Alþýðublaðið - 14.07.1964, Page 6
I
□ RITA HAYWORTH á aS leika
aðalhiut”erkið í nýrri kvikmynd,
allsérsta ðri, sem á að heita Endur
sköpun.
Hún ljallar um miðaldra konu,
sem gengur undir svo margar yng-
ingaraðgerðir, að hún lítur að lok-
um út eins og unglingstelpa. —
Myndin byggist síðan á því, að á
bak við útlit unglingsins leynist
rejmsla og hugsanagangur mið-
aldra kcnu.
Rita gerir sér vonir um, að þessi
mynd muni marka endurkomu
hennar í kvikmyndaheiminn.
□ SEXTÁN ÁRA SKÓLAPILT-
UR, Leonard Tagg, hefur boðið
sig frrm til fylkisþingsins í Massa
chusetts í Bandaríkjunum, þrátt
fyrir að hann er langt frá því að
hafa kosningarétt.
Leonard hafði af mikilli kost-
gæfni rannsakað löggjöf fylkisins
og fundið smugu, sem leyfði hon-
um að bjóða sig fram.
Lagamenn urðu ókvæða við og
reyna nú sem þeir geta að fá sett
lög, sem stanzi ungmennið.
□ Hann kom inn til húsbóndans
og fór fram á launahækkun með
þessun; rökum;
■— Konan mín er alltaf að tala
um, að ég'fái alls ekki laun í sam-
ræmi við verðleika mína.
Húsbóndinn kinkaði kolli:
— Ég er alveg sammála konunni
yðar, en guð minn góður, þér verð
ið þó að eiga fyrir matnum.
□ Við barinn á sólgylltri bað-
strönd stóðu tveir heiðursmenn
og ræddu hina nýju tízku, yfir-
partslausu sundbolina. Annar seg-
ir:
— Áhrifin af þeim geta nú
verið á ýmsa vegu. Eg þekki tvær
dömur, sem slógu sér á svona
gripi. Önnur náði sér í eiginmann,
hin fékk lungnabólgu.
□ ÞEIR SEM Á ANNAÐ borð
hafa velt málinu fyrir sér, telja
vafalaust að Maurice Chevalier fái
stráhattana sína, sem þessa stund-
ina eru tvö hundruð talsins, í
Frakklandi. Svo er þó ekki, hann
kaupir þá frá hattara í Luton í
Englandi. Það er sami hattarinn og
Churchill kaupir af sína hatta,
þessa stóru, sem hann hafði á
höfðinu þegar hann var að mála
úti í sólskininu hér fyrr á árum.
TUTTUGUINNRÁSARKONUR
Þessar 20 japönsku fríðleiks-
konur voru myndaðar á Lund-
únaflugvelli, þar sem þær
komu við á leið sinni frá Japan
líI sameiginlega markaðsins í
Evrópu. Þangað voru þær send
ar af samtökum, sem sjá um
að auka japönsk verzlimarvið-
skipti. Ekki eru þær þó til
sölu, heldur eiga þær að auka
þekkingu manna og áhuga á
□ Loksins hefur Bandaríkjamönn
um tekizt að losa sig við óþægi-'
legan dvalargest, sem þeir hafa
verið að reyna að koipa af hönd-
um sér um áratuga skeið. Maður-
inn er stórbandíttinn Eaul Ricca,
kunnari undir nafninu „The Wait-
Japan með því að kynna menn-
ingu þess og siðvenjur. Aukn
um áhuga og kunnugleika von-
ast japanskir verzlunarmenn
til að fylgi aukning við'kipt-
anna milli Evrópu og Japan.
Þetta er sem sé þáttur- hinnar
geysilegu innrásar japansks iðn
aðarvarnings á ves.ræna mark-
aði, sem staðið hefur um all-
mörg undanfarin ár.
er,” eða „þjónniim.” Hann átti
borgararétt í Bandaríkjunum, en
var sviptur honum ásamt'landvist-
arleyfinu, þegar • hann tók við
veldi A1 Capones, að honum fang-
elsuðum. , ]
Bandaríska stjómin hefur snú-
Stúlkumar fylgja í kjölfar |
skipsins „Sakura Maru“, hinn- j|
ar miklu fljótandi vörusýning- =
ar, sem hefur farið milli hafna 1j
í Evrópu nú í sumar. Aðalað- jj
setur stúlknanna verður í Diiss m
eldorf í Þyzkalandi, þar sem B
Japanir hafa komið upp 18 H
hæða byggingu sem hýsir höf- gj
uðstöðvar þeirra í Vestur-Ev- H
rópu.
• , ,' §3
iilironnnmiíiiniiimiiiiiiiinuiiiiiiiiiuiiiiimiiTiTnimnlÍ
ið sér til fimmlíu landa og boðið
þeim gripinn, en ekkert þeirra
hefur talið sér liðsauka aö honúni.
Nú loksins hefur þó Ítalía sam-
þykkt að taka við honum, en það-
an kom hann á fölsuðu vegabréfi
árið 1917.
VIÚTUÐU LÖGREGLUN
>
EKKI getur það talizt til nýjunga
orðið, að lögreglan í New York
, sé flæ’it í hneykslismál. Hið eina,
, sera vc kur athygli við nýjasta mál-
, ið, er, að það er með þeim um-
, fangsmestu, sem upp hafa komið
um alilangan tíma. Þrír dómstól-
ar hafa verið skipaðir til þess að
», ranns;ka málið og yfirheyra þá
, lögreglumenn, sem taldir eru geta
gefið applýsingar. Um er að ræða
yfirhy mingar og mútuþægni lög-
reglumanna úr hendi ólöglegra
; veijmangara.
Jafnt lögrcgluforingjar sem ó-
ftrdyttir eru taldir eiga hér hlut að
máli og það nöturlegasta við málið
er,.að svo virðist sem meðal þeirra
séu meðlimir sérstakrar deildar,
sém lögi egiustjórinn í New York
stofnaði vil þcss að rannsaka sam-
bönd lögreglunnar við veðmála-
starfsemina. Þessi delld hefur nú
verið lögð niður.
Fjöldi lögreglumanna hefur neit-
að að bera vitni. Þeim hefur verið
vikið frá störfum. Aðrir hafa sam-
þykkt að bera vitni, en talsmenn
lögreglunnar hafa sagt, að þeir ótt
ist mjög, að eitthvað allt annað en
sannleikurinn muni koma fram
við yfirheyrslurnar. Þeir telja, að
einir fimm hundruð lögreglumenn
verði teknir til yfirheyrslu. Ekki
er talið óhugsandi, að flett verði
ofan af mútugjöfum jafn stórkost-
legum og þeim, sem veðmangarinn
Harry Gross gerðl sig sekan um
árið 1950. Hann hafðl notað eina
milljón dollara í mútur til lög-
reglunnar á einu ári.
Ein aðalorsök spillingarinnar
I eru hin gamaldags lög, sem gilda
. um veðmál í New York, en þar er
öll veðmálastarfsemi bönnuð. —
Vegna þess arna eru veðmangarar
! stöðugt að skipta um aðsetursstað
til þess að gera lögreglunni erfið
ara fyrir að grípa þá. Fátt kemur
: sér betur en að fá upplýsingar
með hæfilegum fyrirvara um yfir
vofandi heimsókn lögreglunnar og
I eðlilegt er, að þeir telji þess hátt
ar upplýsingar nokkurra launa
verðar. Annað er enn þá nota-
legra, trygging fyrir því, að þeir
fái aldrei slíkar heimsóknir!
Það virðist ekki vera neitt vafa-
mál, að velgengni sumra þeirra
umsvifamestu á sviði veðmála-
starfsemi, byggist fyrst og fremst
á því, að þeir liafa ekki þurft að
hafa áhyggjur af lögreglunni. En
þetta áhyggjuleysi hefur kostað þá
talsverð fjárútlát og til býsna
margra einstaklinga.
Lögreglumaður einn, sem rekinn
var úr lögregluliði New York borg
ar fyrir að þiggja fé af veðmang-
ara, lætur hafa eftir sér, að það
sé ekkert vafamál, að mútuþægn-
in nái býsna hátt upp í metorða-
stiga lögreglunnar.
Þetta nýja lögregluhneyksli virð
ist eiga svo víða rætur meðal ann-
ars vegna nýrrar tízku, sem hefur
gripið um sig meðal almennings í
New York. Það er svo kallaður
„númeraleikur”. Þessi tegund veð-
mála er þess eðlis, að menn geta
lagt litla upphæð undir, en samt
átt von í mjög háum vinning. Tek-
ið er við veðum víðs vegar um
borgina á rakarastofum, matvöru-
verzlunum og á börum. Þetta er
vitaskuld ólöglegt og allir þessir
staðir hafa orðið að reiða af hendi
fast mútufé til lögreglunnar. Þeir,
sem standa að baki þessum núm-
eraieikjum, eru sumir kunnustu og
umsvífamestu veðmangarar í New
York.
Eftir að dómstólarnir þrír hafa
tekið til starfa hafa lögreglumenn
irnir, sem flæktir eru í málið,
greinilega hætt þjónustu sinni við
veðmangarana; þegar hafa all-
margir veitingastaðir í Harlem
fengið óvelkomnar og óþægilegar
heimsóknir. Enda hafa cigendur
staðanna látið einhvern'liafa það
eftir sér, að lögreglumennirnir
hafi ekki komið að sækja sinn hlut
síðasta mánudaginn áður en ósköp
in dundu yfir, eins og þeir höfðu
gert fram til þess.
0 14. ;ú!í- 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ