Alþýðublaðið - 05.11.1964, Page 7

Alþýðublaðið - 05.11.1964, Page 7
Kjósendur í Illinois munu fá þennan metcrs langa atkvæð'a seðil í hendur uin Ieið og þeir greiða atkvæði í kosningunum nú í Jiaust Á miðanum eru nöfn 263 manna, sem eru í framboði til fulltrúadeiídarinnar í þinginu í Illinois. Vegna ósamkomulags um kjördæmaskipan býður liver þingmaður sig fram almennt, en ekki í sérstöku Kjördæmi. Á sérstakan stað í borði kosn- ingavélanna geta menn skrifað nöfn þeirra sem þeir vilja kjósa, en ekki eru í framboði. Washington D. C. 22. okt. EG. 1 BANDARÍKJAMENN hafa tekið ; tæknina í þjónustu sína við kosn- ingar jafnt sem annað, það gefur augaleið, að töluverðan tíma tæki hér að telja öll atkvæði, ef aðeins væri kosið með þeirri aðferð, sem við þekkjum, þ. e. a. s. með því að krossa við lista eða nöfn á at- kvæðaseðli. Hér hafa vélar víða leyst atkvæðaseðlana af hólmi, en þó er búist við að 43% kjósenda muni eftir sem áður greiða at- kvæði á pappír en ekki vélar. Fyrsta kosningavélin var tekin í notkun árið 1892 í bænum Locli- port í New York ríki, en sVo vill til, að varaforsétaefni repúblik- ana, William Miller er einmitt ætt aður frá þeirri borg og hefur ver- ið búsettur þar lengi. Síðan hefur notkun þeirra breiðzt út og þykja þær nú bæði handhægar og í sum- um tilfellum mun áreiðanlegri en venjulegir atkvæðaseðlar. í þessum kosningum verður tek- in í notkun ný gerð af kosninga- vélum, New York ríki. Þessar vél- ar eru að ýmsu frábrugðnar þeim, sein til þessa hafa verið í notkun og eiga að vera mun öruggari. Alls verða 5500 slíkar vélar í notkun í New York borg einni, þar sem búizt er við að um 3.7 milljónir manna muni neyta kosningaréttar síns. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum, eru nöfn frambjóðenda sett í lóðrétta röð. í fremstu röð eru frambjóðendur repúblikana, svo demókra'tar og síðan koma smáflokkarnir, sem ævinlega bjóða fram, en hljóta þó aldrei menn kjörna. Þeirra á meðal eru íhaldsmenn og sósíalistar. Templ- arar hafa nær ævinlega boðið fram í forsetakosningum og nefn- ist flokkur þeirra Bannflokkurinn og hefur það markmið að koma hér á áfengisbanni, eins og var fyx'r á árum, en þá eru flestir sam mála um að skálmöjd hafi verið hvað mest hér í landi, enda hættu menn síður en svo að drekka þótt aðfiutnings- og framleiðslubann væri á áfengi. í þeim kosningavélum sem til þessa hafa vei-ið í notkun hafa listarnir verið láréttir en ekki lóð- réttir eins og nú er. Þótt vélarnar væi'u góðar urðu mörgum kjósend- um sajnt, skyssur á í sambandi við notkun þeirra. Það vildi nefnilega brenna við, að óviljandi kysu menn allt aðra frambjóðendur en þeir ætluðu sér. Komið er í veg fyrir þetta á nýju vélunum. Við nafn hvers frambjóðanda er rofi, eða takki, og um leið og hann er hreyfður kemur x við nafn þess sem atkvæðið hefur hlotið. Þótt búið sé að hreyfa einn takkann getur kjósandi skipt um skoðun og veitt öðrum atkvæði sitt, en Kjósandinn dregur tjaldið frá með því að taka í um leið og hann gerir það, tekur vélin hans. Það er auðvelt að kjósa á vélar, — ekki þarf annað en færa til takka við nafn hvers frambjóðenda. vélin kemur í veg fyrir að menn geti kosið fleiri en einn til sama embættis. Þegar kjörfundi lýkur, er vélin opnuð, og er þá hægt að lesa atkvæðatölur hvers frambjóð-_ anda beint undir nafni hans. Er því í rauninni ekki um neina taln- ingu að ræða þar sem kosið er með vélum. Vilji menn ekki kjósa þá, sem eru í framboði geta menn ritað nafn éða nöfn þeirra, sem þeir vilja kjósa í þar til gerðan reit á vélinni, eins og sést á með- fylgjandi mynd. Vilji nú einhver kíkja undir nafn einhvers frambjóðanda til að sjá hvernig honum vegnar, fer vélin samstundis í baklás, og er þá ekki hægt að greiða fleiri at- kvæði á hana fyi'r en starfsmaður á kjörstað hefur opnað lxana á ný og væntanlega gefið viðkomandi orð í eyra fyrir lmísnina. Meðan kjósandinn er að kjósa skýlir honum tjald. Áður en hann gengur að vélinni og greiðir at- kvæði, setur einhver af starfs- mönnunum á viðkomandi kjör- stað vélina i gang, ef svo má að orði kveða. Kjósandinn tekur síð- an í handfang og dregur tjaldið fyrir áður en hann byrjar að greiða átkvæði. Þegar hann hefur lokið við það, tekur hann í annað handfang og dregur tjaldið frá, en um • leið ng hann gerir það telur vélin atkvæði hans. Á hverja af þessum nýju vélum er hægt að greiða 999 atkvæði en fleiri atkvæði geta þær ekki talið. Á þeim kjörstöðum - en þeir skipta hundruðum jafnvel í litlum borgum, þar sem búist er við fleiri cn 999 kjósendum, eru fleiri en ein vél hafðar til taks. Það hefur stundum viljað brenna við hér, að atkvæði hyríu á leið í talningu. eða atkvæði bættust við. Vélarnar eiga að úti- loka, að hægt sé að hafa nokkur brögð í tafli, þó minnist ég þecs, að í siðustu forsetakosningum var kosning ógild í nokkrum kjer- dæmum, þar eð upp komst, að a áðúr en kjörfundur hófst höfSu Framh. á bls. 10 ALÞVÐUBLAÐIÐ 5. nóv. 1964 'Jf

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.