Alþýðublaðið - 21.08.1964, Blaðsíða 3
WMm
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 21. ágúst 1964 3
- fjái U '|*
helgi Grikklands
Aþenu 20. ágúst (NTB-Rauter).
GRIKKLAND mótmælti þvi í
tlag viff Sameinuffu Þjóðirnar,
Tyrkland og Atlantshafsbandalág-
iff, aff tyrkneskar flugvélar hefffu
margsinnis daginn áffur rofiff ioft
helgi þess.
Petros Garoufalías hermálaráð-
lierra Grikklands sagði, aö tyrk-
neskar flugvélar hefðu flogið yfir
grísku eyjarnar Samos og Rhod-
os margsinnis, síðasta sólarhring.
Talsmaður gríska utanríkisráðu-
neytisins benti á, að Grikkir hefðu
nokkrum sinnum áður mótmælt
svipuðu atferli tyrkneskra flug-
véla. Yfirmaður NATO-liðsins í
Suður-Evrópu, bandariski aðmíráll
Bukðvu a vðldi
uppreisnðrmðnnð
Leopoldville, 20. ágúst
(NTB - Reuter)
UPPreisnarmenn hafa tekiff um
þaff bil helming hinnar þýffingar-
niiklu borgar Bukavu í Kivu-liér-
affi eftir harffa bardaga, aff þvi er
íitvarpíð í Leopoldville sagði í
kvöld. Munu þeir hafa notið til
\
þess stuffnings Watutsi-stríffs-
Hianna. Ríkishcr Kongo mun hafa
á sínu valdi hinn evrópska hluta
borgarinnar. — Bukavu er höfuð-
■borg héraffsins Kivu, og er fimmta
stærsta borg Kongo.
AMtMHHtMMMMMMMMMW
Jótar vin-
semd við
nazista
Stokkhólmi, 20. ágúst.
(NTB)
Kosningabaráttan vegna rík-
isdagskosninganna eftir einn
mánuff er nú aff ná hámarki
sínu. í dag ákærffi frjáls-
lynda Stokkhólmsblaffið Ex-
pressen efsta mann á lista
hins nýja Kristilega flokks,
Harald Ljungström borgar-
dómara, fyrir að hafa verið
ákafan nazista allt fram á
fyrstu stríffsár. Ljungström
hefur gefiff út yfirlýsingu af
þessu tilefni og játar að hafa
stutt Hitler en EKKI veriff
nazisti. Ilonum eins og fleir-
um ungum mönnum hafi ógn
að uppgangur kommúnism-
ans og mönnum hafi þá ver-
ið ókunnugt um öll þau
myrkraverk, er nazistar hafi
framiff i stríðinu. Er lionum
varð ljóst hvers kyns var
hafi hann veriff algerlega
brotinn maður í mörg ár,
snúið við þeim bakinu og oft
síffan hafi hann beffiff Drott-
inn fyrirgefningar. Hafi
hann nú lireinsaff sál sína
af öllum þeim gruggugu
hugsunum, er fyllt hafi sál
hans þá.
IMHWMMMMMIWtMMHMW
Þriggja Bandaríkjamanna er nú
saknað í Kongo. Voru tveir þeirra
liernaðarfulltrúar en sá þriðji
sendiráðsstarfsmaður. Voru þeir í
borginni Bukavu er uppreisnar-
menn gerðu hina skyndilegu árás
sína.
Ríkisstjórn Kongo í Leopold-
ville hefur ákveðið að slíta stjórn-
málasambandi sínu við Burundi.
Heldur Kongostjórn því fram, að
ríkisstjórn Burundi og Franska-
Kongo hjálpi uppreisnarmönnum
þeim, er nú berjast sem ákafast í
Kongo. Hefur hún því fyrir
nokkru vísað úr landi þeim borg-
urum þessara ríkja, er dveljast í
landinu. Hafa þeir til bráðabirgða
verið fangelsaðir, eða þar til þeir
halda úr landi. Ríkisstjórnin í
Brazzaville í Franska-Kongo hef-
ur beðið Stofnun Afrískrar Ein-
ingar að setja á stofn rannsóknar-
nefnd, er rannsaki hið ógnþrungna
samband Kongó-rikjanna tveggja.
Segir ríkisstjómin, að allur drátt-
ur á því, að nefndin verði til-
nefnd, geti haft hinar ógnvænleg-
ustu afleiðingar, bæði fyrir ríkin
tvö, stofnunina og Afríku sjálfa.
inn Jamey Russell, flaug í dag til
baka til aðalstöðva sinna í Nap-
oli eftir hálfs annars tíma fund
með gríska varnarmálaráðherran-
um. Ráðherrann tilkynnti eftir á,
að aðmirállinn hefði' krafizt þess,
að grísku liðsforingjarnir, er voru
kallaðir heim frá NATO-herstöð-
inni í Izmir í Vestur-Tyrklandi,
yrðu látnir snúa þangað aftur.
Ráðherrann kvaðst hafa tilkynnt
aðmírálnum það, að liðsforingj-
arnir myndu ekki snúa aftur fyrr
en Kýpur-deilan væri leyst. Góð
ar heimildir segja, að aðmírállinn
hafi viljað fá liðsforingjana aftur
til Tyrklands svo að þeir gætu
tekið þátt í að undirbúa væntan
legar NATO-lieræfingar. Þá mun
aðmírállinn hafa látið £ Ijós á-
hyggjur vegna óskar Kýpurstjórn
ar um sovézka aðstoð. Þeir 135
grísku liðsforingjar og óbreyttir
hermenn er fóru frá Izmir á mið
vi/kudag, munu liafa komið tdl
Pireus í dag.
I dag stóðu SÞ-sveitir og vopn
aðar kýpurtyrkneskar sveitir and-
spænis hverjar öðrum við goif-
völlinn í Nicosiu. Höfðu SÞ-sveit
irnar komið þangað til að fjar-
lægja víggirðingar þar. Kanadísk-
ir, finnskir og dansklr SÞ-her-
menn komu í 7 vörubílum og 1C
Framhald á 13. síffu
Togliatti líður
eftir atvikum
RÓM: Tilkynnt hefur verið í Jalta
að ítalski kommúnistaforinginn
Palmiro Togliatti hafi undirgeng
izt heilaskurð. Liði honum nú vel
eftir atvikum. Líðan Antoni Segni
forseta Ítalíu, er enn óbreytt. Eru
nú 13 dagar síðan að hann veikt-
ist.
Ritaði nafn sitt
með blóði á vegg
Frankfurt 20. ágúst.
(NTB-Rauter).
ÍSRAELSKUR kaupsýslumað-
ur sagði í Auschwitzréttarhöld
unum hér í dag, að 16 ára gamall
frændi hans liefði ritað nafn sitt
meö blóffi á vegg bragga nokkurs,
áður en liann var sendur í gasklef
ana.
Það var hinn 66 ára gamli Josef
Glueck er sagði í vitnaleiðslu
sinni: Þeir 21 menn, er standa liér
ákærðir, segjast eiginlega ekki
hafa vitað, hvað Auschwitz var.
Fi-ændi minR, 16 ára gamall, vissi
Hér sést niynd af aldflaug þeirri er flutti „Olympíustjörnuna"
á loft í gær. Eldflaugin er af Delta-gerð og er 27 metra löng. Gervi
hnettinum er ætlað aff flytja sjónvarpsmyndir frá Olympíuleikan-
um í Tokyo. Er hann nú kominn á rétta braut um jörðu.
Fer SÞ-liðið
frá Kýpur?
það mjög vel. Drengurinn var í
hópi 1200 ungverskra gyðinga-
drengja, er reiknir voru inn í
bragga nokkurn í Auschwitz-fanga
búðunum á nýárskvöld árið 1944.
Þeir, sem því stjórnuðu, voru þejr
Josef Mengele fangabúðalæknir
og þrír SS-foringjár, af hverjum
ei-nn stendur hér fyrir rétti. Drengj
unum var haldið í bragganum í
tvo daga og síðan voru þeir flutt
ir í vörubílum til gasklefanna.
Frændi minn hét Andreas Rappa
port og hann skrifaði með blóði
Framh. á bls. 13
NEW YORK, 20. ágúst
(NTB-Reuter).
U THANT. affalritari Sameinuffu
þjóðanna sagði á blaðamanna-
fundi í dag, aff ef til vill yrði að
kalia SÞ-liðiff á Kýpur þaffan brott
ef samtökin fengju ekki fé til þess
aff halda áfram friffarstarfi sínu á
eynni.
U Thant sagði, að SÞ vantaði
enn 2 milljónir dala á þær 12.7
milljónir dala, sem ætlað er að
friðargæzlan á Kýpur muni kosta
það sex mánaða tímabil, er lýkur
26. september n.k. Féð til friðar
gæzlunnar hefur til þessa verið
fengið með frjálsum framlögum
frá ýmsum íykjum, þar á meðal
löndum, sem ekki eru í samtök-
um Sameinuðu þjóðanna. U Thant
sagði, að þýðingarmikið væri, að
gerðar væru strax ráðstafanir til
þess, að afla þess fjár, er nauðsyn
legt væri til þess að lialda áfram
rekstri liðsins. Komi ekki þessi
stuðningur í náinni framtíð mun
verða nauðsynlegt að draga SÞ-lið
ið til baka frá og með 26. septem
ber, sagði hann.
Framhald á síffu 13.
LITMYNDIR
TEKNAR
í HELLUM
Grenoble, 20. ágúst
(NTB - Reuter).
SJÖ MEÐLIMIR brezks hellarann
sóknarklúbbs komu í- dag upp úr
hellum hér eftir að hafa gert mis-
heppnaða tilraun til þess að setja
„dýptarmet”. Höfðu þeir þó verið
niðri í 134 klulcustundir. Fjórir
menn urðu eftir í 490 metra dýpi
til þess að taka litmyndir af 122
löngum gangi og í undirbúningi
er að senda niður nýjan hóp, er
hvorttveggja á að taka þátt í lit-
myndatökunum og reyna að setja
nýtt „dýptarmet”.