Alþýðublaðið - 30.06.1964, Síða 4

Alþýðublaðið - 30.06.1964, Síða 4
Vér erum umboðsmenn f í I eftlrtalinna BREZKRA tra mleibslu og ' 'S verzlunarfyrirtækja: BARKY STAINES (SALES) LIMITED, MIDDLSEX BEAUFORT (AIR-SEA) EQUIPMENT LIMITED, BIRKENHEAD CEREROS (OVERSEAS) LIMITED, LONDON JOHN BURGESS & SON LIMITED, LONDON WILLIAM P. HARTLEY LIMITED, LONDON RECKITT & COLMAN (OVERSEAS) LIMITED, HULL RUNNEMEDE RUBBER COMPANY LIMITED, MIDDLESEX SHEERLOOM CARPETS LIMITED, MIDDLESEX J. A. SHARWOOD & COMPANY LIMITED, LONDON SOLIGNUM LIMITED, ESSEX 7 J. & W. STUART LIMITED, MUSSELBURGH R. TWINING & COMPANY LIMITEÐ, LONDON W. WEDDEL & COMPANY LIMITED, LONDON WILLIAM WISEMAN & SONS LIMITED, GLASGOW Öll eru Jiessi fyrirtæki vel þekkt íslenzkum neytendum og kaup- sýslumönnum fyrir úrvals vörur og afbragðs þjónustu. / ' * S Kristján Ö. Skagfjörð h.f. | i REYKJAVÍK — SÍMI 24120. ' Stofnsett 1912. , i Bréf frá Jósafat Arngrímssyni nLAÐINU barst í gær eftirfar- andi brcf: „Hr. ritstjóri, Gylfi Gröndal. í tilefni af frétt yðar, varSandi meiðyrðamál á hendur yður, er birtist >í 143. tbl. Alþýðublaðsins, 44. árgangi, þann 28. júní, 1964, leyfi ég mér að fara þess á leit við yður, að þér birtið bréf þetta í hoild. Þér hafið skrifað tugi greina um mig, þar sem ég er borinn ýmsum glæpum, þar á meðal, fjárdrætti, fjársvikum, að ég hafi skrifað undir innistæðulausar á- vísanir, tekið að mér verk sem aldrei voru unnin, en tekið greið- slu fyrir, auk margra annarra lagabrota. Ef yður tekst að sanna þessi skrif yðar fyrir dómstólum, með fyllstu aðstoð rannsóknar dóms- yfirvaldanna, þurfið þér engu að kvíða um niðurstöður þessa meið- yrðamáls — ef ekki — verðið þér að taka afleiðingunum af gjörð- um yðar, eins og hver annar þjóð- félagsþegn. Þar eð skammt er liðið á 3. tug íslenzka lýðveldisins, tel ég vel til fallið og viðeigandi, að þér — til tiibreytingar — leyfið lögleg- um dómstólum landsins að ráða þessu máli til lykta, en bíðið með frekari skrif þangað til, þá verð- ur enginn í vafa um hvor hefur farið með rétt mál. stuld frá gestgjðfð Reykjavík, 29. júní. — KG. Siðastliðið laugardagskvöld voru tveir menn að koma af skemmtun- um, annar af Röðli, en hinn úr Þórskaffi. Lágu leiðir þeirra saman upp úr klukkan 1 og varð það úr að þeir fóru saman lieim 4H annars þeirra, og var setið að drykkju fram eftir nóttu. Varð cndirinn sá, að húsráðandi sofnaði, en þegar hann vaknaði var gest- urinn 'horfinn og veski húsráð- anda með 1500 krónum auk ýmsra skilrikja. Kærði maðurinn þjófnaðinn til lögreglunnar og hefur hún yfir- heyrt gestinn í dag, en hann ekki viljað játa að hafa tekið veskið. Tek að már hvers konar þýSing ar úr og á ensku EIÐUR GUÐNASON, ISggiltur dómtúlkur og skjala- þýðandi. Skipholti 51 — Sími 32933. í trausti þess bíð ég ókvíðinn. Virðingarfyllst. Jósafat Arngrímsson, Holtsgötu 37, Ytri-Njarðvík.” Þegar rannsóknardómari er settur í jafn umfangsmikið mál og hér um ræðir, og þekktur maður settur í gæzluvarðhald í sambandi við það, gerast slík tíðindi, sem blöð í frjálsum löndum segja frá. Hefur hvergi þótt ástæða til að banna frásagnir af gangi mála, þar til dómur er fallinn. Alþýðublaðið hefur sagt fréttir af þessu máli og mun segja eftir beztu vitund, þegar ástæða þykir til. Er ástæðulaust að dylgja um það, að blaðið leyfi ekki löglegum dómstólum landsins að ráða mál- um til lykta. Gæzluliðið Framhald af síðu 1. Löglegum yfirvöldum íandsins stafar talsverð liætta af uppreisn öfgamanna, sem kommúnistar styðja. Ættbálkar, sem hafa gert uppreisn, hafa enn hluta af hér- aðinu Norður-Katanga og höfuð- borg þess, Albertvi le, á sínu valdi Ættbálkar þessir hafa samvinnu með Wafulero-ættbálknum. Pólitísku sáttaviðræðurnar í Leo poldville héJdu áfram í dag, og tekur Moise Tshombe fyrrum Kat- angaforseti þátt í þeim. Almennt samkomulag mun ríkja um það, að sterk sambandsstjórn sé nauðsyn- leg. Hins vegar kemur fram, að enn skorti töluvert á að endanleg lausn náist, og að hinir ýmsu flokkar og ættbálkar deili enn inn- byrðis. Blómasýning Frll. nf 16 «ií?fn. forstöðumaður sýningarinnar, sagði í viðtali við blaðið f dag, að á kaktusinum væru margir knúppar, sem væntan- lega springju út á næstunni — jafnvel i þessari viku. Næturdrottningin er margær blómplanta, en þar eð hún blómstrar yfirleitt á nóttunni, er það tiltölulega sjaldgæft, að þess verði vart. Eru þess mörg dæmi að fólk hafi vakað fram á nótt til þess eins að sjá Næturdrotlninguna blóm- stra. Páll Michelsen mun vera bú- inn að eiga sína nokkuð lengi, en ekki tókst okkur að afla upplýsinga um, hvaðan hann fékk fræið eða græðlinginn í upphafi. Sem kunnugt er, eru kaktusar eyðimerkurjurtir, en ræktaðir víða um lönd. Mynd- in, sem hér fylgir, var tekin af Næturdrottningunni í Lista- 4 30. júní 1964 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.