Alþýðublaðið - 05.07.1964, Síða 6
.V'iv:v\*v hÍ
'Q 5. jú.í 1S64 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
f október 1945 tók lútherska
kirkjan í Þýzkalandi upp það
sem nefnt er „Stuttgarter
Sehuldbekenntnis”. Allir Þjóð-
verjar, án tillits til afstöðu
þeirra til Hitlers, báru sinn
hluta af sektarbyrðinni fyrir
að svo fór, sem fór. „Við ákær-
um okkur fyrir að hafa ekki
verið nógu hugrökk”. En einn
maður, dr. Lothar Kreyssig, lét
sér ekki nægja að gefa slíka
yfirlýsingu. Eftir mikla baráttu
og erfiðleika stofnaði hann ár-
ið 1958 „yfirbótarhreyfingu”
sína.
Þýzkaland. Fyrstu mánuðina
leið ekki sá dagur, en einhver
úr hópnum kæmi ekki og bæði
um heimfararleyfi. Það var
aldrei veitt og eftir þessa byrj-
unarörðugleika fór starfið að
ganga vel..
F.TÁRSTUÐNINGUR
VÍÐA A»
Bakgrunnur hreyfingarinn-
ar er kristilegur, en þeir fá
stuðning- víðar að. Bæði ung-
sósíalistar og sósíalískir stúd-
entar veita stuðning sinn, og
einnig sérgreinafélög iðnaðar-
ins, og þau eru sérstaklega mik
ilvæg þegar vantar sérmennt-
aða menn til einhverra starfa.
Fjárstuðningur kemur aðal-
lega úr þrem áttum. Mestur
hlutinn kemur í frjálsum fram
lögum frá einstaklingum, sem
margir hverjir hafa skuldbund-
ið sig til að láta vissa upphæð
renna til hreyfingarinnar á
mánuði hverjum. Einnig koma
framlög frá lúihersku og ka-
þólsku kirkjunni, einnig öðrum
trúfélögum.
FRÁBIÐJA SÉR
RÍKISSTUÐNING
Hreyfingin nýtur einskis
stuðnings frá Bonnstjórninni,
en því veldur þeirra eigin af-
staða. Það hefur iðulega sýnt
sig, að þegar stjórnin veitir
fjárhagslegan stuðning ein-
hverju málefni, þá setur hún
pólitísk skilyrði, og það er alls
ekki í anda þeirra, sem vinna
að málefninu. -Einnig myndi
opinber stuðningur útiloka, að
þeir gætu unnið i löndum aust
an járntjalds. Áður en hópur-
inn, sem vinnur að end'irreisn
arstarfi í Skoplje komst af
stað, fóru fram miklar viðræð-
ur við júgóslavnesk yfirvöld.
Hið fyrsta, sem Júgóslavar
spurðu um, var hvaðan pen-
ingarnir kæmu, og hver tilgang
urinn væri. Ef Bonn hefði stað
ið bak við fyrirtækið, hefði
engin von verið til þess að fá
fararleyfi til Skoplje. Þá hefði
verið litið á starfsemina sem
þýzka „Wiedergutmachung” og
það vilja Júgóslavar alls ekki
sjá, sem ekki er von.
REYNSLAN í NOREGI
Starfið í Noregi hefur geng-
ið mjög að vonum. Árið 1960
byggði liópur frá félagsskapn-
um kirkju í Kokclv á Finn-
mörk. Allir staðarbúar vissu, að
þeirra var von, en enginn tók á
móti þeim. Mánuðir liðu áður
en þeir tækju að heilsa Þjóð-
verjunum — en skyndilega
brotnaði ísinn. Á þeim mánuð-
um, sem eftir voru bundust
traust vináttubónd milli Þjóð-
verja og Norðmanna. Síðan
hafa sumir þeirra, sem tóku
þátt í kirkjubyggingunni, farið
í vinaheimsóknir til Kokelv.
Sömif reynslu hafa þeir orðið
fyrir í Júgóslavíu, Hollandi,
Belgíu, ísrael, Frakklandi,
Grikklandi og Bretlandi. Eins
og sakir standa starfa 25 stúlk
ur á norskum fávitahælum,
deilt niður í fjóra hópa.
STIMPLAÐIR SVIKARAR
í HÆGRISINNUÐUM
BLÖÐUM
Yfirbótarhreyfingin hefur
oftast mætt skilningi og stuðn-
ingi heima í Þýzkalandi. Þó er
ekki laust við, að hún veríi
vör við andúð. Næstum dag-
lega berast hótanabréf á skrif-
stofur hennar og jafn oft er
hringt þangað án þess, að
hringjandinn segi til nafns og
hellt yfir þá, sem svara, marg-
víslegum svívirðingum og á-
minningum. Einnig láta ofsa-
menn til hægri oft til sín heyra1
opinberlega. Hér er eitt dæmi
úr blaðinu Deutsche National
Zeitung:
„Þýzka þjóðin er saklaus,
hún hefur aldrei viljað vinna
öðrum þjóðum mein. Ef ábyrg
ríkisstjórn framkvæmdi glæp-
samleg verk, þá.yar það án vit-
undar og vilja þýzku þjóðar-
innar. Öðru vísi var háttað
með þqji illvirki, sem Pólverj-
ar, Tékkar og Júgóslavar unnu
á opnum götum borga og bæja:
Milljónir kvenna, barna og
gamalmenna voru brytjaðar
niður af fullkomnu miskunnar-
leysi. En hefur nokkur heyrt
um yfirbótarhreyfingar þessa
fólks?”
EKKI OF LANGT UM LIÐIÐ
Langt er nú liðið frá stríðs-
lokum, en ekki svo langt, að
störf, sem þau, sem nú hefur
verið lýst, séu orðin óþörf. Einn
þeirra, sem tóku þátt í starfinu
í Noregi, var að því spurður,
hvers vegna hann tæki þátt í
þessu. „Vegna þess, að ég trúi,
að ég vinni að einhverju, sem
á sér tilgang”, svaraði hann.
Tilgangurinn er ekki einvörð-
ungu, að ungir Þjóðverjar taki
þátt í endurreisnarstarfi er-
lendis. Jafn mikilvæg eru vin-
áttuböndin og samskiptin, sem
myndast, og allar þjóðir þarfn-
ast svo mjög.
!!!!III[!li!!!!l!!i!![H)(lL,i:!ilii!I!IIIl!li!iniiHltl!l1!linniniIII]llllIli!lli!iIliíli!lll!!llli!!i:ii!!:!!lliiilllIlUIIiIiiiilliillliJlllll;ILHIJIiIiIlllKililliii:'!!ii!il<i!liL'!.,iiiiillli:iiii;>ÖII!illllll!JIIUIl!iiJi]>liJllli!iiIilIlIil!U!J!i;ii!I!i[!!!:!
íhhh®
Á FÁVITAHÆLI í Noregi, í
jarðskjálftabænum Skoplje í
Júgóslavíu, á samyrkjubúunum
í ísraeÞ og á fjölda annarra
staða vinna nú hópar ungra
Þjóðverja, sem hafa yfirgefið
vellaunaðar stöður heima í
Þýzkalandi til þess að lifa í lönd
um þeim, sem urðu fyrir her-
námi Þjóðverja á stríðsárun-
um. Oft búa þeir við fjandsam-
lega afstöðu íbúanna á stöð-
unum þar sem þeir dveljast.
Þetta æskufólk er allt saman
meðlimir hreyfingar, sem nefn-
ist „Aktion Siihnezeichen”, en
hún hefur sett sér það mark að
vinna að einhvers konar upp-
byggingu á' sömu landsvæðum
og þýzkar hersveitir og SS-
sveitir óðu uppi á áður með of-
beldi og hryðjuverkum. í þýð-
ingu mætti nefna þetta yfirbót-
arhreyfingu. Það undirstrikar,
að það sem um er að ræða er
alls ekki að gera aftur gott það
sem Þjóðverjar brutu af sér
gagnvart þjóðunum á stríðsár-
unum, heldur að unga fólkið
vill gera yfirbót og gefa til
kynna, að þeim er ljós sú á-
byrgð, sem öll þvzka þjóðin ber
'á atburðum stríðsáranna.
FRITT UPPIHALD
og tvö mörk á dag.,
Nú stendur Klaus Wilm fyrir
stofnuninni. Hann segir svo
frá, að þeir sem koma til að
starfa fyrir hreyfinguna séu
frá öllum stéttum þjóðfélags-
ins, iðnverkamenn, sfúdentar,
tæknifræðingar, blaðamenn. —
Allir skuldbinda þeir sig til að
vinna í átta til tólf mánuði fyr-
ir hreyfinguna. Hún greiðir
kostnað við ferðir og uppihald,
og þess utan fá allir þátttak-
endur 2 mörk á dag í vasapen-
inga. Það er allt og sumt.
Til að byrja með var aðsókn-
in að þessum störfum fremur
dræm, en nú er svo komið, að
forráðamennirnir geta valið úr
liðinu eftir því hvernig fólki
er lielzt þörf á í hverjum stað.
Það er ekki alltaf auðvelt að
finna hinn rétta. Allir hafa hið
rétta hugarfar, en sumir end-
ast ekki til að búa við þá kosti,
sefn beim eru settir. í fyrsta
sinnið, sem hópur var sendur
til Norður-Noregs, komu í ljós
erfiðleikar þeir, sem eru á því
fyrir Þjóðverja að vinna við
mjög ólík skilyrði miðað við
Kirkjan, sem ungir Þjóðverjar byggðu í Kokelv á Finmnörk.