Alþýðublaðið - 07.11.1964, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 07.11.1964, Blaðsíða 4
Hagræðíng Framhald af síðu 16. Á myndinni eru taldir frá vinstri, aftari röð: Ágúst Oddsson, ráðinn hjá Félagi ísl. iðnrekenda, Böðvar Guð- mundsson, ráðinn hjá Vinnu málasambandi samvinnufé- laganna, Kristmundur Hall- dórsson, ráðinn hjá Alþýöu- sambandi íslands, Ágúst H. Elíasson, ráðinn hjá Vinuu- veitendasambandi íslands og Óskar Guðmundsson, ráðinn hjá Fulltrúaráði verkalýðs- félaganna í Reykjavík. — Fremri röð: Bolli B. Thor- oddsen, ráðinn hjá Verka- mannasambaudi íslands, Sveinn Björnsson, frkvstj. Iðnaðarmálastofnunar ís- lands, Eivind Gustuin, yfir- verkfr. við Stateus Teknolo- giske Institutt, og Guðbrand- ur Árnason, ráðinn lijá Iðju, j félagi verksmiðjufólks í Reykjavík. (Tilk. frá IMSÍ). 'Hjúkrunark. i Framh. af bls. 1. ellt, en skólinn mun hins vegar • ekki geta útskrifað fleiri en hing- að til, fyrr en viðbótin hefur ver- • ið tekin í notkun. Innan skamms er í ráði að opna Borgarsjúkra- feúsið, og þangað þarf lijúkrunar- "ISonur. Það verður einnig að taka iillit til þess, að töluverð „af- íoll” verði í stéttinni, því að marg [ar stúlkurnar eru giftar eða trú- |l©faðar um það leyti sem þær jiíúka námi, og líður þá oft ekki á jlöngu þar til þær hverfa frá hjúkr Kir.arstörfum til að gæta bús og ;foarna. 1 SANDGERÐI Afgreiðslumaður Alþýðublaðsins í Sandgerði er SIGFÚS KRISTMANNSSON, Suðiugötu 18. ÆŒStKdJ (M3^£a® Ríkisstjórnin Framhald af 16. síðu. um til s.tórframkvæmda, hefur far ið fram með erlendum lántökum Að öðru leyti hefur fjárins verið aflað hér innanlands með samn- ingum við lánsstofnanir. Þannig liefur ríkisstjórnin s.l. tvö ár gert 4ieildarsamninga við viðskipta- foankana og stærstu sparisjóðina um þátttöku þeirra í fjáröflunar- .áætlun ríkisstjórnarinnar. Aftur á móti hefur fjáröflun með útgáfu ríkisskuldabréfa ekki verið reynd svo lieitið geti liér á landi um margra ára skeið. Ástæðurnar eru áð sjálfsögðu þær, að eðlilegur verðbréfamarkaður hefur-lagzt nið 4 7. nóv. 1964 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ ur að mestu tvo áratugina vegna þrálátrar verðbólguþróunar. Til þess að gera þessi nýju skuldabréf ríkisins seljanlegri er ráðgert, að þau verði verðtryggð þannig, að vextir og afborganir af þeim verði bundin vísitölu. Slík bréfaútgáfa mundi því jafnframt gefa almenningi kost á nýju sparn aðarformi, sem yrði tryggt gegn vérðhækkunaráhættu. Ekki er nán ar kveðið á um kjör þessara bréfa að öðru leyti í frumvarpinu, enda verður að ákveða þau með tilliti til allra aðstæðna, þegar útboð fer fram. Er mikilvægt að fá úr því skorið, hvort líklegt sé, að útgáfa verðtryggðra bréfa geti orð ið mikilvægur þáttur í sparifjár- myndun þjóðarinnar í framtíðinni og þannig orðið grundvöllur heil- brigðrar fjáröflunar til fram- kvæmda. RIFSHÖFN Framhald af síðu 1. höfn um aldir, þar til hún lagð- ist niður vegna sandburðar. Þegar eftir samþykkt Alþingis var hafist handa um hafnargerð- ina, en vegna lítils fjármagns og stöðugs sandburðar í höfnina 'varð liún ekki nothæf fyrir fiski- báta fyrr en árið 1955. Síðan hafa bátar róið þaðan, 4-5 á vertíð við erfiðar aðstæður, en þótt fé hafi verið veitt til liafnarinnar á hverj um fjárlögum, var það aldrei svo mikið að hægt væri að gera veru legt átak í málinu. Það var ekki fyrr en ríkisstjórnin ákvað á sl. ári að verja allverulegum hluta brezka lánsins til Rifshafnar. Framkvæmdarannsóknir og S- ætlanir gerðu ráð fyrir, að til þess, að hægt væri að veita sæmi- lega þjónustu fyrir 20 báta í Rifs höfn væri nauðsynlegt að byggja 200-250 metra langa viðlegukanta, sem áttu einnig að nægja til af- greiðslu farmskipa og til þess að bægja sandinum frá og skapa nægilega kyrrð í höfninni var tal- ið nauðsynlegt að byggja tvo garða, annan eftir Rifinu sjálfu og liinn þvert á innan frá strönd- inni. Fyrri garðurinn á að verða 650-700 metra langur og er lokið 500 metrum af honum. Hinn á að verða 450 metrar á lengd og er að mestu lokið. Það sem einkum stendur út- gerðinni á Rifi fyrir þrifum, eft- ir að höfnin er komin þetta langt á leið, er skortur á vinnslumögu- leikum í landi. Á Hellissandi er nokkur aðstaða til fiskmóttöku, en sú aðstaða er hvergi nærri nóg fyrir þennan bátafjölda, hvað þá þegar að höfnin hefur verið stækkuð enn meira, en það er til- tölulega auðvelt verk. Rifshafnar nefnd leggur þvi áherzlu á nauð- syn þess, að fá vinnslutæki til staðarins og einnig báta til að nýta hafnarsvæðið. Aðstaða í landi er mjög rúmgóð og sem dæmi má nefna, að gert er ráð fyrir að fisk- vinnsiustöðvar verði byggðar frammi á sjálfri hafnarbryggj- unni, hægt*er því að landa fisk- inum öðrum megin í ~húsin og skipa honum út hinum megin, —■ Stjórnin óskar því sérstaklega eft ir að athafnamenn á sviði fisk- iðnaðar kynni sér aðstöðuna á Rifi og mun fúslega veita alla þá að- KARPAÐ UH STÓRIÐJUMÁL stoð, sem í hennar valdi stendur þeim, sem vildi byggja þar fisk- iðjuver. Gert er ráð fyrir' að frágangi hafnarinnar verði lokið á næsta ári, svo sem að ganga frá end- um beggja hafnargarðanna, — en síðan er dýpkun hafnarinnar og bygging bátakvía framtíðarverk- efni. Hreppurinn á þegar eina verbúð við hafnarsvæðið, þar sem ágæt aðstaða er fyrir 6 báta. Verbúð þessi er á skipulagi og í næsta Plássi er í undirbúningi bygging saltffiskverkunarmiðstöðvar. Þeg- ar hafa verið byggð 4 íbúðarhús á staðnum og 3 önnur eru í smíð- um. Einkum eru það skipstjórar og sjómenn, sem setjast þarna að með fjölskyldur sínar. Þarna upp af liöfninni má skipuleggja 5000 manna bæ og er þegar unnið að því. Rannsóknir varðandi gerð og fyrirkomulag hafnarinhar voru gerðar á rannsóknarstofum Tækni háskólans danska undir leiðsögn prófessors H. Lundgren. Rann- sóknir og áætlanir hér heima gerðu verkfræðingar vita- og hafn- armálaskrifstofunnar, þeir Guð- mundur Gunnarsson og Jóhann Már Jónasson. Stjórn Rifshafnar skipa þessir menn: Pétur Péturs- son forstjóri formaður, alþingis- mennirnir Sigurður Ágústsson og Halldór E. Sigurðsson, Gísli Jóns- son fyrrum alþingismaður og Skúli Alexandersson oddviti á Hejlissandi. Vitamálastjórnin hef- ur annast allar byggingafram- kvæmdir, nema sanddælinguna, sem framkvæmd hefur verið af Björgun hf. með sanddæluskipinu Sandey. Yfirverkstjóri við hafn- argerðina er Bergsveinn Breið- fjörð. KAUPFÉLAG Frh. af 16. síðu. orðið að breyta fyrirkomulagi tryggingastarfsins og tileinka sér skipulag og tækni í nútíma skrif- stofuhaldi. Kaupfélögin hafa frá upphafi annast umboðsstörf fyrir Sam- vinnutryggingar og hefur það á margan hátt farið vel saman. Við- skiptamenn hafa á þennan hátt fengið margvíslega þjónustu hjá kaupfélögunum sem annars hefði orðið að fá á fleiri stöðum. Vegna vaxandi starfs Samvinnu trygginga í kaupstöðunum hefur þróunin samt orðið sú, að opnað- ar hafa verið sérstakar skrifstofur á hverjum stað. Skrifstofur þessar hafa á sumum stöðum, eins og Akranesi og Hafnarfirði verið sjálfstæðar, en á öðrum stöðum, eins Akureyri, hafa kaupfélögin sjálf sett upp sérstakar vátrygg- ingadeildir. Sá háttur hefur verið hafður á nú, að Kaupfélag ísfirðinga opn- ar sína eigin Vátryggingadeild. Mun hún starfa fyrir Samvinnu- tryggingar og líftryggingafélagið Andvöku að hvers konar trygginga starfi m. a. uppgjör tjóna. Stjórn Kaupfélagsins og Sam- vinnutrygginga vænta hins bezta samstarfs um þessi mál og vona, að þessi breyting verði, bæði við- skiptamönnum pg félögum til heilla. Reykjavík, 6. nóv. — EG. í DAG var framhaldið á Alþingi 1. umræðu um þingsályktunartil- lögu framsóknarmanna um skipun sjö manna nefndar, „til að kynna sér niðurstöður þeirra rannsókna á stórvirkjunarmöguleikum, er fram hafa farið á vegum raforku- málastjórnarinnar, svo og atliug- ana stóriðjunefndar á möguleik- um til stóriðju“. Gísli Guðmundsson (F) talaði í eina og hálfa klukkustund og rakti eínkum sögulegan aðdraganda þessara mála, en flokksbróðir hans Eysteinn Jónsson hélt stutta ræðu og kvað framsóknarmenn mundu pína fram upplýsingar í þessum málum/ef þær fengjust ekki með öðrum hættr. Jóhann Hafstein (S) iðnaðarmála Reykjavík, .6. nóv. — EG. BENEDIKT Gröndal (A) hefur flutt þingsályktunartillögu um að stofnsett verði fyrirmyndar fisk- iðjuver við Rifshöfn. Tillagan er svohjóðandi: Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að hafa forgöngu um, að stofnsett vfirði við landsliöfn- ina í Rifi á Snæfellsnesi fyrir- myndar fiskiðjuver, sem að stærð og vinnslutækni jafnist á við nýj- ustu og beztu fiskiðjuver annarra þjóða. Verði leitað samstarfs sem flestra aðila um málið, ríkis og MMMWWWWWMMWiW IAðalfundur Al- þýðuf lokksf él. Haf narfjaröar ★ AÐALFUNDUR Alþýðu- || flokksfélags Hafnarf jarðar j j verður haldinn í Alþýðuhús- ]! inu Hafnarfirði næstkomandi !; mánudag kl. 8,30 e. h. Meðal ]! fundarefnis er kosning full- !! trúa á 30. þing Alþýðuflokks j | ins. — Stjórnin. MMMMMMMMMMMMtMMM Hannes á horninu (Framhald af 2. sfðu). Ég HEF LENGI ætlað að minn ast á laugardagsþætti Jónasar Jónassonar. Þeir hafa verið eitt bezta útvarpsefnið. Viðtöl hans hafa mörg verið mjög skemmti- leg. Að sjálfsögðu er hægt að gagnrýna ýmislegt, og í því sam- bandi minnist ég samtalsins við telpuna, sem leikur í Hellen Keller-leikritinu . En enginn get- ur gert allt svo öllum liki. Hannes á horninu ráðherra sagði það eindregina vilja ríkisstjórnarinnar, að afla sem beztra og fyllstra upplýsinga um þessi mál áður en þau kæmil til kasta Alþingis. Því betri upp- lýsingar, sem þingmenn fengju, þeim mun auðveldara ættu þeir a3 eiga með að mynda sér skoðanir um þau. Arnór Sigurjónsson (K) stakS upp á því, að gerð yrðu hrossa- kaup. Þessi tillaga yrði samþykkfc, en tillaga framsóknarmanna um skattalækkun yrði látin deyja drottni sínum, því sú tillaga væri eitthvert aumasta kosningaflesk, sem lengi hefði verið borið fram, og þá tillögu gæti enginn tekið I alvarlega. Umræðunni var síðan frestað og fundi slitið. sveitarfélaga, Sölumiðstöffvar hrað frystihúsanna, Sambands íslenzkra samvinnufélaga, sjómanna, ntgerð armanna og annarra einstaklinga. Með tillögu Benedikts fylgir eft- irfarandi greinargerð: Framkvæmdum miðar vel við landshöfnina í Rifi á- Snæfells- nesi, eftir að útvegað var fé til stórátaks þess, sem hafið var á síðasta ári. Skapast innan skamms aðstaða fyrir mikinn bátafjölda 1 höfninni, og á næstu árum má stækka hana verulega. Eitt lítið fiskiðjuver er í Rifi. Frystihús er á Hellissandi og tvð fi-ystihús í Ólafsvík, en þar er einnig verið að stórbæta hafnar- skilyrði. Er því sjálfsagt, að við hina nýju Rifshöfn rísi innan skamms ný fiskiðjuver til að taka við þeim fiski, sem þar kemur á land. í þessum efnum er um tvær stefnur að vel.ia, Önnur er sú að láta málið afskipt.alaust og treysta því, að einstaklingar eða félög komi upp fiskvinnslu við Rifshöfn. Mundu þá smám saman rísa þar mörg, en smá fyrirtæki. 'Hin stefnan er að reisa með sameiginlegu átaki stórt fyrir- myndar fiskiðjuver, sem gæti hag- nýtt nýjustu tækni og beitt ýtrustu hagræðingu, sem þekkist í heim- inum. Deila mætti um rekstrar- form slíks fyrirtækis, en farsælast yrði án efa, miðað við núverandi aðstæður í landinu, að þarna tækju saman höndum opinberir aðilar, einkafyrirtæki og samvinnu fyrirtæki. Máli þessu er hreyft í þeirrl von, að ríkisstjórn taki frumkvæði og kanni, hvort ekki er unnt að mynda þau samtök, sem tillagan fjallar um, og hrinda málinu í framkvæmd. Fiskiöjuver viö Rifshöfn

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.