Alþýðublaðið - 12.11.1964, Síða 2
Ritstjórar: Gylfi Gröndal (áb.) og Bencdikt Gröndal. — Fréttastjórl:
Arni Gunnarsson. — Ritstjórnarfulltrúi: Eiður Guðnason. — Simar:
14900-14903. — Auglýsingasiml: 14906. — Aðseturi Alþýðuhúsið við
Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. — Áskriftargjaid
kr. 80.00. — 1 lausasölu kr. 5.00 eintakið. — Útfiefandi: Alþýðuflokkurjnn.
Stuðningur við ieiklistina
RÍKISSTJÓRNIN hefur nýverið lagt fram
frumvarp til laga um fjárhagslegan stuðning hins
opinbera við leiklistarstarfsemi áhugamanna. Hér
hefur merku máli verið hreyft, og samþykkt þessa
frumvarps mun vonandi hafa það í för með sér,
er fram líða stundir, að róður áhugamannaleik-
félganna úti um land léttist verulega.
Reykjavíkurborg er enn sem komið er nær
eini staðurinn á landinu, þar sem verulega kveð-
ur að skipulögðum leiksýningum. Mikið líf hefur
verið í leiklistarstarfi borgarinnar undanfarið og
stundum verið haldið uppi sýningum í þrem leik-
húsum í senn.
Úti á landi eru allar aðstæður í þessum efn-
um erfiðari, því víða vantar fjárhagslegan grund-
völl fyrir leiksýningar, þótt nægur áhugi sé fyrir
hendi.
Að setja upp leiksýningu er dýrt og fjárfrekt
fyrirtæki, jafnvel þótt áhugamenn gefi mikla
vinnu.
Frumvarpi ríkisstjórnarinnar er ætlað fyrst
og fremst að styðja og efla leiklistarstarfsemi í
dreifbýlinu, þar sem hennar er ekki síður þörf, en
þar sem þéttbýli er, og allar aðstæður auðveldari.
Frumvarpið gerir ráð fyrir, að leikfélögum
verði veittir tvenns konar styrkir, eftir því hve
mörg og stór verkefni þau ráðast í. Styrkir til
þeirra leikfélaga, sem sýna að minnsta kosti tvö
leikrit á ári, er fullnægja nokkrum ákveðnum skil-
yrðum, eru ráðgerðir 30—100 þúsund krónur, en
styrkir til þeirra, sem eitt leikrit setja á svið, eru
ráðgerðir 10—30 þúsund krónur.
Þá er einnig 1 frumvarpinu heimild til að veita
sérstaka styrki til félaga til að sýna ný íslenzk
Íeikrit eða íslenzk leikrit, sem ekki hafa áður
verið sýnd á sviði. Frumvarpið gerir og. ráð fyrir
því, að heimilt sé að veita sérstakan styrk til
ieiksýninga, sem sérstaklega eru ætlaðar börn-
um.
Þetta frumvarp, sem sennilega verður að lög- |
um áður en langt um líður, horfir mjög til efling- I
ar leiklistarstarfsemi í landinu almennt, einkum |
þó í dreifbýlinu og er það vel.
BANASLYSIN
BANASLYS hafa verið óhugnanlega tíð síð-. |
ustu dægur. Á tveim dögum hafa tvö börn beðið
bana þar sem verið var að vinna að verklegum
framkvæmdum. Vaknar sú spurning óhjákvæmi-
lega, hvort eftirliti á vinnustöðum sé ekki víða
ábótavant og væri ekki úr vegi, að Slysavarna-
félagið eða annar hlutgengur aðili, beitti sér
fyrir því að athuga hvort svo er og benda þá á úr-
bótaleiðir eða varúðarráðstafanir. Vinnustaðir
mega ekki vera barnaleikvellir, um það geta allir
verið sammála.
Steingrímur Thorsteinsson og
bók Hannesar Péturssonar
HÖFUM VIÐ ÁTT meiri sönffva
skáld en Steingýím Thorsteins-
son? Ég efast um ]>að. Þegar ég
var ungur kom út Ijóðabók eftir
hann og ég man að hún varð fljótt
í hvers manns höndum á Eyrar
bakka og mikið rætt um hana á
heimilum, í stöðum, í sjógarðs-
lilióinu, undir hjöllum og í búða
holum. Það voru tíðindi í þá daga
þegar ný Ijóðabók kom á mark-'
aðinn. Það er öðruvísi nú. Það eru
engin stórtíðindi. Og brátt fór
maður að heyra þessi ljóð lesin
og sungin og hendingar úr þeim
teknar í daglegt mál, til útskýr-
ingar eða áherzlu.
ÉG MANJLÍKA, að ég hlustaði
á samtal ungrar stúlku og móður
minnar. Stúlkan var að segja móð-
ur minni frá pilti, sem væri að
gera hosur sínar grænar fyrir
henni. „Á ég að taka honum?” —
sagði stúlkan. „Ef þér lýst á hann,
þá áttu að taka honum,” sagði
móðir mín. „Þetta er myndarlegur
piltur og ég veit ekki betur en
hann sé reglusamur.” Pilturinn
átti ekki heima í þorpinu. Stúlkan
nagaði á sér hnúana, svo sagði
liún: „Hvað heldurðu að liann hafi
gefið mér? Hann gaf mér bókina
hans Steingríms og skrifaði á
hana.”
ÞÁ LJÓMAÐI andlit móður
minnar — og hún sagði: „Hann er
þá ljóðelskur. Vondir menn eru
ekki ljóðelskir. Þú skalt hafa þetta
til marks um það, að hann sé góð-
ur maður.” Og stúlkan var með
bókina og fór að lesa í henni og
svo skildi hún bókina eftir lijá
mér — og ég lærði hana næstum
því alla utan að. — Mér leið á-
kaflega vel við lesturinn. Það var
annarleg birta í þessum ljóðum,
allt varð svo fagurt umhverfis mig
— og enn öðlast ég þessa birtu,
þegar ég lcs eða hey.ri Steingríms
ljóð.
ÉG SEGI ÞESSA SMÁSÖGU af
tilefni úlkominnar ævisögu skálds-
ins hjá Menningarsjóði eftir
Hannes Pétursson skáld, — og
einnig til þess að gefa hugmynd
um það, hvernig almúgi manna
tók á móti ljóðabókum í þá daga.
Bók Hannesar finnst mér mikið
afbragð. Hún er látlaus, en dýpt
hennar mikil og allt svo tært, að
það fer ekki margt fram hjá
manni. Þetta er ekki aðeins ævi-
saga hcldur skýring á ljóðunum
og könnun á þeim með hliðsjón af
aldarhætti, þjóðfélagsástandi og
liugsjónum höfundarins.
HANNES PÉTURSSON lætur
þetta allt fylgjast að, svo að sam-
skeyti finnast varla, svo haglega
er unnið að smíðinni. Það kem«
ur mér á óvart, hversu vel et
unnið, því að Hannes er enn ung-
ur maður — og það virðist n<S
vera árátta ungra höfunda. — a®
dreifa út orðum í allt annarri
merkingu en þau hafa íiaft frá
upphafi. Þetta er sérvizka manna,
sem eiga litlar hugsjónir og fá
viðfangsefni en vilja vera spek-
ingar og halda að þeir geti orðið
það með því að tala annarlegum
tungum. j
Hanncs á horninu.
SMURT BRAUÐ
Snlttur. ]
Opið frá kl. 9—83,50. ]
Btaiáðstoían ]
Vesturgötu 25.
Síml 16012 1
SHDBSTðÐIB
Sætúní 4 - Sfmi 16-2-27
Biilina cr anuuðnr Ojótt ec nl f
leilon tllu tefundtr at ■"■ntiHti1
WWWWWWVWWWWWWWMWVWWtWWWVWWWWWWWWWMWWWWI
TÆKITIL VIÐGERÐA
Á VATNSKÖSSUM
Bifreiðaverkstæðið Sthnpill
við Grensásveg hefur nú tek-
ið í notkun ný tæki til við-
gerða og' eftirlits á vatns-
kössum í bifreiðum. Er þetta
tækjasamstæða, og er hægt
að mæla vatnsniagnið, sem
fer gengum kassann, hrcinsa
úr honum óhrcinindi og gera
við hann. Eftir þcssa yfirferð
og þegar kassinn hefur verið
lakksprautaður, á hann að
vera sem nýr. I>á er einnig
hægt að athuga ástand kass
anna án þess að taka þá úr
bifreiðunum.
Myndin sýnir hina nýju
tækjasamstæðu.
2 12. nóv. 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ