Alþýðublaðið - 06.08.1964, Side 13
UPPSKERUST ÖRF
Framhald af síðu 5.
lagni og nákvæmari umhirðu en
haustuppskerustörfin.
Hýði kar.öflunnar, hennar varn
arveggur fyrir utanaðkomandi
skemmdum, er svo til ómyndað.
Spretta kartöflunnar er oftast
mjög ör, einmitt um þetta leyti,
sem ágúst uppskeran stendur yf-
ir. Vatnsinnihald þeirra mikið og
utgufun, öndun þá einnig eftir
því.
Ef við eigum að fá sæmilega út-
lítandi og góða sumaruppskeru af
kartöflum á markað, sem ræktað-
ar eru ef til vill 75 til 200 km.
langt frá Reykjavik eða aðal-
markaðssvæði kartöfluframleið-
andans, þá þarf m. a. að aðgæta eft
irfarandi:
Það vill verða ,oft mjög áber
andi, að kartöflurnar skaddist mik
ið í vélaupptöku, þó ýtrustu varúð
ar ,sé gætt.
Bezt er að tína kartöflurnar
beint í lausofna 25-30 kg. poka,
láta þær síðan ryðja sig og þorna
í þeim 2-3 daga áður en rögun fer
fram.
Leitast skal við að umhlaða
kartöflunum sem minnst frá því
þær eru teknar upp og þeim kom
ið á markað.
Þegar flokkun sumaruppsker-
unnar fer fram, væri æskilegt að
nota plast eða gúmmivarið sigti.
Minnsta stærð á sumarmarkað, þar
til byrjað er að meta er 28 mm.
kartöflur eða um 18 til 20 gramma.
Þegar um lengri flutninga er að
ræða, t.d. milli landa þurfa hálf-
sprottnar kartöflur að flytjast í
kössum eða körfum. (25 kg.) rað
að langvegis með mosa eða torfi á
milli laga, en þá haldast þær ó-
skaddaðar og sem nýuppteknar
þó flutningur taki 3 til 4 vikur á
markaðsstað.
Skemmri flutningsleið verða
þessar umbúðir of dýrar og flutn-
ingur í heild of kostnaðarsamur.
25 kg. hessian strigapokar eru því
látnir duga í slíkum tilfellum. En
þá er einmitt áríðandi, að vagn-
stjórar, uppskipunarmenn, pakk-
húsmenn og aðrir, sem með vör-
una fara, gæti varúðar, muni, að
hér er um lífrænan, ferskan ávöxt,
vöru að ræða, sem aldrei er farið
'riógu vel og varlega með.
Dreifing til neytenda.
En þó garðávextimir, eða sem
liér um ræðir kartöflumar séu af-
greiddar í viðunandi ástandi til
heildsölu, sem hér er í Reykja
yík, Grænmeiisverzlun landbúnað
arips og annarra umboðsfyrir-
tækja hennar út um land, þá er
það ekki síður áríðandi, að vel
megi takast með pökkun, umbúð-
ir og geymslu þeirra þann tíma,
,sem eftir er, þar til þær komast
á disk ney'andans.
Eftir að uppskeran hefur verið
kæld liægt niður, þurfa kartöflurn
ar að geymast í hæfilega rökum
og köldum stað, ekki sízt sumar-
uppskeran, eða í 4-7 gráðu hita C„
sem talið er samkvannt sænskum
tilraunum, sem nýlega hafa verið
gerðar varðandi þessi atriði.
Það er því engin furða, þó þær
skemmist fljótt í dreifingu, þegar
I þær eru settar í fremur þéttar
! neytendaumbúðir og síðan geymd
1 ar í búðum nokkra daga, nálægt
heitum miðstöðvarofni eða sett-
ar út við búðargluggann, þar sem
hitasveiflur geta oft orðið um 20
gráður C yfir sólarhinginn.
Húsmóðurin verður einnig að
hjálpa til með að varan skemmist
ekki með því m. a. að geyma hana
á köldum stað og taka kartöflurn-
ar úr umbúðunum, strax þegar
heim er komið eða að minnsta
kosti opna pokana vel.
Æskilegast er að geyma kartöfl
urnar á köldum dimmum stað, í
opnu íláti og losa þær úr söluum-
búðunum, eii<s og áður getur,
hvort heldur sem um plast eða
pappírsumbúðir er að ræða, sem
þær eru afgreiddar í frá smásala.
McNamara sagði ennfremur, að
loftárásir Bandgríkjanna á mið-
vikudag ættu að sýna Norður-Viet
nam, að Bandaríkin hyggðust
þalda fast við rétt sinn til að
fara alþjóðlegar siglingaleiðir.
Tilgangurinn með árásunum hefði
'verið að hindra nýjar árásir tund
urskeytabáta á bandarísk skip.
Kvað hann her N-Vietnam hafa
beðið verulegt tjón í árásunum í
dag. Er árásunum lauk hurfu
bandarisku flugvélarnar til flug
vélaskiþanna en tundurspillarnir
Maddox og C. Turner Joy halda
áfram eftirliti sínu í Tonkinflóa.
Meirihlutinn náð tryggingu
Nemendur
Framhald af 5. síðu
farið í fagskólana eða hafizt þeg-
ar handa á sjónum. Skólinn veitir
aðstoð um atvinnu á norskum skip:
um“, segir Rörvik skólastjóri að
lokum. —
Annars staðar í blaðinu er aug:
lýsing frá Lýðháskólanum fyrir
sjómenn á Risöy, og má þar sjá á-
ritun til skólans. ,
ÁRÁS
(Framhald af 1. sIBn).
ið til athugunar og biður þá, sem
kynnu að hafa orðið vitni að at:
burði þessum að gefa sig fram hfð
fyrsta. '
(Framhald aí 16. síðii).
í gær, hefur yfirgnæfandi meiri-
hluti flotans þegiar aflað fyrir kaup
tryggingu á tveggja mánaða út-
haldi, og vel það, því að meðalafl
inn er kominn yfir 7000 mál á
skip eftir tæpa tvo mánuði.
Sést af töflunni, að aflaverð-
mæti á smæstu bátunum þarf að
vera kr. 220.000 á mánuði til að
hafa fyrir tryggingunni en á
stærstu bátunum kr. 305.600. Enn
fremur sést, að hlutur háseta í
máli og tunnu fer minnkandi eftir
því sem báturinn er stærri, enda
skiptist þá hluturinn í fleiri staði.
Að öðru leyti vísast til töflu
L.Í.Ú., sem fer hér á eftir:
LOFTÁRÁS
Framhald af síðu I.
bækistöðvar í nágrenni flotastöðv
anna. Bandarísku vélarnar ffugu
inn yfir flotastöðvarnar í lítilli
hæð og stóð árásin frá kl. 12 á
hádegi (staðartími) til kl. 4—5 síd.
MacNamara sagði að skot-
hríðin úr lQftv.arnarbyssunum
hefði verið einkar hörð við Hon
Gay-flotastöðina. Ráðherrann
sagði, að veðrað hefði illa til árása
þessara. Flugmenn flugvélanna
tveggja, er skotnar voru niður,
hefðu sennilega fallið í sjó niður
í Tonkinflóa. Ráðherrann skýrði
einnig frá því, að deild flugvéla
skipa úr fyrsta bandaríska flotan
um myndi verða flutt til vestur-
hluta Kyrrahafs og orrustuþotur
og sprengjuþotur yrðu fluttar til
Siður-Vietnam. Sprengjuþotur
myndu einnig verða fluttar til
Thailands og flugvélar frá stöðv
um á meginlandi Ameríku myndu.
verða fluttar til stöðva í Kyrrahaf
inu. Sérstakar flotadeildir, er eink
um eru gerðar til að vinna á tund
urskeytabátum, verða einnig flutt
ar til Suður-Kínahafs. Valdar sveit
ir úr landher og landgönguliði
flotans verða hafðar til taks, ef
á þarf að halda að senda þær með
litlum fyrirvara.
Formabur
’r (Framhald af 1. alVai.
gömlum og grónum vestfiskum
ættum, sonur hjónanna Guð-
mundar Guffmundssonar og
Kristínar Magnúsdóttur í
Tungu. Hann er nú 33ja ára
. gamall kvæntur Jónu Sigurðar
dóttur og eiga þau 7 börn.
. . Mer var sagt aff Magnus væri
einstaklega hlédrægur maffur
og vafasajnt hvort hann vildi
. “’láta hengja sig upp í blöffun-
- vnm. Viff tókum því þaff ráff aff
hringja í Albert Guffntundsson
á Táknafirffi, en hjá honum var
:' , : Magnús skipstjóri í 6 ár.
— Magnús byr.iaffi kornung-
ur aff róa á trillum, sagffi Al-
bert. Hann var svo orffinn for-
r maffur um 17 ára aldur og áffur
- en hann réffist til útgerffar
-Hrafffrystihússins í Tálknafirffi
■ var hann um tíma formaffur á
- eigin báti, 11 tonna trillu sem
,, hér Þröstur. Áriff 1957 varff
- hann svo skipstjóri á Gnffmundi
frá Sveinseyri og 1960 á Sæfar
anum. Hann vakti fyrst veru-
lega athygli meffan hann var
meff Sæfarann og þá fvrst fyrir
mikinn afla á vetrarsíldveiffun-
um viff suffvesturland. Hann
fékk 20.000 mál og tunnur á
sumarsíldveiffunum í fvrra og á
öllu tímabilinu var bann meff
um effa yfir 40.000 mál og tunn
ur.
Árin 1962 og 1963 fiskaffi
hann fyrir 7 milljónir hvort ár
iff og 1961 var aflaverffmætiff
litlu minna. Hann hefur því á
þrem árum dregiff um 20 millj.
inn í þjóðarbúiff.
Aff lokpm sagffi Albert aff
Magnús væri sérstaknr maffur
hvaff meffferff á veiffarfærum
snerti, en alltaf hefnr bótt gott
þegar mikil fiskisæld og góff
meffferff á veiffarfærum fer sam
an.
Því má bæta viff aff Magnús
hefur þrisvar í sumar komið
meff metafla til lands. Fyrst
landaffi lrann 2000 málum á
Raufarhöfn, þá fékk hann 2800
tunnur í einu kasti sem frægt
er orffiff og nú síffast í gær kom
hann aff landi meff 2100 mál.
Fimm aflahæstu skipin á miff
nætti laugardags eru þá þessi
þegar röffin hefur veriff leiff-
rétt: Jönjndur III. 23212 mál
og .tn., Jón JKjartansson 22723,
Snæfell 21801, Sigurffur B.iarna
son 20920 og Sigurpáll 20403
mál og tunnur.
Til þess að afla fyrir kauptryggipgu miðað við einn mánuð þarf
að afla fyrir:
á bátum undir 60 rúml. (10 menn) kr. 220.000.00 eða 1210 mál.
á bátum 60 — 120 rúml. (11
á bátum 120 — 130 rúml. (12
á bátum 130 — 240 rúml. (13
á bátum yfir 240 rúml (13
menn kr. 251.700.00 eða 1380 mál.
menn) kr. 258.600.00 eða 1420 mál.
menn) kr. 282.100.00 eða 1550 mál.
menn) kr. 305.600.00 eða 1680 mál.
Hlutur háseta úr máli í bræðslu og uppsaltaðri tunnu er eftir-
farandi:
á bátum undir
bátum
bátum
bátum
bátum
60 —
120 —
130 —
yfir
60 rúml.
120 rúml.
130 rúml.
240 rúml.
240 rúml.
Uppsöltuð tunna mál í bræ
Kr. 13.02 Kr. 7.53
Kr. 11.38 Kr. 6.57
Kr. 11.08 Kr. 6.40
Kr. 10.15 Kr. 5.87
Kr. 9.37 Kr. 5,42
Festa er nauðsyn
(Framhald al 1. «tsm.
vitum, þó að öðrum virðist
gleymast það, um hættuna á út-
breiðslu átaka — við munum
ekki sækjast eftir víðtækara
stríði.
Ég hef lagt fyrir utanríkis-
ráðherrann að gera vinum vor-
um og andstæðingum, og vissu
lega öllum, þessa afstöðu algjör
lega ljósa. Ég hef gefið Steven-
son, sendiherra, fyrirmæli um
að taka þetta mál upp þegar í
stað og ákveðið í Öryggisráði
Sameinuðu þjóðanna. Loks hef
ég í dag átt fund með leiðtog-
um beggja flokka á þingi Banda
ríkjanna og hef tilkynnt þeim,
að ég muni þegar í stað fara
fram á það við þingið, að það
samþykki ályktun, er slái því
föstu, að stjórn vor standi sam-
an um þá ákvörðun að gera all-
ar nauðsynlegar ráðstafanir til
stuðnings frelsinu og til varnar
friðnum í suð-austur Asiu. Mér
hefur verið hvatning í því, að
þessir leiðtogar beggja flokka
hafa fullvissað mig um, að slík
ályktun verði skjótlega lögð
fram, frjálslega og skjótt rædd
og samþykkt með yfirgnæfandi
meirihluta.
Og fyrir örfáum mínútum
tókst mér að ná til Goldwaters,
öldungadeildarmanns, og það
gleður mig að skýra frá því, að
hann lét í Ijós stuðning við yf-
irlýsingu þá, sem ég er að
flytja í kvöld.
Það er alvarleg ábyrgð að
þurfa að fyrirskipa, þó ekki sé
nema takmarkaðar aðgerðir
hérafla, sem að heildarstyrk er
svo gífurlegur og skelfilegur
sem herafli Bandaríkja Norð-
ur-Ameríku. En það er yfirveg-
uð sannfæring mín, og allra í
ríkisstjórn yðar. að festa, þegar
maður hefur rétt fyrir sér, sé í
dag nauðsynleg vegna friðarins.
Þeirri festu verður ávallt í hóf
stillt. Hlutverk hennar er frið-
ur.
Auglýsið í Alþýðublaðinu
Áuglýsingasíminn 14906
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi
Sveinn Guðmundsson
rafvirkjameistari Suffurgötu 45, Akranesi
verður jarðsunginn frá Akraneskirkju laugardaginn 8. ágúst n.k.
kl. 14.30.
Blóm afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hans er bent á
Slysavarnafélagið eða sjúkrahús Akraness.
Málfríffur Stefánsdóttir
Ævar Sveinsson Kristín Sveinsdóttir
Hildur Guffbrandsdóttir Gunnar Gíslason
og barnabörn.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 6. ágúst 1964 f.3