Alþýðublaðið - 23.07.1964, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 23.07.1964, Blaðsíða 1
Tékknesku þingmennirnir ferðast víða um landið 44. árg. — Fimmtudagur 23. júlí 1964 — 164. tbl. Reykjavík, 22. júlí, GG. TÉKKNESKA þingmannanefnd in, sem hér er í boði alþingis, kom j NORÐMENN SIGRUÐU | !l Landskeppni íslendingra ogr Vestur-Norðmanna í frjálsum íþróttum lauk í gærkveldi með verðskuld JÍ jj uðum sigri Norðmanna eftir liarða baráttu íslenzka liðsins. Norðmenn hlutu 106 stig, en íslend- j| !í ingar 95. Sjá nánari frásögn á íþróttasíðunni. Myndin hér að ofan er af úrslitunum í 200 metrun- {! ;■ um. (Mynd: K. G.) j; ISLEHDIHfillM FIOIGADI IIM V17. FDA n 196) Reykjavík, 22. júlí - GO HAGSTOFAN liefur sent frá sér endanlegar tölur um mannf jölda á íslandi þann 1. desemher 1963. Reyndist hann vera 186.912 manns, en var sama dag árið 1962 183.160 manns. íslendingum hefur því fjölgaö um 3752 á einu ári eða rúmlega 2%. Konur eru enn í minnihluta, 92.397 á móti 94.515 körlum. Reykjavík telur 76.401 íbúa og þar eru konur rúmlega 2000 fleiri en karlar. Aðrir kaupstaðir telja samtals 50.165 íbúa, þannig að 126.566 íslendingar búa í kaup- stöðum. Sýslurnar telja hinsvegar 60.346 íbúa alls, þar af í kauptún- um 28.935. Akureyri er enn næststærsti bærinn á landinu með 9398 íbúa, Kópavogur hefur heldur vinning- inn yfir Hafnarfjörð með 7684 móti 7630 í Firðinum. Næstur í röðinni af kaupstöðunum er svo Framhald á síðu 4 til landsins á mánudagskvöld, en í gær heimsóttu þingmennirnir söfn og menn astofnanir í Reykja vík. í dag fóru þeir til Þingvalla og hringinn að Sogsvirkjununum, Hveragerðis, Krtýsuvíkur og sitja boð utanrikisráðherra í kvöld. Á morgun skoða þeir Hafnar- fjörð og heimsækja forsetann að Bessastöðum. Á föstudag verður svo farið flugleiðis til Akureyrar, bærinn og nágrenni hans skoðuð, svo og verksmiðjur Gefjunar. Kvöldverður verður snæddur í boði bæjarstjómar. Á laugardag halda þingmenn- irnir til Mývams í bílum, skoða Dimmuborgir og fleira fram að hádegi, en að lokhum liádegis- verði í Reykjahlíð fara þeir flug leiðis til Egilsstaða. Frá Egils- stöðum halda þeir svo með bílum niður á Seyðisfjörð og skoða þar síldarverksmiðjuna og væntan- lega síldarsöltun. Síðan verður ek ið að Egilsstöðum á ný og flogið þaðan til Reykjavíkur, en leiðin liggur yfir Heklu og Surtsey. Á sunnudag verður svo i’arið að Gullfossi og Geysi, síðan snædd- ur hádegisverður að Laugarvatni, og þaðan farið í Mjólkurbú Flóa- manna og tilraunabúið í Laugar- dælum. Á mánudag verður svo farið að Reykjum'í Mosfellssveit og dælustöð hitaveitunnar skoðuð. Framh. á 4. síðu. 32 Bfim. úrkorna á Þingvölliim Reykjavík, 22. júlí - HP MIKIL úrkoma var víða um land í nótt, og á tímabili var þrumu- veður á Rangárvöllum og í Hrepp- um. Ekkert rigndi á Norð-Austur- landi eða Austfjörðimi, en mest var úrkoman á Suður- og Vestur- landi. Mældist hún mest á Þing- völlum, 35 mm, sem er óvenju- mikið. í dag komst svo liitinn upp í 24 stig austur á Vopnafirði, en samkvæmt upplýsingum Veður- stofunnar má búast við heldur kóln andi veðri um allt land með vest- anáttinni, sem gengin er inn yfir landið. Sunnanlands og vestan lít- ur út fyrir skúri a. m. k. næsta sólarhring, og ekki eru horfur á norðanátt hér sem stendur, þó að þurrkurinn haldist sennilega á Norður- og Austurlandi. Eins og fyrr segir rigndi víða óvenjumikið í nótt. Austast gætti úrkomunnar í Hornafirði, þar sem hún mældist 1 mm yfir nóttina eða frá kl. 6 í gærkvöldi til 9 í morgun, en allar tölurnar hér á eftir eru miðaðar við sömu 15 klukkustundirnar. Ekkert rigndi á Austfjörðum eða Norð-Austur- landi, en úrkomunnar gætti nokk uð um vestanvert Norðurland, — austast á Akureyri, þar sem úr- koman mældist 1 mm, eins og í Hornafirði. í Grímsey mældist hún 4 mm. Á Vestfjörðum var úrkoman sums staðar mikil, t. d. 17 mm í Kvígindisdal og 18 á Hvallátrum. 4 mm mældust í Síðumúla í Borg- arfirði, en mest var úrkoman á Þingvöllum, 35 mm, eins og fyrr Framhald á 13 síðu UM níu leytið í fyrrakvöld lentu tvær Caribou-flugvélar frá indverska fluglicrnum á Reykjavíkurflugvelli. Áætl- 'að hafði verið að lenda í Keflavík, en völlurinn þar var lokaður vegna veðurs. Þetta mun í fyrsta skipti, sem flugvél frá indverska hern- um lendir hér í Reykjavík. Myndin er af annarri vél- anna. (Mynd: KG). ý. .• '1 ÓSKEMMDIR Reykjavík, 22. júlí - KP TÆPUR hálfur mánuður er nú liðinn síðan Borgararglýsing setti upp snotra ruslakassa á 50 stöðum í bænum, einknm við Laugaveg og Hverfisgötu. Starfs- maður hjá Hreinsunardeild borgar innar tjáði blaðinu í dag, að enn sem ltomið er liefði rcyr.slan verið góð af nýju kössunum. Fótk hefði notað sér þá sízt minna en búizt Framhald á 13 síðu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.