Alþýðublaðið - 25.07.1964, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 25.07.1964, Blaðsíða 7
Það er ánægjulegt, hversu oft er vikið að skólamálum í blöðum nú upp á síðkastið og hversu oft það er undirstrikað, hve nauðsynlegt sé, að skóiakerfið sé sém bezt og full- komnast. Allir virðast t. d. 'fagna stofnun hins nýja tækni- skóla, sém taka mun til starfa á hausti komanda, enda er þar tvímælalaust um að ræða eitt- hvert nytsamasta framfarar- spor, sem stigið hefur verið í íslenzkum skólamálum um langt skeið. Þegar rætt er um skólakerfið almennt og þá fyrst og fremst skipulag skyldunáms- ins, er oft að því vikið, að gildandi löggjöf um skólakerf- ið hér á landi er að stofni til frá 1946 og því bráðum orðin 20 ára gömul. Þetta verður oft tilefni ummæla á þá leið, að skipulag skólamálanna sé orð- ið úrelt og þarfnist breytinga. Nú er ekki svo að skilja, að margs konar breytingar hafi ekki verið gerðar á skipan skólamálanna á undanförnum árum, þótt sjálfum lagagrund- vellinum undir skyldunáminu hafi ekki verið breytt í megin- átriðum. Fyrir skömmu var t. d. gefin út fullkomin námsskrá fyrir allt skyldustigið, hin fýrsta sinnar tegundar á ís- landi. Ýmiss konar breytinga er án efa þörf, þar eð aldrei má sofna á verðinum, ekki fremur á sviði skólamála en öðrum sviðum. Það gleymist hins vegar oft í þessu sambandi, að á árunum 1958-’59 starfaði stór nefnd, skipuð bæði sér- fróðum mönnum um skólamál og alþingismönnum, að athug- un á skólakerfinu í heild. Skip- aði ég þá nefnd fljótlega eftir að ég tók við forstöðu mennta- málaráðuneytisins, einmitt í því skyni að fá það kannað, hvort vilji væri fyrir hendi til gagngerðra breytinga á skipu- lagi sjálfs skólakerfisins. Nið- urstaða nefndarinnar varð sú, að ekki væri ástæða til breyt- inga á sjálfum lagagrundvell- inum, sem núverandi skólakerfi hvílir á. Nefndin benti hins vegar á ýmsar breytingar til bóta, og hefur smám saman verið að því unnið að koma þeim í framkvæmd. En þótt ekki hafi á undan- förnum árum verið gerðar breytingar á lagagruhdvelli skyldunámsins, hafa marghátt- aðar breytingar verið gerðar og undirbúnar á lögum um framhaldsnám á undanförnum árum. Er þar skemmzt að minn ast hinnar nýju löggjafar um kennaraskólann og tækniskól- ann. Ný lög um háskólann voru og sett 1958 og í framhaldi af þeim ný reglugerð. Sett hefur ennfremur verið löggjöf um tónlistarskóla. Lagafrumvarp hefur verið samið um Mynd- lista- og handíðaskólann, og verður það væntanlega lagt fyr- ir Alþingi í haust. Nefndir hafa starfáð undanfarið að gagngerri endurskoðun iðn- námsins og menntaskólanáms- ins, og má vænta tillagna þeirra innan tíðar. Eflaust er enn hægt að gera margt til bóta á íslenzku skóla- kerfi. Mig langar hér til þess að nefna eitt atriði, sem ég persónulega tel, að myndi vera til mikilla bóta, þótt mér sé hins vegar ljóst, af viðræðum við forystumenn í skólamálum og kennara, að um það eru ekki allir sammála. Eg tel ástæðu- laust að gera ráð fyrir því, að allir nemendur þurfi jafnlang- an tíma til þess að tileinka sér það námsefni, sem fræðslu- LAUGARDAGSGREÍN GYLFA Þ. GÍSLASONAR skyldan gerir ráð fyrir. Aðal- reglan er, sem kunnugt er, sú, að skólaskylda nái frá 7-15 ára aldurs. Hverju aldursskeiði er þá kennt sama námsefni í 8 ár skólaskyldutímans. Það náms- efni, sem námsskrá gerir ráð fyrir, að kennt sé á skóla- skylduskeiðinu, er við það mið- að, að venjulegur nemandi geti tileinkað sér það á þessu ára- bili. En á því er enginn vafi, að talsverður hluti nemend- anna gæti tileinkað sér þetta námsefni á a.m.k. einu ári skemmri tíma. Það er mjög illa farið með tíma nemenda og í rauninni illa farið með þá sjálfa að láta þá sitja 8 ár við nám, sem þeir gætu tileinkað sér á 7 árum. Gera má ráð fyr- ir, að þeir nemendur, sem gætu lokið skyldunáminu á 7 árum, séu einmitt þeir, sem síðar setjast í menntaskólana. Und- irbúninginn að menntaskóla- náminu, þ.e.a.s. undirbúning- inn undir landspróf, er áreið- anlega ekki hægt að stytta, og enn síður mun hægt að stytta menntaskólanámið úr þeim 4 árum, sem það nú tekur. En ef hægt væri að stytta skyldu- námið úr 8 árum í 7 ár hjá þeim nemendum, sem síðar fara í menntaskólana, þá yrðu stúdentarnir ári yngri en þeir eru nú. Skólagangan að stúd- entsprófi tæki með öðrum orð- um 12 ár en ekki 13, eins og hún tekur nú, Þeir stúdentar, sem síðan stunda háskólanám, kæmu þá einu ári fyrr til starfa í þágu þjóðfélagsins en þeir gera nú, og væri að því mikill vinningur. Auðvitað þyrfti ekki og ætti ekki að tengja þátttöku í lands- prófi og inngöngu í mennta- skólaná að neinu leyti við það, að nemendur hefðu lokið skyldunáminu á sjö árum. Þeir, sem vildu, gætu notað 8 ár til skyldunámsins eftir sem áður, tekíð landspróf og hafið menntaskólanám. Þeir, sem kysu að ljúka skyldunáminu á 7 árúm, þyrftu þá heldur alls ekki að taka landspróf og fara síðan í menntaskóla. En það væri mjög mikilvægt og mikil framför, að kostur væri á því að ljúka skyldunáminu á 7 ár- um og þá væntanlega fyrst og fremst að ljúka námsefni, sem nú er numið í 11 og 12 ára bekkjum, á einum vetri í stað tveggja nú. Duglegir nemend- ur ættu að eiga kost á þessu. Ef fleiri reyna þetta en reynslan sýnir, að færir eru um það með góðu móti, ættu þeir einfaldlega að nota ár í viðbót til þess að búa síg und- ir barnapróf. Ýmsir óttast, að með slíkri tilhögun væri verið að draga némendur barnaskólanna í dilka eftir námsgetu, og geti það haft skaðleg sálræn og fé- lagsleg áhrif. í öllum fram- haldsskólum gilda þó ákveðnar reglur um inntökuskilyrði, 'og er alls staðar miðað við ein- hvers konar lágmarkseinkunn. Enginn finnur að þessu, enda er vandséð, hvern annan máeli- kvarða er hægt að finna til vals á nemendum inn í framhalds- skóla, utan við skyldunámið, en einhvers konar próf og eink- unnargjöf. Það á fyrir megin- hluta allra barnaskólanemenda að liggja að verða að hlíta því, að einkunnargjöf fyrir náms- árangur ráði úrslitum um það, hvort nemandinn fær setu í framhaldsskóla eða ekki. Eg fæ þess vegna ekki séð, hvers vegna það þarf að vera skað- legt .að láta einkunnargjöf í barnaskóla ráða því, hvort nemandi þar fær kost á að reyna að ljúka skyldunáminu á einu ári skemmri tíma en al- mennastur er. Hér er áreiðanlega um mál að ræða, sem athuga þarf vand- lega. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 25. júll 1964 y ,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.