Alþýðublaðið - 21.08.1964, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 21.08.1964, Blaðsíða 11
 0li8H m H í ®11 Bandarískur körfu- knattleiksþjálfari væntanlegur hingað Norðmenn sigr- uðu Finna 2-0 NORÐMENN sigruðu Finna í, landsleik í knattspyrnu í Þránd- heimi í gærkvöldi meS 2 mörkum I gegn engu. Fréttaritari NTB, Egil Dietrich segir, að það hafi verið norsk tækni, sem sigraði hið fræga , finnska „sisu” eða kraft. Lerdal leikvangurinn var rennvotur er I leikurinn fór fram og áhorfendur | 16.800. Norðmenn höfðu yfirburði í fyrri hálfleik og eftir gangi leiks- ins hefðu þeir átt að skora fleiri mörk í hálfleiknum. I>að var fyrst og fremst markmanninum finnska, Martti Halme að þakka að ekki fór ver. Það var Harald Berge á 22. mínútu og Finn Seemann á 30. mín. sem skoruðu mörkin. Eftir hlé var leikurinn jafnari og Finnar áttu góð tækifæri, en Kaspersen í norska markinu bjarg aði vel. I finnska liðinu átti Martti Hal- ÍR og KR keppa í SvíþjóÖ í kvöld ' í kvöld képpa frjálsíþróttaflokk- ár ÍR og KR á mótum í Svíþjóð, ÍR-ingarnir taka þátt í móti í Bor- 3s, en það er félagið Ymer, sem sér lim mótið. Nokkrir ágætir íþrótta- menn múnu taka þátt í mótinu. ' KR-flokkurinn fer U1 TrollhStt- an og keppir þar á alþjóðamóti, þar sem allmargir snjallir íþrótta- ihenn eru meðal þátttakenda. Al- þýðublaðið mun birta árangur ís- lendinganna á mótum þessuxn á ihorgun. Báðir flokkarnir báðu blaðið að Skila góðum kveðjum heim, ferðin hefur gerjgið vel og aliir eru við beztu heilsu. - r'~ me í markinu frábæran leik, en hægri framvörður Perti Makipaa og Aarno Rinne miðframvörður stóðu sig mjög vel. í framlínunni voru Jarvi og Nuoranen ágætir, en atvinnumaðurinn Peltonen sýndi margt mjög gott, en reyndi full- mikiff aff „brillera” upp á eigin spýtur. Þetta er finnska landsliðið í knattspyrnu, en myndin er tekin á Olympíuleikvangin- um í Helsingfors í sumar eftir sigur Finna yfir sænska landsliðinu 1 gegn engu. — Finnar voru aö vonum á- nægðir með þann sigur, þar sem þeir höfðu þá ekki sigr- að Svía á heimavelli í 30 ár. í gærkvöldi töpuðu Finnar fyrir Norðmönnum 0-2, nú er spurningin hvað gerist í Reykjavík á sunnudag? MHVUUUHHMHMVUUMWI Valur íslands- meistari i útihand knattleik kvenna Körfuknattleikssamband íslands mun halda námskeið fyrir áhuga- körfuknattleiksþjálfara dagana 4. 5. og 6. sept. n. k. Aðalkennari á námskeiðinu verð ur Mr. Gudger, körfuknattleiks- þjálfari frá Bandaríkjunum, sem kemur hingað á vegum Upplýsinga þjónustu Bandaríkjanna. Mr. Gudger hefur í sumar starf- að í Svíþjóð og í Finnlandi á veg- um körfuknattleikssambandanna þar og hefur KKÍ fregnað frá þess- um aðilum að Mr. Gudger væri al- veg frábær kenari. Væntir sam- bandið að körfuknattleiksmenn noti þetta tækifæri, en mikill skortur er á þjálfurum hjá félög- unum. Auk þess að halda þetta þriggja daga námskeið fyrir áhugaþjálf- ara, mun Mr. Gudger kenna körfu knattleik á námskeiði fyrir íþrótta MEISTARAMÓT íslands í útihand knattleik lauk á Hörðuvöllum í Hafnarfirði í fyrrakvöld, en þá fór fram úrslitaleikur í meistaraflokki kvenna. Valur sigraði Fram með 8 mörkum gegn 7. Valsstúlkurnar hófu leikinn af miklum krafti og innan stundar er staðan 4:1, en Fram leikur rólega og yfirvegað næstu mínútur og tekst að minnka bilið fyrir hlé, en þá er staðan 5:3 fyrir Val. Fram sækir ákaft í upphafi síð- ari hálfleiks og tekst að jafna eft- ir nokkrar mínútur, 6:6. Næstu tvö mörk skorar Valur og tryggir sér þar með sigur, þó að Fram eigi. síðasta orðið í leiknum, en honum lauk með sigri Vals eins og fyrr ; segir 8:7. Sigur Vals var verðskuld aður, en framfarir og yfirvegaður leikur Fram vekur athygli. Það er kennara, sem haldið er á vegum Fræðslumálastjórnarinnar í fyrstu viku september. Körfuknattleiksmenn.sem sækja vilja þjálfaranámskeiðið, eru beðnir að senda þátttökutilkynn- ingar til stjórnar KKÍ, pósthólf 864, Reykjavík, fyrir 1. september. mwMiimwwwiwvmw BRETAR hafa ávallt átt góða hlaupara, sem komið liafa á óvart. í landskepni Breta og Pólverja í síðustu viku, sem lauk með jafntefli 106-106, sigraði Alan Simpson í 1500 m. hlaupi á nýju brczku meti, 3.39,1 mín., en annar varð Pól verjiim Witold Baran, sem fyrir nokkru setti nýtt Evr- ópumet í miluhlaupi - 3.56.0 mín. Myndin er af enda- sprettinum. greinilegt, að Fram stúlkurnar verða skeinuhættar á mótunum í vetur með sama áframhaldi. Næstkomandi mánudag fer meistaraflokkur Vals í keppnisför til Norðurlanda, ekki er vafi á því, að þær munu standa sig með sóma í ferðinni. Íþróttasíðan óskar stúík unum góðrar ferðar. Á þriðjudagskvöldið léku Valur og Ármann til úrslita í 2. flokki kvenna. Leíknum lauk með yfir- burðasigri Vals, sem skoraði 8 mörk gegn 1. Sýndi liðið mjög góð an leik og, framfarir frá innan- hússmótunum. Þá er lokið þessu íslandsmóti í útihandknattlelk. Hafnfirðingar sáu um mótið með mikilli prýði og það var háð í anda drengskapar, eins og vera ber um íþróttakapp- leikL AU>?ÐUBLAÐIÐ - 21. ágúst 1964

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.