Alþýðublaðið - 26.07.1964, Page 3

Alþýðublaðið - 26.07.1964, Page 3
Björn Th. Björnsson: ÍSLENZK MYNDLIST Drög að sögulegu yfirliti I. Helgafell Mcmlxiv. 240 bls. 5 * * * z | ÍSLENZK myndlist, í þeim | skilningi sem við leggjum vana- E lega í það orð, fæðist með þess- | ari öld. Það má raunverulega | dagsetja fæðingu henar: þegar | þeir Þórarinn B. Þorláksson og I Ásgrímur Jónsson taka að mála j hér heima, erfiða við að tjá ís- ; lenzkt landslag í málverki. En = þá er Einar Jónsson að móta | myndir sínar í Kaupmanna- £ höfn. Síðan hefur allmikil saga | garzt; og nú er komið að því | að við eignumst hana í rituðu £ máli; Björn Th. Björnsson seg- = ir hana hálfa í þessari miklu | bók, og eftir fyrri hlutann er | Það tilhlökkunarefni að fá fram H haldið að ári. I ★ LAND OG LIST. S Það er löngum sagt að nokkr 1 ir íslenzkir málarar úr fyrstu | kynslóð opni löndum sínum I nýja sjón, nýjan skilning á feg- | urðargildi íslenzks landslags og | náttúru, Víst er hæfa í þessu: 1 sveitablíða Þórarins, björt og j djörf litgleði Ásgríms, skáld- | skapur Kjgrvals í hraun og j mosa og klungur, nakinn mikil- | leikur Jóns Stefánssonar: allt j er þetta kunnuglegt og kært. | En mundi ekki bezt að fara með | gát? Það er áreiðanlega engum I til happs að vera sí og æ að | leita að „kjarvalsmyndum" á | Þingvöllum eða þá sjá ekkert | nema ,,landslag“ í verkum hans | og þeirra hinna. Náttúruskynj- E un upphefst ekki öldungis ó- | vænt eða af sjálfri sér; hins j vegar kunna nýjar hugsunar- | venjur, ný tízka, breyttar að- eða beina í nýja farvegi með einni einustu kynslóð. Þetta gerist á tíð þeirra fjórmenning- anna, og í sama mund fæðist íslenzk nútímamyndlist; þróun myndlistarinnar fer samstiga þjóðfélagsbyltingu íslendinga undir sínýjum áhrifum erlend- is frá. Þessir málarar, og aðrir síðan, skapa íslpnzka myndlist með íslenzkt landslag að megin viðfangsefni. Þar með er að vísu ekki sagt að enginn sæi landslag nú nema fyrir þeirra tilverknað né að enginn haii skynjað það áður. Og áður en þessi saga hæf- ist var önnur ósögð: það er sag an um hnignun og upplausn fornrar listiðju með þjóðinni og saga þeirrar myndlistar sem al- drei varð til vegna þess að hún rúmaðist ekki í þjóðfélaginu. Björn Th. Björnsson drepur á þessa forsögu sinnar sögu í inn- gangsköflum bókarinnar. Nokk- ur nöfn að nefna eru Sæmund- ur Hólm, Sigurður Guðmunds- son, Arngrímur Gíslason: saga þeirra og annarra, sem sömu örlög biðu eru sígilt ívaf ís- lenzkrar menningarsögu: saga barndrepinna hæfileika. ★ LIST, LAND, ÞJÓÐFÉLAG. Það er varla unnt, að svo komnu, að leggja neitt mat sem lieitið geti á myndlistarsögu Björns Th. Björnssonar: hún er að allij gerð öldungis hálf- sögð þar sem fyrri hlutanum sleppir. En allténd er óhætt að segja að hann lofi góðu um að Björn Ijúki með stakri prýði furðu erfiðu verkefni og ærnu afreki einum manni. Hér hefur engin umtalsverð tilraun verið gerð, fyrr en þessi, til að segja í samhengi sögu íslenzkrar myndlistar; ekki hefur verið fjallað að neinu gagni um verk nema örfárra einstakra lista- verk hvers listamanns einn og sjálfur og freista síðan að skipa honum stað í samhengi, án þess að njóta hliðsjónar af rannsóknum og niðurstöðum annarra höfunda. Þessar aðstæður ráða að sjálf sögðu vinnubrögðum Björns og móta allt verk hans. Hann ætl- ar sér ráðrúm til að fjalla all- rækilega um æviatriði einstakra listamanng og freistar að skil- greina jafnt persónuleg og þjóð félagsleg rök að þróun hvers og eins og svo myndlistarinnar í heild; skilningur hans á félags efUr ðLAF JðNSSON legri þróun liérlendis virðist munu mynda umgerð sögunnar í heild. Upiræða hans um verk einstakra listamanna er æink- um útlistun þeirra eiginleika sem honum sýnist skipta mestu í list hyers og eins, en jafn- framt tilraun til gagnrýnins mats á framlagi þeirra í heild, stöðu þeirra í íslenzkri list. Svo víðtæk sögugerð, með svo fátt 'til viðmiðunar og hliðsjónar. svo fáar heimildir, fá og fátæk- leg söfn, enga hliðstæða rann- sókn til samjafnaðar, mundi á- reiðanlega hleypa öfgafyllri höf undi margsinnis út á hálagler. En þótt eiginn skilningur, eigið mat Björns fari hvergi dult, ger ir hann gér far um sem full- komnast hleypidómaleysi; og hann styðpr mat sitt jafnan fag urfræðilegum rökum; mótuð og lieilleg sjónarmið um eðli, hlut- verk, gildi myndlistar ráða skoðunum hans. Mönnum kann að mislíka skoðunin sumstað- ar, þykja hún fábreytileg, ófull- nægjandi, einsýn; en til að and- æfa hennj þarf fullgildari rök á sama máli. Málflutningur af því tagi mun sjaldgæfur í al- mennum íslenzkum myndlistar- umræðum, í þessu bindi gerir Björn • ekki nema fitja upp á þáttum Einars Jónssonar, Ásgríms, Jóns Stefánssonar, Kjarvals, sem verður haldið áfram í síðara bindi; í ferli þeirra hefur hann eins konar beinagrind sögu sinn ar. Hann gerir grein fyrir verki frumherjanna í íslenzkri mynd- list og þeim, sem koma næstir á eftiir, sem kannski mætti nefna millibils- eða andófskýn- slóð, án þess þeim heitum sé ætluð nein niðrandi merking. Þá : telst sagan sögð fram um 1930 í meginatriðum. En vegna þessa söguháttar er tæpast unnt að léggja neitt heildarmat á verkið eins og það stendur, hvorki meginstefnu þess né inn- byrðis hlutföll. Þó má ýmis- legt orka tvímælis: Er ekki þáttur Einars Jónssonar óeðli- lega knappur hér, þótt það kunni að standa til bóta? Og er ekki Guðmundi Thorsteins- syni ætlað alveg óeðlilega mik- ið rúm í bókinni? Eða nýtui t. d. Gunnlaugur Blöndal að sínu leyti sambærilegs skiln- ings og velvilja höfundar? En þá er líka skylt að auka því við að margt það, sem hér segir um einstaka listamenn er tví- mælalaust hið greinarbezta sem um list þeirra hefur verið skrif- að, einkum þá sem Björn Th. Björnsson hefur hrifizt af frem ur en hina sem hann freistar að gagnrýna. Og er það kannski vonlegt um umburðarlyndan, hófsaman höfund. ★ NÝ LIST í NÝJU LANDI. Það verður sem sagt allfróð- legt að lesa þessa sögu Björns Th. Björnssonar til loka. Svo víðtæk listlýsing er að sínum Framhald á síðu 10. xnanna. Verk Björns er því stæður innan þjóðfélags að fullkomin frumrannsókn: verða til að veita henni útrás hann hlýtur að meta fyrir sér Ásmundur Sveinsson Jóhannes Sveinsson Kjarval Ásgrímur Jónsson Jón Stefánsson 41 lllllllllimilHIIIIIIIIIIIHIIIllllUlllllllllllllllllllllllllltlllllllhllllllltlllllllllllllllllllllllllllIlllllllUlllllllllllllllllllllllllltlllllllllllltlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllltlllllUlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllIIUIlllUim ■ HIIIUIHllHIIUIIIIlHIIUimilllllUllllS ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 26. júlí 1964 3

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.