Alþýðublaðið - 05.11.1964, Side 6
þjóðleikhúsið:
FORSETAEFNIÐ
Sjónleikur í sjö atriðum eftir
Guðmund Steinsson.
Leibstjóri: Benedikt Árnason
Leiktjéld: Gunnar Bjarnason
Bún ngateikningfar: Lárus Ingólfs-
son.
Hljómlsrigði: Þorkell Sigurbjörns-
son.
Það kynni að vera unnt að gera
leiki it um stjórnmálabaráttu,
háðfærslu kosninga til dæmis, með
nokl'urn veginn völrænum hætti.
Upp ;krift: Takið saman orðaforða
stjórnmálamarina fyrir kosningar;
skiptið honum, af handahófi, niður
í sjö staði. til dæmis. Þessar efnis
deildir má síðan nota eftir ástæð
um sem uppistöðu í sjö atriði leiks
ins eða þá sjö persónur hans. Úr
efniviðnum, sem safnað hefur ver
ið af fullkominni hlutdrægni, ber
að vinria með þarfir leikhússins
■einar huga, miða að því einu
að gera hann sem starfhæfastan
á sviði.
Og þar sem það er augljóst að
liann getur „haft þýðingu fyrir
líf mannsins og samtíð“ ber höf
undi í heiðarleikans nafni að
stefna að sem fullkomnastri nýt
ingu þess efnis sem hann hefur
undir höndum og forðast alla ó-
þarfa stílfærslu þess. Þannig má
uppgeiður söguþráður ekki vera
meiri en brýnustu nauðsyn ber til
aðeins óhjákvæmileg beinagrind.
Persónulýsingar, atburðarás, leik-
brögð o.s. frv. hljóta, að svo miklu
lleyti sem. unnt er, að ráðast af
sjálfu frumefni leiksins, orðaforð-
anum sem til hans var safnað.
SKRUM OG GJALLANDI
í leikriti Guðmundar Steins-
sonar (sem í leikskrá nefnir leik-
ritun „eina grein vísinda") má
greina sumt sem bendir til þess
arar aðferðar, en ekki nema sumt.
Forsetaefnið sviðfærir stjórnmála
skrum, vélgengan gjallandi áróður
sem allt malar undir sig, fuiU-
komna fyrirlitning stjórnmála-
maskínunnar fyrir öllum mann-
legum verðmætum. Fyrsta atriði
leiksins, eintóm útsetning þessa
stefs, varð sterkt og áhrifamikið
á sýningu Þjóðleikhússins, í með
förum þeirra Kristbjargar Kjeld,
Gunjiars Eyjólfssonar otg Gísla
Alfreðssonar, (Bera, Frami, Stefn
ir). Þau eru kórinn í leiknurti
(ásamt með sty.rkþegunum fjórum
síðar meir), og leikurinn nýtur
sín bezt einmitt sem kórverk fyrir
leiksvið, öfgafull, stílfærð lýsing
ómannlegrar áróðursfabrikku,
reyndar með snertipunktum við
kunnúglegan stjórnmálaveru’eik.
En „sólóhlutverk” leiksins eru aá
sínu leyti miklu miður gerð úr
garði. Guðmundi Steinssyni næg
ir ekki kórverkið, ep honum tekst
Framsýning- Forsstaefnisins !!
fór fram fl. október s.I., og í;
var þessi umsögn skrifuff dag j I
inn eftir. En þá skall j;
á prentaraverkfall, eins og j I
kuanugt er, og náði greinin j í
í>ví ekki birtingu í tæka tíff. j;
Þáíti rétt, eftir atvikum aff !
birta umsögnina nú, eftir ;
dúk og disk, tii aff sýningar j
innar yrffi þó ekki meff öllu !;
égetiff í blaðinu. ; [
MmwMwwwwwmwi
Gunnar Eyjólfsson, Gísli Alfreffs son og Kristbjörg Kjeld.
Stjórnmálamaskínan
sízt þar sem hann freistar nánari
lýsingar stjórnmálahetjunnar í
leiknum, Úlfs Úlfars. Fimmta at-
riði t.d., Úlfur með styttu Heimis
Heimis, eða annað, blaðaviðtal Úlfs
Áreiðanleg'a gæti Guðmundur sitt
hvað lært ennþá af Max Frisch
sem einatt beitir kór skemmti-
lega í verkum sinum en sem kann
ekki miður að persónugera sögu-
hetjur sínar, sbr. bana Bieder-
mann. Sem „kórverk“ lánaðist
Forsetaefnið dável fyrir leikni og
fimi sýningarinnar. En þótt sýn-
ingin sé vönduð, svo langt sem
hún kemst, virðist manni óneitan
lega að hún hefði getað orðið
betri, væri leikritið sjálft bara
betra. Guðmundur Steinsson er til
' að mynda ekki nógu fyndinn, orð
ræða leiksins þyrfti að vera hnytti
legri að jafnaði, betur lldfandi,
' Manni - virðist miklu fullkomnari
úrvinnsla stjórnmátaskrumsins
hljóti að vera möguleg. Og þótt
honum detti sitthvað skrítið og
skemmtilegt í'hug, svo sem sjón-
varpseinvígi forsetaefnanna í 3.
atriði í hnefaleikastíl, virðist und
ir hæiinn lagt hvað honum verður
úr því. Skopið í þessu atriði var
mestallt leikstjórninni að þakka,
þarna hefði verið þörf miklu vand
aðri háðsfærslu venjulegra þjóð-
málaumræðna, hnyttilegri orð-
ræðu, til að hugmyndin notaðist
til fulls. i sjötta atriði fer fram
einum þremur sögum i senn, rann
sókn styttubrot1 ins, áróðri Úlfs-
m'anna og kosningunni sjálfri, og
hvert þetta efni kynni að geta
reynzt æði skoplegt. En þau eru
alltof laustengd innbyrðis til að
röklegt samhengi þeirra verði ljóst
og þar með framvinda leiksins,
og þetta dregur 'aftur allan mátt
úr sjálfu lokaatriði hans, sem kem
ur í boinu framhaldi þessa.
Efaiaust mætti gera sér grein
fyrir einhverju erindi Forseta-
efnisins, kannski birtist það einna
ljósast í fimmta atriði (Úílfur og
Heimir) og svo lokaatriðinu með
ákalli listamannsins (Baldvin Hall
ddrsson). En þeir meinbugir sem
eru á aliri gerð leiksins, draga
úr honum máttinn, spilla þeirri
ádeilu eða viðvörun sem Forseta
efnið kynni að stunda eftir. Og
þetta er miður farið, verulega
starfhæft skop um íslenzka (nú,
eða alþjóðlega) þjóðmálabaráttu
svokallaða og stjórnmálaskrum
væri sannarlega nýtilegt verkefni.
Og tímabært nú á kosninga- og
valdaskiptatímum.
ERFIÐI OG ERINDI
Hafi Forsetaefnið megnað að
stytta manni stund mun það sem
sagt, einkanlega að þakkia, meðför
um verksins í Þjóðleikhúsinu
undir handleiðslu Benedikts Árna
sonar. Leikstjóri, leiktjaldasmiður
og hljómbrigðahöfundur og svo
íeikendur allir virðast hafa lagt
á það alla stund að halda verkinu
sem bezt til haga, og ná, satt að
segja, með köflum furðulega góð
um árangri. Sú skemmtun sem
stendur af sýningunni er einna
heízt komin til af fimleik hennar
og hraða, furðulega góðri nýtingu
þeirra skoptilefna sem textinn
veitir, og stundum eru reyndar
fátækleg, frumstæð ieða gróf,
og vandaðri útfærslu hvers hlut-
verks eftír því sem efni standa
til. Áður voru nefnd Gunnar, Krist
björg, Gísli sem heimfærðu stjörn
málaagentána þrjá mjög skilmerki
lega, stundum beiniínis uggvæn-
lega. Róbert Arnfinnsson fór með
aðalhiutverk. leiksins, Úlf Úifars
forsetaefni, og átti við ramman
reip að draga eins og áður var
vikið að. en hann gætti persón-
unnar áreiðanlega af mestu trú
mennsku, og margt tókst honum
listavel upp. Ég nefni bara ræðu
hans fyrir Heimi Heimis í upp-
hafi fjórða atriðis, það var ómetan
leg skopfærsla þ.jóðj.egrar ræðu-
mennsku. Róbert hefur með skop-
hlutverkum sínum tveimur, Úlfi
nú og Plastik- Smith í Teenager-
love í vor sýnt nýja og skemmtí-
iega hlið sinnar fjöibreyttu leik
gáfu, ádeilið skop sem vonandi
á eftir að nýtast honum betur við
tilþrifameiri efnivið en þennan.
Enn má nefna Ævar Kvaran sem
gerði mikið gaman úr hlutverki
þulsiris í sjónvarpsatriðinu, og
Lárus Pálsson sem reyndar gerði
furðu kátlega fígúru úr rannsókn
arlögreglu I, heldur dauflegu hlut
verki. Þetta er nú engin aðfinnsla
að Sverri Guðmundssyni sem lék
á móti Lárusi, en hefði ekki Árni
Tryggvason verið tilvalin rann-
sóknarlögregla II?
Ég orðlengi ekki þessa sögu
meir. Þyki þetta óþarflega óvæginn
dómur um frumsmíð ungs höfund
ar verður að hafa það. Hins ber
þá líka að gæt-a að ekki verður
með nokkru móti litið á aðalsvið
Þjóðleikhússins sem neinskonar
„tilraunaleikhús"
Þetta breytir að vísu ekki skyldu
leikhúsanna að leggja ungum höf
undum tiiL smiðju að æfa sig.
í slíkan stað kynni þetta verk
Guðmundar Steinssonar að hafa
átt erindi. Ó.J.
Forsetaefnin: Rúrik Ilaraldsson og Róbert Arnfinnsson.
G 5. nóv. 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIO