Alþýðublaðið - 26.07.1964, Síða 16

Alþýðublaðið - 26.07.1964, Síða 16
 1.11111» fl IIIMIIIIIIIIIII ★ Algeirsborg: Að sögn j blaðsins „Algiers Republic- = an” biðu 182 menn bana og = meira en 200 slösuðust í = sprengingunni, sem varð í \ egypzka skólaskipinu „Alex- i aiidria” í höfninni í Bone á i föstudag. Grunur leikur á að | um skemmdarverk hafi verið i að ræða. Af þeim sem biðu É bana voru 100 hafnarverka- l menn, 25 hermenn, 50 sjó- j menn, 2 slökkviliðsmenn og j fimm menn, sem ekki hefur 1 lekizt að bera kennsl á. — j Egyptar hyggjast senda | nefnd tæknifræðinga til Bo- j ne til að rannsaka spreng- j inguna. 1 O ★ Jóhannesborg: Einn Ev- j rópumaður og fjórir Afríku- j menn hafa verið handteknir j í sambandi við sprenginguna j á . járnbrautarstöðinni í Jó- j hannesarborg. Það var tíma- i sprengja sem sprakk í af- j greiðslustað stöðvarinnar og j slösuðust 25 manns hættu- § lega. — Fimmmenningarnir j voru handteknir við vega- I tálma af lögreglunni. j O ★ Roehester. Miklar kyn-r' j þáttaóeirðir brutust út á j föstudagskvöld í bænum Ro- j chester í Bandaríkjunum og j hefur neyðarástandi verið j lýst yfir. Lögreglan beitti { táragasi og vatnsslöngum til j að binda endi á verstu upp- j þotin. 50 meiddust. Nokkrir j notuðu öngþveitið til að j brjótast inn í verzlanir og j höfðu á brott með sér mikið j vörumagn. Stolið var sjón- j varpstækjum, húsgögnum og | áfengi. Margir þeirra, sem I þátt tóku í ránunum skáru j sig er þeir brutu rúður verzl j ananna. Kl. 5 á laugardags- j morgun éftir staðartíma j höfðu nokkrir slasast, m. a. \ lögreglustjórinn og átta j aðrir lögreglumenn. o E ★ Saigon: Stjórnin í Suð- j ur-Vietnam hefur harmað j mótmælaaðgerðirnar gegn j Frökkum í Saigon fyrr í vik- j unni og boðizt til að greiða j skaðabætur fyrir eyðilegg- j ingarnar, að því er segir í j orðsendingu til frönsku j stjórnarinnar. Eyðilegging- j arnar hafi verið verk æstra I ófriðarseggja, sem forvígis- j menn mótmælaaðgerðanna j hafi ekki haft hemil á. Sagt j er, að atburðirnir liafi gerzt j á sama tíma og Frakklands- j forseti lét í ljós stuðning við j hugmyndina um að Vietnam j verði hlutlaust, en almenn- j ingsálitið í landinu telji j slíkt ganga í berhögg við j hagsmuni landsins. a llllllllllllllll • IJIillllllllHllllllllllllllllfltllllllllllllllll'** Myndin sýnir hið aldna og snotra skólaliús Seltirn* inga ásamt hinu nýja menntasetri þeirra, sem nú er vcrið að stækka, (Ljm.: K. G.). TEKINN í NOTK- UN í HAUST Reykjavík, 25. júlí. — HKG. BYGGING nýja vatnstanksins á Öskjuhlíð hefur gengið fremur hægt, en hann verður alla vega tekinn í notkun í haust, sagði vatns veitustjóri, Þóroddur T. Sigurðs- son, í viðtali við Alþýðublaðið í gær. Nýi vatnstankurinn rúmar 10.600 rúmmetra vatns, og mun mikil hagsbót verða af bví fyrir þá, sem á vatnsskortssvæðum búa, þegar hann verður tekinn í notkun. Hann veitir tækifæri til miðlunar vatns allan sólarhringinn, en í ýmsum ..hverfum er vatnsskortur vissa daga vikunnar og um miðjan dag- inn, þegar álagið er mest. Stórstraumur hamlar veiðum fyrir norðan Reykjavík, 25. júli. — GO. SÍÐASTLIÐINN sólarhring fengu 41 skip 21.160 mál og tunnur í Reyðarfjarðardýpi og austur af Langanesi. Veð- ur var gott á miðunum og nóg virðist af síld, en hún stendur djúpt og er erfið. Nú er stærsti straumur og þá er oft erfitt að eiga við liana fyrir Austfjörðum, en liún er þá vön að gefa sig til með minnkandi straumi. Þetta mun vera öfugt fyrir Norður- landi. Þessi skip voru með mest- an afla í nótt. Allar tölur eru í tunnum: Stapafell 1000, Jón Finnsson 700, Hrafn Svein- bjarnarson III. 1300, Guðrún 1000, Vonin 600, Kristján Val geir 1350, Hrafn Sveinbjarn- arson II. 1000, Áskcll 800, Iíclga Björg 600, Þorlákur Ingimundarson 700, Sigurður Jónsson 600, Guðrún Jóns- dóttir 600, Rán 650, Ililmir 1200, Elliði 1300 og Vörður 600. Skólinn stækk- ar um helming Reykjavík, 25. júlí, GG. í SUMAR er unnið að því að stækka Mýrarhúsaskóla á Sel- tjarnarnesi um helming, og mun varla af veita, því að lun 20% íbúa hreppsins munu vera á skóla skyldualdri, að því er sveitarstjór inn, Bjarni Beinteinsson, tjáði blaðinu í morgun. í þeim hluta byggingarinnar, sem verið hefur í notkun undanfarið, eru 7 kennslustofur, en í þeim lilutanum sem verið ar að byggja verða líka 7 stofur, auk húsvarðaríbúðar og læknisstofu. Á hinni myndinni, sem hér fylg ir með, sést gamli skólinn þar sem skrifstofur hreppsins eru til húsa, en auk þess eru í húsinu íbúð skólastjóra og leikfimissalur. Leik fimissalurinn fullnægir þó ekki þörfum skólans og hefur leikfim- ishús K. R. í Kaplaskjólinu verið Framhald á 13 síðu wwwvMWMVMMwwwmwwwwmwtwumww Vatnsveitustjóri segir, að fyrri hluta viku sé vatnið mun meira brúkað en síðari hluta vikunnar. Þessu valdi lífsvenjurnar fyrst og fremst, en þessir dagar, — mánu- dagar og þriðjudagar, séu þvotta- og fiskdagar.. En vatnsnotkunin fer eftir fleiru en þessu. í frostum lætur fólk vatn renna til að halda lögnunum þíðum, þegar mikill fiskafli berst á landi er gífurleg vatnsnotkun í fiskverkunarhúsunum og svo fram- vegis. Nokkuð hefur borið á vatnsskorti í vetur á þeim svæðum, sem hæst eru, en ekki er dælt upp til. Dælt Framhald á siðu 4 Hvenær fáum viö bifreiðageymslu? FYRIR nokkrum vikum var frá því skýrt hér í blaðinu, að Stöðumælasjóður ætti tvær og hálfa milljón króna á banka- bókum í ýmsum peningastofn- unum. Alþýðublaðið gagnrýndi harðlega, að þetta fé væri ekki notað á einhvern hátt til að leysa umferðarvandamál borg- arinnar. Fé Stöðumælasjóðs mun lög- um samkvæmt eiga að nota til að f jölga bifreiðastæðum í borg inni, sem allir hljóta að vera sammála um að þörf sé að gera. Þrátt fyrir þá staðreynd, að bifreiðunj landsmanna fjölgar jafnt og þétt hefur lítið verið gert til að fjölga bifreiðaskæð- um undanfarið. Ein leiðin til að fjölga bifreiðastæðum er sú að byggja bifreiðageymsluhús, eins og þegar hefur verið gert í öll- um stórborgum Evrópu. Oft hefur verið rætt um að byggja bifreiðageymslu í Reykjavík, en ekki orðið af framkvæmdum. Framhald á 13 síðu Þessi bifreiðageymsla var byggð fyrir nokkrum áruiri í Frank- furt í Vestur-Þýzkalandi.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.