Alþýðublaðið - 07.11.1964, Side 8

Alþýðublaðið - 07.11.1964, Side 8
'4iiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiimiiiHiiiiiiiiiimMiimiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimHiiiiiiiiiiiifiiiiiiiiHimiiiiiiiiiiiiiiiituiiiiiiiitiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiai»iiifi ........................................................................................................................uuumumi........................iiiiiiuuiiiiiiiiihin rf* : i Ritstjóri: ÁLFKEIÐUR BJARNADÓTTIR Velklædd í svörtum kjól Ef við eigum svartan kjól í klæðaskápnum, getum við ver ið öruggar um að vera vel klæddar, hvort heldur er farið í leikhús, boð eða á dan.leik. Svarti kjóllinn á að vera eins einfaldur og mögulegt er, því meiri möguieikar eru fyrir hendi að breyta honum á ýmsa vegu og því síður verður hann leiðigjarn. Ef aðeins á að nota kjólinn sem kvöldkjól, er ermalaus kjóll tilvalinn, sem eftirmiðdags kjóll skal hann vera með erm um. Langar, mjóar ermar eru nú í tízku. Það er hægt að nota alla liti með svörtu, sérlega fall- egir eru hvítir, ljósrauðir og eplagrænir litir. Við kjólinn er því hægt að nota til skiptis, t.d. belti og armband í sama lit, skó og hár- band, veski og hálsklút eða eyrnalokka og hanzka. Munið samt að útkoman verð ur fallegust ef aðeins eru not aðir við kjólinn tveir hlutir í sama lit og afgangurinn hafður svartur. Þarfnist kjóllinn smá breyt- ingar er skemmtilegt að búa til perlubelti af sömu tegund og belti sem lengi hafa verið í tízku í París. Beltið er búið til úr svörtu éfni og perlur eru úr reykiit uðu gleri. Það þarf ca. 800 perlur í beltið. Fljótlegast er að þræða perlurnar fyrst upp ó snúru í mátulegri lengd. Síðan eru snúr urnar saumaðar fastar ó beltið með litlum saum'porum milii þriðju hverrar perlu. Beltið er krækt með þrem krókum. VANGAVELTUR Hafið þið hugsað út í það að ■allt daglegt líf er byggt upp á hugmyndum? Þess vegna langar mig að spyrja: Fáið þið ekki stund um góðar hugmyndir? Jú, vafalaust. En fá hug- detturnar þá nema eina fljót lega hugsun t.d. eitthvað á þessa leið. „Þetta var nú ágæt hug- mynd, en ég ætla að hugsa betur um hana við tækifæri. En það á einmitt ekki að geyma hugmyndina betra tæki færis, heldur hugsa hana frá öllum hliðum undireins og fram fylgja henni síðan sé hún þess verð. Byrjið því daginn með því að setjast niður með blað og blý ant og farið svo að hugsa. Eruð þið ánægðar með hgim ilið eins og það er? Ef ekki skrifið þá upp það sem breyta má. Gluggatjöldin þurfa að vera þannig að meiri birta skíni inn um gluggann á stofunni. Kæliskápurinn ætti að flytj- ast að öðrum vegg í eldhúsinu, o. s. frv. Ef þið hvern einasba dag setjizt niður í ró og næði, hugsið vandamál dagsins, velt ið því til á alla lund og reynið að fá hugdettur því til úrlausn ar, bæði góðar sem slæmar þá munuð þið finna að frá þess- ari morgunstund eruð þið já- kvæðar. Það þarf ekki endilega að ver>a lausn á heimilsvandamál um , heldur einnig á vinnustað sem þetta getur átt við. En stundum er hægt að sitja og naga blýantinn en hugmynd irnar lóta ekki á sér bæra. Tím anum er þrátt fyrir það ekki til einskis varið. Það er staðreynd að vandamálin halda áfram að vera í undirmeðvitundinni og kref jast úrlausnar. Og í flestum tilfellum kemur rétta hugmynd in allt í einu fram í hugann. Það eru engin takmörk sett hugmyndafluginu, aðeins ef fólk gefur sér tíma til að hugsa en í staðinn breytist hversdags lífið oft á fáum dögum. Þegar vikan er liðin er fróð- legt að lesa það sem skrifað hefur verið niður og ykkur til mikillar undrunar sjáið þið mynd af sjálfum ykkur sem áð ur hefur verið óþekkt. Það kemur í Ijós að þið hafið áhuga fyrir hlutum sem þið hafið ekki vitað að væru nokku.rs virði fyrr en nú. Þann dag sem það liggur ljóst fyrir hvert undirmeðvitundin hefur leitt hugann, byrjar þetta einkapróf að bera ávöxt. Þið haflð lært að þroska per sónuleikann og taka afstöðu til vandamálanna sem mæta ykkur í hversdagslífinu. Eftir nýjustu hattatízku Par ísarborgar að dæma, þarf kven þjóðinni ekki að verða kalt á eyrunum í vetur og ber að fagna þeirri nýbreytni í tízku sem miðast við ,,praktískt“ nota gildi þeirrar árstíðar er nú fer í hönd. Húfur og hattar ná niður fyrir eyrun og eru sumir bundn ir undir hökuna en aðrir aftur fyrir höfuðið. Efnin eru hlýleg, allt frá létt um ullarefnum til flauels, tweed og skinnefna. Meðfylgjandi myndir sýna rauðan velour hatt, sem er tekinn saman í fellingum að aftan og hnepptur með einum hnapp og hlýlegan angorajer- sey hatt bundinn saman undir hökunni, hatturinn gegnir því hlutverki hálsklúts. Og að síðustu má segja að slegnar séu tvær flugur í einu höggí, því undir bifurskinns hattinum ber stúlkan svarta leikhúshúfu með stórri flau- elisslaufu. I 'ltlllllllllUIIIUUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIItllllUIIIIIIIHIIIIIIItlllllUUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIItltllllllllllli:iHI||||ill|l||||HIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII|ll|| |IIIIHII1IIIIIIIIIIIIHIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIinillllllllllllllllllllllll 8 7. nóv. 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ Þrír vetrarhatt- ar frá París

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.