Alþýðublaðið - 21.08.1964, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 21.08.1964, Blaðsíða 9
\ sínar ok þeir menn sem við kristni tóku“. En með tímanum hefur Eiríkur rauði neyðst til að láta undan. Um mæli sögunnar, að hann hafi ver- ið tregur til, eru þó að nokkru já- kvæð, og á öðrum stað virðist þetta vera sta.ðfest. Þjóðhildur beitti líka kvenlegum brögðum, sem vel dugðu, því að hún, „Þjóð hildur vildi ekki halda samfarar við Eirík síðan er hún tók trú.“ ÞJÓÐHILDARKIRKJA Dr. Poul Nörlund reyndi með uppgreftri í Brattahlíð 1932 að finna kirkjuna en árangurslaust. Nú, þegar hún er fundinn, skilst að leitin var vonlaus. Engar tóftir sjást Dfar jörðu, sem gátu gefið vísbendingu og eins og fyrr segir, er kirkjan í nokkurri fjarlægð frá bæ Eiríks rauða. En Nörlund fann tvær aðrar kirkjur í nágrenni bæj arins, — og hafði sú síðari verið byggð á rústum hinnar fyrri, svo að nú hafa fundizt þrjár kirkjur norrænna manna þarna í túninu. Eldri kirkja þessara tveggja yngri kirkna liéldu menn þá, að væri Þjóðhíldarkirkja. Mörg ár liðu, þar til aftur voru hafnar rannsóknir í Brattahlíð. Þegar á dögum Hans Egede þekktu menn til bæjartófía hinna nor- rænu landnema og, þegar Poul Nörlund ákvarðaði nyrzta bæinn af þeim þrem við Kagssiarssuk, sem bæ Eiríks rauða, var það í fyrsta lagi vegna þess að bygg- Rústir þriðju og síðustu kirkju norrænna manna í Brattahlíð við Ejríksfjörð. ingalagið var með fornu sniði, í öðru lagi vegna þess, að kirkjan var þar við. Síðari rannsóknir hafa líka aðeins styrkt þessa kenningu. ' Árið 1961 gerðist svo það, að það átti að byggja heimavistar- skóla, litla menningarmiðstöð, fyr ir börnin í hinum dreifðu byggð- um fjárbænda, sem þarna búa. Um 120 manns býr nú þarna. Kirkja byggðarinnar er í Bratta- hlíð, — ein þessara sígildu, fögru, rauðu timburkirkna, — en í öðr- um enda kirkjunnar er skólastofa: Framhald á síðu 10. Hér hefur Þjóðhildarkirkja staðið. Til vinstri er skýli, svo að unnt sé að vinna, þótt hann rigni. Til hægri er Knud Krogh, safnvörður, og í bakgrunninum Eiríksfjörður. NÝTT NÝTT Nýkomið frá Ameríku. Svampfðöruð kápuefni 80% orlon 20% ull Fóðruð á röngunni Þola þvott Straufrí Fallegir litir. IVtartelnn Einarsson & Co. Dömudeild. Sími 12815. ÚTSALA - ÚTSALA Kápur, fakkakjólar Ótrúlega lágt verð. Einnig bútar í pils og skokka. Kápu- og dömubúðin, Laugav. 46 GABOON 16, 19, 22 og 25 m.m. fyrirliggjandi. HjáEmar Þorsteinsson & Co. hf. Klapparstíg 28 — Sími 11956. REYNIÐ VIBSKIPTIN Ferð/zf með Landsýn Í? Seljum farseðla með flugvélum og skipum Greiðsluskilmálar Loftleiða: Ít FLOGIÐ STRAX — FARGJALD GREITT SÍÐAR Í? Skipuleggjum hópferðír og ein- staklingsferðir PERÐASKRIPSTOPA LAN D SVN ^ TÝSGÖTU 3. SÍMI 22890. — P.O. BOX 465 — REYKJAVÍK. UMBOÐ LOFTLEIÐA. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 21. ágúst 1964 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.