Alþýðublaðið - 21.08.1964, Blaðsíða 7
ARABÍSKIR
FLÓTTAMENN
MENNTAÐIR
Alls luku 1411 ungir menn og
konur prófum í sumar frá þeim
sérskólum í Jórdaníu, Líbanon,
Sýrlandi og á Gaza-svœðinu, sem
reknir eru af Hjálparstofnun Sam-
einuðu þjóðanna fyrir Palestínu-
flóttamenn (UNRWA). Er það
mesti fjöldi nemenda sem nokk-
Urn tíma hefur útskrifazt úr skól-
um UNRWA og jafnframt er það
fyrsti árangurinn af verulegri
aukningu á skólastarfseminni, sem
kostuð hefur verið með fjárfram-
lögum Alþjóðaflóttamannaársins.
Fiestir þessara nemenda hafa
lokið prófum í vélfræði, rafmagns-
fræði eða byggingariðnaðinum,
en aðrir hafa sótt námskeið fyrir
kennara, teiknara, verzlunarfólk
o. s. frv. Áður fyrr voru mjög fáar
kennslukonur meðal þeirra sem
luku prófum, en í ár Ijúka ekki
til landsins eins og í suniar,
ogr stöðugur straumur ferðafólks hefur verið á alla hina sígildu staði, bæði norðan og
sunnan lands. Þessi mynd er frá Mývatni, en þangað sækja ferðamenn mjög mikið, og
aldrei meir en í sumar. — (Mynd: Ólafur Magnússon).
færri en 138 konur prófum frá
sérstakri menntastofnun í Ram-
allah í Jórdaníu, og af þeim eru
50 kennslukonur.
Þegai- skólaárið 1964-65 hefst,
verða 3245 nemendur 'í sérskólum
UNRWA, en 340 flóttamenn
stunda nám við ríkisskóla á styrkj
um frá UNRWA. Búizt er við, að
1592 flóttamenn ljúki prófum á
næsta ári.
Mikill fjöldi nemenda í skólum
UNRWA hafa námsstyrki, sem
lagðir hafa verið fram af ríkjum,
stofnunum. og einstaklingum, sam-
kvæmt tilmælum UNRWA Norð-
urlönd hafa flest lagt fram fjár-
hagsstyrk til þessarar starfsemi.
Sfyrkur til
bókmennta-
rannsókna
SVO sem áður hefir verið skýrt
frá, hafa ekkja dr. Rögnvalds Pét
urssonar, frú Hólmfríður Péturss
son í Winnipeg, og dóttir þeirra.
ungfrú Margrét Pétursson, stofnað
sjóð við Háskóla íslands með
myndarlegu fjárframlagi, svo að
sjóðurinn er meðal hinna stærstu
við Háskólann. Sjóðurinn heitir
Minningarsjóður dr. Rögnvalds
Péturssonar til eflingar íslezkum
fræðum. Skal fé hans varið til að
styrkja kandídata í íslenzkum fræð
um til framhaldsnáms og undir-
búnings frekarj vísindastarfa. Get
ur sjóðstjórnin ákveðið, að styrk
þegar flytji fyrirlestra við Háskól
ann um rannsóknarefni sín, og
skulu þeir tengdir nafni dr. Rögn
valds Péturssonar
Stjórn sjóðsins, sem skipuð er
háskólarektor og prófessorunum
dr. Halldóri Halldórssyni og dr.
Steingrími J. Þorsteinssyni. hafa
úthlutað styrk í fyrsta skipti úr
miðar áfram, er búizt við, að
einungis sinn tíundi hluti jarð-
arbúa lifi á landbúnaði um
næstu aldamót. Það þýðir, að
flestir þeirra 3000 milljón jarð-
arbúa sem bætast í hópinn á
næstu 35 árum verða borgar-
búar.
Einnig í vanþróuðum lönd-
um fjölgar borgarbúum mun ör
ar en sveitafólki. í Tananarive
á Madagaskar hefur íbúunum
fjölgað um 5000 á ári, í Leo-
poldville í Kongó um 13.000 á
ári, í Caracas í Venezuela um
50.000, í Sao Paulo í Brazilíu
um 100.000, og í Kalkútta í Ind-
landi um 300.000 á ári.
S^rfræðingar Alþjóðaheil-
brigðismálastofnunarinnar
mæltu með ráðstöfunum á ýms
um sviðum. Vegna spillingar
andrúmsloftsins mæltu þeir
ineð sjálfstæðum útborgum,
þar sem ekki væri notað elds-
neyti er ylli óhreinindum; enn-
fremur með grænum svæðum
og stórum torgum sem drægju
úr óhreina loftinu og ryfu það;
fjarstýrðum hitaveitum; tak-
mörkun á umferð til þéttbýlla
svæða; og sérstökum ráðstöfun-
um til að draga úr óhreinind-
um af völdum bílvéla. Mikil-
vægt er ajð staðsetja verksmiðj-
ur á réttan hátt til að draga úr
óhreinindum af völdum iðnað-
ar.
HINN stríði fólksstraumur frá
sveitum til borga og bæja í
vanþróuðum löndum getur haft
geigvænlegar afleiðingar eftir
10 eða 20 ár. í iðnaðarlöndun-
um eru menn þegar farnir að
líta mjög alvarlegum augum á
samþjöppun manna, verk-
smiðja, íbúðarhúsa og bíla í
stórborgunum. Þrýstingur fólks
fjölgunarinnar eykst með degi
hverjum. Næst vandamáli
heimsfriðarins er skipulagning
borga ef til vill erfiðasta ein-
stakt vandamál, sem mannkyn-
ið á við að stríða á seinna helm
ingi 20. aldar.
Hópur sérfræðinga frá Al-
þjóðaheilbrigðismálastofnun-
inni (WHO) hefur nýlega hald-
ið fyrstu ráðstefnu sína X Genf
um heilbrigðismálahliðina á
skipulagningu borga. Meðal
efna sem fjallað var um í
þessu sambandi má nefna vatns
skort, spillingu andrúmslofts-
ins, slys — og á hitabeltissvæð-
unum: ófullnægjandi heilbrigð
iseftirlit, vannæringu og smit-
hættu.
Búizt er við að fjöldi jarðar-
búa hafi tvöfaldazt kringum ár-
ið 2000. Það merkir, að hann
verður þá kominn upp í rúm-
lega 6000 milljónir. f Eftir því
sem vélvæðingu í landbúnaði
^wtVWtWWWWMMWMVMWVWWmWMWVMVWWW
(Fólksfjölgun gesgvæn-
legt heimsvandamál (
ALÞYÐUBLAÐIÐ — 21. ágúst 1964 j