Alþýðublaðið - 05.11.1964, Side 5

Alþýðublaðið - 05.11.1964, Side 5
Mesti kosningasigur Framhald af síffn 1. í 17 þeirra 25 ríkja þar sem kos- |S var um ríkisstjóra sigruðu frambjóðendur demókrata, en re- públikanar sigruðu í átta ríkis- Stjórakosningum. Engin breyting hefur því orðið á skiptingu hinna 60 ríkisstjóraembaátta milli flokk- anna. 34 eru demókratar og 16 repúblikanar. Stjómmálamenn í Washington búast við, að Johnson muni fylgja sjálfstæðari utanríkis- Btefnu, bæði vegna hins mikla persónulega sigurs síns og bættr- ar aðstöðu demókrata í Þjóðþing- Inu. Þessi nýja stefna kemur væntanlega í ljós á næstu vikum að loknum fundum forsetans með helztu ráðunautum sínum. Einkum er búizt við, að fyrir- Jiugaðri ferð Johnsons til Vestur- Evrópu verði flýtt, en hann- fer eennilega til Parísar, Bonn og Róm ar og ef til vill til London. Einnig er búizt við, að Johnson muni ekki SINFÓNÍU TÓNLEIKAR Reykjavík, 4. nóv. — OÓ. í KVÖLD, fimmtudag, heldur Sin- fóníuhljómsveit íslands hljómleika £ Háskólabíói. Stjórnandi er Igor Buketoff og einleikari verffur Jjýzki píanóleikarinn Gerhard Puchelt. Á efnisskránni eru verk eftir Back-Weiner, Schoenberg og Beethoven. Píanóleikarinn Gerhard Pucheh er fæddur í Þýzkalandi árið 1913 og stundaði tónlistarnám í Berlín. .Hann hefur ferðast til allra Evrópu landa og haldið sjálfstæða tón- Ieika eða leikið með hljómsveit- um. Hann leikur nú hér á landi í fyrsla sinn, en héðan fer hann í sjö vikna tónleikaför til Banda- ríkjanna og síðan til Japan. Siðan árið 1948 hefur Puchelt verið pró- fessor við Tónlistarháskólann í Berlín. Tónleikarnir hefjast kl. 21,00. útiloka fund með Kosygin, for- sætisráðherra Sovétríkjanna. í innanríkismálum hefur forset- inn ótvírætt betri möguleika til að framfylgja umbótastefnu sinni, m. a. hinni miklu heilbrigðisáætl- un sinni og herferðinni gegn fá- tæktinni. Johnson fékk fyrstu staðfest- ingu um, að hann hefði sigrað í kosningunum kl. 16 eftir íslenzk- um tíma þegar Goldwater játaði opinberlega ósigur sinn eins og venja er til. Hann gerði það í per- sónulegu beillaóskaskeyti til for- setans þar sem hann hét forsetan um m. a. stuðningi sínum við ráð- stafanir er stuðluðu að verðugum friði. Hins vegar mundi Repú- blikanaflokkurinn halda uppi and- stöðu þegar hann teldi slíkt nauð synlegt. Kommúnisminn væri helzta hindrun friðar. Goldwater, sem hefur ekki get- að gefið kost á sér til framboðs til öldungadeildarinnar þar eð hann var í framboði í forsetakosningun- um, sagði blaðamönnum, að hann tcldi ekki að Repúblikanaflokkur- inn mundi velja sig fyrir forseta- efni 1968. Hann sagði, að hann mundi vinna að því að efla sam tök flokksins og útvega honum peninga. Þegar kosningaúrslitin lágu ljóst fyrir hélt Johnson forseti ræðu til um 4500 manns sem safnazt höfðu saman fyrir framan hinn svokallaða LBJ-búgarð, en þar fylgdist forsetinn með talning- unni. Hann sagði, að það sem sameinaði bandarísku þjóðina væri enn sterkara en það sem, að- skildi hana. Stefnu þeirra sem Kennedy forseti hóf yrði haldið áfram og hagsmunir fjöldans látn- ir sitja í fyrirrúmi, enda mundi stjórnin ekki þjóna hagsmunum neinna sérhagsmunahópa. Meðal stjórnmálamanna í Was- hington vakti sigur Robert Ken- nedy fv. dómsmálaráðherra gegn repúblikananum Kenneth Keating í öldungadeildarkosningunum í New York hvað mesta athygli. Einnig vakti athygli, að fylgið sem Johnson forseti hlaut þar var al- gert met. Edward Kennedy sigr- aði í Massachusetts þótt hann gæti ekki tekið þátt í kosníngar baráttunni vegna veikinda, en hinn kunni blaðafulltrúi Kenne- dys forseta, Pierre Salinger, beið ósigur í öldungadeildarkosningun- um i Kaliforníu. Vilhjálmur Bergsson sýn- ir í Listamannaskálanum Reykjavík, 4. nóv. — OÓ. VILHJÁLMUR Bergsson, list- málari, opnaði um síðustu helgi sýningu í Listamannaskál anum. Sýnir hann þar 28 mynd- ir, 21 olíumálverk og 7 teikn- ingar og guachemyndir. Þetta er þriðja einkasýning Vilhjálms og stærsta, áður hefur hann sýnt í Ásmundarsal og Bogasaln um, auk þess að hafa tekið þátt í mörgum samsýningum hér á landi og erlendis. Vilhjálmur hefur stunda? nám í málaralist í Danmörk og Frakklandi um margra ára skeið og er nú búsettur ýmist í Kaupmannahöfn eða Grinda- vík, og hefur vinnustofur á báð um stöðunum. — Vilhjálmur hyggst fara utan bráðlega og heldur sýningu í Kaupmanna- höfn seinni hluta janúarmán- aðar n.k. í Gallery Allen. Verð- ur það fyrsta einkasýning hans erlendis. Nokkrar myndir á sýningunni eru seldar, en hún verður op- in fram yfir aðra helgi. Fjöliðjan í Kópav. Framhald af síðu 16. stjóri var Hreinn Hauksson i Kópavogi. í janúar 1962 birtir svo bæjar- fógetinn í Kópavogi, Sigurgeir Jónsson, stefnu á liendur stjórn- endum Fjölið4unnar í Kópavogi, þar sem stjórnendur Fjöliðjunnar h.f. á ísafirði krefjast þess að við- urkennt verði með dómi Sjó- og verzlunardóms Kópavogskaupstað- ar að stjórn hins stefnda hlutafé- lags verði bannað að nota nafnið Fjöliðjan, eða Fjöliðjan h.f. sem nafn fyrir félag sitt. í öðru lagi: að stjórn hins stefnda félags skuli skylt að láta afmá úr firmaskrá og hlutafélagaskrá Kópavogskaup- staðar nafnið Fjöliðjan h.f., allt að viðlögðum dagsektum til stefn- SfLDARSKÝRSLA BKYRSLA ísl. útvegsmanna um afla þeirra skipa, sem bættu við Big afla í síðustu viku, til miff- Hættis 31. október 1964, á síldar- miðunum fyrir Austfjörffum. Akraborg EA 24.011 Akurey RE 15.953 f Arnar RE 17.902 1 Arnarncs GK 11.589 í . Arnfirðingur RE 23.125 Árni Magnússon GK 28.539 1 Ásbjörn RE 27.271 T Auffunn GK 9.381 ) Bára SU 2.438 Bcrgur VE 22.317 Bjarmi II EA 42.258 Björgúlfur EA 15.166 Björgvin EA 23.851 Eldey KE 24.313 EHiði GK 22.326 Engey RE 25.141 Faxi GK 36.605 Freyfaxi KE 6.340 Garð'ar GK 13.564 Gjafar VE 27.991 Grótta RE 38.943 Guð'mundur PétursíS 23.111 Guð'm. Þórðarson RE 21.199 Guffrún GK 22.223 Guðrún Þorkelsd. SU 11.014 Gullberg NS Gullfaxi NK Gunnar SU Hafþór RE Hafrún ÍS 30.255 19.450 26.039 14.629 28.602 Hannes Hafstcin EA 40.457 Héðinn ÞH 24.664 Heimir SU 17.076 Helga Guffmundsd.BA 38.806 Hoffell SU 18.276 Hólmanes KE 18.293 Hrafn Sveinbj. III GK 22.455 Huginn II VE 22.232 Ingiber Ólafss. II GK 14.309 Frh. á 13. síffu. anda eigi undir 100,00 krónum á dag frá hverjum stjórnenda félags í Kópavogi, þess er kallar sig Fjöl- iðjuna h.f. allt frá lokum aðfarar- frests í málinu, unz téðu dómsorði er fullnægt, enda verði stefndur dæmdur til að greiða stefnana kostnað sakarinnar að mati dóms- ins. Stefnandi hélt því fram i grein- argerð sinni fyrir stefnunni að augljóst óhagræði væri að því að starfandi væru tvö hlutafélög með sama nafni, enda hafi þetta valdið sér óþægindum í einstaka tilvik- um. Þá telur ste.fnándi í greinar- gerðinni, að hann hafi öðlast einka rétt á nafngiftinni, þar eð hans fé- lag var stofnað og skrásett fyrr Málið var svo þingfest fyrir Sjó- og verzlunardómi Kópavogs þann 11. janúar 1962. Sigurgeir Jóns- son veik sæti í dómnum, en setu- dómari var skipaður Ólafur W. Stefánsson fulltrúi. í vörn stefnda er það sögð ó- sönnuð fullyrðing, að samnefnið hafi valdið óþægindum, enda sé ekki minnst á að það hafi valdið tjóni fyrir stefnanda. Félögin séu starfandi sitt i hvoru lögsagnar- umdæmi, stefndi hafi aldrei heyrt getið um stefnanda, þegar fyrir- tækinu var gefið nafn og hafi þá ekkert fyrirtæki undir nafninu Fiöliðjan fyrirfundist á firmaskrá. Þá séu starfssvið þessara tveggja félaga svo ólík, að engin minnstu líkindi séu lil að árekstrar hljót- ist af samnefninu, eða neins kon- ar óhagræði. Þá er vitnað í þann tilgang Fjöliðjunnar á ísafirði að framleiða gler. Gler sé alls ekki framleitt hér á landi eins og sakir standa og starf félagsins því að- eins fólgið í verzlun með innfluít gler. Nafnið Fjöliðjan sé því miklu fremur réttnefni á starfseminni i Kópavogi, sem sannanlega sé fjöl- þætt. Ennfremur hélt stefndi .þv$ fram, að hann hafi öðlast lögvern«| aðan rétt til nafnsins um leið og það var skráð í samræmi við lög í hans skrásetningarumdæmi. Þá telur hann sig einnig eiga höfund- arrétt að nafninu, þar sem það finnist ekki í orðabókum svo vitað sé og njóti það því verndar sam- kvæmt reglum um höfundarrétt og hugverk. Ennfremur segir stefndi í vörn sinni, að mörg for- dæmi séu fyrir því að fyrirtækt hér á landi séu samnefnd, enda- sé ckkert í lögum, sem banni slíkt, séu fyrirtækin ekki starfandi i sama lögsagnarumdæmi. Stefndi lagði fram bréfsefni, umslög, reikn ingseyðublöð, verkseðil, frumnóti*, launaumslög o. s. frv. allt auð- kennt með nafni félagsins og vöru. merki. Þá gecði hann grein fyrir! ýmsum skuldbindingum og ábyrgði um, sem fyrirtækið hafði tekið á; sig I nafni Fjöliðjunnar h.f. NafrV' breyting myndi valda bæði milil-: um útgjöldum og óþægindum,- Hann krafðist sýknu af öllum kröff um stefnda í málinu og hæfileggí. málskostnaðar úr hendi stefnanda5 I eftir mati réttarins. Málið var dómtekið þ. 6. júlt 1963 og dómur kveðinn upp þ. 20 ? júlí. Rétturlnn leit svo á, að orði?^ „Fjöliðjan“ veki ekki hugmymi? um neinn sérstakan atvinnurekst-j ur, og yrði því að telja að stefn\ andi hafi öðlast lögverndaðan rétfi til nafnsins, þar eð hann lók það upp á hlutafélagi sínu á undan stefnda. Samkvæmt því beri að[ taka til greina þá kröfu, að Fjöl-Í iðjunni í Kópavogi sé óheimilt að nota nafnið fyrir félag sitt. Nafnj þetta skuli afmá úr hlutafélaga-i skrá Kópavogskaupstaðar, en ekh i firmaskrá, þar sem þar hafi þaðj aldrei verið skráð. Kröfum um dagsektir var vísað frá dómi, þa^ sem stjórnendum hafði ekki veriðí stefnt persópulega. Stefndi skylddj- greiða 5000 krónur í málskosntað| Meðdómendur voru Jósafat Línda^- og Ragnar Jónsson. Fjöliðjan í Kópavogi áfrýjaðá| 'málinu til Hæstaréttar og þ. !•#, október s.l. var hinn áfrýjaði dóm- ur staðfestur þar og aðalfrjýjanda gert að greiða 10.000 krónur i málskostnað. t 77/ Moskva ! Framhald af síð'u 3. i í Peking er bent á, að Moskvu- ferð Chou En-lais stingi í stúi við afstöðu sovétstjórnarinnar tií hátiðahaldanna í þjóðhátiðardegi Kína 1. okt. Fulltrúi hennar vicí hátíðahöldin var forseti verkalýðá sambandsins, Viktor Grisjin. Sagt er, að nú eftir brottvikij ingu Krústjovs og fyrstu kjamt orkusprengingu Kínverja gendl Kína forsætisráðherra sinn tií Moskvu til að leggja ríka áherzllrj á sjónarmið Kínverja við hin^ nýju leiðtoga Sovétríkjanna. Þetta verður fyrsta: Moskvui heimsókn Chou En-lais síðan 196lj ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 5. nóv. 1964 ^

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.