Alþýðublaðið - 12.11.1964, Page 5
ÍÞROTTIR
Framh. af bls. 11.
miðist við það ástand sem við er
að glíma.
Þessvegna skorum við á Aust-
firðinga, að veita íþrótta- og ung-
mennahreyfingunni styrk í bar-
áttunni gegn því ófremdarástandi
6em ae meir er að hasla sér völl
hér meðal okkar.
Það heyrist sagt að æskan sé
óreglusöm. Það kann að vera rétt.
En upp á hvað býður umhverfið
henni? Skoði hver sitt nánasta.
Austfirzk íþróttahreyfing vili
beina lífi hinna uppvaxandi
kvenna og karla í gagnstæðan far
veg við þann sem hér er að fram-
an lýst. Til þess að þar fylgi verk
Vilja þarf hún efnalegan stuðning
Og sterkt jákvætt almenningsálit.
Þau tvö vopn mundu bíta bezt í
baráttunni við þá félagslegu
ómenningu, sem hér steðjar að.
Hjálpumst öll að því að skapa
eeskunni þær aðstæður, er leiði
hana til jákvæðra lífshátta og
þroskandi félagsmálastarfsemi.
Leggi þar hver sína hönd á plóg
Inn.
ÞÓRÓLFUR
Frh. af 1. síðu.
gær, en þá liafði hann nýlega skrif
að undir sainningfnn. Björgvin
sagði í símtali við Alþýðublaðið,
að Þórólfur væri mjög ánægður j
með skiptin, en liann hefur kunn-
að illa við sig Iijá St. Mirren und-
anfarið, eins og við skýrðum frá í
Alþýðublaðinu í gær.
Þórólfur, sem er 24 ára gamall
gerðist atvinnumaður í nóvember
1961 og hefur leikið sinn atvinnu-
feril með St. Mirren til þessa.
Glasgow Rangers, sem keypti
Þórólf, er þekktasta knattspyrnu-
félag Skotlands og það bezta. Ran-
gers leikur nú sem stendur í Evr-
ópubikarkeppninni, þair sigruðu
Red Star frá Júgóslavíu í leik
fyrir nokkru 3-1 Cfélögin voru jöfn
eftir tvo leiki) og næst leikur Ran-
gers við Rapid frá Vín. Um tíma
lék Albert Guðmundsson með Ran-
gers.
STJÓRN
Framhald af 16. síðu.
Mikill og vaxandi áhugi er nú
hjá Alþýðuflokksmönnum í Firð-
lnum á félagsmálum sínum.
Hafa fundir flokksfélaganna
verið fjölsóttir og fjörugar um-
taeður hafa farið fram um hin
ýmsu mál, sem á dagskrá hafa ver-
|ð hverju sinni.
Þá hefur verið komið á fót spila
kvöldum á vegum flokksins og
hafa þau verið ákaflega vinsæl og
Vel sótt.
Þess skal að lokum getið, að
Þórður Þórðarson, núverandi for-
inaður, var kjörinn formaður Al-
þýðuflokksfélags Hafnarfjarðar
fyrst árið 1956, og hefur hann ver-
ið formaður félagsins síðan, cn þar
áður hafði hann setið í stjórn fé-
lagsins um árabil.
Auglýsingasíminn 14906
LLARTAU
Þvol er dásamlegt til þvotta á Wash’n Wear
skyrtum og yfirleytt öllu handþvegnu, sem
ekki þarf að strauja. Þvol er það bezta, sem völ
er á, betra en sápuspænir til þvotta á u11, silki
og nælon. Þvol töfrar burt óhreinindin og skol-
ast auðveldlega úr. Þvol þvær jafnt í köldu sem
heitu vatni, og skýrir liti í ullartaui. Váð upp-
þvott er Þvol ómissandi. Fita og önnur óhrein-
indi renna af glösum og diskum, og leirtauið
verður skýlaust og gljáandi.
SÁPUGERÐIN FRIGG
UPPÞVOTTUR
Sex hundruð sóttu starfs
fræðsludaginn á SeSfossi
180 vildu fræðast um flugmálin
Reykjavík, 9. nóv. - GO
STARFSFRÆÐSLUDAGUR var
í fyrsta skipti haldinn austan-
fjalls í gær, e'ða nánar tiltekið á
Selfossi, Eyrarbakka, Stokkseyri
og í Ilveragerði.
Á Selfossi var leiðbeint um 160 j
starfsgreinar, skóla og stofnanir j
og notfærðu um 600 unglingar sér |
þá fræðslu, en alls munu vera um
700 nemendur í unglinga og '
framhaldsskólum á Suðurlandi. j
Áhugi var mjög misjafn á starfs- '
greinunum. Eins og áður vildu
flestir fræðast um flugmál, eða
180 og þar af ræddu 91 við flug-
freyjuna, sem hafði mest að gera
allra leiðbeinenda starfsfræðslu-
dagsins.
Sunnlenzkar stúlkur virtust dug-
legri að afla sér fróðleiks en al-
mennt gerist um stúlkur á sama
ald'ursskeiði, því fyrir utan þær
91, sem spurðu um flugfreyjustörf,
spurðu 55 um hjúkrun, 41 um
fóstrustörf, 7 um störf gæzlu-
systra, 7 um störf aðstoðarfólks á
rannóknarstofuirUog 6 um tann-
smíðar. Þá virðast stúlkur hafa
áhuga á ýmsum öðrum greinum,
t. d. íþróttakénnslu, loftskeyta-
starfi, hárgreiðslu, húsmæðra-
kennslu, matreiðslu og fram-
reiðslustörf, löggæzlu, blaða-
mennsku, garðyrkju, verzlunar-
störfum og hverskonar listum. Þá
spurðu 20 stúlkur um störf hús-
mæðra og einnig 2 piltar!
| Um störf hjá Landsíma íslands
spurðu 82, en enginn leitaði upp-
! lýsinga hjá fulltrúa póstmanna. 19
! spurðu um garðyrkju og mun það
hærra hlutfall en annarsstaðar hef
| ur komið fram. Um störf bænda og
' bændaskóla spurðu 29 unglingar.
1 Hvað listunum viðkemur, var
greinilega meira spurt um þær
I greinar sem gefa ákveðið fjárhags-
öryggi, en hinar sem óvissari eru
i í því tilliti. Þannig spurðu 42 um
leiklist, 28 um teiknikennslu, 21
j um auglysmgateiknun og 15 um
! tízkuteiknun. Hinsvegar ekki nema
1 einn um litmálun og 1 um mynd-
höggvaralist.
Allmargar fræðslusýningar
voru í sambandi yið starfsfræðsl-
ur.a. Þannig gengust SH, SIF cg
SSF fyrir sameiginlegri sýningu á
Stokkseyri og frystihúsið þar Á
staðnum var opið unglingunum.
Þar var einnig fræðslusýning Eim
skipafélags íslands og skipadeild-
ar SÍS, þar sem einkennisklæddur
stýrimaður fræddi drengina un*
leiðir íslenzkra kaupskipa á höf-
unum.
Á Eyrarbakka sýndi Fiskmat rík
isins og á sama stað kynnti Fiski-
félagið sína starfsemi. Þar var
einnig veitt fræðsla um þang og
þaravinnslu.
í Hveragerði var fróðleg sýning
Atvinnudeildar Háskólans og Bún-
aðarsambands íslands um þróun
■ landbúnaðarins. og þar var einnig
! sýning á iðnaði SÍS. Það er í fyrsta
! skipti, sem íslenzkur verksmiðju-
■ iðnaður er sýndur á starfsfræðslu-
degi. Þá höfðu Veiðimálatofnunin
og Samvinnuskólinn komið upp
fróðlegum sýningum í Hveragerði.
Þau fyrirtæki, s’em unglingarniv
gátu heimsótt, voru: Ullarþvotta-
stöð SÍS í Hveragerði, gróðrar-
stöðin Fagrihvammur, heilsuhæli
Framhald á . 10. síðu
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 12. nóv. 1964 g