Alþýðublaðið - 25.07.1964, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 25.07.1964, Blaðsíða 9
Hana er að finna innan Repú- blikanaflokksins. Síðan 1940 hafa vþað alltaf verið repúblikanar frá austur- ríkjunum, sem hiynntir eru al- þjóðlegu samstarfi, sem tilnefnt hafa forsetaefnin. Hinn íhalds- sami armur flokksins hefur allt af verið utangarðs. Að sögn íhaldsmanna er þetta ástæðan til þess, hve repúblikönum hef- ur gengið illa. Þeir hafa beðið ósigra í fjór um síðustu forsetakosningum af sex, og hafa aðeins tvívegis unn ið sigur fyrir tilstilli Eisenhow- ers, sem íhaldsmenn telja ekki sannan repúblikana. Þar eð þeir menn, sem til greina komu sem frambjóðendur í forseta- kosningunum og hlynntir eru alþjóðlegu samstarfi, urðu úr leik af ýmsum ástæðum (Rocke- feller og Lodge) eða fóru aldrei af stað (Romney og Scranton) kom íhaldssami armurinn frani hefndum og fær fyrsta tæki- færi sitt síðan 1936. IJæði varðandi réttindi blökku- manna og friðsamlega sam- búð telja margir repúblikanar, að þróuninni hafi miðað of hratt hvað snertir hinn almenna borgara, og að verki séu við- brögð við þessari þróun meðal fólks, er þeir geti höfðað til. Það er vafalaust rétt, að marg ir hvítir menn í norðurríkjun- ROCKEFELLER Milliríkjasamstarf um iðnað efnahagsgrundvöllur Afríku um, sem í aðalatriðum eru fylgj andi fullu jafnrétti blökku- manna, eru nú farnir að bregð- ast við hinni öru þróun. Gold- water og menn hans telja, að þeim geti orðið mikið ágengt, ef þeir ala á þessum ótta, og þeir telja,. að þeir hafi litlu að tapa þótt blökkumenn greiði at- kvæði gegn þeim, enda hafa repúblikanar hvort sem er ekki fengið mikið fylgi meðal blökku manna á síðari árum. Andspyrnan gegn hinni frið- samlegu sambúð við Sovétríkin getur orðið Goldwater hættu- legra kosningamál. Erfitt er að gera sér grein fyrir, hverju repúblikanar geta fengið áork- áð í þessu máli. Andkommúnisminn kann að vísu að vera vinsæll meðal mið- stéttarinnar í smærri bæjum, en þessir kjósendur munu kjósa repúblikana undir öllum kring- umstæðum. En einnig þetta fólk getur orðið óttaslegið, ef Goldvvater lætur ekki aðeins stóru orðin nægja, heldur sting- ur upp á ákveðnum aðgerðum. David Williams. Með því að samræma fjárfest- ingu í stórum iðnaðarfyrirtækj- um, sem ekki eru bundin við ein- stök ríki, væri á næstu ,10 árum hægt að mynda grundvöll veru- legrar efniahágsútþenslu í allri Afríku. Þessi ályktun hefur verið dregin af rannsóknum Efnahags- nefndar SÞ fyrir Afríku (ECA). Sem dæmi um slíkar víðtækar iðn aðarframkvæmdir eru nefndir berefna-iðnaður í Alsír, járn- og stáliðnaður á vesturströnd Afríku og efnafræðistofnanir sem vinna að úrvinnslu kola í Tanganjíka. Rannsóknirnar á iðnaðarmögu- leikúm Afríku voru gerðar af þremur hópum sérfræðinga frá ECA. Þeir heimsóttu 27 ríki. Sýrsl ur þeirra voru ræddar á ársþingi ECA. í Addis Abeba um síðustu mánaðamót. Hópurinn, sem ferðaðist um V- Afríku, leggur m. a, til aö hafm verði framleiðsla í stórum stíl á alúmíníum í Ghana, sem byggist á hráefnum frá Guíneu, og sett- ar verði upp verksmiðjur til að framleiða lút og áburð, sem sjö ríki ættu hlut að. Að því er varðar Austur- og Mið Afríku er lagt til, að komið verði upp járn- og stálverksmiðjum í Suður-Rhódesíu, og minni verk- smiðjum í tengslum við þær í Úganda, að koparframleiðslan í Norður-Rhodesíu verði aukin, að framleiddur verði fosfat-áburður í Suður-Rhódesíu og Úganda, köfn unarefnisáburður í Norður-Ródes- íu, kalíumsúlfat í Eþíópíu, acet- one, ediksýra og metan úr trjám Tanganjíka, trjákvoða og pappír Eþíöpíu, Kenýa og Suður-Ródesíu, og auk þess verði hafizt handa um samræmda aukningu á verk- smiðjuiðnaði á þéttbýlustu svæð- unum, svo sem Naíróbí, Mombasa og Dar-es-Salaam. Að því er snertir Norður-Afríkii leggur sérfræðingahópurinri m. a. til, að þegar verði undinn bráðúr bugur að því að rannsaka mögu- leikana á að færa út markaðinn á fullunnum stálvörum, en það gæti greitt götu þess, að samræmjil verði starfsemi þriggja járn- og stáliðjuvera, sem þegar hafa tekið til starfa eða eru í byggingu í Túnis, Marokkó og Alsír. Fjár- festingin mun alls nema 235 mlilj- ónum dollara. Hingað til hafa ver- ið veittar um 70 milljónir dollara til þessara framkvæmda, og má bú ast við að hluti þess fjárs fari ií súginn, verði starfsemi verksmiðj- anna ekki samræmd. Vart muji mega vænta frekari fjárframlaga nema markaðurinn verði nægi- lega stór, og það hefur í för með sér, að þessi þrjú ríki verða ab' taka upp samvinnu. • Framh. á bls. 10 ) ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 25. júlí 1964 $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.