Alþýðublaðið - 14.07.1964, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 14.07.1964, Qupperneq 5
Sigurður Björnsson söng í 19 óperum Reykjavík, 11. júlí - GG. SIGURÐUR Bjömsson, óperu- söngvari, er vaentanlegur heira mcð Gullfossi um miðja næstu viku. Hann hefur nú lokið' tveim starfsárum við ríkisóperu Wiirt- emberg í Stuítgart og hefur samn ing um enn eitt ór þar. Á starfsári óperunnar söng Sigurður í 19 óperiun, þar á meðal í Othello, þar sem hann söng Cassoi með Windgassen, sem söng Othello, og Senu Jurinap, sem söng Desdemo- nu. Þá söng hann hlutverk Fentons í Kátu konunum frá Windsor og Heinrich í Tannhauser. Auk óperu hlutverka hefur Sigurður m. a. sungið í Mattheusar-passíunni í Madrld, og var þeim liljómleikum sjónvarpað á Spáni. í Danmörku söng hann í jólaóratoríunni í Ár- ósum og á heimleiðinni söng hann íslenzk lög í danska útvarpið. Á næsta starfsári bíða Sigurðar mörg verkefni. Hann mun syngja hlutverk Fentons í Falstaff undir stjórn Ferdinands Leitners, en leikstjóri verður hinn frægi Gímther Renert. Þá hefur óperan í Diisseídorf boðið Sigurði 30 til 40 sýningar á leikári og í Lúbeck ■ á hann að syngja hlutverk Alma- viva í Rakaranum frá Sevilla. Þá ; syngur hann Mattheusar-passíuna aftur, en í þetta skipti í Munchen, og í Stuttgart syngur hann í jóla- óratoríunni í byrjun desember, áð- ur en hann fer aftur til Danmerk- . ur og syngur sama hlutverk í Ár- Sigurður Björnsson osum a ny. Nýtt ryðvarnar efni á markaði Reykjavík, 10. júlí - KG HEILDVERZLUN E. Th. Matliie- sen hcfur nu nýlega hafið innflutn ing á ryðvarnarefninu Rust-Ole- nm, sem framleitt er úr fiskolíum og liefur víða gefið mjög góða j raun. Rust-oleum hefur nú verið framleitt í um 35 ár og er nú not- j að í um 80 löndum. Er gengið ríkt eftir því af verksmiðjunnar hálfu að það sé rélt notað til þess að það nái sem bezt tilgangi sínum. Er það nú til dæmis notað á allar vélar og tæki á Kennedy höfða í Bandaríkjunum, þar sem tilraunir með eldflaugar fara fram og eins hefur norski sjóherinn notað það á skip sín. Efnið er framleitt úr fiskolíum Framh. á 13. síðu. .iiiiiiiiiiitiiiiiiimiiimiiiiiiitn iijtiiii i iiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiimuiiiiimmmiiimiimiiimiiiiiimimiiimiimmmiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmmmii EKKI er vitað um einstök atr- *“ iði sovézku tillögunnar um stofnun fastagæzluliðs, sem starfi á -vegum Sameinuðu þjóðanna, og of snemmt er að leggja endanlegan dóm um hana. Hins vegar er ástæða til að veita því eftirtekt, að sov- ézka stjórnin hefur greinilcga áhuga á að leggja orð í belg í umræðunum um hlutverk SÞ. Áður hefur virzt sem hún hafi talið Sameinuðu þjóðirnar engu hlutverki hafa að gegna í al- þjóðamálum. Ef síðasta orð- sending Rússa merkir, að sov- ézka stjórnin láti sig enn þau vandamál, sem SÞ á við að : stríða, einhverju skipta, verð- j ur ef til vill auðveldara að j kippa samskiptum Sovétríkj- j anna við SÞ í lag en óttazt ■ hefur verið. En ekki kemur fram í fréttun \ um um tillögu Rússa, að minnzt ! sé á fjárhagserfiðleika SÞ eða j skuld Sovétríkjanna til heims- ! samtakanna, sem nú nemur ! rúmlega 50 milljónum dollara. j Aðrar sovézkar orðsendingar í : ár hafa verið ótvíræðar í þessu I tilliti og á þá lund, að Rússar í muni ekki greiða einn kópek til í friðargæzlustarfa. Afstaða í Rússa og Frakka í þessu máli | hefur komið SÞ í alvarleg fjár- | hagsvandræði, en þetta ástand I getur þróazt í nokkurs konar j stjórnarfarslega deilu. I AF vestrænni hálfi hefur áður í verið tekið fram, að lönd \ þau, sem skulda SÞ meira en Í tveggja ára greiðslu, verði að | glata kosningarétti sínúm á | Allshcrjarþinginu eins og stofn \ skráin kveður á um. Ef hvorki : Fi-akkar né Rússar gefa bending | ar um, að þeir vilji bæta sam- 1 búðina við heimssamtökin, get- | ur afstaða þeirra hæglega vald- i ið alvarlegum vandamálum. = Rússar komast í hættu þegar | við setningu næsta Allsherjar- þings SÞ í nóvember. Astæða er til að ætla, að bæði austur- veldin og vesturveldin vilji forðast það vandræðalega á- stand, sem hlyti að skapast ef Rússar yrðu sviptir kosninga- rétti. Orðsendingin er því einnig talin benda til þess, að Rússar vilji bæta samskiptin við SÞ og ef til vill undirbúa jarðveg- inn fyrir friðsamlega lausn á fjárhagsvandamálinu. Vestur- veldin og SÞ hafa áður gefið í skyn, að menn séu fúsir til að gera miklar tilslakanir varðandi það, hvernig innheimta eigi skuldirnar, og umfram allt vilji menn að málið leysist. Öll stór- veldi hafa að sjálfsögðu sér- stakan skilning á grundvallar- afstöðu Rússa, þ. e. að það eigi að vera Öryggisráðið, sem aðal- KASTLJÖS ábyrgðina beri á varðveizlu friðar og öryggis í heiminum — þetta er eiít af aðalatriðum SÞ-sáttmálans. CTOFNUN friðargæzluliðs, sem * heyri beint undir Öryggisráð ið, er líka það, sem Rússar leggja nú til. Það er áreiðan- lega mikið til í því, að nokk- uð hafi verið á reiki hverjir ábyrgðina beri á friðargæzlu- störfunum. Margir hafa rann- sakað vandamál þau, sem standa í sambandi við þessar aðgerðir, og eitt helzta atriðið í greinar- gerðum, sem samdar hafa verið, er á þá lund, að betra skipu- lags og skipulagningar sé þörf. Ástæða er til að fagna sov- ézku tillögunni sem merki þess, að sovétstjórnin sé fús til raun verulegra viðræðna. En ef hún vill aðeins binda enda á þróun þá, sem átt hefur sér stað inn- an Sameinuðu þjóðanna síðan 1950, og fara eingöngu sam- kvæmt því sem segir í SÞ-sátt- málanum getur hún ekki búizt við að fá meirihlutann til liðs við sig. Margt mælir með og á móti ályktunartillögunni, sem Alls- herjarþingið samþykkti haustið 1950 um „Einingu til friðar” og hefur verið grundvöllur hinna auknu áhrifa, sem „þing” heims samtakanna hefur öðlazt smám saman. Samt er ljóst, að þróun- in hefur endurspeglað raun- verulega staðreynd í alþjóða- málum — lok einingar stórvelci anna á stríðstímanum og hina miklu fjölgun aðildarríkja SÞ vegna fæðinga allra hinna nýju ríkja. UUGSANLEGT er, að Rússar 11 dragi þá ályktun af ástand- inu í alþjóðamálum, að grund- völlur sé fyrir því, að aftur verði horfið til nánara sam- starfs stórveldanna í Öryggis- ráðinu. En lítil ástæða er til að ætla, að meirihluti aðildarríkja SÞ muni sætta sig við slíka stefnu, sem gæti orðið áfall fyrir það sem unnizt hefur litl- um og meðalStórum ríkjum í vil á síðustu árum. Það er allkaldhæðnislegt, að Rússar bera fram tillögu sina .i þánn mund, er SÞ hætta gæzlu starfsemi í Kongó sökuni fjárskorts. Illa getur farið, cn einnig betur en menn ottast. Rússar (og Frakkar) hafa eigi að síður getað afstýrt þeirri þróun, sem þeir fordæma nú harðlega. Og einnig gæti verið ástæða til að.minna á það, að Rússar greiddu því atkvæði á sínum tíma, að SÞ skærist í leikinn í Kongó og veitti hiriu nýja ríki hernaðaraðstoð þegar fjallað var um málið í Öryggisráði SÞ júlí 1960. Torstein Sandö. é t V C’- & m :n.. Íf 9» :c= m r ÍF íí I :e :c=* :E I IB i JllllllllllllllllllllllllllllllinillllllHKMUI ■ II•I■«MIMIII•■•I|II■■ III 'IIIIIIIMMIII uuHfi örnin fara fyrr í skóla Reykjavík, 8. júlí - HKG ÁKVEÐÍÐ hefur verið, að 7-10 ára börn Iiefji skólagöngu 1. septem- ber í ár, en 11-12 ára börn 15. • september. Undanfai'ið hefur sú skipan ver- , á þessum málum, að 7-9 ára börn j hafa byrjað í skólanum 1. septem- ber, — en hin eldri ekki fyrr en 1. október. 70 kennarar hafa sótt um kennslu við barnaskólastigið í Reykjavík, en 53 hafa sótt nm kennslu við gagnfræðadeildirnar. Fulltrúi fræðsluskrifstofu Reykja víkurborgar treystist ekki til aðl svara þvi, hve margir umsækjend- anna fengju stöður cða lausa* kennslu, — en það mun fara eftir því, hvernig bekkjaskipun verðuv ákveðin í skólunum. Fulltrúinn var að því spurSuxv hvaða skóla í Reykjavík væri mest, sótt um. Sagði hann, að um' slíkt væri ekki að ræða, því kennarar sækja aðeins um kennslustarfa e:m. hvers staðar í Reykjavik, tiltakó^ hvaða námstig þeir vilja taka sér, — en síðan er það fræðslu- I ráð, sem skipar kennurunum nið— , ur á skólana. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 14. júlí 1964 ^

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.