Alþýðublaðið - 24.09.1964, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 24.09.1964, Blaðsíða 6
eru slíkar, að við getu/n ekki lif- að á þeirra stjörnum og þær ekki ámóður:jörð. Prófessorinn sagði, að efnafræði legt ástand á Júpíter geri það ekki ömögulégt, að þar kynnu að hafast við lífverur, sem væru líkar í snið- um og jarðarbúar. ★ Stytzta bók ★ ARIÐ 1938 hlaut Júgóslafinn Radivoje Homirski alþjóðleg verðlaun fyrir stytztu bók heims- ins. Bókin hét: „Hver stjórnar heiminum? en textinn var aðeins eitt orð: PENINGAR! Bókin kom út á ensku, þýzku, frönsku og serbokratisku. Safn- arar keyptu bókina svo sem sér- stakt fágæti, og enn skrifa menn Momirski og spyrja eftir bókinni. Bókin hefur nú verið gefin út fjór- um sinnum, - en þar eð hún er enn uppseld, ætlar Momirski að gefa ritverkið út í fimmta sinn, - þær, - sökum þess, að aðstæðurnar' án þess að breyta efninu nokkuð- IViéðir og détfir Kunningi Judy, Mark Herron, leikari, — kom með henni d flugvöllinn til að taka á móti dótturinni. Þau Judy ætla að leika saman í sjónvarpsleikriti, — broslegum liarmleik, — sem heitir: • Það er auðveldara í myrkri. Smástimið Lisa Minelii (átján ára gömul) til vinstri á á mynd inni, hitti móður sína, Judy Gringer, á Londonarflugvelli á dögun- um. Judy sagði, að stelpan yrði aðeins viku í London, — svo færi hún aftur til New York til að semja við þá, sem stjórna leikritum á Broadway. Lisa og móðir henraar munu koma fram í brezka sjónvarpinu i haust. S 24. sept. 1964 ALÞÝÐUBLAÐIÐ / heiminum Of sfórt á Sovétkonur VERZLANIR í Moskvu urðu að endursenda fatnað fyrir um 350 milljónir króna til erlendra fram- leiðenda, sem höfðu framleitt of stór undirföt á sovézkar konur. í grein i sovézka blaðinu Izvestija eru verzlunarsendinefndir átaldar fyrir að flytja inn lélegan varning, og erlendir framleiðendur eru minntir á, að rússneskar konur kaupa vörurnar ekki lengur út á fræg vörumerki. Við bitfum Jbó aldrei... ÞAÐ má vera, að það séu vits- munaverur á öðrum hnöttum, sagði próf. W. T. Williams á þingi í Southampton nýlega. En þótt svo kunni að vera, - komum við aldrei til með að hitta Aldrei of mikib af því góða 16 ÁRA stúlkukind í Englandi, Geone Regester að nafni, hefur safnað að sér 8,820 myndum af Bítlunum í Liverpool. Stúlkan segir, að myndirnar hafi kostað 50 sterlingspund, — en þær séu vel þess virði. „Þeir eru yndislegir félagar, strákarnir“, segir hún. „Þegar þeir brosa til mín, — get ég ekki varizt brosi.“ —. „Guð, hvað hann George er dásamlegur á sviðinu, — hvað hann Paul syngur yndislega, svip- urinn á John er alveg milljón, — og Ringo! Ó, hann Ringó!“ i Geone Ieikur Bítla-hljómplötur, á meðan hún les undir skólann, — en hún ætlar sér að verða landafræðikennari með tíð og tíma. Nýtt undralyf, sem viðheldur æskunni YMSIR hafa ef til vill heyrt eða lesið um undrakremið, sem búið er til úr nautsblóði og, sem sléttir | andlitshrukkur á nokkrum mínút- um, - en ' kraftaverkið endist í fimm klukkutíma. En þetta er samt sem áður ekkert á móts við það kraftaverk, sem sovézki vísr indamaðurinn Vladimir Petrov ætlar sér að gera. Nýlega var hald- ið læknaþing í Southampton. Þar hélt Petrov fyrirlestur og sagði frá töflu, sem gæti gert gömlu kon- urnar í Énglandi yndislegar (og vonandi ekki bara þær í Eng- landi). Hann sagði, að konur skiptust nefnilega í tvo hópa. Annars veg- ar væru þær, sem væru svo heppn- ar, að Jokuðu kirtlarnir störfuðu áfram fram yfir erfiða aldurinn, - hins vegar eru hinar óheppnu, sem verða að bíta í það súra epli, að innkirtlastarfsemin truflast algjör lega, þegar fer að halla nær fimmtugu. En vísindamaðurinn upplýstí, að innan tíðar yrði unnt að selja töflur, sem björguðu þessu öllu við. Þessar töflur hefðu þau áhrif, að konurnar eltust án þess að þær glötuðy líkamstöfrum sínum og lífsþreki. Skilyrði þess, að svo megi fara, - er að þær taki dag- lega inn þessar umræddu töflur eftir fertugsaldurinn. Konur yfir fertugu, sem taka inn þessar töfl- ur, munu hafa tiðir þrisvar eða fjórum sinnum á árinu - en þær geta ekki átt börn. Töflurnar lengja ekki sannan- lega ævi kvenna, - en konurnar munu bera sig betur, hafa fal- lega húð og feikilegt lífsþrek. Æskutaflan uppgötvaðist, þeg- ar verið var að framleiða lyf til varnar barneignum. Dr. Petrovv ] sagði, að í íramtíðinni yrðu frám frarrtleiddar getnaðai-varnartöflur, sem þyrfti ekki að taka inn nema einu sinni á ári, - einu sinni í mán- uði, eða eftir samfarir, allt eftir vild. BAK VIÐ TJÖLDIN ★ Mac Pherson, Skoti, leit skelfd- ur á konuna sína. — Hræðilegt! Ég gleypti sliil- ling! Hún varff ofsahrædd. :— Þú verffur aff fara strav til læknis og láta nann ná honum? — Nei, ekki aldeilis. í fyrsta lagi þarf ég aff borga honum meira en shilling, - svo að ég tapa á því að láta ná homun, - og svo þarf ég ekki á honum aff halda I bili! ★ GINA Lollobrigida hefur 11 sinnum reynt að taka bílpróf, en alltaf hefur það farið út um þúf- ur. Nú loks er hún komin með skírteini og getur sjálf með fúll- um rétti ekið eftir götunum á gráa Rolls Royce bílnum sínum eða hvíta, fallega Jaguarnum. Ginu gekk ekki svona illa að fá skírteinið vegna þess, að hún aetti svo erfitt með að læra á bíl. Nei, sannleikurinn var sá, að alltaf, þegar hún ók út á göturnar safn- aðist að henni múgur og mai’g- menni, lögreglan varð að skerast í leikinn og ekkert varð af próf- inu. En loks virðist hún hafa fund- ið einhverja fáfarna götu, - þar sem henni tókst að sýna listir sín- ar undir stýri í friði.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.