Alþýðublaðið - 05.11.1964, Síða 1
TJÓNIÐ NEHUÍt
TUGUM MILLJ.
skemmdir yrðu ekki ýkja mikl-
ar á húsinu sjálfu.
Klukkan 5.55 í morgun til-
kynntu tollverðir, sem voru á
vakt í Hafnarhúsinu, sem er
næst við vöruskemmuna, a8
eldur væri greinilega laus á 5.
hæð hússins. Þegar slökkvi-
liðið kom á vettvang ör-
skömmu seinna stóðu eldtungur
út um glugga á hæðinni og sá-
ust víða að í bænum. Mikinn
reyk lagði þá yfir höfnina.
Slökkviliðið tók þegar til
óspilltra málanna við að
slökkva eldinn og kom í ljós
að hann liafði kviknað í fóður-
gangi, sem gengur upp í gegn-
um allar hæðirnar 6. Þaðan
hafði hann svo breiðst út um 5.
hæðina og komist í allskonar
jólavarning, sem þar var
geymdur. Mun allt hafa eyði-
lagst á þeirri hæð. Mikið eyði-
lagðist og skemmdist af alls-
konar vörum á öðrum hæðum,
Frh. á 14. síðu.
Reykjavík, 4. nóv. - GO
LAUST FYRIR klukkan sex í
morgun kom upp miklll eldur
í vörugeymslu SÍS við Reykja-
víkurhöfn og brunnu þar vörur
fyrir tugi milljóna, þó að
gHNQ
Tvær útgáfur
PRENTARADEILAN leystist meðan forsetakosningarnar stóðu
sem hæst í Bandaríkjunum. Dagblöðin í Reykjavík gátu því
sagt lesendum sínum frá úrslitum kosninganna og gangi þeirra.
Alþýðublaðið kom út gær í tveimur útgáfum. Fyrri útgáfan
fór í pressuna kl. 2,30, en kl. 5,30 kom út önnur útgáfa með
nýjustu fregnum af hinum glæsilega sigri Johnsons. Báðar þess-
ar útgáfur seldust upp á skömmum tíma.
Frá brunanum síðastliðna nótt. — (Mynd: JV).
Starfsmenn sendiráðs og upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna fylgdust af miklum áhuga með forsetakosningunum síðastliðna nótt. Frétt-
irnar bárust jafnóðum og voru skrifaðar upp á töflur til glöggvunar. — (Mynd: JV).
Washington, 4. nóvember
LYNDON B. JOHNSON forseti
sneri aftur til Hvíta liússins í dag
eftir að liafa unnið mesta kosn-
ingasigur i sögu Bandaríkjanna.
Þegar talningu atkvæða var að
mestu lokið í kvöld höfðu 61.3%
kjósenda lýst yfir stuðningi við
Johnson. Fyrra metið setti
Franklin D. Roosevelt, sem fékk
60.7% atkvæða í forsetakosning-
unmn 1936.
Johnson hafði þá sigrað í 44
rlkjuin af 50 og auk þess í Dis-
trict of Columbia. Hann liafði I
tryggt sér 486 fulltrúa á kjör-
mannaþingið, sem formlega kýs
forseta Bandaríkjanna.
Þegar talin höfðu verið 94%
atkvæða skiptust atkvæðin þannig,
að Johnson hafði hlotið 40.1 millj-
ón atkvæða en Goldwater 25.4
milljónir. Munurinn var því 14.7
milljónir atkvæða.
Ósigur Barry Goldwaters öld-
ungadeildarmanns var gífurlegur.
Forsetaefni repúblikana hefur að-
eins fengið 38.7% atkvæða og það
telja stjómmálamenn í Washing-
ton smánarlegan ósigur.
Goldwater hefur aðeins sigrað í
fimm ríkjum, það er í þeim suður-
ríkjum, þar sem kynþáttavanda-
málið er mál málanna. Niðurstað-
an er sú, að Goldwater fær stuðn-
ing litils minnihluta á kjörmanna-
þinginu, sem kýs forsetann. I
heimaríki Goldwaters, Arizona,
sem sendir fimm kjörmenn á þing
ið, lágu úrslit enn ekki fyrir seint
i kvöld, en þá stóð hann örlítið
betur að vígi en Johnson.
í kosningunum til hinna tveggja
deilda Þjóðþingsins vann Demó-
krataflokkur Johnsons stórsigur.
í Þegar aðeins var eftir að tilkynna
j úrslit i kosningum til tveggja
sæta í öldungadeildinni hafði
flokkurinn haldið velli með 66 sæt
um af 100, en fulltrúum repú-
blikana i deildinni hafði fækkað
úr 34 í 32. í kosningunum til full-
trúadeildarinnar höfðu demókrat-
ar bætt við sig 27 fulltrúum en
repúblikanar tapað 41, en ekki var
vitað um úrslit í nokkrum kjör-
dæmum. Framhald á 5. síðu.
Togari tekinn
i landhelgi
Reykjavík, 4. nóv. — GO.
BREZKI togarinn Aldershot GY
612 var tekinn að meintum land-
helgisveiðum um eina sjómílu fyr-
ir innan fiskveiðitakmörkin út af
Látrabjargi. Varðskipið Ægir, und
ir stjórn Haraldar Björnssonar,
skipherra, kom að togaranum og
fór með hann inn til ísafjarðar í
nótt. Skipin komu þangað í morg-
hn og stóðu réttarhöld í máli skip-
stjórans í dag.