Alþýðublaðið - 26.07.1964, Side 8

Alþýðublaðið - 26.07.1964, Side 8
 • •. >•: X;X;X- I Það er laugardagur, 18. júlí, 1964. Á hlaðinu við barnaskólann áð Skútustöðum við Mývatn, stend Tjir nýlegur rússajeppi með blæj- um og bíður þolinmóður eftir far- þegum sínum. Sólin er komin hátt 4 loft, enda er klukkan að ganga }ólf. Farþegarnir eru þrenn hjón J,að sunnan“ og einn Mývetningur, ÍCetill Þórarinsson, frá Baldurs- þeimi, syðsta bæ i sveitinni. Hjón- jn eru þessi: Jón Baldursson, eig- ándi jeppans og kona hans, Edda jmsland. Sighvatur Jónasson, bankafulltrúi og hans kona, Val- borg Lárusdóttir og loks sá er þessar línur ritar og kona hans, Ólöf Jónsdóttir. Og nú erum við setzt upp í jepp- ann og lögð af stað, en ferðinni er heitið í Herðubreiðarlindir og Öskju. Fyrsti áfangi er ekki langur, en við gerum s.uttan stanz í kaupfél agsútibúinu við Reykjahlið, einu glæsilegasta á landinu. Þar bætum við nestið okkar með öli og harð- fiski, hinu vinsæla góðgæti ís- lenzkra ferðalanga. Síðan er hald- ið austur yfir Námaskarð. Sunn- angolan er svo hlý að okkur líður illa í blæjuhúsinu og verður að ráði að stanza og binda hliðar þeirra upp á þakið. Eftir að þvi er lokið er líðanin betri, að ekki sé talað um hvað útsýni okkar eykst við þessa ráðstöfun. Ekki er langur vegur að Jökulsá á Fjöllum, þegar beygt er út af aðalveginum inn á afleggjarann sem liggur til „fyrirheitna lands- ins“. Herðubreið blasir við í suðri, með hreinan skjöld og bend ir tindi sínum til himins. Vart get ur að líta tignarlegra, né fegurra Matarhlé í HerðubreiSarlindum. fjall en þetta, enda hefur það vak ið sterkar tilfinningar í brjóstum margra ferðalanga, innlendra sem útlendra. Við höfum ekki lengi farið, er við hittum Pétur Jónsson í Reyni- hlíð, þann þjóðfræga ferðalang, en. hann áir hér ásamt vegagerð- arflokki sínum, í skjólsælli laut við Lindá. Ketill segir honum ferðaáætlun okkar þ. e. a. s. að ætlunin sé að fara fyrst í Herðu- breiðarlindir og síðan í Öskju og fara síðan sunnan og vestan Dyngjufjalla heim aftur. Ekki lízt Pétri á, að fara þessa leið í einum áfanga, en biður okkur þó að lit- ast um eftir hrútgemlingi mórauð um, sem úti hafi gengið í vetur sem leið og taka hann með til byggða ef við verðum hans vör. Ketill lofar öllu góðu um það, enda fjárbóndi sjálfur og skilur nauðsyn samstarfs og hjálpfýsi, ekki sízt á öræfum uppi. Síðan kveðjum við Pétur og félaga hans og höldum áfram ferðinni, kát og glöð í hressandi öræfaloftinu. Næst er stanzað við Þorsteinsskála í Herðubreiðarlindum og þar étum við hádegisverð undir beru lofti. Við lítum á hitamælinn og er hit- inn 23 stig, á selsíus, í forsælu. Eilítill mývargur sækir í brauðið okkar, en ekki svo að sök sé að. 1 Þorsteinsskála finn ég spýtu, nagla og hamar og smíða mér hækju. Svo er nefnilega ástatt, að ég er brotinn um táberg á vinstra fæti og get ekki stigið í hann. .Máske hefði Gunnlaugi í Ormstungu þótt 8 26. júlí 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ TEXTi OG MYNDt lítið bragð að þessari uppljóstrun, en það voru heldur engar mynda- vélar til í hans tíð sem sannað gætu, hvort maður var haltur eða ekki. Með hækjuna og staf, sem ég fékk lánaðan hjá Þráni skóla- stjóra á Skútustöðum og í inni- skóm af honum líka (mér tókst ekki að komast í mína) hoppa ég með hinu fólkinu til að skoða Ey- vindarkofann, sem þarna er skammt frá. Ekki hefur útlaginn byggt stórt í þetta sinn, enda ein- búi þann vetur er hann dvaldist hér og hafði því ekki hitann af Höllu sinni. Daufleg hlýtur vist- in að hafa verið, en huggun og líf gjöf að lindinni sem rennur í gegn um gólfið í kofanum. Kofinn er hlaðinn úr grjóti þakinn hellum að ofan og hefur útgangan verið um þakið. Mér verður hugsað um hlutskipti útlagans og hvernig líð an mín mundi vera, ætti ég að liggja í þessu hreysi, aleinn um há vetur og jafnvel tábrotinn í þokka bót — úff. Þegar við höfum skoðað Eyvind arkofann, lítum við inn í Þor- steinsskála og þvílíkur munur á tveimur mannabústöðum. Mér er sagt að Þorsteinsskáli sé einhver sá glæsilegasti sem Ferða félagið á og einnig sé bezt um gengni. Það ætti ekki að væsa um neinn sem hér leitar skjóls, en það gera margir, eins og glöggt má sjá á gestabókinni. Flestir sem koma hér við, eru á leið til eða frá Öskju. Margir hafa komið þegar gosið hófst og skrifa um það skemmtilegar hugleiðingar. Sumir hafa átt erfiða ferð í illviðri og ó- færð og verið hvíldinni fegnir í skálanum. Ketill segir mér að margir sem komu þegar gosið stóð yfir, hafi vérið illa útbúnir og mörgum smá bílum hafi verið snúið við, enda kominn vetur og allra veðra von. Hann segir okkur litla sögu til dæmis um það, hve fólk gerð: sér litla grein fyrir vegalengdinni að Öskju, og fer hún hér á eftir: —Skömmu fyrir kvöldmat einn daginn, komu gestir í Hótel Reykja hlíð og báðu um kvöldverð. Hótel- stýran átti ekki von á gestum og sagði þvi að nokkur bið mundi m

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.