Alþýðublaðið - 26.07.1964, Page 11

Alþýðublaðið - 26.07.1964, Page 11
i ✓ Ji nÉ E i j| miðvikudag íslenzka landsliSiS — myndin er tekin á síð'ustu æfingu. Á myndina vantar Akureyringana Jón Stefáns- son og Kára Árnason. — (Ljósm.: Bj.Bj.). Iveir skozkir landsliðsmenn Skozka landsliSiS kom til Reykjavíkur í gær, en landsleikurinn fer fram á Laugardalsvellinum annaS kvöld kl. 20,30. Hér birtum. viiS myndir af tveim IaudsliSsmannanna. Sá efri er Doug Grand, miS- framvörður, en hinn er gamalkunnur, hann heitir Peter Buoh- anan og lék með brezka Olympíuliðinu hér í fyrra. „Við getum alveg eins unnið ef liðið verður samstillt". Næstkomandi þriðjudag og mið vikudag fer fram keppni í tug- þraut á vegum FRÍ í Reykjavík, er hér um að ræða nokkrs konar úrtökumót fyrir landskeppnina í tugþraut við Svía og Norðmenn, sem háð verður í Reykjavík 8. og 9. ágúst. Svíar og Norðmenn háðu nýlega landskeppni í-tugþraut og sigruðu þeir fyrrnefndu. Búast má yið mjög jafnri keppni í þriggjalandakeppninni. PETER BUCHANAN segir yngsti leikmaðurinn, Eyleifur Hafsteinsson EINN af fáum ljósum punktum í íslenzkri knattspyrnu í dag, er frammistaða ungs pilts frá Akra- nesi á knattspyrnuvellinum í sum- ar. Hann er 17 ára og mun nk. mánudagskvöld klæðast * bláhvíta landsliðsbúningnum og verða þá jafnframt yngsti leikmaðurinn, sem valinn hefur verið í landslið ís- lands í knattspyrnu. Það er ekki rétt, sem ltom fram í Tímanum, að Ríkharður hefði verið yngri, þegar'hann lék sinn fyrsta lands- leik. Ríkharð.ur lék fyrsta lands- leik sinn árið 1947 gegn Norðmönn um en ekki 1946 eins og blaðið hélt fram. Ríkharður var þá tæp- lega 18 ára. Eyleifur Hafsteinsson, en svo Iieitir umræddur piltur, hefur nú hlotið viðurkenningu landsliðs- nefndar að vera bezti framherji ísl. knattspyrnu í dag. Það kem- nr vissulega engum á óvart, sem með honum hafa fylgzt á undan- förnum árum, að svo muni vera. Undirritaður man ekki eftir honum öðruvísi en sparkandi bolta. Málarastéttin á stóran hlut í landsliðinu í dag, því að ekki færri en 4 málarar hafa verið valdir í liðið og er Eyleifur einn þeirra. Hann stundar nám hjá Ríkharði Jónssyni og mér segir svo hugur um, að í knattspyrnunni hafi hann einnig numið sitthvað hjá meistara sínum. í tilefni af þessum merka á- fanga á knattspyrnuferli Eyleifs gengum við á fund hans, til að spjalla við hann um áhugamál hans, knattspyrnuna. Eftir nokkra leit fann ég hann í húsi nokkru við Akurgerði, og var hann þar ásamt Ríkharði að leggja flísar á eldhúsgólf. Eg ber upp erindið um viðtal og fékk það svar, að það væri velkomið, ef ég yrði fljótur, því að við gólfið yrði hann að ljúka fyrir kl. 4, því að þá færi hann til Reykjavíkur á landsliðs- æfingu. .—■ Nú hefur þú verið valinn í landsliðið — ertu ekki kvíðinn fyr ir leikinn? — Nei, nei, a.m.k. ekki ennþá, það kemur kannski þegar nær leiknum líður. — Kom þér á óvart að þú yrðir valinn : í liðið? — Ja, eiginlega, ég bjóst ekki við því. — Margir eru hræddir um að þú verðir eyðilagður með of mörg um crfiðum leikjum og finnst að bíða hefði mátt með að velja þig í landéliðið. Hvað finnst þér um þáð? ; — Eg hef alls ekki hugsað út í það. Framtíðin verður að skera úr þvi hvort svo verður. Ríkharð- ur var víst lítið eldri, þegar hann Jék sinn fyrsta landsleik og hann hefur haldið það sæmilega út. — Þú hefur verið nokkuð mark- heppinn í sumar, hvað ertu búinn og skora mörg mörk? — Eg er búinn að leika 12 leiki með meistaraflokk og hef skorað 11 mörk eða næstum eitt í jeik, þar af hef ég skorað átta mörk í I. deildarkeppninni. — Þér hefur verið mikið hælt í blöðum í sumar, finnst þér þú hafa átt allt þetta hól skilið? — Skoðanir manna á knatt- spyrnu eru að sjálfsögðu mjög mis jafnar, en stundum finnst mér hafa verið hrósað um of fyrir leiki, sem voru frekar lélegir af minni hálfu. — Annars les ég alltaf þessa knattspyrnugagnrýni, en mér finnst ekki alltaf vera mikið af henni að læra. — Segðu mér þá að lokum Ey- leifur, hvernig heldur þú að leik- urinn við Skota fari? — Eg spái aldrei um úrslit leikja, en ef okkur tekst vel upp, getur leikurinn alveg eins unn- izt. EYLEIFUR HAFSTEINSSON — Hefur þú leikið nokkurn tíma erlendis? — Eg fór með 3. fl. IA til Nor- egs í liitteðfyrra og sl. vetur var ég í sex vikur í knattspyrnuskóla í Duisburg í Þýzkalandi, mér lík- aði vel dvölin þar og hafði af henni ánægju og gagn. Lengra gat þetta spjall ekki orð ið, við hinn unga landsliðsmann, því ennþá var eftir nokkuð stór flötur á gólfinu, sem á vantaði flísar og klukkan farin að ganga fjögur. Við óskum að lokum Ey- leifi og landsliðinu góðs gengis í leiknum á morgun. — HDan. Tugþraut í R.vík á þriðjudag og DOUG GRAND — Þú ert búinn að leika knatt spyrnu í allmörg ár? — Eg hef leikið með öllum yngri flokkum ÍA, ætli ég hafi ekki verið 7 eða 8 ára þegar ég lék minn fyrsta leik. F. Bonlieu ji keppir hér |i Olympíumeistarinn í stór- < > svigi, Frakkinn Francois Bon- j J lieu mun koma hingað til !! Iands um Verzlunarmanna- «; helgina og taka þátt I afmæl- !! ismóti KR og sumarmóti ÍR. ! > Keppt verður bæði í svigi og £ stórsvigi og auk Bonlieu taka ! > þátt í móti þessu flestir beztu < ] I skíðamenn landsins. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 26. júlí 1964 JJ.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.