Alþýðublaðið - 11.08.1964, Síða 5

Alþýðublaðið - 11.08.1964, Síða 5
Íslendingar sigruðu Bermuda naumlega 4:3 „ÞIÐ VERÐIÐ AÐ LEIKA HRAÐAR GEGN FINNUM", sagöi sænski dómarinn Boström. EINAR Boström frá Gávle dæmdi landsleik íslands og Bermuda í gærkvöldi og ekki er hægt að segja annað en liann hafi rækt starf sitt vel af hendi. Fréttamað- ur íþróttasíðunnar lagði nokkrar spurningar fyrir Boström að leik loknum. — Leikurinn var þófkenndur til að byrja með, sagði Boström. Það | var ekki fyrr en staðan varð 3-3, 1 þá kom loks landsleiksstemning. Sigur íslands var fyllilega verð- skuldaður að mínu áliti, bætti Bo- ström við. — Markið, sem dæmt var ógilt? — Leikmaður nr. 8 (Þórólfur) stjakaði óiöglega við markverð- inmn, svaraði Boström. — Ifaldið þcr að við höfum nokkuð að gera í Finna? — Það er ekki gott að segja bolV’iin1 e,r krínglóttur og alll getur skeð í knattspyrnu. Annars verður íslenaka liðið að leika liraðar, til að eiga möguleika í fiunska liðið. Finnarnir sigruðu að vísu' Svía á dögunum, sagði Boström brosandi, en þeir léku al- gjörlega varnartaktik, voru mest- allan tímann einir 6-8.í vörn. SIGURMARK LANDSLEIKSINS Myndin sýnir Ellert Schram skora sigurmarkið með skalla úr hornspyrnu frá vinstri, sem Ríkharðup framkvæmdi. Þá voru aðeins 3^—4 mínútur til leiksloka. — (Myndir: Jóh. Vilberg). 3:1, eftir góða sendingu frá Ríkharði. ÍSLENZKA landsliðinu í knatt- spyrnu tókst að merja sigur yfir reynslulitlu og sundurlausu liði Bermuda með 4 mörkum gegn 3 Vart er hægt að segja að sigur þessi auki að neinu ráði á hróður Iandsliðs vors. Lið okkar var að vísu sterkari aðilinn í leiknum, en yfirburðimir voru þó svo litlir að vart er hægt að miklast af þeim. Andstæðingarnir, lið Bermuda, voru fremur getulitlir, einkum þó hvað snerti allt leikskipulag (tak- tik.) Ilinsvegar voru þeir fremur leiknir með knöttinn, sem sagt fremur þokkalegir einstaklingar en sem heitd mjög lélegir. Vafalítið er þetta éinn með Jélegustu lands- leikjum, sem hér liafa verið leikn- ir. Veður var ágætt til keppni. Lít- ilsháttar gola, en þó ekki til baga á nokkurn hátt fyrir keppendúr. Bermuda hóf leikinn. Fyrsta send- ing þeirra í leiknum var fremur Æinkennileg, en hún var með þeim hætti, að hægri innherji þeirra, sem fékk knöttinn úr uppliafs- spyrnu frá miðframherja, spyrnti langt og hátt inn í vítateig ís- lands. Þetta var einkennileg byrj- un og ekki góður fyrirboði um „taktíska" kunnáttu gestanna. ís- Iendingar réðu að mestu lögum og lofum á vellinum mestan hluta fyrri hálfleiks. Þó voru það Ber- mudamenn sem skoruðu fyrst og var þar að verki D. Landy mið- framherji þeirra, sem skoraði með ágætu skoti rétt innan vítateigs eftir ágætan undirbúning tveggja miðherja sinna vinstra megin. — Litlu munaði að Þórólfur Beck jafnaði þegar á sömu mínútu, er hann átti ágætt skot í þverslá af löngu færi. ísland sækir nú nær látlaust, en án árangurs. Það líða 20 mínútur þar til okkar mönn- um tekst að jafna. Það var Þór- ólfur sem átti mestan þátt i því, þó að til kæmi nokkur hjálp frá gestunum. Þórólfur skaut af löngu færi, knötturinn fór í varnar- mann og breytti nokkuð stefnu, markvörðurinn kastaði sér, en knötturinn fór undir hann og í netið. Aðeins minútu síðar eða á 30 min. skora íslendingar aftur. 2:1. — Skallaði Ellert knöttinn í mark Bermuda af stuttu færí úr fyrirgjöf frá Eyleifi. Áttu íslend- ingar tvö ágæt tækifæri, það sem eftir var fyrri hálfleiks en mis- tókst aö skora. BERMUDA JAFNAR! íslendingar byrjuðu vel seinni hálfleikinn. Þórólfur átti prýðis- skot á 2. minútu, sem Siddle markvörður sló yfir. Skönfmu seinna skallar Þórólfur yfir mark- ið af stuttu færi, en þó nokkuð erfiðri stöðu. Á 9. mínútu skorar Þórólfur mjög glæsilega úr á- gætri sendingu frá Ríkharði. stað- an var því 3:1 íslandi í vil Flestir bjuggust nú við því að sigur væri tryggður, en það fór nú nokkuð á annan veg, því liðsmenn Bermuda hertu nú mjög róðurinn og áttu nú sinn bezta kafla í leiknum. Mið- framherji þeirra-, Landy, brýzt í gegnum vörn íslands á 17. mín- útu og skorar óverjandi (3:2). Á 26. mínútu jafnar Bermuda eftir mjög vel uppbyggt upphlaup hægra megin, sem v. útherji, Wright, rek ur endahnútinn á með skoti af stuttu færi, sem Heimir fékk ei við ráðið, enda var hann -einn eft- ir til varnar. Nokkuð háði það Ber- muda, að margir liðsmenn þess fengu sinadrátt síðustu 20. mínút- ur leiksins. Ellert skorar, er um 35 mínút- ur eru af hálfleiknum, en dómar- inn Boström dæmdi markið ógiTt, vegna þess að ólöglega hefði verið stjakað við Siddle markverði Sig- urmarkið skoraði Ellert með skálla úr hornspyrnu frá vinstri, sem Ríkharður framkvæmdi, þeg- ar um 3-4 mínútur voru til leiks- loka. íslenzka liðið sýndi ekki neina sérstaka knattspyrnu í leiknum. Vörnin var fremur fálmkennd. — Bakverðirnir báðir og hægri fram- vörður voru með slappara móti. Þórólfur var bezti maður liðsins. Þeir Ellert og Jón Leósson sluppu sæmilega frá leiknum. Rík harður vann mikið, en skortir mjög hraða. Útherjarnir Karl og Framhald á síðu 4 Eyleifur Þórólfur skorar mjög glæsilega og vinstri bakvörður Bermuda berjast um knöttinn. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 11. ágúst 1964 $

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.