Alþýðublaðið - 12.11.1964, Page 8
^liiiiinMiinii»»iiiniuiiiiiniiiiii<iiiiiiiiiitniiiiinii»iiiiiiiii»inii«HiMiiiiiiiii»»iiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiniiiniiiiiiiinmiiimnnnmimmmmuiHnnmnniiniinimnui«nmmiiiimnniii|iiiiiiiMiimnn«nninmiiiiinunnmiiniminimiinniimnnnnniiiniinniiinriiiiw»i iHiinniniiiiiiiiiiiniiiitiiinninnnHnMinmiiiuiuuiiinniiiiiiiiniiiiinitniiiiiiiiiiininiiiiniinniiiniiiniiinnii
^nniiiMinninniniiiinnniiniiiniiiiri nll■llnlllnllnlllll■lllllnllunnll■lllllllllllnlllnlll■lllllnllllllnlnlnnnnlnllnlnnllnnnnl■nllll■llll■ll■• ininninnnnnniniinininnniu
•kh'lh -V! 1
mtPM*' 1
ik£ ;>|
.;** •**■ I ■ ; !
'1 ' ■ ■■ ; // Jpj
> • v-Ý <■/ • v? - ",
•V^y , >/>•/, ■S.-ft,- í'-'-- ■''.*. .•-/•.• tS.IZ.:,#.*, ■M.-'r- frfr, ■ V/^VÁXv. .•</•>*.• .■•••//. •/. • • f. '
/
Islandskort Guðbrandar
og Ortelíusar
Fréttabréf frá Baldri Pálmasyni, fararstj
biskups
BÓKAÚTGÁFAN ASÓR hef-
ur látið endurprenta hið fræga
íslandskort Orteliusar og sendir
það á markað. Var endurprent-
unin gerð í offsetprentsmiðj-
unni Litbrá og mun vera hin
fyrsta sinnar tegundar hér á
landi. Öðru hverju hafa fengizt
hér eintök af danskri endur-
prentun af þessu sama korti.
Er sú nauðalík prentuninni í
„Islands Kortlegning en hin
nýja, íslenzka útgáfa er í bjart-
ari litum og öll skýrari. Kortið
var í upphafi prentað í svörtu
en síðan handlitað, svo að báðar
útgáfur geta verið trygg eftir-
líking af frumkortum.
Kort þetta er einstakt í sinni
röð og hið mesta listaverk. Fjöll
eru teiknuð sem raðir af grjót-
hnullungum, helztu bæir eru
rauðlitaðir kastalar með turn-
um, Hekla spýr rauðum logum,
fugl flýgur fyrir björgum og kýr
eru á beit, loks er hafið um-
hverfis landið morandi af alls
konar skrímslum, furðufiskum
og kvikindum, sem aðeins gátu
oíðið til í hugarflugi manna í
svartnætti miðaldanna.
Á ofanverðri sextándu öld
kom fram í Niðurlöndum hver
kortagerðarmaðurinn öðrum ’
fremri, og tóku Hollendingar
forustu í þeirri vísindagrein.
Má að sjálfsögðu rekja áhuga
þeirra á kortagerð til hinna
miklu sjóþjóða og fiskveiða
þeirra á heimshöfunum, enda
eru siglingabækur meðal merk-
ustu verka þeirra.
Abraham Ortel, sem þekktur
er undir nafninu Ortelíus, fædd
ist í Antwerpen 1527. Hann
hlaut haldgóða, kiassíska mennt
un, en gerðist kortamálari um
tvítugt. Hlaut hann brátt frægð
fyrir iðn sína, verzlun hans
blómgaðist og hann færði út
kvíarnar. Gaf hann út heims-
kort og sérkort af mörgum lönd
um. Árið 1570 gaf Ortelíus út
fyrstu kortabók, sem gerð var,
og kallaði Theatrum Orbis Ter-
rarum. Hafði slíkt safn sam-
stæðra korta ekki verið gefið
út fyrr, og telst þetta stórvið-
burður í sögu kortagerðar. —
Nokkrum árum síðar fetaði stór-
vinur Ortelíusar, Gerard Her-
cator, í fótspor hans, gaf út
sína kortabók og nefndi Atlas.
Þaðan er runnin notkun þess
orðs yfir samanbundin korta-
söfn.
Kortabók Ortelíusar vakti
mikla athygli og kom út hvað
eftir annað næstu árin, bæði í
upprunalegri stærð og minni út-
gáfum. Hélt höfundur áfram að
viða að sér efni og bætti við
síðari útgáfur, svo að þær urðu
með hverju ári fullkomnari.
Hinir hollenzku kortagerðar-
rnenn höfðu ýmiss spjót úti til
að afla sér upplýsinga um fjar-
læg lönd og endurbæta kort af
þeim. Þeir ræddu meðal annars
við glögga sjómenn, sem höfðu
siglt til íslandsstranda árum
saman. En ekki tókst þeim að
gera gott kort af • landinu fyrr
en betri heimildarmenn fund-
ust.
Um eða eftir 1580 komst Or-
telíus í samband við danskan
mann, Anders Sörensen Vedel,
sem fengizt hafði við kortagerð
og sitthvað fleira. Vedel hafði
fengið frá Guðbrandi biskupi
Þorlákssyni kort af íslandi, og
gerði nú eftirmynd af því fyrir
Ortelíus. Ekki er kunnugt um
nánari atvik þessara skipta, —
nema hvað ýmislegt bendir til,
að Otelíus hafði ekki fengið
frumteikningu biskups og lík-
lega ekki vitað, hvaðan Vedel
fékk upplýsingar og fyrirmynd
sína. Hefði hinn hollenzki meist
ari án efa getið biskups, ef hann
hefði þekkt alla málavöxtu. í
þess stað fékk Vedel heiður af
kortinu og var það tileinkað
Friðriki konungi II.
Guðbrandur biskup var mik-
ill fræðimaður og fékkst við
kortagerð og aðra landafræði,
þar á méðal staðarákvörðun. —
Með korti því, sem hann gerði og
Vedel kom á framfæri við hina
hollensku meistara, olli Guð-
brandur tímamótum í kortagerð
íslands. Mercator komst einnig
yfir kort Guðbrandar eða eftir-
mynd þess, og birti í sínum bók-
um.'og um margra áratuga skeið
birtust víðs vegar um heim eftir-
líkingar, sem sýndu lögun ís-
lands á sannari hátt en áður.
Ortelíus gerði íslandskort sitt
1585 og birti það með fjórðu við-
bót kortabókar sinnar 1590. Var
kortið í flestum útgáfum hennar
eftir bað.
Á hinni nýju endurprentun
kortsins stendur þetta: „íslands-
kort Guðbrands Þorlákssonar. Úr
Abraham Ortelíus Theatrum or-
Framhald ð síðu 10.
Hér í Tel Aviv er nú saman
kominn slíkur sægur skákmanna
að jafnvel skákkeppni stofnana
heima í Reykjavík þolir ekki sam
anburðinn.
Á 16. Ólympíumótinu í skák
tefla 6 manna sveitir (þar 'af tveir
til vara) frá 50 þjóðlöndum og
auk þess hafa flestar þeirra sér-
stakan fararstjóra, fyrir nú utan
allan hópinn, sena starfar að móts-
haldinu.
Mér þótti gaman að hitta Bene
dikt Waage í Kaupmannahöfn um
daginn. Hann var að koma frá 11.
Ójympiuleijíum sínum í Tókíó,
sem hann kvað hafa tekið hinum
fram um flesta hluti, þótt margir
væru áður búnir vel að gera.
Hann var sem sé í sjöunda himni
og vildi að sama lukka gengi yfir
okkur skáksveitarmenn á okkar
Ölympíuleikum. Tók ég fegins
hendi við japönskum myntpen-
ingi frá vini minum Benedikt og
geymi hann sem vendilegast.
Vænti ég mér hins bezta af hon
um.
Ég hef ekki komið nema einu
sinni á Ölympíuskákmót fyrr og
get því illa gert samanburð, en
að mörgu leyti munu ísraelsmenn
gera betur en áður hefur þekkzt
á þessu sviði. Skai ég þá fyrst
til nefna, að fengið hefur verið
fínasta hótel Tel-Aviv borgar til
að hýsa mótið sjálft og flesta gest
ina, þó.tel Sheraton, sem stendur
aðeins steinsnar frá botni þess
mikla fjarðar er Miðjarðarhaf
kallast. Þar er baðströnd góð.
Berst hægiátur sjávarniður inn í
herbergin til okkar og er gott að
^iiiiiiiiniiiiniiiiiimi iiiiiniii <•■■•<
sofna við hann á kvöldin húsakost
ur og fæði er svo framúrskarandi
sem framast má verða, fjórrétt
að í hvert mál og þægindi öll til
reiðu. Aðaldanssal hótelsins hef-
ur verið breytt í skáksal, og þótt
hann sé ekki nægilega stór til
að rúma alla áhorfendur, ber frá-
gangur allur vott um sérstaka
alúð og smekkvísi. Skákborðin
eru t.d. frábær smíð, og yrði of
langt mál að lýsa þeim til hlýtar.
Sýningarborðum 12 að tölu er
komið fyrir í öðrum sal. Þau ent
segulmögnuð, svo að taflmennirn
ir loða fastir við reitina. Við hvert
þeirra stendur sérstakur maður
með tal-og heyrnartæki og tekur
við boðum frá jafn vel búnum
félagá sinum í skáksalnum jafn
óðum og leikið hefur verið á
því borði, sem þeir taka til skýr
ingar. Einnig er hægt að fylgjast
þar með tímaeyðslu keppc/ida.
í fyrstu umferðunum tveim hafa.
heimamenn, Sovétmenn og Þjóð-
verjar einkum orðið fyrir
á valinu á sýningarborðunum.
Ekki nóg með þetta. í sýningar
aalnum elru sjö sjánvarpstæki,.
sem varpa út yfir salinn svip,
myndum úr aðalskáksal. Og mér
er nær að halda að skáksveit okk
ar íslendinga hafi hingað til verið
oftast á tjaldinu, því að svo vill
til að hún hefur í báðum umferð
um setið beint framundan aðal-
bækistöð sjónvarpsmyndavélar-
innar.
Þessa fáu daga, sem af eru,
hefur veður verið hér einkar hlýtt
kannski helzt til um of fyrir Norð
uriandabúa, u.þ.b. 25 stig um daga
iiii»iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii; iimimn;;Miiii«iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimn«iiiiiiiiiniiiiiiinnniiiiiiiimniiiiiiiiiiiiiiiiiiiifiMiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiMiiiiiniiiiiinMiíiMiiiiiiiMiniiiiiniiiii^
g- 12. nóv. 1964 —
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
||•ll•lllllllllllnnllll•■lllMnnllll•l■l■ll•••l•ll•■ll•■l•l■••■l■llln■lllll•lll•ll•llnl>lll
Á heitu SU
Laugarásbíó: A heitu sumri,
eftir leikriti Tennessee
Williams.
Tennessee Williams hefur
löngum verið umdeilt leikskáld
og ýmsum heittrúuðum raunsæis-
mönnum hefur ofboðið róman-
tízkur bullukollsháttur hans.
Sálfræðingar hafa þótzt geti
eygt í ritum hans beinar afleið-
ingar ills uppvaxtar og rótgróinn.
ar einmanakenndar.
Víst er um það, að saga Willi-
ams er harmsaga og l'eikrit haris
mörg harmsögur.
Leikrit hans, „Sumri hallar,’
samstofna þeirri kvikmynd, sen
Laugarásbíó sýnir nú, hefur ver-
ið sýnt hérlendis og kvikmyndir
því mörgum aufúsugestur.
Margt gott fá um kvikmyndina
segja og er þá helzt að geta þess
að andrúmsloft hennar er viðeig-
andi og helzt óslitið fram til síð-
asta atriðis. ,
Mikil áherzla er lögð á sköpur
aðalpersónanna og umhverfið ei
gert svo léttvægt að það er :
raun og veru ósýnilegt.