Alþýðublaðið - 05.11.1964, Side 15

Alþýðublaðið - 05.11.1964, Side 15
 Ég vMc^i ekki að lögreglan kæmist í málið. Þeir myndu byrja að spyrja og hafa samband við Belden, leynilögreglumann í Lachester. Þannig gætu þeir komið í veg fyrir, að ég gæti far ið til sjúkrahússins með Pétri. Þegar ég kom upp til að setja nauðsynlegustu hluti ofan í tösku Péturs, gat ég ekki ein- beitt mér að því og hendur n>ín ar skulfu svo að ég kom éngu ofan í töskuna. í fyrstu var ég í vafa um hvaða tösku ég ætti að nota, og þegar ég áttaði mig á því, að rakvél Péturs, tannbursti, og inniskór voru í Lachester, ■ stóð ég aðeins og starði hjálpar- vana. Að lokum, þegar hugsunin tók að skýrast örlítið, fann ég gamla inniskó og .silkináttföt, sem hann notaði helzt aldrei, og tróð þessu í töskuna. Semna ákvað ég að reyna að finna önnur náttföt. Ég opnaði náttfataskúffu þar sem ég bjóst við, að geta fundið hrein náttföt. í skúffunni var fjöldi af kripl uðum skyrtum og buxum, sem Pétur hafði notað í ferðum sín- ' um til Laehester. 1 hrúgunni fann ég náttföt, en ég fann líka fleira, sem orkaði á mig eins og gusa af köldu vatni. Ég kippti hendinni að mér. í skúff- unni lá gullkeðja, næla og nokkr ir hringir. Ég athugaði þetta ekki nánar. Um leið og ég lok- "aði skúffunni sneri ég mér ótta slegin við. Það var enginn í hér berginu. Það var engin i íbúð- inni, nema ég. Þetta var allt i lagi. En ég varð að taka á öllu sem ég átti til að opna skúffuna aftur. Það var rétt eins og höld- in væru rauðglóandi. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera. Sjúkraliðarnir biðu eftir mér. Mér fannst ég ekki hafa ann ,an möguleika en að taka skart- gripina °fi setja þá í handtösltu mína. Síðan tók ég töskuna með náttfötunum og hljóp niður stig ann. Næstu kiukkustundina hugs- aði ég tæpast um þennan ó- vænta fund minn. Eftir að ég hafði fyllt út nauðsynleg e.vðu- blöð á sjúkrahúsinu. gat ég ekk ert gert, nema setið á biðstof unni, beðið, vonað og óttazt. Ég gat ekki hugsað annað en um skartgripina, og ég gat ekki hugsað mer að blanda lögregl- unni í málið. Þó var ég alltaf með hugann við handtöskuná og mér fannst hún miklu þyngri en liún raunverulega var. Stóllinn í biðstofunni var lít- . ill og harður. Þrátt fyrir hlýju sumarkvöldsins, fannst mér kalt í herberginu og ég skalf. Kona, sem sat þarna inni, byrjaði að tala við mig. Rödd hennar var hljómlaus. Ég tók ekki eftir því, sem hún sagði. Ég fór að hafa imigust á henni, þvi hún lét mig ekki i friði um hugsanir mln ar. Þegar ég veitti athygli von- leysis-svipnum á andliti hennar, vorkenndi ég henni og reyndi að fylgjast betur með því, sem hún sagði. Hjúkrunarkona kom til mín, 38 og sagði mér, að læknirinn vildi tala við mig. Þetta var ungur maður, og það fór í taugarnar á mér hve öruggur hann var með sjálfan sig. Hann sagði, að Pét ur væri ekki mikið slasaður, en hann yrði að vera um nóttina á sjúkrahúsinu til að hægt yrði að fylgjast með því, hvort höfuð- höggið hefði einhverjar auka- verkanir. Hann sagði, að þ\ð væri engin ástæða fyrir mig að bíða, en ég kvaðst vilja vera aðeins lengur. Hann kinkaði kolli, og spurði mig síðan hvernig slysið hefði borið að. — Hanh datt niður sfigann, sagði ég og var mér þess meðvit- andi að hann horfði alltof kæru leysislega á mig, til þess að það gæti verið eðlilegt. — Steinsteyptan : stiga. — Og var það allt um sumt. Ég hleypti brúnum, eins og ég skyldi hann ekki. — Eiginlega varð ég ekkj vitni að því. — Nú? — Jæja þá. Kannski getur hann sjálfur leitt okkur í allah sannleika vonbráðar. Þegar ég fór aftur inn í bið- stofuna fannst mér ég vera að sligast undan handtöskunn* minni. Mig langaði til að segja lækninum skoðun mína á atvik inu. Mig langaði líka til að kalla á lögregluna og segja einnig henni frá atburðinum og koma henni á slóð mannanna tveggja, sem ég hafði séð koma út úr hús inu. En vegna þess, sem ég hafði fundið i fórum Péturs, þorði ég ekki að segja neitt, fyrr en ég hafði talað við hann sálfan. Ég settist í harða stólinn, sem ég hafði setið í áður og hugsaði með mér, að sennilega myndi Pétur sjálfur ekki muna mikið um árásina. Ekki var víst nema hann hafi misst meðvitund svo skyndilega, að hann hafi aldre* séð árásarmennina. En hann ætti að muna hvernig skartgrip- irnir höfðu komizt í skúffuna hans. það væri eins gott að hann myndi það, hugsaði ég með mér. Það væri eins gott að hann segði mér hreinskilnislega frá því. Þegar hér var komið stirðnaði ég upp, eins og einhver hefði allt í einu lagt hönd á öxl mína og ég veit að ég varð undarleg á svipinn, vegna þess að gamall maður sem sat andspænis mér gaf það í skyn með hreyfingum sínum og ég held að hann hefð* staðið upp og komið til mín, ef ég hefði ekki náð mér í blað, sem var á borðinu fyrir framan mig og byriað að fletta því. Myndirnar runnu saman í einn graut þegar ég reyndi að horfa á þær. Ég reyndi að einbeita mér að einni litauðugri mynd, sem átti víst að sýna eitthvað drauma eldhús. En atvik siðustu daga voru áleitin huga mínum, og ég gat ekki með nokkru móti beint athyglinni að því, sem ég var að horfa á. Og Jess var aðalatriðið. Jess 1 garðinum, og þar sem hún var að ráðast á Pétur. En það var ekki Pétur, það var Tom. Og Jess tók á móti honum með glaðlegu gelti, því hann var ekki ókunnur eða hættulegui’, hann var góður vinur hennar. Vinur, sem hún • hafði lært að treysta . . . Ennþá var þetta eins og Owen hafði getið sér til um. En það vantaði eitthvað. Því ef Pétur hefði þekkt Tom einhvern tíman, af hverju hélt hann því leyndu. Var það vegna þess að þeir voru saman og að- höfgust eitthvað, sem ekki mátti vitnast. Tom var ekki sá eini, sem hefði getað klifrað upp hús- vegginn. Pétur, sem var tvíbura- bróðir hans, gat einnig klifrað, og það eins og köttur. Saman hefðu þeir verið færir um að gera hvað sem var. Tom hefði getað •nossjeunno ovoano i NNiHíiavw aa htah haft handbærar fjarvistarsanna ir fyrir Pétur, og sama hefði Pét4 ur getað gert fyrir Tom. ti i SÆNGUR -. - Endumýjum gömlu sænpimar. Seljum dún- og fiðurheld ver. NÝJA FEÐUKHREINSUNIN Hverflagöfn S7A. Síml 16738. , /1 . i i /.rrwi 'Ý~r~TP. •! í! i ! 1 ! ’i I ■/• • .’.hv d (ii: * i ■ ,V / ' -sp3** , M, •. ; ! *..■!• ím ij i ■ j JÖ": M;i ,,,./V mmr ^ Jia ' v#ci | H' '% n. I, ,; ‘ | ;T^ j. - .. i í.;- j.- „Hvað ertu að gera ú.ti' í þessu, veðsi* I ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 5. nóv. 1964 XS|

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.