Alþýðublaðið - 24.09.1964, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.09.1964, Blaðsíða 2
Bltstjórar: Gylfl Gröndal (áb.) og Benedtkt Gröndal. - Fréttastjórl: Ami Gunnarsson. — Ritstjórnarfulltrúl: Eiður Guðnason. — Símar: 14900-14903. — Auglýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið vlð Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. — Áskriftargjald fcr. 80.00. — 1 lausasölu kr. 5.00 eintaklð. — Útgefandi: Aiþýðuflokkurinn. Dönsku kosningarnar ÚRSLIT kosninganna í Danmörku urðu nokk aið á annan veg en flestir höfðu ætlað. Borgara- flokkarnir bættu við sig meira fylgi, en ætlað ivrar og unnu þingsæti af smærri flokkunum. Jafnaðarmenn í Danmörku mega vel við una. Þeir juku fylgi sitt um 80 þúsund atkvæði og héldu öilum þingsætunum, sem þeir unnu í kosningun- um árið 1960. Jens Otto Krag hefur nú beðizt lausnar fyrir ríkisstjórn sína, en mjög er þó talið ólíklegt, að forsvarsmönnum borgaraflokkanna verði falin stjómarimyndun. Talið er fullvíst, að jafnaðar- menn verði áfram í ríkisstjórn undir forustu Krags. Styrkleikáhlutföllin í danska þinginu eru nú 'þannig, að gömlu stjórnarflokkarnir hafa 88 þing menn, fyrrverandi stjómarandstaða 81 þingmann Og eru þá ótaldir tíu þingmenn úr flokki Aksel Larsen, sem boðið hefur jafnaðarmönnum sam- starf, en þeir hafnað. Kosningamar í Svíþjóð og Danmörku hafa sýnt og sannað svo ekki verður villzt, hve traust fylgi jafnaðarmanna er á Norðurlöndum og hverra vinsælda stefna þeirra nýtur hjá álmenningi þar. „Norræn samvinna" ENN er ekki séð fyrir endann á deilu Loftleiða og SAS. Flugmálastjórar Norðurlanda þinguðu fyr ir skömmu í Reykjavík um málið, og hyggja á ann an fund innan tíðar. Alþýðublaðið skýrði frá því fyrir nokkru, að SAS nyti nú stuðnings ríkisstjóma Noregs, Dan- merkur og Svíþjóðar í deilunni við Loftleiðir, og skyldi nú einskis látið ófreistað til að knésetja hið ís'lenzka flugfélag. Óneitanlega er nú allt útlit fyr ir að beita eigi „norræni samvinnu“ til að kreppa að Loftleiðum. Þetta er þó ekki sú tegund norrænnar sam- vinnu, sem við íslendingar höfum kappkostað að efla með frændþjóðum okkar. Hákon Bjarnason, skógræktarstjóri, kunnur áhugamaður um norræna samvinnu, lét ,svo ummælt í blaðagrein fyrir skömmu, að fái SAS áfram að traðka á rétti Loft- leiða, hljóti slíkt að hafa ófyrirsjáanlegar afleið- ingar fyrir samvinnu íslands við Noreg, Dan- mörku og Svíþjóð. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, hefur og iátið svo ummælt, að ríkisstjórnin styddi Loft- leiðir af alhug og mundi veita félaginu þann stuðn- ing, sem hún mætti, gegn árásum utanaðkomandi aðila. I þessu máli standa íslendingar einhuga sam- an um hagsmuni þjóðar sinnar, og láta ekki rétt sinn fyrr en í fulla hnefana. wmmmm. I»yrill dælir úr síldveiöiskipi á miöunum. Síldardælan reyndist vel Reykjavík, 22. sept. — KG. í síðasliðnum mánuði voru hafn ar tilraunir með að dæla síld úr síldarskipum á miðunum um borð í flutningaskip og flytja hana þannig í land. Eru tæki þessi fram leidd í Bandaríkjunum og keypti Einar Guðfinnsson fyrsta tækið' og hefur það verið til reynslu um borð í olíuskipinu Þyrli. Er talið að tilraunir með tækið liafi tekizt með ágætum þrátt fyrir erfiðar aöstæður I Bolungarvík. Dæla þessi er fyrirferðarlítil og létt. Er síldin soguð upp úr skip- Um umferð- arfræðslu barna NÚ þcgar skólarnir eru byrjað ir og glaðværir hópar barna streyma til og frá skólunum á ýms um tímum dags oftast í rökkri eða dimmu og í misjöfnu færi, þá er nauðsynlegt aö vegfarendur séu á eilífum verði til að fyrirhyggja slys í umferðinni. Foreldar, kenn arar, ökumenn og fólkiff á götun unni, verður að taika höndum saman til að vinna aö þessu marki, — slysalausri umferð. Sérstaklega verður að gæta þessa ríkt við skólabörnin, sem nú eru allt í einu komin út 1 hringiðu umferðarinnar, með leyfi til að nota reiðhjól og þörf á að komast fljótt áfram á mis- jöfnum götum og vegum þar sem oft er að mæta tillítsleysi ög ó- þarfa þjösnagangi, Árlega deyja eða limlestast mörg börn af völdum umferðarinnar ein- göngu. Flest af þessum slysum væri hægt að fyrirbyggja ef nægi inu gegnum digrar gúmmíslöngur og þega.r hún kemur í gegn um sogið fellur liún á flutningaband, sem getur svo flutt hana beint til hvaða vinnslu sem við á. Það er þó merkara að hægt á að vera að losa sildveiðiskipin á sjálfu veiðisvæðinu og yfir í síld- arflutningaskip. Þurfa veiðiskipin því ekki að yfirgefa veiðisvæðið á meðan veiði og veður haldast. Ætti þetta að geta orðið til þess að beur megi fullnýta þær ,sildar- verksmiðjur sem til eru í ladinu. Þá er einn af höfuðkostum dæl- unnar að síldin á að koma gegn- um hana eins ósködduð og frek- ast má verða. Engar skemmdir verða frá löndunarkröbbum, göffl- um eða öðrum áhöldum þar sem þaff er aðeins rani dælunnar sem fer ofan í stíurnar. Tæki þetta var fyrst fundið upp af H. J. Kimmerle og sýndi hana það fyrst árið 1949. Hann vann: síðan að endurbótum á því og kringum 1953 keypti Harco MaP- ine International einkaleyfi á fyrip tækinu. Var enn unnið að ýmsum endurbótum og eins verið að aff- laga það sérstaklega að fisklöndun. Árið 1960 var það talið orðið nógu fullkomið og var þá hafist handa um framleiðslu fyrir heimsmark- aðinn. Er það nú í notkun víða í Bandaríkjunum og eins f SuðUF- Ameríku, en fyrsa tækið sem til Evrópu kom var tækj Einars GuS finnssonar í Bolungarvík. HefUF það verið reynt undir stjórn Har- aldar Ásgeirssonar verkfræðings og Hjalta Einarssonar fiskiðnfræS ings. Umboðismenn fyriir Harco dælurnar er Transit Trading Comp any og samkvæmt upplýsiugum frá þeim eiga afköst' dælunnaF við réttar aðstæður að ná 108 tonnum eða 1000 tunhum á klukku stund. Er það mun meira en þekk- ist með öðrum tækjum eða allt a5 150%. En auk þess losnar svo skipshöfnin við allan mokstur og þarf ekki um annað að hugsa en hreinsunina. , GEYMSLU HURDiR eru fyrirliggjandi. ★ Landssmiðjan Sími 20-680. 2 24. sept. 1964 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Framhald á síðu 13.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.