Alþýðublaðið - 05.11.1964, Síða 2
Bltstjórar: Gylfi Gröndai (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fréttastjórl:
Árni Gunnarsson. — Ritstjómarfulltrúi: Eiður Guðnason. — Símar:
14900-14903. — Auglýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið við
Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. — Áskriftargjald
kr. 80.00. — 1 lausasölu kr. 5.00 eintakið. — Útgefandi: Alþýðuflokkurinn.
SIGUR JOHNSONS
LYNDON B. JOH'NSON hefur unnið mikinn
yfirburðasigur í bandarísku forsetakosningunum.
Má vafalaust fullyrða, að væri ekkert kynþátta-
vandamál til þar vestra, hefði Johnson unnið 49
af 50 ríkjum, öll nema heimafylki Barry Gold-
waters, sem hefur veitt honum meirihluta fyrir
kurteisis sakir.
Þessi kosningaúrslit eru mikill stjórnmálavið
burður og nær þýðing hans langt út fyrir Banda*
ríkin. Goldwater var spámaður hinnar gömlu
íhaldsstefnu. Hann barðist fyrir þeirri stefnu
ómengaðri, Hann barðist gegn ríkisafskiptum í
öllu formi, gegn almannatryggingum og sjukrasam
lögum, gegn jafnrétti hvítfa og svartra. Hann vildi
binda endi á það velferðarríki, sem stofnað hefur
tverið víða um lönd og er einnig að festa rætur í
Bandaríkjunum. Hann vildi beita hörku og valdi
í alþjóðamálum.
Öllu þessu hafa Bandaríkjamenn hafnað. Er
þessi ákvörðun þeirra því ljósari, sem Lyndon
Johnson er enginn engill og átti við mikla erfið-
leika að glíma sem frambjóðándi, erfiðleika, sem
hefðu orðið honum að falli fyrir einum manns-
' aldri.
Tölumar tala skýru máli um sigur Johnsons.
Hann hlaut milljónameirihluta aðeins fjórum ár-
um eftir að glæsimennið John F. Kennedy hlaut
" rauman sigur yfir Richard Nixon, frambjóðanda
repúblíkana 1960. Hitt er enn merkilegra, bvernig
■ fór í einstökum ríkjum. Smáríkið -Vermont er
gamalt og þroskað samfélag skammt frá Atlants-
hafsströnd, en hefur síðan á dögum Abrahams
Lincolns alltaf 'kosið repúblíkana þar til nú. John-
son hefur engan töframátt, sem Kennedy, Stev-
enson, Truman eða Roosevelt ekki höfðu, en þeir
gátu ekki unnið Vermont. Hér kemur aðeins eitt
til. Þetta ríki og 44 önnur kusu GEGN GOLD-
WATER og íhaldsstefnu hans.
Hreyfing Goldwaters hefur ekki verið ein-
göngu í Bandaríkjunum. Hann virðist hafa vakið
’vonir íhaldsmanna víða um lönd og sett af stað
nýja hægri hreyfingu gegn frjálslyndi og velferð
arríkjum samtíðarinnar. Bundu slíkir menn vonir
við baráttu hans í Bandaríkjunum, enda eru þau
höfuðvígi einkafrámtaks og einkafjármagns.
Þessar vonir hafa nú orðið að engu. Yfirgnæf
andi meirihluti bandarísku þjóðarinnar hefur kos
ið manninn, sem Goldwater kallaði sósíalista,
manninn sem fer braut hóflegrar jafnaðarstefnu I
flestum innanríkismálum.
Hvað sem þessu líður, varðar aðrar þjóðir þó
mestu, að utanríkisstefna Bandaríkjanna hefur ver
ið staðfest og þjóðin hefur neitað að styðja ofstæk
ismenn eða leggja út á braut ævintýralegrar
valdabaráttu.
Aö afloknu þriöia verkfallinu é einu ári
MJÖG HEFUR FJÖLGAÐ f
prentarastéttinni á undanförnum
árum. Iðnin hefur verið „opnuð“
ef svo má að orðum komast, en
hún var áður „lokuð“ vegna þess
að atvinna var svo lítil. Það er
ekki mjög langt síðan, að það þótti
ákaflega eftirsóknarvert að komast
í prentnám, þetta er nú breytt.
Prentsmiðjurnar hafa hin síðustu
ár tekið nær alla, sem sótt hafa
um að fá að laera þessa Iðn. Nóg
hefur líka verið *ð gera. Útgáfa
hóka hefur vaxið mikið og blöðin
hafa stækkað. Allt hdfur virzt
stefna 'að því, að þessi iðn væri
og yrði örugg. Þetta hefur líka
valdið því, að mjög margir prent
arar eru yfirborgaðir.
NÚ BENDIR ALLT TIL þess,
að þetta sé að breytast. Iðnin er í
hættu ofanfrá. Þrjú verkföll hafa
verið í iðninni á rúmu ári. Það
er ekki aðeins að hún hafi stöðv
azt heldur hafa vinnustöðvanirn
ar valdið því, að bækur hafa brunn
ið inni í tugatali og valdið útgef
endum, og þá einnig prentsmiðj
unum, gífurlegu tjóni. Þetta verð
ur til þess, að útgáf-a minnkar,
að blöðin draga saman seglin,
og mega þau gjarna gera það,
að mínu áliti og vanda því meir
til efnis sins, en þetta veldur því,
að aukavinna prentara minnkar,
að útgáfa færist saman á öllum
sviðum, enda ekki von að útgef
endur telji sér fært að ráðast f
útgáfur án þess að þeir geti haft
hugmynd um hvort hægt sé aB
ljúka.
•11
NÝ KYNSLÓD er tekin við I
þessari iðn eins og öðrum. Húa
hefur enga Þekkingu á aðstöðu
'] iðnarinnar sjálfrar eða verklýðs-
málastefnum yfirleitt og lætur:
sér ekki til hugar koma að til at*
vinnuleysis geti dregið. Þetta sani*
'ar síðasta deila og raunar fleiri.
Þetta kom áþreyfanlega í ljós
Framhald á 10. síðu
nTTTTVd
Ha^neLii
metsþ'ubi"
Norðudöodum
CORTINAN ÁFRAM I FARARBRODDIl
£nnþá hefur FORD-verksmiðjunum i Englandi
tekizt að endurbæta CORTINUNA.
Ekki með útlitsbreytingum, heldur með
tækniframförum.
M.a.: Loftræsting — með lokaðar rúður.
Diskahemlar á framhjólum.
Smurning óþörf.
Ný vélarhlif. —> Nýtt mælaborð. — Nýít stýri.
Sami undirvagn. — Sama vél. — Sama „bodý“
SÝNINGARBILL Á STAÐNUM
SVEINN EGILSSON H.F.
UMBOÐIÐ LAUGAVEG 105 SÍMI 22470
2 5. nóv. 1964 - ALÞÝÐUELADID