Alþýðublaðið - 25.07.1964, Blaðsíða 11
Landsleikurinn ísland - Skotland:
Kemur íslenzka liðið
á óvart og sigrar?
ÍSLAND og Skotland heyja lands-
leik í knattspyrnu n. k. mánudags-
kvöld á Laugardalsvanginum. Er
þetta 37. landsleikur íslands. Eng-
jnn vafi er á því að leikur þessi
verður fjölsóttur og úrslitanna
beðið með spenningi. Landsliðs-
nefnd KSÍ, gaf út tilkynningu, fyr-
jr fáum dögum, um skipan íslenzka
Jiðsins. Vissulega eru ekki allir
Sammála um niðurstöður nefndar-
innar, enda mætti það teljast til
tíðinda, ef svo væri. Hinsvegar er
engin ástæða til að gera því skóna,
að nefndin hafi ekki unnið sitt
vandavefk, af fullkominni sam-
ijf
vizkusemi og skilningi, svo sem
henni var bezt lagið. Það verður
að viðurkennast, eins og það er,
að knattspyrnan hjá okkur um þess
ar mundir, er ekki ýkja rishá. Og
að koma saman landsliði, úr því
efni sem fyrir er, sem geti staðið
sig sæmilega gegn þrautþjálfuðu
erlendu liði, eins og þetta skozka
lið mun efalaust vera, er því ekki
heiglum hent. Miðað við allar að-
stæður, verður ekki annað séð, en
landsliðsnefndinni hafi tekizt þetta
CFran.hald á 10. síðul
0 1
Holbæk hér á
vegum Þróttar
UHHHMmHUtWHUHHVt
Leikskrá
landsleiksins
SVO sem verið hefur á undan
förnum landsleikjum, kemur
út vönduð leikskrá á vegum
Samt. íþróttafr.manna. Er þar
að finna margvíslegan fróð-
leik um hin keppandi lið. Enn-
fremur er þar skrá um alla
landsleiki íslands í knatt-
spyrnu frá upphafi. Margar
myndir prýða leikskrána sem
er 32 síður að stærð. Leik-
skráin mun brátt verða til
sölu í aðgöngumiðasölunni
við Útvegsbankann.
Hingað til lands er komið danska
3. flokks liðið Holbæk á vegum
Þróttar. Dönsku piltarnir komu
fyrst til Vestmannaeyja og Iéku
við jafnaldra sína þar. Á morgun
leika þeir við Þrótt á Melavellin-
um og hefst leikurinn kl. 16.
fd______________________________
Er Ellert hættulegasti maður
framlínunnar?
ÍSLANDSMÓT í ÚTIHAND-
KNATTLEIK í FIRÐINUM
Ríkharður leikur sinn 31. landsleik á mánudag.
MEISTARAMÓT íslands í hand-
knattleik utanhúss fer að þessu
sinni fram í Hafnarfirði og’ hefst
á morgun (sunnudag) kl. 4. Keppt
verður á Hörðuvöllum. í meistara-
flokki karla eru sex lið, FH, Hauk
ar, KR, Fram, Víkingur, ÍR og Ár-
mann. í meistaraflokki kvenna eru
sjö lið, Valur, Þróttur, Fram, Vík-
ingur, FH, Breiðablik og Ármann.
Loks verður keppt í 2. flokki
kvenna, og þar taka einnig þátt
sjö lið, frá Val, Fram, Víking, FH,
KR, Breiðablik og Ármann.
Eins og fyrr segir hefst mótið á
morgun kl. 8 og þá leika í meist-
araflokki karla, FH og Haukar og
Fram—ÍR. Mótið heldur áfram á
miðvikudag kl. 8 og þá leika KR
og Ármann, en síðan verða háðir
tveir leikir í kvennaflokki, Valur-
Þróttur og Fram-Víkingur.
Ekki vitum við nákvæmlega
hvernig karlaliðin hafa æft síðan
í vor, en áhugi kvenfólksins virð
ist mjög fara vaxandi og um get-
una efast víst enginn eftir hinn
glæsilega árangur kvenfólksins
okkar á nýafstöðnu Norðurlanda-
meistaramóti, en þar sigruðu þær
eins og kunnugt er.
★ C-lið Frakka sigraði í Portú-
gal í frjálsíþróítum með 120 gegn
90. Goulao setti portúgalskt met í
kringlukasti, 50.05 m. 1 Nýliðinn í landsliðinu Eyleifur Hafsteinsson skorar mark í leik gegn Fram
Sumarbúðir Vilhjálms og
Höskuldar í Reykholti
Drengja- og
kvennamóf
um helgina
á yfirstandandi íslandsmóti.
Um lielgina fara fram Drengja-
og Kvennameistaramót íslands »
frjálsum íþróttum. Drengjainótið)
verður háð á Akureyri og hefst kl.
2 í dag og keppnin lieldur áfrarv
á morgun á sama tíma. Kvenna-
meistaramótið er háð á íþróttavell-
inum að Félagslundi í Gaulverja-
bæjarhreppi og hefst kl. 4 í dag»
en lýkur á morgun, en þá hefsfc
keppnin kl. 2.
Eins og undanfarin ár verða
haldin íþróttanjmskeið fyrir
drengi. Námskeiðin hefjast þann
4. ágúst og standa til 25. ágúst.
Þau verða haldin í Reykholti og
'WWWWWWWWWWWWWWWWW*--. — w — ww — — — — — — -ý j
taka eina viku hvert. Fyrsta nám--
skeiðið er þegar fullskipað, en
nokkrum umsóknum urú síðari
námskeiðin er enn hægt að íaka
á móti.
Starfsemin verður með svipijð-
um hætíi og undanfarin ár, dag-
lega kenndar íþróttir, svo senv
frjálfear íþróttir, knattleikir og
sund, en auk þess farið í leiki,
gönguferðir og kvöldvökur haldn-
ar. Nánari upplýsingar veittar i
síma 14127 eftir kvöldmat (frá kL
8-10.)
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 25. júlí 1964 £11