Alþýðublaðið - 07.11.1964, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 07.11.1964, Blaðsíða 7
NÝJAR BÆKUR - NÝJAR BÆKUR - NÝJÁR BÆKUR Onnur útgáfa af llm daganna eftir Guðmund Daníelsson Greinasafn efiir Snæbjörn Jónsson, skáldssga efíir Jakob Jónasson og margar fleiri bækut frá ísafoid. saga 223 bls. að stærð. Þá hefur ísafold gefið út tvær nýjar ung- lingabækur íslenzkra höfunda. Katla og Svala er ný saga eftir Ragnheiði Jónsdóttur, fjórða bók- in um Kötlu. Sigrún Guðjónsdótt- ir gerði kápumynd og teikningar í bókina sem er 167 bls. að stærð og óvenju snyrtileg að frágangi. Ævintýraleiðir heitir ný bók Kára Tryggvasonar sem áður hef- ÍFraruhalci á 10. siSu). Ofvitinn og ný Ijóðabók I Jóhannesar úr Kötlum Reykjavík, 5. nóv. - ÓJ MÁL OG MENNING hefur nýlega sent frá sér nýja útgáfu Ofvitans eftir Þórberg Þórðarson. Er útgáf- an gerð í tilefni af 75 ára afmæli höfundarins í vor sem leið. Þá er ný ljóðabók eftir Jóhannes úr ■Kötlum nýkomin út á vegum Iíeimskringlu og nefnist Trega- slagur. Síðustu ljóð Jóhannesar úr Kötl- um voru Óljóð sem komu út í hitteðfyrra. Segir hann í stuttum eftirmála hinnar nýju bókar að ijóðin í henni séu flest eldri en óljóðin, a. m. k. að stofni til. Tregasiagur greinist í þrjá kafla, Á mörkum tveggja heima, Talað rtWWMWWMMMM við sjálfan sig og Stef úr glataðrl bók. Segir í eftirmálanum að ljóð- in í síðasta kaflanum séu öll tengd látnum vini höfundarins, Árna Hallgrímssyni. Bókin er 144 bls. a9 stærð, prentuð og bundin í Hólum. Gísli Björnsson teiknaði kápu. Afmælisútgáfa Ofvitans er önn- ur útgáfa hans, og hefur höfundur endurskoðað bókina fyrir þessa prentun. Fyrsta útgáfa kom, sem kunnugt er, árið 1940—41 og hei'ur ' lengi verið ófáanleg. Er Ofvitinn nú ein af félagsbókum Máls og ' menningar árið 1964. Bókin ér : 368 bls. að stærð, prentuð Og ; bundin í Hólum. Sverrir Haralds- I son teiknaði kápu. Grær undan hollri hend Ný bók effir Vilhjáim S. Vilhjálmsson. Reykjavík, 5. nóv. - ÓJ NÝLEGA er komið út annað bindi af ritsafni Guðmundar Daníelsson ar, en ísafoldarprentsmiðja gefur ritsafnið út. í þessu bindi er Ilmur daganna, önnur skáldsaga Guðmundar, en í fyrra komu Bræð urnir í Grashaga í sömu sniðum. Höfundur ritar eftirmála við þetta bindi þar sem hann gerir grein fyr ir tilkomu beggja sagnanna, en þær komu fyrst út árin 1935 og 1936 og hlutu þegar góðar við- tökur gagnrýnenda og lesenda. Kveðst Guðm. Daníelsson hafa skrifað Ihn dagana allan upp og sé breytingin frá frumútgáfu einkum fólgin í útstrikunum á málalengingum og lagfæringum á orðalagi og setningaskipan. Þó sé sagan óbreytt í öllum megingrein- um. „Eftir sem áður skyldi þetta æskuverk verða spegilmynd af hugsunum mínum og vinnubrögð- um eins og þau voru í þá daga — fyrir tæpum 30 árum”, segir Guð- mundur Daníelsson að lokum. Bókin er 187 bls. að stærð í snyrtilegu bandi. Nokkrar aðrar bækur hafa bor- Izt blaðinu frá ísafoldarprent- smiðju. Misvindi nefnist greina- safn eftir Snæbjörn Jónsson. Eru elztu greinarnar frá árinu 1923 en hinar yngstu frá þessu ári, ádeilu- greinar, greinar um andleg mál og minningagreinar. Munu þær allar hafa birzt áður, en í fyrra kom út sams konar safn eftir Snæbjörn, Vörður og vinarkveðjur sem Al- menna bókafélagið gaf út. Að þessu sinni hefur" höfundur einn séð um-bók sína, efnisval og allan frágagn sem er hinn prýðilegasti. Bókin er 240 bls. að stærð. Myllusteinninn heitir ný skáld- saga sem ísafold gefur út eftir Jakob Jónasson, og er það fjórða skáldsaga höfundar, íslenzk sveita Guðmundur Daníelsson SETBERG hefur sent frá sér nýja bók eftir Vilhjálm S. Vilhjálms- son. Bókin ber nafnið: „Grær und- an hollri hendi” og birtast í henni 28 viðtöl og frásagnir, sem bírzt hafa áður í blöðum og tímaritum öll nema eitt. í formála segir höfundurinn: „í bókinni „í straumkastinu”, •sem út kom í fyrra, birtust 33 við- töl, sem ég hafði átt við sjómenn og útvegsmenn. Þessari bók var mjög vel tekið og fór útgefandi minn fram á það við mig að ég tæki saman annað úrval úr viðtöl- um mínum, og varð ég við þeirri beiðni. Ég hef valið hér viðtöl við 28 menn og konur, sem birzt hafa í blöðum og tímaritum á umliðn- um allt að fjórum áratugum. Hér er sagt frá fólki úr nær öllum stéttum, konum og körlum, sem búið hefur við hin ólikustu lífs- kjör, allt frá hrakningslífi til embættisstarfa, fátæku og um- komulausu fólki, vel efnuðu og allt þar á milli. Hygg ég að í þessari bók megi sjá lífskjör íslenzku þjóð arinnar í heila öld speglast í ein- stökum atriðum, mörgum smáum myndum, sem að lokum verði að einni heild — og þar með heildar- sögu. — Eitt á allt þetta fólk sam- eiginlegt. Það hefur gegnt hlut- verki sínu af'skyldurækni og sam- vizkusemi. Það hefur gróið undan höndum þess, og þess vegna hef ég valið bókinni nafnið: „Grær undan höllri hendi”. Efnisyfirlitið er þannig: Kristín Ólafsdóttir: Frúin í Nesi, - Sæ- mundur Bjarnhéðinsson: Baráttan gegn holdsveikinni. — Gunnhildur Bjarnadóttir: Ég hef alltaf verið förukona. - Sigurður Magnússön: Gegn berklaveikinni. - Bríet Bjarn ' héðinsdóttir: Konan, sem lagði fyrst á brattann. — Þórður Sveins son: Líkn við hina geðsjúku. — Guðbjörg Guðbrandsdóttir: ís- lenzk Mýrarkotsstelpa. — Bjarni Björnsson: Sól úti — sól. inni. — Jósefína Jósefsdóttir: Undir snjó- flóðinu með barn á brjósti. — Ás- grímur Jónsson: Meiðurinn óx úr moldargólfi. — Valgerður Þórðar- dóttir: Valgerður á Hólnum. — Magnús Jónsson prófessor: AUt á ferð og flugi kringum mig. - Ind- Vilhjálmur S. Vilhjálmsson riði Guðmundsson: Grænn varstu dalur. — Pétur Hafliðason: Elzti innfæddi Reykvíkingurinn. — Sig- urbjörn Ástvaldur Gíslason: Stærð fræðingur og stríðsmaður Guðs. — Guðni Eyjólfsson: Með gasinu í aldarfjórðung. — Ludvig Kaabcr: Guðspekinemi og bankastjóri. —■- Jón Erlendsson: Blóðugir hnúar- — Hallgrímur Jónsson: Fjörutíu ár við kennslustörf. — Ari Arn- alds: Sigurvegari frá 1908. — Mar- teinn Meulenberg: Kaþólski bisk- upinn. — Bjarni M. Gíslason: Rit- höfundur í París. — Páll ísólfsson: Brimstef í tónsmíðum. - Friðfinnur Guðjónsson: Þegar leikarihn kvaddi lífsstarfið. — Gunnar An- drew: Brosir við báðum heinmm. — Sigurður Þorsteinsson frá Flóa- afli: Of margir skussar. — Hjalti Gunnlaugsson: Ég varð það sem ég vildi verða. — Ragnar Jónsson: Leitin að neistanum“. Höfundurinn tileinkar föður sín- um Vilhjálmi Ásgrímssyni bókiha. Hún er 245 blaðsíður að stærð. Friðrika Geirsdóttir hefur teiknhð kápuna. Þetta er 16. bók Vil- hjálms. SEKUR EÐA SAKLAQS Bókaútgáfan Ásaþór hefur sent frá sér tvær nýjar bækur. Er önn- ur myndasaga fyrir unglinga, Prins Valiant í hættulegri sjóferfl eftir Harold Foster í þýðingu Sverris Haraldssonar eand. tbeol.- og er það fjórða sagan í samnefnd- um flokki. Hún er offsetprentuð I Litbrá, 128 bls. að stærð. Hin bók- in er þýdd skáldsaga, Sekur eða saklaus eftir Felix Jackson. J^sa- fat Arngrímsson þýddi söguna, en henni fylgja svofelld 'einkúnnar- orð útgefanda: „Tíminn mun léiða í ljós að Alþýðudómstólar eru ekki Þjóðarvilji, né sæmandi.Upp- hafsdögum Frjálsrar þjóðar”. Bök- ín er 240 bls. að stærð, préntuð í prentsmiðju Guðmundar Jó- hannssonar. ; : 2 nýjar skáldsög- ur frá Akureyri Reykjavík, 5. nóv. - ÓJ BLAÐINU liafa borizt fjórar nýj- | ar bækur frá Bókaforlagi Odds 1 Björnssonar á Akureyri. Er þar \ fyrst að telja bókmenntasögu Austfirðinga, eftir dr. Stefán Ein- arsson, Austfirzk skáld og rithöf- undar, sem er sjötta bindið í rit- safninu Austurland, safni aust- firzkra fræða. Er þar sagt frá aust- firzkum skáldum allt frá fornöld Og fram á okkar dag, en bókin greinist í þessa kafla: Fornöld, Kristni, Sigurður blindur, Sálma- skáld eftir siðaskipti, Veraldleg skáld á 17. öld, 18. aldar skáld. Skáld 19. aldar og síðar. En að bókarlokuin er ritdómur um bók- ina Austfirzk ljóð og nafnaskrá. Bókin er 255 bls. að stærð. Hold ogr hjarta eftir Magneu frá Kleifum og Seint fyrnast ástir eftir Hildi Ingu eru hvort tveggja skáldsögur. Sú fyrrnefnda er önn- ur saga Magneu, sem hefur skrif- að vinsælar framhaldssögur í Heima er bezt, segir á kápusíðu, en Seint fyrnast ástir er frumsmíð roskins höfundar, önnum kafinnar húsmóður — sem þó er þegar byrjuð á næstu bók. Hvort tveggja munu vera ástarsqgur úr sveitinni, en bækurnar eru 201 og 124 bls. að stærð. — Þá gefur Bókaforlag Odds Björnssonar út ævintýri handa börnum, Prinsinn. og rósin eftir Ómar Berg sem einnig mun vera dulnefni íslenzks höfundar. Barbara Árnason teiknaði myndir í bókina, sumar í litum, en hún er offsetprentuð í Litbrá. ALÞÝBUBLAÐIÐ — 7. nóv. 1964 7

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.