Alþýðublaðið - 13.09.1964, Side 1

Alþýðublaðið - 13.09.1964, Side 1
44. árg. — Sunnudagur 13. september 1964 — 208. tbl. Svanur sökk í róðri Neskaupstað, 12. sept. GÁ - GO VÉLBÁTURINN Svanur frá Nes- kaupstað sökk í róöri i gær, skammt undan Gerpi. Áhöfnin - i tveir menn, komust í gúmbát og björguðust klukkan að ganga 3 L nótt. Báturinn fór í róðurinn í fyrri- nótt og í gærmorgun, þegar þeir voru búnir að leggja línuna köll- uðu þeir Norðfjarðarradíó og báðu um að einhver bátur kæmi við hjá þeim og gæfi þeim olíu. Náttfari frá Húsavík varð við þessari beiðni. Klukkan 9 í gærmorgun kölluðu þeir aftur og var þá allt f lagi um borð, nema lítið rafmagn var á talstöðvargeyminum. Síðan heyrðist ekkert til þeirra félaga. í nótt var svo farið að óttast um bátinn og fór vélbáturinn Dröfn út til leitar. Hún lagði af stað um klukkan 1 og fann mennina suður undir Seley á þriðja tímanum. Báturinn sökk með þeim hætti, að um 5 leytið i gærdag, þegar þeir voru að draga línuna, kom skyndilega mjög mikill leki að bátnum. Þeir sáu sitt óvænna.og skáru á linuna og settu á fulla ferð til lands. Þeir höfðu ekki und- an lekanum og klukkan 5.30 yfir- gáfu þeir bátinn, sem sökk skömmu siðar. Þeir voru með 3ja manna gúmbát um borð. Svanur var 8 tonna frambyggð- ur bátur, smiðaður í fyrra. Eigandi og skipstjóri var Herbert Benja- mínsson, maður um þrítugt, en með honum var Ágúst Reynir Ragnarsson, 17 ára unglingur. — Mönnum varð ekki meint af volk- inu, enda sæmllegt veður. JÓN HELGASON DÆMIRÍ SJÖN- VARPSÞÆTTI - Stokkhólmi, 12. sept. (NTB - TT) NÝR norrænn spurningaþátt ur hefur göngu sína í sænska sjónvarpinu laugardaginn 17. október. Dómari verður ís- lendingurinn Jón Hclgason, prófessor í íslenzkri tungu og bókmenntum vlð Kaup- mannahafnarskóla. Þátturinn verður átta laugardaga i röö. „SNJÓMAÐUR" SAGÐUR FUNDINN í KÁKASUS Moskvu, 12. september SOVÉZKIR vísindamenn, sem leita að „snjómanninum” svo- kallaða í Itákasus, hafa fundið vel varðveitta beinagrind, sem samrýmist lýsingum sjónarvotta á snjómanninum, að því er sovézka fréttastofan Tass liermdi í dag. Leifar þaer, sem fundizt hafa, eru af dýri, sem líkist manni ög er ekki ósvipað fólki, sem oft má sjá í dölum Kákasus nú á dögum, segir Tass. Bráðabirgðarannsókn á beina grindinni sýnir, að hún er ólík beinagrind nútímamanns í nokkrum atriðum. Beinagrindin, sem fannst í gröf í þorpinu Thina í Abk- haz-héraði, er af veru, sem kölluð var Zana. Bændur hand sömuðu þessa veru í skógi fyr- ir um það bll elnni öld og hún bjó í þorpinu um árabil, segir Tass. Sovézka vikublaðið „Nedel- ja” sagði fyrir í vikunni, að leiðangur undir forystu frönsku konunnar Jeanne Marie The- rese Kofman væri farinn til Kákasus að leita veru, sem sögð væri líkjast „snjómann- inum”. Blaðlð sagði, að hundr- uð manna - allt frá geitahirð- um til starfsmanna kommún- istaflokksins — hefðu séð und- arlegt villidýr, um sjö feta hátt og þakið svörtu, þykku hári, víðs vegar í Kákasus. MWMWW4»»MW»W»MMW ELDSVODIA SAUÐAKRÓKI 7 BÍLAR SKEMMDUST OG EINN EYÐILAGÐIST Sauðárkróki, 12. sept. AM — ÁG. BÍLAVERKSTÆÐIÐ ÁKI brann hér í gær og skemmdust 7 bílar en einn eyðilagðist alveg. Eldsins varð vart um klukkan hálf eitt, og tók Bíl hvofldi á Hringbrautinni Reykjavík, 12. sept. - KG Skömmu eftir hádegi í dag hvolfdi bifreið á mótum Miklubrautar og Sóleyjargötu. Ökuma<fnrinn var einn í bflnum og var Imnn fluttur á slysavarðstofuna. -1 [ • slökkvistarfið rúman klukkutíma. Auk bflanna eyðilagðist þarna tölu vert magn af varahlutum. Ekki er kunnugt um eldsupp- tökrn, en talið líklegt að eldurinn hafi kviknað i bíl þeim, sem eyði lagðist. Fyrr um kvöldtð hafði ver ið unnið í honum, og þá m.a. með logsuðutækjum. Leikur grunur á að glóð hafi leynst í bílnum og síð an komist í eldfimt efni, Það var lítill drengur, sem fyrst ur varð eldsins var. Býr hann f næsta húsi við verkstæðið. Vaknaði hann um klukkan hálf eitt og fann þá reykjarlykt, og mun síðan háfa orðið var við eldinn. Þess má geta, að þetta er 1 annað skipti, sem kviknar í þessu verkstæði. ÞESSI fallega mynd er frá Siglufirði af Siglufjaröar- kirkju. Ljósmyndari blaðs- ins á Siglufirði, Ólafur Ragn arsson tók myndina í tilefni kirkjudags Siglufjarðar- kirkju, sem var fyrr í þess- um mánuði og nánar segir frá á 13. siðu í dag. [ HmtVVtMmMmUtWHMWM NÝR VEGAR KAFLIÍ HVALFIRÐI Reykjavík, 12. sept ÞB. Á hádegi í gær var tekinn f notkun nýr vegarspotti undir Þyrli í Hvalfirði. Þessi spotti hem ur í stað gamla vegarins á sama. stað, sem liggur í stöðugum hlyhk- jum, bröttum brekkum og yfir blindhæðir. Nýi vegurinn er 9 metra breiður og er mikill öryggisauki að honum á þessum fjölförnu slóðum. Vegar gerðin var nokkuð kostnaðarsöm vegna talsverðra sprenginga, sem gera varð í vegarstæðinu. Á einum stað var sprengt niður um 8 metra á öðrum varð alveg að sprengja fulla vegarbreidd inn í klett. Þessi nýi vegarspotti er 1,5 km á lengd Miklar vegalagningar hafa verið f Hvalfirði undanfarin ár og muu ekki látið staðar numið nú. London, 12. september Forsætisráðherra Suður-Rhodes- ín, Ian Smith, sagði í gærkvöldi, að „hann teldi að hann mundi fall ast á“ neikvæða niðurstöðu þjóðar atkvæðagreiðslu um sjálfstæíi landsins. Smith sagði í sjónyarpsviðtali, að einhliða sjálfstæðisyfiilýeing væri ótímabær eins ög nu væri ástatt og hann téldi, að ekki œtti að hafa samráð við stjórnnaálar flokkana um þjóðaratkvæði. TVEIR TEKNIR FYRIR ÁRÁS ÁUNGÁN MANN Reykjavík, 12. sept . ÁG RANNSÓKNARLÖGREGLAN fékk í gær til meðferðar kæru frá 22 ára gömlum manni, sem kvaðst liafa orðið fyrir árás heima hjá sér aðfaranótt sl. föstudags. Tveir menn, sem voru viðriðnir mál þetta, voru handteknir i morgun og játaði annar á sig árásina. Nánari málsatvik eru þessi: Á fimmtudagskvöldið hafði sá sem kærði, setið heima hjá sér yfir glasi. Milli klukkan eitt og hálf tvö um nóttina gekk hann niður í Austurstræti þar sem hann hitti tvo pilta. Við annan þeirra kann- nðist hann. Bauð hann þeim heim til sin, og var drykkjunni haldið þar áfram. Upp á vegg í herbergi mannsins hékk riffill, sem gestirnir vildu fá að skoða. Gestgjafinn bannaði þeim að hreyfa vopnið, og mun það hafa valdið einhverju orða- skaki, sem endaði með því að ann- ar gestanna barði gestgjafann nið- ur. Hinn gestanna reyndi að ganga á milli, og slapp þá gest- gjafinn í burtu upp á næstu hæð í húsinu. Gestirnir hröðuðu sér nú í burtu, og sá, sem barði, tók byssuna með sér. Eins og fyrr segir, vox-u báðir piltarnir teknir í morgun, en þeir eru innan við tvítugt og bardaga- maðurinn áður kunnur lögregl- unni. Sá, sem fyrir árásinni varð, hlaut nokkra áverka á andlit, glóðarauga og sprungnar varir.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.