Ev- rópuráðsins og Sexveldasamsteyp- (Franihaid af 10. síðu). r^iiiiiiiiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii'iuiiMt.iiiiaiiiiiiiiiin.iiiiiiiiiii.. ............ og Sinfóníuhljómsveitin = Aukatónleikar Sinfóníunnar, c Z með rússneska sniilingnum | Vladimir Ashkenazy sem ein- | leikara, voru haldnir í Sam- | komusal Háskólans sl. föstu- | dagskvöld. Stjórnandi var Ig- | or Buketoff. Fyrsta verkið á | efnisskránni var Sinfónía nr. 1 35 eftir Mozart, Haffner sin- | fónían svokallaða. Flutningur 1 liljómsveitarinnar var í marga | staði góður en lokakaflinn, = sem ber hraðatáknið Presto var 1 of hratt leikinn, eða réttara | sagt hljómsveitin réði ekki full I komlega við þann hraða sem i Buketoff óskaði eftir. í verka- I skýringunum, sem eru brosleg | ar að vanda, finnst sá fróðleik I ur að Presto þýði að þátturinn 1 eigi að „leikast svo hratt sem I auðið er“. Að þessu athuguðu | , hljótum við að draga þá álykt | un að Prestissihomerki „aðeins I hraðar en auðið er“. Ashkenazy I lék tvo píanókonserta á þess- F um tónleikum og var hinn fyrri konsert no. 1 í C-dúr eftir Beet hoven en hinn síðari konsert no. 3 eftir Raekmaninoff. Beet hoven konsertinn var sérlega smekklega mótaður og spila- ménnska einleikara óaðfinn- anleg. Yfir öllum köflunum livíldi sú rósemi sem aðeins er á færi sniilinga að beita fyrir sig. Tækni Ashkenazys er ótrúleg og er henni stjórnað af stakri smekkvísi. Hluti hljóm sveitarinnar í konsertinum hefði mátt vera betri; samleik ur Buketoffs og einleikara virt ist góður, en hljómsveitin var ekki ávallt með á nótunum. Píanóhlutverkið í Rachmanin- off konsertinum krefst mikillar tækni og úthalds og það sann- aðist hér að Ashkenazy hefir hvort tveggja í ríkum mæli. Konsert þessi er langur og fremur losaralegur í byggingu og aðeins sniildar spilamennska getur breitt yfir smíðagallana og gert hann áheyrilegan Með yfirþyrmandi leik tókst Ashkenazy að rafmagna þetta verk og þótt ýmislegt varðandi samleik einleikara og hljóm- sveitar hefði getað verið betra þá verða þessir hljómleikar vafalaust eftirminnilegir öll- um sem á hlýddu. Það litla sem dýpstu málmblásararnir liöfðu að spila í konserti þessum var um of hávaðasamt og gróft. í þessari rómantísku tónsmíð er mikið um hraðabreytingar, sem erfitt er að afgreiða vel, nema með nægri samæfingu. Jón S. Jónsson. ''k l■■■■lll■l•■■•■••lll■••■••••M•••M...•llllllllllllll■lllllll■■■lllllllll||||||■|||||||||||■llllllíu■llliítlllllllll■llll■ll■llll■lllllll■lm■H■llmll■ll■lllllll.• i.«iimi»ii»iiii»iiiiiiiiniiiiiiiiiiiiii»im' ái'ívX.If.'-Gv'’ Páll Líndal, skrifstofustjóri borg-arstjóra, Jónas Guðmundsson.,. formaður Sambands ísl. sveitarfélaga og Stefán Gunnlaugsson, deilót arstjóri í viðskiptamálaráðuneytinu. profum Héraðsskólanum að Skógum var sagt upp sunnudaginn 31. maí. Skólastjórinn, Jón R. Hjálmarsson fluíti yfirb't yfir skólaárið og lýsti prófum. Á veírinum höfðu verið ’lll nemendur í skólanum og- þar af höfðu 109 Iokið vorprófum. Skóíastarf hafði gengið að óskum, heilsufar nemenda yfirleit verið gott, námsárangur prýðilegur og félagslíf mikið og blómlegt. Við skóiauppsögn tóku einnig til máls sr. Sigurður Einarsson í Holti, er verið hafði prófdómari, og Björn Fr. Björnsson, sýslumað ur og formaður skólanefndar. Gagnfræðapróf þreyttu að þessu sinni 27 nemendur. Hæstu eink- unn hlaut Sólrún Ólafsdóttir, Þverá, Síðu, 8,78 í aðaleinkunn, og aðra hæstu einkunn fékk Ari Jónsson, Fossi, Síðu, 8,67. Landspróf þreyttu 15 nemend- ur og þeirra hlutskarpastur várð Gestur Þorgeirsson, Stórólfshvoli Rang., með 8,82. Aðra hæstu eink unn fékk E!.sa Sveinsdóttir, Fossi, Síðu, 8,76. Allmargir némendur hlutu bók averðlaun og voru bækurnar gjöf frá sýslunefnd Rangárvallasýslu, úr sjóði hins trúa þjóns, frá ó- nefndum velunnara í Reykjavík og fleiri aðilum. Nemendur í 1. og 2. bekk út- skrifuðust liinn 9. maí. Fyrstas bekkjar próf þreyttu 34 nemendur Efstir og jaínir urðu þeir Hálfdán Ómar Há’fdánarson, Seljalandi undir Eyjafjöllum, og Pálmi Bjarnason, Áx-bakka, Landsveit, með 8,74 í aðaleinkunn. Næst þeim varð Jórunn Eggertsdóttir, Þor- valdseyri undir Eyjafjöllum, með 8,52. Unglingaprófi luku 33 nemend- ur og hæstu einkunn hlaut Erla V. Adólfsdóttir, Lit’.u-Tungu Holfe um, og fékk hún ágætiseinkumix 9,00. Aði'a hæstu einkunn 8,81 hlaut Sigríður Elín Steinþórsdótt ir, Skaganesi, Mýrdal. Að loknum prófum fóru nem- endur þriðja bekkjar í skólaferða lag inn að Landmannalaugum. Var þar gist í skála Fei'ðafélagsins og ekið næsta dag austur hina 10101» Fjallabaks’eið. Reyndist vegux- inn' furðu góður lengi vel, en aust ur undir Eldgjá þyngdist færð skyndilega og varð ófært sakir snjóa'. Var þá tekinn sá kostur at> snúa við og aka sömu leið heim. En þó.t ekki yrði af ferð í Skafta fellssýlu að fjallabaki, var þesst ferð bæði óvenjuleg og sérstak- lega ánægjuleg. (Framhald á 10. síffu). ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 12. júní 1964 $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.