Alþýðublaðið - 24.09.1964, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 24.09.1964, Blaðsíða 8
‘.MiiiiiiiiinimiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiitiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiitiit 111111111111111 iimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiimiuiu: iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiliiiiiiiiiiiuiiiuiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiililiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii'iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii' ffj i. iHiHiiiiiiiiiiHtiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiHiiiHiiHiHiiiimiiiiiimiiiiiimimiiiiiiiiiimiiiiiimm ‘immmimiiiiiiiHiiiiiiiimiHiiiiiimiiiHiiiiiiimiiii iiiiiimmiiiiiiiiuHiiiiiiiimiiiiiimimmmmiHHiiinHiHiimiHHiimiiiiiHuiiiiiiHiiiimiiiiiiiiinuiuii' Rætt við Témas Einarsson, rann- sóknariögregliimann, sem dvaldist í snmar í IVIInnesota í Bandaríkiienum og kynnti sér meöferð afbrotaunglinga. Reykjavík, 21. sept. ÞB. TÓMAS EINARSSON, rann- sóknarlögreglumaður, dvaldist * sumar vestur í Minnesota í Bandaríkjunum og kynnti sér þar, meðal annars, meðferð vandræðaunglinga þar. Blaðið hafði tal af Tómasi um þessa ferð, sem tók alls 4% mán uð, frá 12. apríl til 1. september. — Á hverra vegum fórstu, Tómas? — Stofnun, sem heitir Cleve- land International Program for Social Workers and Youth Lead ers, auglýsti eftir umsóknum um Bandaríkjaför. Við fórum tvö frá íslandi, ég og Hólmfríður Gísladóttir, barnakennari frá Ak urcyri. Þessi stofnun, sem á aðsetur í Clevelánd, er stofnuð af þýzk- um Bandaríkjamanni, Henry Oli endorff, árið 1955. Upphaflega stuðlaði hún aðeins að sam skiptum milli Þjóðverja og Banda ríkjamanna, en upp á dðkastið hefur þetta breytzt og stofnunin er nú alþjóðleg. í ár komu á hennar vegum 176 manns frá 55 löndum í öllum heimsálfum til Bandaríkjanna. — Hvernig var dvölinni hátt að? — I upphafi var hópnum skipt í fjóra smærri, sem síðan fóru sinn í hverja áttina. Sá hóp urinn, sem ég lenti í, fór til St. Paul og Minneapolis í Minne sótaríki. Borgirnar eru oft nefndar í einu lagi Twin Cities. Fyrstu 6 vikurna? hlustuðum við á fyrirlestra, í þrjár vikur var aðallega um að ræða al- menna kynningu á bandarísku þjóðinni, sögu hennar og lífs- háttum. Seinni þrjár vikurnar voru haldnir fyrirlestrar um Social Work, eða félagslega leið beiningastarfsemi: Fyrirlestrarn ir voru haldnir í háskóla Minne sotafylkis, en í honum starfar sérstök haskoladeild í þessari grein. Jafnframt fyrirlestrunum. sem voru haldnir árdegis, voru okkur sýndar ýmsar stofnanir síð degis. Að 6 vikunum liðnum dreifðist hópurinn og flestir fóru til starfa hver á sínu sér- sviði á bandarískum stofnunum. Ég fór hins vegar ásamt tveim öðrum gestum, Indverja og Aust urríkismanni, á lögreglunám- skeið, sem haldið var í borginni á sama tíma. Þetta námskeið er TOMAS EINARSSON. haldið árlega í háskólanum 1 Minnesota fyrir lögreglumenn. sem starfa að vandamálum unglinga. Alls voru saman Nokkrir (af félögum Tómasar á námskeiðinu. Talið frá vinstri: Norður-Rhódesíubúi, Kenýumaður, Indverji og Jamaicubúi. - : ;• ! 'L ........................................................................................ ....... komnir á námskeiðinu milli 60 og 70 lögreglumenn víðs vegar að frá Bandaríkjunum. — Hvað geturðu sagt okkur um meðferð afbrotaunglinga vestra? — Þau mál eru tekin nokkuð öðrum tökum en hér heima. Við liöfum barnaverndarnefnd, sem fjallar um mál unglinga, sem brjósta af sér. Þegar ég hef rann sakað mál unglings fæ ég það í hendur barnaverndarnefndar. Þetta gildir um unglinga innan 15 ára aldurs. Eftir að beir eru orðnir svo gamlir teljast þeir sakhæfir og um mál þeirra er fjallað fyrir venjulegum dóm- stólum. í Bandaríkjunum er þessu öðru vísi farið. Þar tíðk ast ekki barnaverndarnefndir, en í þeirra stað hafa menn unglinga dómstóla, sem fá til meðferðar afbrotamál unglinga allt til 18 ára aldurs. Lokaúrræðið til bjargar unglingunum er jafn- an að senda þá á uppeldisheim- ili. Slíkt er þó ekki gert í neinu fljótræði, heldur að vel athug uðu máli og við rannsóknir á að stæðum unglinganna njóta dóm arar aðstoðar nokkurs konar eft irlitsmanna, sem hafa kynnt sér þær. Þarna í Twin Cities sá ég uyggrngu, sem vaKii nriimngu mína. Það var staður til að geyma afbrotaunglinga meðan mál þeirra eru rannsökuð. Þar má geyma þá í nokkrar vikur. Þarna eru bæði piltar og stúlk- ur og reynt er að láta þau-lifa tiltölulega eðlilegu lífi. Þeim er stöðugt hald'ð að einhverju námi', starfi eða leikjum. Þetta er mjög mikilsvert vegna þess, að með þessu móti er forðazt að unglingar, sem lenda í vandræð 'ura dragist aftur úr jafnöldrum sínum í námi. Ef dómarinn á- kveður, að unglingur skuli fara á uppeldisheim'li. fer hann ekki þangað befnt, heidur dvelst hann fyrst um 6 vikna skeið á stað þar sem fram fer vtarleg rann- sókn á andlegri heilbrigði hans Ekki þarf að lýsa bví hve þetta er mikilvægt með tilliti til síð- ari hjálpar vrð unelinsana. Sjálf uppeldisheimilin eru bæði góð og slæm. Öllum mun bera sam an um, að miög stór heimili séu ekki heppileg. Eitt :sá ég, þar sem voru 320 strákar og annað þar sem voru miPi 50 og 60. Bragurinn á bessum tveim stöð um var miög ólíkur. ;— Er mikill munur á þeim vandamáium, sem er við að glíma í Minnesota oe á íslandi’ — Það segir sig siálft, að það gerist fleira á stóru heimili, en í stórum dráttum virðast mér vandamálin svÍDaðs eðlis, ekki aðeins í Mmnesota. heldur um allan heim. Fg hiHi harna fólk alis staðar að úr heiminum, frá Pakistan. N-Rhódesfu: Honduras, Indlandi. Kenva og víðar. Allt þetta fólk kannaðM við mín vandamal í starfi og öll gátum við haft gagn af skoðunum og ráðum hvers annars. — Hvað teiur bú Tómas, brýn asta úrlausnarefníð til hjálpar unglingum á glapstigum hér á ís landi? — Það þarf að eera vandlega rannsókn og síðan áætlun. byggða á lienni og sú áætlun þarf að ná lengra en til næsta dags. Það sem .krefst tafarlausr ar úrbótar er stúlknaheimilið, sem enn er hvergi til. Eins og málum er nú háttað, er enginn samastaður til fyrir stúlkur, sem vitað er, að ekki vorður bjargað nema þær séu fluttar í nýtt um hverfi. Þær eru aðeins sendar aftur til heimila sinna. í vet- ur mun þó verða starfræktur heimavistarskóli fyrir stúlkur hér uppi í Mosfellssveit. Það er allténd byrjun þótt það sé langt frá því að jafngilda uppeidis- heimili. Framhald á 10 síðu 1 ,iiiiiii,iiiiiiiii,iimiKnniii,iiiiiin,iiiiiii,inirilll,llii„i|lmiiliii,nilii„„iilln, i -u; HnriiriiriiiHiiHrniii - 8 24. sept. 1964 — ALÞYÐUBLAÐIÐ iiiii!iiiiiijrmiHHiiiimiiiiHiliiiiHiiiiHHHiiiiiiniHiiiHiHiiiiHiHHiiiiiiHiiiHiiiiHiniHiiiHiimiiiiiinHHiiiiiiHHi»niim*iiininiiiimiiiiiiiiiiiii UiiHiiiniiiiiiiiiiiiiiiiliiuiiiiHiHiiiHiiiiiiiHiniiHiiHiiiiHiiiuiiHmiiiiHHiHiiimiiHiiiiiiiiHHiiiiiiiiiii TiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiUHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHniiHiiiiiiiiiHniiiiinniiiiiiiiiui.uiiiiniiHiiiimiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiii

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.