Alþýðublaðið - 26.07.1964, Side 9

Alþýðublaðið - 26.07.1964, Side 9
R: RAGNAR LÁR verða á matnum. Þá sagði einn íerðamanna: „Það gerir ékk.ei't til, við skreppum bara í Öskju á méðan verið er að búa til matinn“. Sumir héldu að þeir væru komn ir alla leið í Öskju, eða svo gott sem,' þegar þeir voru komnir 1 Mývatnssveit, en þaðan sást vel til gossins. Þegar við höfum dvalið góða stund í Herðubreiðarlindum, og dáðst að þessari vin í eyðimörk- inni, höldum við ferðinni áfram og nú-er Askja áfangastaður. Vegurinn má heita greiðfær, a. m. k. jeppabifreiðum. Þegar við eigum skamma leið ófarna að nýja hrauninu, mætum við fjalla- bifreið Gísla Eiríkssonar, en hann er að koma með ferðamannahóp frá nýju eldstöðvunum. Hann seg- ir að vegurinn um nýja hraun- ið sé vel fær. Hópurinn ætlar að gista þarna skammt neðan við hraunið, og skyldum við koma við hjá þeim í bakaleiðinni. Þetta nýja hraun er það úfnasta sem ég hefi séð og segja má að það sé ófært yfirferðar, öllu nema fuglinum fljúgandi og svo auðvitað jarðýt- um sem hafa lagt þennan veg. Þó undarlegt megi virðast þá er ekki harðara í hrauninu en svo, að jgrðýtur eiga auðvelt með að mylja það undir sig. Vegurinn er grófur á köflum, enda lítt sem ekki ofaníborinn. Við erum um það bil hálfan klukkutíma að aka upp að eldstöðvunum nýju, en þær blasa við löngu áður en að þeim er komið. Það rýkur víða upp úr jörðunni á allstóru svæði og sennilega er langt þangað til svæðið verður að fullu kólnað. Hér eru rjúkandi vikurbingir á víð og dreif og stöku gígar. Við ökum svo til yfir mitt svæðið Ketill segir Jóni að hann skuli ekki stanza þar sem úr rjúki og bætir því við að fyrst í stað hafi menn verið hræddir við að aka hér yfir vegna þess að dekkin mundu soðna sundur. Jón stanz- ar því bílinn þar sem enginn gufa kemur upp. Ég kemst að raun um að Ketill hefur rétt fyrir sér, og finn hitann leggja i gegnum sól- ann á inniskónum. Af þeim sök- um þori ég ekki að standa lengi á sama stað, en hoppa um á stafnum og hækjunni. Skyndilega fara þau bæði á kaf, stafurinn og hækjan og finnst mér það ónotaleg til- finning. Það er þá svona gljúpur jarðvegurinn hérna og engan botn að finna. Ég hökti því þang- að sem fastara er undir og sezt þar og virði ferðafélaga mína fyrir mér, en þeir hafa gengið upp á næsta bing, sem er nokkuð hár. Þaðan hrópa þeir að gígur sé nið ur í binginn, enda rýkur mikið úr honum. Þegar við höfum skoðað nægju okkar á þessum heitu slóðum, hoppum við um borð í jeppann á ný og höldum áfram ferðinni suð- ur að Öskjuvatni, en þangað er ekki nema á að gizka tveggja kíló- metra spotti og samfelldur vikur yfir að fara alla leið. Ekki höfum við þó lengi farið er á ’Vegi okkar verður grunnur snjóskafl nokkuð breiður. Nýleg hjólför eru yfir skaflinn og segir Jón okkur að þau muni vera eftir rússajeppa. Að svo mæltu herðir hann ferð- ina og rennir sér í förin. En þá vill ekki betur til en svo, að jepp- inn stendur fastur þegar við erum komin 3 eða fjóra metra út í skafl inn, og snúast hjólin í lausu lofti. Nú eru góð ráð dýr, og engin skófla með í ferðinni. En allt er hey í hallæri, eins og þar stendur og nú þrífur Ketill af mér hækj- una góðu og Jón tekur stafinn og byrja þeir að grafa með þessum Framhald á síðu 13. Útsala - Útsala Sumarútsalan hefst á morgun. Fjölbreytt úrval af ódýrujrt káp- um, drögtum og höttum. Notið tækifærið, því verðið er óvenju hagstætt. ★ BERNHARD LAXDAL, KJÖRGARÐI Laugavegi 59. — Sími 14422. Ný sending frá Holmegárds Glasværk eru komnar. I G. B. Silfurbúðin Laugavegi 55. — Sími 11066. Þór Þóroddsson frá Kaliforníu: YOGA Fyrirlestur um hugeðlisvísindi er kynnir j'oga-kerfið, sem sniðið er fyrir venjulegan Vesturlandabúa, verður fluttur í fyrstu kennslustofu Há- skólans kl. 8 e. h. sunnudaginn 26. júlí. Aðgangur ókeypis. Auglýsingasíml ALÞÝÐUBLAÐSINS er 14906 Ottúin Matreíðsla auðoeld Bragðíð Ijúffengt Royal köldu búðingamir Þrátt fyrir ítrekaffar tilraunir, tókst okkur ekki aff losa jeppann. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 26. júlí 1964 9

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.