Alþýðublaðið - 06.08.1964, Síða 11

Alþýðublaðið - 06.08.1964, Síða 11
MEISTARAMÓT ÍSLANDS í FRJÁLSUM ÍÞRÓTTUM 15. OG 16. ÁGÚST N.K. MEISTARAMÓT Islands í frjáls- um íþróttum 1964, aðalhluti, fer fram á Laugardalsvellinum í Reykjavík 15.-16. ágúst næstkom- andi. Fyrri dagur, 15. ágúst, laugar- dagur. 200 m hlaup, kúluvarp, hástökk, 5000 m hlaup, 800 m hlaup, spjót- kast, langstökk, 400 m grinda- hlaup, 4x400 m boðhlaup. Seinni dagur, 16. ágúst, sunnu- dagur. 100 m hlaup, stangarstökk, kringlukast, 1500 m hlaup, 11 m grindahlaup, þrístökk, sleggjukast, 400 m hlaup, 4x100 m boðhlaup. Þátttökutilkynningar skulu ber ast í síðasta lagi mánud. 10. ág. í Afgreiðslu Sameinaða, Tryggvag. 28 Reykjavík. Ólafur Guðmundsson — 5295 stig. ★ Á bandaríska meistaramótinu í sundi voru sett hvorki meira né • ■ minna en 9 heimsmet. Marilyn Ra- menofsky bætti eigið met í 400 m. skriðsundi kvenna í 4:41,7 mín. Hin 13 ára gamla Patty Caretto setti met í 800 og 1500 m., hún synti á 9:47,3 og 18:30,5 mín. — Fjórða metið í kvennagreinum setti Sharon Stuoder í 100 m. fjór sundi, hún synti á 1:05,4 mín. — Don Schollander setti tvö heims- í 200 og 400 m. skriðsundi, hann fékk tímana 1:57.6 og 4:12.7 mín. í 400 m. fjórsundi karla setti Dick Roth 4:48.6 mín í 4x100 m. skriðsundi kvenna setti Santa Cla- ra nýtt heimsmet, 4:08.8 mín. — Loks setti Ástraliumaðurinn Mur- ray Rose heimsmet Í1500 m. skríö sundi á mótinu 17:01.8 mín. > LANDSLIÐIÐ SIGRAÐI 3:1 í gærkvældi léku landslið, Og prcssulið í knattspyrnu á I.augar- dalsvellinum. Landsliðið bar sigur úr býtum með 3 mörkum gegn Staðan í hléi var 2-1. Leikurinn var hvorttveggja » senn, daufur og lélegur. Það hlýt- ur að vera mikill höfuðverkur fyr- Framhald á síðu 4 Sigra íslendingar Svía og Norðmenn í tugþraut? Keppni fer fram á Lauga- dalsvelli um helgina NÆSTI stórviðburðurinn á sviði íþrótta hér á landi er þriggja iandakeppni í tugþraut milli ís- lands, Svíþjóðar og Noregs, sem háð verður á Laugardalsvellinum 8. og 9. ágúst og hefst kl. 15 báða dagana. ísland hefur aðeins éinu sinni átt hlut að slíkri keppni'áð- ur, en það var í fyrrahaust, þegar íslendingar og Danir sendu sam- eiginlegt lið til sjö-landakeppni. í tugþraut í Lúbeck. Þar var dansk- íslenzka liðið í fimmta sæti. Norsku og sænsku liðin koma til Reykjavíkur í kvöld með flugvél Flugfélags íslands. Þrír keppend- ur eru frá hverjum aðila, en aðeins tveir reiknast til úrslita, þannig að samanlögð stigaútkoma keppenda gildir. Þriðji keppandinn er nokk urskonar varamaður, ef eitthvert óhapp hendir. ★ KEPPENDUR í sænska liðinu eru Tore Carbe, sem nýlega bætti sænska metið í 6624 stig. Gamla sænska metið, 6582 stig yar sett 1937 og það átti Bexell. Kurt Eriksson, sem á bezt 6578 stig og Per von Schéele, en hann á bezt 5982 stig. Fararstjóri Svíanna er Nils Cariius, formaður sænska frjálsíþróttasambandsins. ,, Norska liðið skipa Knut Skram- stad, sem á bezt 6245 stig, Ola M. Lerfald, en hann á bezt 6165 stig og loks Erling Schie, sem hefur bezt náð 6091 stigi. Fararstjóri norska liðsins er Hans B. Skaset, ★ Tékkneski kringlukastarinn Da nek kastaði kringlu 64.55 m. á móti í Prag á sunnudag. Ekki er talið víst að afrekið verði staðfest sem met, þar sem halli mun vera of mikill á brautinni. Heimsmetið , á A1 Oerter, USA, 62.94 m. ★ Ástralíumaðurinn Ron Clarke methafi í 10 km. er nú korninn heim úr hinni vclheppnuðu Evr- ópuferð. Hann segist vera mjög bjartsýnn á árangur sinn í Tokyo og það séu lielzt Nýsjálendingur- inn Baillie og Rússarnir, sem hann óttist á OL. • .:%* *&&■■■ I ★ Murray Halberg, olympíumeist- arinn í 5000 m. á Olympíuleikun- um í Róm 1960 segist vonast til að geta bæði tekið þátt í 5 og 10 km. í hlaupi í Tokyo. norskur methafi í tugþraut, 6763 stig. í íslenzka liðinu eru Valbjörn Þorláksson, KR, sem á íslenzka metið 6983, sett 1962. í fyrra náði Valbjöm bezt 6931 stig, en hann hefur ekki keppt í tugþraut á , þessu ári. Kjartan Guðjónsson, ÍR, ; sem nýlega setti íslenzkt unglinga- i met, 5905 stig, og Ólafur Guð- \ mundsson, KR, sem setti fyrir; skömmu íslenzkt drengjamet 5295 stig. ★ SIGRAR ÍSLAND Um möguleika þjóðanna er það að segja, að Svíar eru líklegir sig- urvegarar, en ekki er útilokað, að íslendingar sigri, þar sem Kjartan er í stöðugri framför og Valbjörn er í mjög góðri æfingu pg alls ekki ólíklegur til að ná 7000 stigum. Sveitarstjóri íslenzka liðsins er Svavar Markússon. ★ AUKAGREINAR í sambandi við þessa lands- keppni verður keppt í nokkrum aukagreinum, fyrri daginn í 100 og 400 m. hlaupi karla og 100 m. hlaupi kvenna og síðari daginn í 800 m. hlaupi karla og 80 m grinda hlaupi kvenna. Má búast við mjög spennandi keppni í öllum þessum greinum. A rnorgun býður Menntamála- ráðuneytið erlendu gestunum til Þingvalla og Hveragerðis. Hálftíma fyrir keppnina á laug- ardag mun Lúðrasveitin Svanur leika fjöruga marsa. I Kjartan Guðjónsson — 5905 stig. Valbjörn Þorláþsson — líklegur sigurvegari í tugþrautinni. THOMAS [CKER BANDA- RÍSKUR ÞJÁLFARI HÉR HINGAÐ til lands er kominn þekktur bandariskur frjálsíþrótta- þjálfari fyrir milligöngu banda- rísku upplýsingaþjónustunnar. — Hann heitir Thomas Ecker og er mjög snjall í sinni íþrótt, hefur m. a. gefið út bók um frjálsíþrótta- þjálfun, en er starfandi við há- skólann í Kentucky. Frjálsíþróttasamband íslands hefur skipulagt dvöl Eckers hér á landi. Hann dvelur nú í Vest- mannaeyjum, en kemur til Reykja víkur um Iielgina og horfir á tug- þrautakeppnina. Þann 11. ágúst fer hann til Akureyrar og dvelur þar til 15. ágúst á vegum ÍBA og UMSE. Til Reykjavíkur kemur hann 15. ágúst og fylgist me:0 meistaramóti íslands. 18. ágúst fer Ecker til Selfoss og starfar á veg- um Skarphéðins til 22. ágúst, en. utan fer hann 23. ágúst. Það er Frjálsíþróttasamband ís- lands, sem skipuleggur dvöl hir.9 bandaríska þjálfara hér á landi. 9 heimsmet ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 6. ágúst 1964 ££

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.