Alþýðublaðið - 12.11.1964, Page 13

Alþýðublaðið - 12.11.1964, Page 13
Gósenland skáklistarinnar... Framhald úr opnu. af stað. Gligaric varð að láta sér nægja 'jafntefli í skák sinni við Mjagmarsuren frá Mongólíu, og Sveinn tapaði fyrstu skákinni fyrir Ribeiro frá Portugal. Þátttökuþjóðunum 50 er skipt niður til forkeppni í 7 iriðla. tJr hverjum þeirra fara tvær hinar efstu í aðalúrslitaflokk, tvær næstu í B-flokk, þá enn tvær í C-flokk og loks mynda D-flokk þær, sem neðstar verða í forkeppn inni. Þannig verða þrír flokkar með 14 sveitum og einn með átta. Verða því umferðirnar alls 20 hjá flestum þjóðum. Island lenti í 6. riðli og hefði að óreyndu getað virzt sæmilega vel sett þar, hvað sem á daginn kemur. Að vísu er þetta óhörðnuð skák sveit eins og aldurinn segir til um, hinn elzti að verða 25 ára og hinn yngsti 19 ára. Gæti ég bezt trúað að meðalaldur sveitar okkar sé lægri en nokkurrar ann arrar á vettvangi hér. Bardagabræður okkar í 'S. riðli ©ru frá fjórum Ameríkuríkjum Argentínu, Urugay, Ekvador og Kanada, og svo frá tveim öðrum Evrópuríkjum, Austur-Þýzkalandi og Mónakó. Telja má öldungis vist að þrjár fjölmennustu þjóð Irnar verði okkur ofjarljrr, en um röð hinna veltur meira á heppni og óheppni. SetningarathÖfn mótsins fór fram í stóru leikhúsi að kvöldi 2. nóv., og voru forsætisráðherra hjónin íslenzku þar viðstödd sem heiðursgestir. Þar voru haldnar nokkrar ræður í byrjun en síðan flutt ýmis þjóðleg skemmtiatriði Þeirra fyrst var söngur 70 skóla barna, sem gengu syngjandi milli áhorfendabekkja og upp á sviðið öll klædd ljósbláum peysum og hvítum pilsum eða buxum og báru rauðan nellikuvönd í hendi. Þau sungu allmörg lög, og voru þar í hópnum eigi fáir ágætir ein- söngvarar. Þeiíjkt söngkona af yngri kynslóðinni söng fáein lög. Samleikur var á tvö austurlenzk strengjahljóðfæri, og sýnd voru tvö afbragðs skemmtileg og þjóð- leg dansatriði, annað um Salomon konung og ástkonu hans drottn inguna af Saba. Daginn eftir hófst svo tafl- mennskan kl. 4 síðdegis. Er aðal lega teflt frá 4-9 dag hvern og biðskákir kl. 9-1 árdegis, en frá þessu eru nokkur vik, einkum vegna þess hve sabbatsdagurinn ef helgur haldinn. íslendingar og Mónakómenn lentu saman í fyrstu umferð, og fór vel á því 'að láta tvær smá- þjóðir reyna hesta sína, áður en gengið yrði til móts við óvígari l|ieri. Björn Þorstei^sHon hafði svart gegn Casa á fyrsta borði og beitti Sikileyjarvörn. Taflið hall aðist kannski heldur á hann í fyrstu en jafnaðist svo, unz Birni varð á í messunni og tapaði manni Tókst honum þó síðar að beita leik, sem gaf honum mjög isterk miðborðspeð, frí og samstæð, svo að Casa þótti ráðlegra að láta i Reykjavík 1957, og heitir þessi Osvaldo að fornafni. Og það á ekki úr að aka fyrir okkur gagn- vart Ekvadormönnum, því að nú tapaði Björn, tefldi ekki sem rétt ast gegn Pirc-vörn andstæðings ins, neyddist til að láta skipta- mun, en er skákin fór í bið, var nokkuð einsýnt að hverju mundi draga. Björn gerði þó Yepez eins erfitt fyrir og unnt var og gafst ekki upp fyrr en eftir 63 leiki. Á öðru borði var einnig um Pirc- vö,rn að ræða, en nú af Trausta hálfu. Við hann tefldi roskinn maður hvatskeytlegur, Martinez að nafni, og er skemmst af því að isegja áð honum tókst með ágætri taflmennsku að brjóta svarta lið ið á bak iaftur á fremur skömmum tíma, og telur Trausti þó að hann hafi ekki leikið neina beina af- leiki. Magnús Sólmundarson liafði manninn aftur fyrir tvö peð og J hvítt gegn Garces, og var byrjunin fyrir sjálfvirk kynditæki fyrir Súg- kyndingu aðeins það bezta. jafnan fyrir- liggjandi. Vélsmiðja Björns Magnússonar. Koflavík, sími 1737 og 1175. var þá orðinn jöfnuður með þeim görpum á ný. Skákin- fór í bið og virtist öllu vandtefldari fyrir Björji, enda fór svo að honum yfir sást í seinni setunni og tapaði. Eftir á kom á daginn möguleiki til að halda jafnteflinu. Trausti Björnsson var maður dagsins því að hann sigraði andstæðing sinn, Weiss að nafni, í 22 leikjum og varð þar með fyrstur til að ljúka skák með sigri á þessu Ölympíumóti. Stóð skákin u.þ.b. sjö stundarfjórðunga einungis. Mjög var fallegur endir á skák inni.því að Trausti lét drottningu sína standa óvaldaða í dauðanum og hótaði riddarmáti ef tekin væ-.ri. Jónas ÞcfrvalcV^on tefldi við Rometti og fékk þægilegri stöðu nokkuð fljótt. í 2(1. leik fórnaði hann riddara fyrir peð og hugðist fá mann í staðinn inn ian stundar, en Rometti átti þá völ á snotrum riddaraleik, sem breytti útreikningum Jónasar þann ig að hann lét skiptamun fyrir peðið sem hann tók. Tíu.leikjum síðar fór nú svo, að Jónas náði skiptamuninum 'aftur og hafði áfram peð umfram hinn, en eng in leið var að gera sér mat úr því, þar eð biskupar voru mis- litir. Jafntefli var samið eftir 52 leiki án þess að skákin færi í bið Hjá Jóni Kristinssyni varð heldur hagstæðara tafl upp úr byrjun inni heldur en hjá mótherjanum Des Lauriges, en lionum gekk samt crfiðlega að gera vinnings áætlun, og virtist helzt sem þar yrði jafntefli, þegar ekki voru eftir nema tveir menn hjá hvorum Fór skákin í bið og við rannsókn kom á daginn að Jón hafði bezta biðleikinn og átti völ á öðrum leik, sem leyndi mikið á sér. Má vera að andstæðingurinn hafi ekki gert ráð fyrir honum. — Varð hann að gefa annan manna sinna til að forða máti og mátti leggja niður vopn nokkru síðar. Höfðum við þá unnið Mónakó- menn með 2Vz gegn ll/^. Önnur únslit í riðllinum: Argejntína 3 Ekvador 1, Kanada 2Vé Austur Þýzkaland 11/2- Urugay sat yfir. Svo kom önnur umferð og þá fengum við Ekvadorbúa <and- spænis okkur. Björn tefldi við annan Yepez-bræðranna, sem þátt tóku í alþjóðamóti stúdenta heima þegið drottningarbragð. Var skák in í jafnvægi lengstum en þó ofur lítið hagstæðari Magnúsi, 'að því er virtist. Eftir að kóngsstaðan hans hafði olrðið fyrir nokkru skakkafalli, stakk Magnús upp á jafntefli, en hinn vildi fá að sjá næsta leik, áður en hann tæki boðinu. Brá Garces sér að því búnu til fyrirliða sveitar sinnar, sem féllst á jafntefli, en á meðan tók Magnús að hugsa sitt ráð og sýndist hann ná sóknarfærum, svo 'að hann var ekki lengur til viðtals um jafnteflið. Því miður reyndist þetta vera ofmat á stöð unni, sem þróaðist smám saman hinum í vil. Skákin fór í bið en tapaðist Magnúsi í seinni setunni Bragi Kristjánsson beitti hol- lenzkri vörn gegn Ottati og fékk brátt góð sóknarfæri, enda tefldi hinn veikt í upphafi. Náði hann skiptamun og peði gaf hinum kost á biskupi en hóbaði um leið mjög fallegu tveggja riddara máti, og varð upp úf: þessú óstöðvanídi sókn. Hvítur gafst upp eftir 38 leiki. Úrslit í okkar riðli: Ekva dor 3 ísland 1, Urugay 2 Mónakó 2, Argentína og Austur-Þýzkaland er enn óútkljáð, því að tvær skák ir fóru í bið. Argentína hefur unn ið eina skák, en jafntefli varð hjá einustu stórmeisturum okkar rið ils, þeim Eliskases og Uhlmanni. Gegn A.-Þjóðverjum gekk okk ur liörmulega illa 1 3. umferð. Þremur skákum lauk í fyrstu setu og öllum með tapi. Hin fjórða fór í bið, en er að heita má von- laus fyrir okkur. Björn fékk frí og lenti því Trausti á móti Uhl- manni, sem náði betri tökum strax í byrjun að segja má. Svo tapaðist honum maður og staða hans féll saman. Uppgjöf eftir 30 leiki. Jónas hafði hvítt gegn Malich og lét ekki sinn hlut eftir liggja framan af. Svo tók liann sig til og fórnaði manni til að ná kóngssókn, og mátti Malich gæta sín, en hann fann bezta svar. Jónas var ekki að sama skapi fundvís á góðs, framlhaldsleiki, enda tímalítill orðinn, og svo fór að klukkuvísir hans féll í von- lítilli stöðu. í nótt sem leið dreymdi svo Jónas, hvernig hann hefði getað unnið eða náð þrá- skák a.m.k., svo að fórnin átti þá rétt á sér þrátt fyrir allt. Skák Jóns og Fuchs var mikil þæfings skák lengst framan af, en Það háði Jóni óneitanlega að þurfa að binda drottningu og hrók við að valda einstætt peð. Hann reyndi þá að sprengja upp á kóngsvæng, og var það sjálfsagt rétt eins og á stóð, því iað báðir voru tíma Qitlir orðnir, en síðasta leiknum fyrir biðina lék Jón ekki sem ná- kvæmast, svo að útlitið er slæmt um framhaldið síðdegis í dag. Bragi, sem er veQ, að sér um byrj anir, tefldi bókleiki framan af, en þar kom að andstæðingurinn, Möhring, sá sér færi á að fórna skiptamun og láta síðan fylgja svo þrumandi riddaraleik, að eftir það varð engri vörn við komið. Eftirtekjan verður því rýr úr þriðju umferð, líklega hritfgur með gati. Hjá hinum sveitum rið ilsins fór talsvert af skákum í bið, og því verða úrslit þriðju umferðar ekki irakin í þessu bréfi Það er sólskin og sunnanvindur í ísrael þessa dagana, og andrúms loftið á Ólympíuskákmótinu er líka með ágætum undir kjörorði alþjóðasambands skákmanna „Gens una sumus“: Við erum all ir eitt. Föstudaginn 6. nóv. 1964 Baldur Pálmason. stæði KÁ. Margir bílar voru í stöðugum flutnlngum milli þess- ara staða. Gestir dagsins voru Ingólfur Jónsson landbúnaðarráðherra, Að- alsteinn Eiríksson námstjóri, og Svérrir Júlíusson formaður LÍU. í framkvæmdanefnd dagsins voru þessir menn: Árni Stefáns- son skólastjóri, Bjarni Pálsson skólastjóri, Valgarð Runólfsson skólastjóri, sem var formaður nefndarinnar. Framkvæmdastjóri dagsins var Ólafur Gunnarsson sálfræðingur, en fjáröflunarmaður var Óskar Magnússon kennari á Eyrarbakka. Starfsfræðsludagur Framhald af 5. síðu NLFÍ, Prentsmiðja Suðurlands, Mjólkurbú Flóamanna og verk- Viðræður Frh. af 1. síðu. m. k. Eftir því sem bezt er vitað reynir Sjú En Læ nú að finna nýj- an grundvöll fyrir hugsjónavið- ræður kínverskra og sovézkra kommúnista. Sum sovézku blöðin fluttu í dag stuttar fréttir um fundi toppkommanna en ekki minntust þau einu orði á fund Sjú En Læ og Bresjnev. Talið er að viðræður þeirra Bresjnev og Sjú En Læ einkum að því tvennu aS komast að samkomulagi um það hvort eða hvenær hugsjónafræð- ingar þeirra eiga að hittast aftur til viðræðna eftir 18 mánaða hlé, sem nú er orðið. Hitt atriðið er að hve víðtækri undirbúningsráð- stefnu í desember sovézki flokk- urinn eigi að stefna. Auglýsing frá Póst- og símamálastjórninni EVRÓPUMERKI1965 Hér með er auglýst eftir tillögum að Evrópufrímerki 1965. Tillögui’nar sendist póst- og símámálastjói’ninni fyrir 1. janúar 1965 og skulu þær merktar dulnefni, en nafn 'höfundar fylgja með í lokuðu umslagi. Póst- og símamálastjórnin mun velja úr eina eða tvær tillögur og senda hinni sérstöku dómnefnd Evrópusam- ráðs póst og síma CEPT, en hún velur endaixlega hvaða tillaga skuli hljóta verðlaun og verða notuð fyrir frí- merkið. Fyrir þá tillögu, sem notuð verður, mun listamaðurinn fá andvirði 2.500 gullfi’anka eða kr. 35.125,00. Væntanlegum þátttakendum til leiðbeiningar, skal eftir farandi tekið fram: 1. Stærð frímerkisins skal vera sú sama eða svipuð og fyrx’i íslenzkra Evrópufrímerkja (26x36 mm) og skal framlögð tillöguteikning vera sex sinnum stærri á hvern veg. 2. Auk nafns landsins og verðgildis skal orðið EUROPA standa á frímerkinu. Stafirnir CEPT (hin opinbera skammstöfun samráðsins) ættu sömuleiðist að standa. 3. Tillöguteikningarnar mega ekki sýna neins konar landakort. 4. Heimilt er að leggja fram tillögur, sem kunna að hafa verið lagðar fram áður. Reykjavík, 11. nóvember 1964. Póst- og símamálastjórnin. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 12. nóv. 1964 13

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.