Alþýðublaðið - 15.09.1964, Blaðsíða 5
FORSÆTISRAÐHERRA DANMERKUR
JENS OTTO KRAG
FIMMTUGURIDAG
JENS OTTO KRAG, forsætis-
ráðherra Dana og oddviti danskra
jafnaðarmanna, er fimmtugur í
dag. Þykir hlýða, að hans sé get-
ið í Alþýðublaðinu af því tilefni.
Fátt sannar betur úrslitasigur
danskrar verkalýðshreyfingar en
val foringja Alþýðuflokksins þar
i landi undanfarna áratugi.
Stauning, Hedtoft og H. C. Han-
sen voru upphaflega allir iðnað-
armenn að menntun og starfi, en
hófust til forustu af þátttöku
Einni í baráttu jafnaðarstefnunn-
ar, sem lét starfshæfni og per-
sónuleika ráða úrslitum valda og
áhrifa en hvorki ætterni né auð-
legð. Svipuðu máli gegnir um
Viggo Kampmann og Jens Otto
Krag, þó að báðir séu skólagengn-
ir menntamenn. Hvorugur þeirra
varð ágætur af öðru en sjálfum
cér. Kampmann missti föður sinn
bernskur og ólst upp á millistétt-
arheimili, en þótti rækja nám og
síðar embætti af þvílíkri prýði,
að hann hiaut að teljast til for-
ustu fallinn í liðveizlu við jafn-
aðarstefnuna og verkalýðshreyf-
•inguna. Jens Otto Krag fæddist
í Randers á Jótlandi 15. septem-
ber 1914. Faðir hans var tóbaks-
'aali og gat kostað son sinn til
náms, en Krag naut þó hvorki
auðs né ættar að hætti yfirstétt-
arfólks. Ungur stúdent sá hann
föður sínum á bak, en stefndi þó
ótrauður að settu marki, lauk
hagfræðiprófi við Kaupmanna-
liafnarháskóla vorið 1940, réðst
þá þegar í þjónustu danska
stjórnarráðsins og varð brátt
kunnur af gáfum sínum og störf-
um. Hann þokaði sér í fylkingar-
brjóst danska Alþýðuflokksins
fyrr en varði. Jafnaðarmenn í
Randers buðu Jens Otto Krag
fram til þings við kosningarnar
1947. Hann vann frægan sigur og
hefur jafnan verið endurkjörinn
þar í átthögum sínum. Sama ár
varð hann viðskiptamálaráðherra
í ríkisstjórn Hedtofts, en sagði af
sér 1950, enda höfðu mörg vopn
staðið á þessum benjamín stjórn-
arinnar. Vöruskortur var mikill í
Danmörku eftir stríðið og upp
tekin margvísleg skömmtun til
þess að takmarka innflutning
annars yegar, en selja sem mest
úr landi hins vegar. Mögluðu Dan-
ir mjög yfir því, að þeim væri
naumt skammtað smjör og sitt-
hvað annað, og gerðu andstæðing
ar og keppinautar Alþýðuflokks-
ins þetta óspart að árásarefni á
viðskiptamálaráðherrann, sem auð-
vitað gat hvorki stungið sama bit-
anum í tvo munna, annan heima
fyrir og hinn erlendis, né orðið
þjóð sinni úti um nægar birgðir
af þeim vörum, sem ófáanlegar
voru eða torfengnar á heims-
markaðinum. Vék Krag úr ráð-
herrastóli af þessu tilefni og gerð-
ist verzlunarfulltrúi danska sendi
ráðsins í Washington um tveggja
ára skeið. Hann varð svo ráðh.erra
án sérstakrar stjórnardeildar í
ríkisstjórn Hedtofts 1953 og
vinnumálaráðherra sama ár og
ríkisstjórn H. C. Hansens frá 1955,
en ráðherra utanríkisviðskipta
1957. og síðan 1958 utanríkisráð-
herra í ríkisstjórnum H. C. Han-
sens og Viggo Kampmanns þar til
hann var kjörinn forsætisráðherra
og formaður danska Alþýðuflokks-
ins, þegar Kampmann lét af þeim
embættum vegna heilsubrests í
septembermánuði 1962.
Danski Alþýðuflokkurinn hefur
ekki haft til langlífis leiðtoga
sína eftir síðari heimsstyrjöldina.
Tveir formenn hans og forsætis-
ráðherrar Dana hafa látizt en
þriðji gengið óvígur úr hildar-
leiknum á þeim aldri, þegar flest-
ir oddvitar annarra ríkja eru að
koma í leitirnar til áhrifa og for-
ustu. En merkið stendur, þó að
maðurinn falli. Liðskostur dönsku
verkalýðshreyfingarinnar er því-
líkur, að foríngjaval mun henni
fremur nauðsyn en vandi. Fall
Hedtofts, H. C. Hansens og Kamp-
.manns minnir helzt á fornsögur
og sætir stórtíðindum. Jens Otto
Krag hefur orðið að koma í þeirra
stað. Hann er um margt ólíkur
fyrirrennurum sínum eins og þeir
voru raunar hver öðrum. Hann
skortir kannski baráttuglaðan
lilýleik Hedtofts, svo og þjálfaða
fjölhæfni H. C. Hansens og mann-
ræna en sérstæða reikningssnilli
Kampmanns, en þolir samt mæta-
vel samanburð við þá og vex
sennilega af verkefnum eigi síður
en þeir. Ótillitssöm valdhyggja
er Jens Otto Krag fjarri skapi.
Hann þolir prýðilega skoðanir
annarra og er harla slyngur samn-
ingamaður. Krag trúir á manninn,
og þess vegna ætlar hann jafn-
aðarstefnunni æðra og göfugra
hlutskipti en aðeins að hækka
laun um aura og stytta vinnu-
tíma um mínútur. Vafalaust skip-
aði hann sér í sveit danska Al-
þýðuflokksins af því að honum
fannst jafnaðarstefnan skynsam-
leg og úrræði hennar hagkvæm,
en tilfinningarnar hafa einnig
mótað afstöðu hans og ákvörðun.
Krag þykir ærinn fræðimaður, og
hann kann víst dágóð skil á vís-
indum jafnaðarstefnunnar. Hann
komst einhvern tíma svo að orði,
að land eins og Danmörk, þar sem
enginn veraldarauður yrði graf-
inn úr skauti náttúrunnar, myndi
óbyggilegt nútímafólki, ef ekki
kæmi til vcrkmenning og tækni-
þróun, og því væri mest um vert
æskuna, fólkið, samfélagið. Og
Jens Otto Krag man áreiðanlega
þennan .bevanisma,’ þó að bann
sé orðinn flokksforingi og forsæt-
isráðherra. Sambýlið við alþýð-
una í Randers mun hafa gert Krag
að jafnaðarmanni, en svo fékk
hann af lærdómi og annarri
menntun staðfestingu þess, að
stefnan væri einnig rökstudd og
fræðileg. Hann lætur bæði stjórn-
ast af hjartanu og heilanum.
Jens Otto Krag telst góður
ræðumaður, þéttur í lund og fylg-
inn sér, en þó hófsamur og kurt-
eis, rökfastur, fjölhæfur og á-
heyrilegur. Hann lætur aldrei and-
stæðing marka sér orrustuvöll á
málþingi annars staðar en honum
sjálfum sýnist. Krag kemur þess
vegna fátt á óvart í kappræðum.
Samt met ég hann miklu meira
sem rithöfund en ræðumann. Hann
hefur í rituðu máli á valdi sínu
listrænan stíl, sem gæðir mál-
flutning hans áleitnum töfrum og
gerir skoðanir hans athyglisverð-
ar og minnisstæðar í tvennum
skilningi. Hér er þó ekki um áróð-
ur að ræða. Lesendur Krags
munu löngum sannfærðir um, að
honum sé alvara, hvort sem þeir
taka afstöðu með eða móti.
Þetta er ef til vill meginein-
kenni á Jens Otto Krag — al-
varan. Hann kemur jafnan vel
fram, fas mannsins, klæðaburður
og athæfi ber vitni ásköpuðum
virðuleik. Hann kann sig flestum
betur, rækir skyldur sínar af
festu og stillingu, líka þegar hann
gerir sér dagamun í vinnutíma.
Tómstundunum ver hann hins veg-
ar gjarna til þess að fýlgjast með
vísindum og listum af mikilli for-
vitni, svo og aldarfari Danmerkur
og úti í heimi, mönnum og mál-
efnum. Skapsmunir hans beinast
að sjálfum honum. Hann lætur
naumast eftir sér neins konar
leti. Vinnusamari mann getur
varla, þó að hann leyni oftast
kappi sínu. Vissulega var Krag
bráðþroska, en það er heldur ekk-
ert smáræði, sem eftir hann ligg-
ur. Og þó eru þetta aðeins vor-
yrkjur. Ðanska velferðarríkið eí
þegar viðfrægt, en Jens Otto Krag
hefur árciðanlega hug á, að þaí>
stækki enn og batni að miklum
mun.
Sú var tíðin, að Krag þótíi
fræðilega róttækastur flokks-
bræðra sinna. Nú finnst sumuip,
að hann sé orðinn helzt til stilK-
ur í skoðunum og varfærinn efti»
að forlögin færðu honum þanil
vanda að höndum að gerast lands-
faðir. Mig grunar hins vegar, a<>
Krag sé varla eins hæglátur pg
ýmsir ætla. Hann sá fyrir ©g
skildi þróunina eftir síðari heims-
styrjöldina á undan flestum öðr-
um. Hún er svo stórsöguleg,
stjórnmalakenningar, sem dæmd-
ust róttæk og varhugaverð heimtu-
frekja eða óraunhæfar skýjaborg-
ir fyrir tuttugu árum, eru löngn
orðnar veruleiki, sem þykir sjálf-
sagður hlutur. Bylting nútímanð
er Iíkust því, að voldugust*
náttúruöfl væru að verki. Jen«
Otto Krag vill hafa slíkt vald 4
henni, að hún reynist farsæl þró-
un í frjálsu samfélagi, þar sen#
allir njóti réttlætis um atvinnn
og við skiptingu þjóðarteknanna
og öryggis samtaka og samhjálp-
ar. Þetta er einu sinni enn sagan
um milliveginn vandrataða. En
svo mikið er víst, að Danmörfe
reynist þegnum sínum margfalt
byggilegri en sýnu stærri cg
auðugri lönd mun fjölmennari
þjóðum, sem ætla sér þó ærinn
hlut. Þannig hefur til tekizt af
því að Krag og samherjar hans
eru svo róttækir að vilja nýtt og
betra þjóðfélag, en jafnframt nógu
gætnir og forsjálir að hemja bylt-
inguna og láta hana verða þröun.
Og danski Alþýðuflokkurinn hefuí
valdið þessu verkefni af sama
lífsþrótti og því að leggja sjálf-
um sér og þjóð sinni til mikilhæía
foringja í stað leiðtoga eins cg
Framh. á bls. 13
|gg|g*f§$ >/\ ;;; ý \ p
Þetta er nýja brúnin yfir Forth fjörðinn, sem vígS var fyrir
Ekemmstu. Brúin og brúarsporðarnir eru um tveir kílómetrar á
lengd.
ALÞYÐUBLAÐIÐ — 15. sept. 1964 «$