Alþýðublaðið - 07.11.1964, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 07.11.1964, Blaðsíða 5
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 7. nóv. 1964 5 Aðalútflytjaridi pólskrav vefnaðarvöru til fatnaðar. ,CONFEXIM' Sienkiewicza 3/5, Lódz, Pólland SUNNUDAGINN 8. nóv. næstk. verður í fyrsta sinn efnt til starfs fræðsludags á Suðurlandsundir- lendinu. Að þeim degi standa allir skólastjórar framhaldsskóla í hér- aðinu og skipa framkvæmdanefnd Bkólastjórarnir Árni Stefánsson, HUSGAGNA- HÖLLIN Steins Bjarni Pálsson og Valgarð Run- ólfsson, sem er formaður. Pramkvæmdastjóri dagsins er Ólafur Gunnarsson, sálfræðingur. Þessi starfsfræðsludagur verður á ýmsan hátt næsta nýstárlegur. í fyrsta lagi fer fræðslan fram á fjórum stöðum samtímis, þ. e. Selíossi, Eyrarbakka, Stokkseyri og Hveragerði. í öðru lagi verður fjöldi fræðslusýninga meiri en nokkru sinni fyrr utan Reykjavík- ur og ýmislegt kynnt sem aldrei hefur verið kynnt áður. Má þar nefna fræðslu um jarðhitann, — Veiðimálastofnunina, iðnað SÍS, Ullarþvottastöð SÍS, Gróðrarstöð- ina Fagrahvamm, Heilsuhæli NL- FI, Prentsmiðju Suðurlands á Sel- fossi, Mjólkurbu Flóamanna, og Trésmiðju K.Á. Auk þessara nýjunga verður í Hveragerði fræðslusýning landbún aðarins, og fræðslusýning Sam- vinnuskólans í. litum, tali og tón- um. Á Selfossi- verður fræðslu- sýning verzlunaú; og viðskipta og þar verða opnir vinnustaðirnir Bifreiðaverkstæði KÁ og Yfir- byggingaverkstæði K.Á. auk þeirra sem fyrr er getið. Á Stokkseyri verður fræðslusýn- ing Samlags skreiðarframleið- enda. Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna og Sölusambands ísl. fisk framleiðenda, þar. verður einnig fræðslusýning Eimskipafélags ís- lands og Skipadeildar SÍS, ér sýn- ir m. a. siglingaleiðir íslenzkra skipa. Á Eyrarbakka verður mikil sýn- ing á gæðum og útliti'alls konar fisktegunda . sertT íslendingar flytja út, og er það Fiskmat ríkis- ins, sem stendur fyrir þeirri sýn- ingu og í sama húsi er sýning Fiskifélags íslands, er kynnir m. a. hinn fræðilega grundvöll sjávar útvegsins. Allar þessar sýningar eru í skól- um viðkomandi staða og er öllum eldri en 12 ára heimill aðgangur. Fullorðnu fólki er ráðlagt að koma helzt að skoða sýningarnar þegar Sími 285-33 — Símnefni: CONFEXIM, Lódz hefur á boðstólum: Léttan sem þykkan fatnað fyrir konur, karla og börn. Prjónavörur úr ull, bómull, silki og gerfi- þráðum. Sokka, allar gerðir. Bómullar- og ullarábreiður. Handklæði „frotte“. •fc Rúmfatnað. Fiskinet af öllum gerðum. Gólfteppi. -^. Gluggatjöld. Gæði þessara vara byggist á löngu starfi þúsunda þjálfaðra sérfræðinga og að sjálfsögðu fullkomnum nýtízku vélakosti. - Vér bjóðum viðskiptavinum vorum hina hag- kvæmustu sölu- og afgreiðsluskilmála. Sundurliðaðar, greinilegar upplýsingar geta menn fengið hjá umboðsmönnum vorum: ÍSLENZK ERLENDA VERZLUNARFÉLAGINU H.F. Tjarnargötu 18, Reykjavík eða á skrifstofu verzlunarfulltrúa Póllands, Grenimel 7, Rvík. hhm^ þær opna klukkan 2 e. h, en þær verða opnar til kl. 5. Á þessum degi verða veittar upplýsingar um 160 starfsgreinar skóla og stofnanir. — Meðal nýrra starfsgreina sem kynntar verða eru sjónvarpstækni og kvikmyndagerð. Framhald á 10. síðu Verk Sfeins í heildarútgáfu Reykjavik, 3. nóv. HEIDARÚTGÁFA af verkum Steins Steinarr, 370 bls. að stærð er komin út. í bókinni eru allar sex Ijóðabækur skáldsins er út hafa komið, Rauður loginn brann, Ljóð, Spor í sandi, Ferð án fyrir heits, Tíminn og vatnið og Tin- dátarnir. Enn fremur eru í bókinni 40 kvæði, sem ekki hafa áður komið út í bókum skáldsins, þar á meðal hið þjóðfræga kvæði, Söngur lýð- ræðisflokkanna á Þingvöllum 17. júní 1944, sein mestri hneykslun olli á sínum tíma, þó aðeins fáir hefðu þá lesið það í heild. Enn- fremur eru í bókinni heilar rimur. 37 erindi, Hliðar-Jóns rímur, sem aldrei áður hafa komist á prent. Þá er í þessari bók það sem máli var talið skipta, og vitað var um af því cr eftir Stein liggur í ó- bundnu máli, 35 greinar, br-él og ræður, og loks eru 7 samtöl við Stein er ýmsir menn höíoii átt á ýmsum tímum. Kristján Karlsson bókmennta- fræðingur héfir annast útgáfuna og ritar hann allítarlega grein um skáldið, manninh og ve.rk hans ásamt formála. Þeir Steinn og Kristján voru nákunnugir umi margra ára skeið. Þá koma í dag einnig lit bjá Helgafelii þrjár aðrar bæku'r, „Ferð og förunautar", 30 greinar, aðallega ferðaþættir og mannlýs- ingar, eftir Dr. Einar Ól. Sveins son, prófessor, „Og enn spretta laukar“ ný skáldsaga eftir Ragn- heiði Jónsdóttur. Þá er ein bók, ætluð unglingum, Blindi tónsnill ingurinn eftir Wladimir Korolenko í þýðingu Guðmundar heiíins skólaskálds. Reykjavík, 5. nóv. — ÁG. Ný húsgagnaverzlun, Hús- gagnahöllin, tók til starfa 24. síðasta mánaðar að I.augavegi 26. Eigendur og síjórnendur þessa fyrirtækis eru feðgarnir • Hjörtur Jónsson og Jón Hjartarson. Verzlunin hefur yfir að ráða tæplega 1000 fermetra sýn- inga- og sölusvæði á tveimur hæðum. Á fyrstu hæð, götu- hæð, sem er um 500 fermetrar, er sýnt mikið úrval af húsgögn- um. Hefur hæðin verið stúk- uð niður með hreyfanlegum skilrúmum og tjöldum, og hús- ! gögnum raðað eins og um ein- stök íbúðarherbergi væri að ræða, dagstofa, svefnherbergi og svo framvegis. Sigurður Karlsson sá um skipulagning- r una. Á annarri hæð er vörulager 1 og annað sýningarsvæði. Er verzlunin öll hin glæsilegasta, og hefur á boðstólum mjög mikið úrval húsgagna. Þarna ; var áður húsgagnaverzlunin Húsbúnaður, en rekstri henn- ar var hætt í ágúst sl. Á myndinni, sem er tekin í lnnni nýinnréttuðu verzlun, ' eru, frá vinstri: Jón Hjartar- 1 son, frú Þórleif Sigurðardótt- ir, eiginkona Hjartar og Hjört- ur Jónsson. STARFSFRÆOSLA ASUÐURIANDI

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.