Alþýðublaðið - 12.11.1964, Síða 10

Alþýðublaðið - 12.11.1964, Síða 10
SKIPATRYGGINGAR á vörum í flutningl á eigum skipverja Heimisfpygging hentar yöur Ábyrgðar Veiðarfa Aflafrygglngar TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIR" UNDARGATA 9 REYKJAVlK SIMI 21260 SÍMNEFNt iSITRETY SJÓNVARPSMÁL Framhald af síðu 7. stæður til þess að ná til hlust-. enda um allt landið en t. d. í Noregi. Hefur 'Landssími íslands fengið mjög verðmæta reynslu í þessum efnum sem sjónvarpið getur væntanlega byggt mikið á. Árlegur reksturskostnaður hefur verið áætlaður frá IOV2 millj. kr. 1965 til 40% milljón kr. i’972, en þá er einnig talinn með kostnað- ur við fréttadagskrá og ýmislegt sem ekki þyrfti að kosta til, ef eingöngu væri um fræðslusjón- varp að ræða. Hvorugar tölurnar, stofnkostnaður kr. 180 milljónir eða árlegur reksturskostnaður allt að 40% milljón króna, eru neitt fráfælandi, þegar málið er skoðað í ljósi þess gífurlega kostnaðar sem er við allt fræðslukerfi vort, og ef fræðslusjónvarp gæti leitt til einhvers verulegs sparnaðar eða hagræðis í þeim efnum. Þetta fyrirtæki verður eingöngu hægt að reka sem ríkisfyrirtæki með einkarétti um útsendingu og sýni- lega verður ríkisútvarpið eða hljóð varpið, sem það verður víst kall- að, þegar sjónvarpið er byrjað, að hagræða dagskrá sinni þannig, að sjónvarpið geti notið sín við kennslu. M. ö. o. hljóðvarpið verð- ur að hætta að senda út meðan kennsla fer fram í sjónvarpinu. Hér vinnst ekki tími til þess að fara ýtarlega út í það hvernig kennsla myndi fara fram, en ýms- ar þjóðir, einkum Svíar, Danir, Bandaríkjamenn og Bretar, hafa þegar náð mjög góðum árangri um kennslu í sjónvarpi. Nauðsynlegt er, að sjónvarpið verði í fyrstu eingöngu fræðslusjónvarp, en þar með er ekki sagt, að fræðslan verði eingöngu í sambandi við skóla- nemendur. Bændum má kenna búskapartækni, iðnaðarmönnum iðntækni og gildir þetta að sjálf- sögðu um allar atvinnugreinar. Þá má ekki gleyma konunum. Hús- mæðrafræðsla og annað, sem kon- ur þurfa að læra, er auðvelt að kenna í sjónvarpi. Vel rekið fræðslusjónvarp gæti þannig orð- ið eins konar háskóli almennings. íslenzkt fræðslusjónvarp myndi nota mikið íslenzkar fræðslukvik- myndir og þar með skapa grund- völl fyrir íslenzkan kvikmynda- iðnað sem væntanlega gæti feng- ið góðan markað hjá erlendum sjónvarpsstöðvum fyrir vel teknar kvikmyndir af íslenzku landslagi, lífi og þjóðháttum. Sjónvarpið á eins og ég sagði áður, að vera eingöngu fræðslu- sjónvarp en ekki frétta- eða skemmtisjónvarp, nema að því leyti, sem sýndar yrðu við og við erlendar og ef til vill innlendar fréttakvikmyndir. Nú mun vera auðvelt að fá ódýrar erlendar fræðslukvikmyndir meira að segja frá mörgum löndum og hægt er að setja íslenzkan texta í tali og prenti við þær. Það verður að Einangrunargler Framleitt elnungls úr trvali fleri. — B ára ábyrgð. Pantlð tímanlega. Korkiðjan h.f. Skúlagötu 57 — Sími 23200. . 10 12- nóv- 1964 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ sjálfsögðu nauðsynlegt til þess að sjónvarpið fái notið sín sem fræðslutæki, að sjónvarpsstjórn- in leigt út tækin líkt og síminn símatækin. Þarf leigan að vera hófleg svo að allir sem vilja geti leyft sér að hafa sitt eigið sjón- varpstæki hvar sem er á landinu. Á tæknisviði sjónvarpsins eru ár- lega stórstígar framfarir. Nú hafa verið fundnir upp örsmáir krist- almagnarar eða transistorar, sem nú eru að koma í stað útvarps- lampanna' áður. Líklega er bezt að taka orðið transistor strax upp í íslenzkuna eins og t. d. metri, þar sem þetta er orðið alþjóða- orð. Eru þessir litlu transistorar sem verða hlutfallslega mjög ó- dýrir að valda byltingu á mörg- um tæknisviðum og gildir þetta ekki sízt um sjónvarpið og á senni lega eftir að gera tækin miklu ó- dýrari cn ‘þáu eru nú. Litasjón- varp hefur verið fundið upp og er það nú þegar í notkun víða í Bandaríkjunum og verður vænt- anlega tekið í notkun á Englandi á árinu 1967. Það verður merki- legur mælikvarði á manndóm vor íslendinga, hvort oss tekst að taka þetta mikla menningartæki, sjón- varpið í þjónustu. vora öllum landslýð til gagns og blessunar. ★ STJÓRNARSKRÁRMÁLH). Rétt fyrir eða um síðustu alda- mót, þegar stóð í stöðugu stappi með stjórnarskrármálið og hvorki gekk eða rak, mun þessi vísa hafa verið kveðin : Stirð er þessi stjórnarskrá, stendur hún æ til bóta, konunghollir ofan á ístrubelgir fljóta. Þó að ólíku sé saman að jafna, baráttu íslendinga þá um rétt- indi sín við erlenda yfirráðaþjóð | og nú, er vér erum orðið sjálf- stætt lýðveldi, verður því samt ekki neitað, að nokkurs stirðleika gætir enn um vor stjórnarskrár- mál. Því var mjög haldið á lofti á Alþingi eftir lýðveldisstofnun- ina, að nú skyldi setja hinu. nýja lýðveldi nýja stjórnarskrá. Nefnd mun hafa verið skipuð og jafnvel fleiri en ein, en engan sýnilegan árangur virðist þetta hafa borið nema hvað stjórnarskránni var breytt til samræmis við það, að nú var forsetinn æðsti valdsmað- ur landsins í stað konungs áður. Ekki má þó gleyma kjördæma- breytingunni 1959, sem mjög margir íslendingar voru þá og eru ennþá óánægðir með. En hvernig er það. er nokkur þörf á að breyta stjórnarskránni? — spyr.ia sumir — óg satt að segja virðist það vera afstaða stjórn- málaflokkanna að svo sé ekki. Eg hygg nú samt að, ef farið væri að hugsa alvarlega um þetta mál og ef almenningur fengi tækifæri til þess að tjá skoðanir sínar í þessu máli í ræðu og riti en væri ekki hábundinn af stjórnmála- flokkunum, myndi margt koma fram sem heppilegt þætti að festa í stjórnarskrá. Eg skal nefna nokkur atriði: 1. Efling lýðræðis en skerðing flokksræðisins. Stjórnmálaflokk- arnir útnefna nú raunverulega 11 af 60 þingmönnum auk þess sem flokkarnir eða öllu heldur fámenn- ir liópar innan þ.eirra ráða hverjir eru í framboði í kjördæmunum án þess að háttvirtir kjósendur fái næsta mikið um að fjalla. Þegar að kjördegi kemur smala stjórn- málaflokkarnir svo kjósendunum á réttarstað og draga þá í dilka eins og þeir voru sauðkindur. 2. Aukið vald forseta til þess að tryggja stöðuga ríkisstjórn. Á- kvæði um að kjósa varaforseta. 3. Aukið sjálfforræði landshlut- anna. Sé landinu skipt í fylki sem fari að miklu leyti með stjórn í eigin málum. Sé ekki verið að tefja Alþingi með afgreiðslu mála sein eðlilegra er að sé gert út um heima í héraði. 4. Dómaskipan utan höfuðstað- arins sé skipulögð í samræmi við þarfir nútímans, en sýslurnar lagðar niður. Þá er mikil nauðsyn að endurskipuleggja allt sveitar- stjórnarkerfið. Er hreppaskipu- lagið gamla orðið úrelt og væri réttast að nágrannahreppar kæmu sér saman urii framtíðarskipulag og það síðan staðfest með lögum og jafnvel í stjórharskránni. Þó er ef til vill mest nauðsyn á end- urskipulagningu Borgarstjórnar- mála Reykjavíkurborgar. Þar eru nú t. d. 15 borgarfulltrúar eða sama tala og var 1930, þegar íbúa tala Reykjavíkur var 28 304. en nú er íbúatalan um 79 000. Reykja- vík er að verða samvaxin öðrum bæjarfélögum og er þegar orðin mikil nauðsyn að setja nú ákvæði um skipulag og stjórn Stór- Reykjavíkur. 5. Þá er það samband ríkisins og þjóðkirkjunnar sem þörf væri að endurskoða. Það þarf að tryggja þegnunum fullt trúfrelsi og and- legt frelsi og önnur mannréttindi svo sem jafnan kosningarétt. Ýmsir lögfræðingar halda því fram, að ýmislegt af þvi, sem ég hefi nefnt, eigi ekki heima í stjórnarskránni vegna þess, hve umsvifamikið sé að fá henni breytt með tvennum kosningum o.s.frv. Við þessu er einfalt ráð, nefni- lega að ákveða í stjórnarskránni að hún skuli endurskoðuð á um það bil 10 ára tímabili samhliða eðlilegum þingkosningum og séu hafðar aðeins einar kosningar um breytingarnar, endá skulu tillög ur um breytingar hafa verið lagð ar fram a.m.k. ári fyrir kosning- ar, svo þjóðin hafi fengið nægan tíma til þess að átta sig á þeim 1 breytingum á stjórnarskránni sem stungið er upp á að gerðar séu. Þá er eftir eitt stórmál og það er endurreisn Alþingis á Þing- völlum. Rökin fyrir því eru þessi: . 1. Það þarf að byggja nýtt Al- þingisbús og vistarverur fyrir þing menn og yrði þetta sízt dýrara á Þingvöllum, líklega allmiklu ó- dýrara. 2. Með nútíma fjarskiptatækni og bættum samgöngjim er sann- anlega ekkert erfiðara fyrir þing- menn að vinna að störfum Alþing- is á Þingvöllum nema síður sé, á þetta bæði við um ráðherra og þingmenn, þ.e.a.s. nema þá þing- menn, sem hafa þingstörfin í hjá- verkum. 3. Með því að umskipuleggja störf þingsins er hægðarleikur að ljúka störfum þingsins á tíma- bilinu frá krossmessu til jóla- föstu, enda þótt þingmenn fái mánaðar-sumarleyfi. 4. Það má kalla sögulega og þjóðernislega nauðsyn að endur- reisa Alþingi á Þingvöllum, sem eins konar tákn vors endurheimta þjóðveldis. Sjálfstæðisbaráttunni er í raun réttri ekki lokið fyrr en Alþingi hefur verið endurreist á Þingvöllum með myndarbrag. En hver á svo að hafa frum- kvæðið um að koma á fót hreyf- ingu til að breyta stjórnarskránni. Varla Alþingi, eftir þeirri reynslu sem fengin er af tómlæti þess í stjórnarskrármálinu síðan lýð- veldið var stofnað. Stungið hefur | verið upp á því að boða til þjóð- | fundar á Þingvöllum til þess að I ræða þetta og fleiri áhugamál fólksins. Vill nú ekki æskulýður þessa lands feta í fótspor ung- mennafélaganna .sem vöktu mikla þjóðlega hreyfingu fyrir 50-60 ár- um, og undirbúa, eftir að umræö- ur hafa farið fram í héraði, þjöð- fund á Þingvöllum eftir svo sem þrjú ár til þess að gera samþykkt- ir um nýja stjórnarskrá. Þurfa svo þjóðfundarmenn að fylgja fast eftir- samþykktum þjóðfundar um st jórnarskrármálið í ræðu og ríti unz svefnfólkið við Austurvöll rís á fætur. Landskort Framhald úr opnu. bis terrarum.” Verður að telja helzt til of langt gengið, eins og forsagan er, að eigna Guðbrandi einum kortið, enda hefur honum vafalaust brugðið að sjá það með skrímslum, eldgosum og ísum, að ekki sé minnzt á þá furðu- rollu, sem Ortelíus prentaði um landið á bak kortsins. Á sama hátt væri ekki rétt að eigna Or- telíusi einum kortið, enda gaf liann Vedel heiðurinn af því, sem átti þó minnst í því. Gömul kort njöta vaxandi vin- sælda, ekki sízt sem stofuskraut. Ekkert þeirra er slíkt stáss sem þetta, þótt mörg séu skrautleg og fögur. Má búast við, að Guð- brandur og Ortelíus muni á næst- unni hengdir á margan stofuvegg i nágrenni við endurprentanir af Kjarval eða Ásgrími. B. Gr. Látið okkur stilla og herða upp hýju bifreiðina! BlLASKOÐUN 8knii((>n M ->1111' 13-101. Látið okkur ryðverja og hljóðeinangra bifreiðina með TECTYL! RYÐVÖRN Grensásveg 18. síml 1-99-48

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.