Alþýðublaðið - 26.07.1964, Page 6

Alþýðublaðið - 26.07.1964, Page 6
9 9 i * s r * J í Ameríku eru flestir hlutir seljanlegir, það sanna áþreif- antega tveir unfrir New York búar. Aðrir gera eftirlíkingar af fornum listaverkum með mikilli leynd og reyna slðan að selja sem ófalsaða gripi. í»eir verzla með fölsuð lisiaverk, í stað þess að fara í einhverja launkofa með Annar eigendanna gerir eftir- mynd af grísku vasamálverki. uppruna þeirra, auglýsa þeir þau sem slík. Árangurinn Iætur ekki á sér standa: Þeir anna naumast eftirspm-ninni. Utan á búð þeirra hangir skilti, sem á stendur: „Furðulegar falsan- ir” og þeir mega gjarnan vera nokkuð státnir vegna þess, að ekki dugir minna cn að kveðja til sérfræðinga til þess að skera úr um hvort verk þeirra séu fölsuð eða ekki. Þarna er að finna falsanir á verkum Michelangelos og fals- aðar fornegypzkar höggmyndir og allt þar á milli. — Fólk heimtar gömul lista- verk til að skreyta með heimili sín um þessar mundir, segir annar eigenda fyrirtækisins, Itobert Dean Upshaw. Og það vantar mikið á, að til séu í heiminum nógu mörg slík til þess að fullnægja eftirspurn- inni, bætir hann við. Úr því að hið bezta er ófáanlegt, hvers vegna þá ekki að útvega fólki það næst bezta? segir hann. Við erum stoltir af gæðum framleiðslu okkar og glaðir yf- ir að geta veitt fólki úrlausn, sem hefði aldrei getað veitt sér þetta, ef það hefði þurft að greiða það verð, sem hlýt- ÍÉBii Splunkuný miðaldamadonna, sem „tím ans tönn“ hefur ekki látið ósnerta. ur að verða krafizt fyrir raun- verulega forngripi. Hinn eigandinn, H. Edward Spires, segir, að margir Banda- ríkjamenn, sem langar til að eignast gömul listaverk, hafi hvorki efni ó að ferðast til þeirra staða, þar sem slíkir hlutir eru á boðstólum, né heldur að kaupa þá. Meira að segja flutningskostnaður yfir „Furðulegar falsanir“ stendur á skilti úti fyrir dyrum hinnar sérstæðu „forngripaverzlunar“. hafið er mörgum óviðráðanleg- ur. Það verður að hugsa um alla þá, sem langar til að lifa í „menningarumhverfi,” en hafa ekki efni á að veita sér það sem til þarf, segir hann. Það er til þess að fullnægja þörfum þessa fólks, sem við höfum prófað okkur áfram með aðferðir, sem eru orðnar svo fullkomnar, að mjög erfitt er að greina mun falsaðs og ófals- aðs. Og vegna þess, að við komum til dyranna eins og við erum klæddir og förum ekki í felur með neitt, blómgast fyrir- tækið. Þeir lýstu vinnubrögðum sínum að nokkru. — Við blettum koparstungu myndir og teikningar með sterku tei, stundum kaffi eða jafnvel bara vatni og svíðum blöðin á brúnunum til þess að útlitið verði nógu fornlegt. — Málverk eru skafin með rak- blöðum, vegna þess, að flest gömul málverk hafa einhvern tima orðið fyrir einhverjum skemmdum og hnjaski. Við er- um líka sérfræðingar í að fá gipsafsteypur til að líta út eins og gamalt tré, steina eða brons. „Gotneskar styttur” eru oftast hjá okkur úr gipsi, en við veit- um þeim fornt yfirbragð og gerum þær „ormétnar,” þannig að engu er líkara, en þær séu gerðar úr eldgömlu tré. Þessir ungu menn eru ekki að géra sér neina rellu út af hvað síðar meir verður um framleiðslu þeirra. Hvort við- skiptavinirnir selja liana ófram sem ófalsaða vöru. Þeir velta því ekki einu sinni fyrir sér hvort fyrirtæki þeirra geti stað izt frá siðferðilegu sjónarmiði. Þeir segjast einungis hafa allt sitt á þurru með því að lýsa fyrirfram yfir, að þeir verzli með falsaða vöru. Gipsstyttur eru barðar utan með naglaspýtu til þess að gera þær „ormétnar". 1 @ I © | j g | D,: Itmri ^ g 26. júií 16S4 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.