Alþýðublaðið - 24.09.1964, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 24.09.1964, Blaðsíða 13
Mál Taylors Framh. af 1. síSu. ir hann fyrir í þessu máli til refs ingar, og verður því að vísa mál- inu frá dómi“. Við ræddum aðeins við Pétur Sigurðsson, forstjóra Landhelgis- gæzlunnar, um málið, en hann vildi sem minnst láta hafa- éftir sér. Sagðist bíða spenntur eftir úrskurði Hæstaréttar. Málið, sem Hæstiréttur dæmdi í janúar s.l. var þannig vaxið, að ekki þótti fullsannað að stöðvunarmerki, sem varðskip gaf togara. hefði fallið fyrir innan landhelgislínuna. Pét- ur sagði. að venjan væri sú, að ef varðskipsherrar hefðu rökstuddan grun um að skip sé að ólöglegum veiðum innan landhelginnar, að gefa stöðvunarmerki strax, en nú í þessu tilfelli væri um tvo tog- ara að ræða og sér skildist að þá mætti ekki nema annað skipið taka merkið til sín. Myndi þetta að sjálfsögðu gera varðskipunum erfiðara fyrir í framtíðinni, þegar svona atvik koma fyrir aftur. Heitt vatn Framh. af 1. síðu. sláturleyfi hér. Dilkar virðast sæmilegir til frálags, og sem dæmi má nefna, að þegar slátrað var frá Víðikeri í Bárðardal, reyndist meðalþungi dilka tæplega 21 kg. og var þó aðeins sjötta hvert lamb einlembingur. Slátrunin hófst á þriðjudaginn fyrir rúmri viku og iýkur 17. október. Eins og áður hefur verið skýrt frá, er nýtt sjúkrahús í byggingu á Húsavík. Var hafizt handa um þær framkvæmdir í vor, og hafa þær gengið vel, þannig að búið er að byggja tvær hæðir, og er verið að slá upp fyrir þeirri þriðju. Áætlað er, að húsið verði fjórar hæðir. 50 felldir JOHNSON Frh. af 3. síðu. með -sér að sögn víetnamísku fréttastofunnar. Sjö úr liði varð- stöðvarinnar féllu. Liðsauki var sendur þangað í dag. AFP hermir, að hersveitir stjórn . arinnar hafi misst tvær Skyraider orrustuflugvélar, sem Vietcong- menn skutu niður í dag. Flugvél arnar fluttu birgðir til tveggja herstöðva sunnan Rachgin, 210 km. suðvestur af Saigon, sém höfðu orðið fyrir árásum. i hvorri vél voru tveir liðsfor- ingjar, einn Bandaríkjamaður og einn Suður-Vietnammaður. Áhöfn annarrar vélarinnar stökk út í fall hlífum. Vietnam-maðurinn fannst — en ekki er vitað um afdrif Bandaríkjamannsins. Áhöfn hinn- ar 'Vélarinnar tókst að nauðlenda áður en eldur kom upp í vélinni. Bandarfkjamanninum var bjargað, en ekki er vitað um afdrif Viet- nammannsins. í árásunum á her- stöðvarnar féllu 18 úr liði stjórn- arinnar og 12 særðust. Ekki er vitað um mannfall Vietcong. Framh. af bls. 3. lits til þess hvemig afkoma þeirra er, sagði hann., Forsetaefni repúblikana, Barry Goldwater, varaði við því í ræðu í dag i Dallas í Texas, að útgjöld Bandaríkjanna til landvarna yrðu skert og sagði, að Bandaríkin yrðu að vera miklum mun öflugri en fjandmaðurinn, ef landið ætti að geta haldið kommúnistum í skefj- um. Hann sakaði. McNamara land- •varnaráðherra um ótal mistök í afstöðunni gagnvart kommúnistum og sagði, að hann reyndi að gera ráðuneyti sitt að afvopnunarráðu- neyti. Umferðarfræðsla (Framhald af 2. síðu). leg fræðsla og aðgæzla væri við höfð. Foreldrar, kennarar, takið nú börnin þegar, og aðvarið þau í tíma um liætturnar á vegunum og fræða þau um allt er þau þurfa að vita til að geta farið ferða sinna hættulaust og með fullu ör- yggi á götunum. Takið sumarstarfsnefnd Lang- holtssafnaðar til fyrirmyndar sem nú um helgina gengst fyrir öðru námskeiði í umferðar- kennslu fyrir börnin í sinni sókn. Skólastjórnir og fræðsluráð hvers einasta barnaskóla verða að snúa sér af einbeitni að þessum mál- um hver á sínum stað. Hvorki Slysavarnafélagið eitt eða fáir einstaklingar geta sinnt þessu yfirgripsmikla verkefni svo að gagni komi, en með góðri sam vinnu og samhjálp allra aðilja myndi fást mikill og góður árang- ur að auknu öryggi í umferðinni. Aukum fræðsluna og aðgæzl- una. Verið varkár, varizt slysin. Slysavarnafélag íslands. BSRB Ætlaði aðveröa... Framh. af bls. 11. hafði þá byrjað að æfa með fjóra snúninga. Conolly tókst að ná valdi á þessari aðferð og bezti árangur hans árið 1961 var 69,88 m. Árið eftir bætti hann eigið heims- met og kastaði 70,67 m. Kastsería hans var stórkostieg, flmm köst yfir 69 m. og það stýzta 68,58. ER GULli I (Framhald af 10. siðu). þeim starfsmönnum, sem af örygg isástæðum verður að telja að óæskilegt sé að inni a£ hendi störf til 65 eða 70 ára aldurs. Tiliaga um starfsmannamál. 23". þing B.S.R.B. skorar á rík- isstjórnina að láta endurskipu- leggja rekstur starfsmannamála ríkisins og stefna að því, að ráðnir verði sérmenntaðir starfsmenn, sem hafi þau með höndum sem að- alstarf. Með þessu móti verði m.a. leitazt við að tryggja öllum ríkis- starfsmönnum jafnrétti í slíkum málum, en tilviljun ráði ekki hvernig lög, reglugerðir og önnur fyrirmæli eru túlkuð af forráða- mönnum hverrar stofnunar. - Vietcong hefur hért á barátt- qnni í Suður-Vietnam meðan Khan hershöfðingi á í stjórnmála- erfiðlcikum í Saigon, hermir Reuter. í síðustu viku stóðu Viet cong-menn á bak við 975 átök og þeir eru því orðnir eins starfssam- ir og í nóvember í fyrra ef tir bylt- inguna gegn Diem-stjórninni, Uppreisn ættflokkanna í fjöll- um miðhluta Suður-Vietnam hefur breiðzt út. 4000 ættflokkastríðs- menn munu hafa gert uppreisn gegn stjórninni. Uppreisnin, sem gerð er til að knýja.fram sjálf- stjórn, mun hafa breiðzt út til hér aðanna Darlac, Quang Duc óg Pleiku. Bandaríkjamenn liafa þjálfað striðsmennina í vopnabún aði gegn Vietcong og þeir reyna nú að koma á sættum. + TAKMARKIÐ TOKYO í fyrra var Conolly meiddur í baki og náði ekki sínu bezta. Á þessu ári hefur hann verið mjög öruggur með 68 m. og takmark hans er að bæta heimsmetið Tokyo og sigra, hann ætlar að bsetá fyrir frammlstöðuna í Róm sem hann segir, aS sé dekksti bletturinn á keppnisferll sínum „En keppnin f Tokyo, verður eið asta stórmót mitt“, segir Conolly, íþróttaferill Conollys hefur ekki aðeins fært hónum sigra og heims- met, á Olympíuleikunum í Mel- bourne hitti hann tékknesku í- þróttakönuna Olgru Fikatovu og það varð á«t við fyrstu sín! Etos og kunnugt er siferaði Olga í kringlukasti í Melbourne.Þau giftu sig 1957 eftir að tékknesk yfir- völd höfðn geflð samþykki sitt. Olgu gekk og illa í Róm, og hún ætlar einnig að keppa í Tokyo, en gerír sér engar vonir um sigur þar, því að í þeirri grein keppir rússnesk kona, sem lieitir Tamara Press og allir eru víst sammála um, að hún sé öruggur sigur- vcgari í kringlukasti í Tokyo! Sverrir Júlíusson Anna Loftsdóttir Guðlaugur Þórarinsson Haukur Jóhannesson Ingólfur Kristinsson Tryggvi Haraldsson Eiríkur Guðnason Guðmundur Halldórsson Hannes Jónsson (með fyrir- vara um I. b og II.) Jónas Jónasson Þorsteinn Sigurðsson Bílamerki ÍBK Framhald af siðu 11. Keflvíkingar! Bilmerki ÍBK á alla bíla i Keflavík. 1 Enginn efi er á því að Kefl- vlkingar og Suðúrnesjamenn, sem bíla eiga munu bregðast skjótt við og vel og fá' sér merki á bíla sína og sýna þannig liinum snjöllu leik- mönnum sínum, sem gert hafa garðinn frægan með hinni ágætu frammistöðu sinni, viðeigandi virðingarvott um leið og þeir styrkja þá fjárhagslega. Hjúkrunarkona óskast strax á Slysavarðstofu Rcykjavíkur. Upplýsingar í síma 2-12-30 milli kl. 12—4 e. h. Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur. Samvinnuskólinn Bifröst Samvinnuskólinn Bifröst verður settur föstu- daginn 2. október. Memendur skólans mæti fimmtudaginn 1. október. Sér- stök ferð verður frá Norðurleið þann dag og lagt af stað frá Reykjavík kl. 14,00. Skólastjóri. Frá Gagnfræðaskól- Skólarnir <verða settir föstudaginn 25. sept- ember n.k. sem hér segir: Gagnfræðaskóli Austurbæjar: Skólasétning kl. 14. Gagnfræðaskóli Vesturhæjar við Vonar- stræti: Skólasetning í Tja-marbæ kl. 14. Hagaskóli og Rett^rholtsskoli: Skolasetn- ing I. bekkjar kl. 13, II., III. og IV, bekkjar kl. 14. Gagnfræðaskólinn við Lindargötu: Skóla- setning IV. bekkjar kl. 10, III. bekkjar kl. 11. Gagnfræðaskóli verknams: Skólasetning 1 Tjamarbæ kl. 17. V°gaskóli: Skólasetning kl. 17. Gagnfræðadeildir Miðbæjarskola, Laugar- nesskóla, Langholtsskola, Hliðaskola og Laugalækjarskóla: Skólasetning I. bekkjar kl. 13, II. bekkjar kl. 14. Gagnfræðadeild Austurbæjarskóla: Skóla- setning I. bekkjar kl. 13. Kennarafundir verða í skolunum sama dag kl. 15. SKÓLASTJÓRAR. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 24. sept. 1964 13

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.