Alþýðublaðið - 18.11.1964, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 18.11.1964, Qupperneq 6
1 AK VIÐ TJÖLDIN f RAJíSKT blað hefur birt ýmsar athugasemdir, sem gestir hafa skrifað í gestabók húsbónda nokkurs, en nafn hans er ekki get- ið. Ein beiskasta setningin þar er vafalaust þessi, undirrituð af leik- konunni Edwig Feuilliere: „H.iá karlmanni er ekkert það til, sem laðar konu eins að og umhugsunin um allt það illa, sem hún gæti gert honum.“ Og þar með getur Strindberg farið heim og lagt sig! BÓKAÚTGEFANDI einn í Milano, sem einkum gefur út glæpa sögur, hefur fundið upp á smábrellu til að auka söluna: Með hverri bók fylgir svefnpilla — ef svo skyldi fara, að þeir, sem iesa í rúminu, kæmust í slíkt uppnám af lestri bóka hans, að þeir gætu ekki fallið í eðlilegan gvefn. •Hinn heimsþekkti leikari Alec Guinness þurfti á sínum yngri árum oft að leika í smáleikhúsum í útborgum Lundúna, þar sem áhorfendur voru ósparir á að láta í ljós óánægju sína með frammistöðu, sem þeim féll ekki í geð. Kvöld nokkurt skall stórt hvítkálshöfuð á senuna. Þégar tjaldið féll, steig Guinness fram fyrir það, bað um hljóð og fékk það og spurði: „Er einhver hér meðal áhorfenda, sem hefur misst höfuðið?'1 DE GAULLE Frakklandsforseti var árum saman mikill reyk- ingai..a5ur, en svo sannfærðist hann um réttmæti staðhæfinga vís- indamanna um skaðsemi reykinga, og síðan hefur hann ekki kveikt hér í seinni einustu sígarettu — og hefur þar að auki hvorki reykt pipu né vindil. Það er kannski af þessu, að hann hefur fallið í sömu gröf og margir fyrrverandi reykingamenn — hann hefur leitað sér hugg- unar í sælgæti, með þeirri afleiðingu, að hann hefur aukizt all- verulega að ummáli. Þetta veldur frú de Gaulle verulegum áhyggjur og ekki líður sá dagur, að hún segi ekki: „Svona nú, Charles, farðu nú rólega. Þú ert verri en barnabörnin þín“. PAULA WESSELY er nú tekin að reskjast nokkuð, en samt. er hún enn talin hin fremsta meðal austurísk-þýzkra kvikmynda- stjárna. Hún hefur nú stofnað sitt eigið kvikmyndafélag, og af þvi tilefni var hún spurð, hvort hún mundi koma fram í nokkrum af myndum félagsins. Hún svaraði gleiðbrosandi: „Að ráða hana Wessely? Nei, ég hef svo sannarlega ekki efni á því!“ — ★ — HÉR er nýjasta sagan beint frá Moskvu: Maður gengur yfir Rauða torg og kem- ur þar að einum vini sínum, sem er að gefa dúfunum. „í>ú verður að flýta þér, félagi, þvi að það hefur verið samþykkt að fjarlægja all ar dúfur af torginu." „Nú, já“, segir dúfukarlinn. ,,Er það vegna væntanlegra fjöldagangna um torg- ið?“ ,,Ekki aldeilis. Hins vegar fer það í taugarnar á æðsta ráðinu að geta ekki gengið yfir torgið, án þess að heyra stöðugt „kru . . . kru . . . kru .. .. — ★ — Frétt frá Miinchen hermir, að „októbergleðin" þar í borg, sem er fyrst og fremst ölgleði hafi aldrei í manna minnnm tekizt eins vel. lifcrki þess, hve vel hún hafi tekizt mun vera að finna í þeirri staðreynd, að þyrstir gestir dembdu í sig hvorki meira né minna en 4Vi milljón lítra af öli, kráreigendum, bruggurum og ríkissstjórn til hinnar mestu ánægju. FRJÁLS ÁST Þrjár systur, sem höfðu séð hóru húsum fyrir ungum stúlkum, er þær höfðu komizt í samband við gegnum ayglýsingar eftir hús- hjálp, voru nýlega dæmdar í 20 til 25 ára fangelsi: fyrir hvíta þrælasölu af rétti éinum í Guanj uato í Mexlkö. Systurnar þrjár heita Eva, Mar ía de Jesus og Delfina Gonzales, og voru dæmdar ásamt hópi af körlum og konum, sem störfuðu fyrir þær. Við rannsókn málsins fann lögreglan lík, 29 lík af ung- um stúlkum grafin á ýmsum stöð | um náiægt byggingum nætur klúbbs nokkurs, sem systurnar áttu. Hjálparkokkar systranna fengu frá 5 upp í 26 ára fangelsi. Þessar systur höfðu staðið fyrir hvítri þræslasölu. í ákærunni sagði, að þær hefðu fyrirskipað útryTningu stúlkna sem urðu veikar og gátu ekki starfað í hóruhúsunum. * Á síðasta ári hefur hvorki meira né minna en 18 föngum tekizt að flýja úr fangelsinu í ameríska bænum Bolton. Af þess um sökum hefur bæjarstjórinn samþykkt, kannski til að móðga fangelsisstjórnina, að breyta nafni götunnar, sem fangelsið stendur við i Frelsisstræti. í!Hilllinn]{lDin!Ilí!l!l!!!H!!íi!!!!l!!!fll!iUiíl[l!!!HnnmmnmimminBilini!l!!lii!llinin!ll!II!!l!!I!!!I!l!!II!l!H®!Hn!ini!(!!!!!!m!nilIIl!llIlinin Japan hefur verið mikið á dagskrá undanfarið vegna Olyinpíuleikanna, sem þar eru nýlega afstaðnir. I Tókíó eru ivegalengdir allmiklar og samgöngur víða erfiðar. Þar hafa kon f ur leyst það vandamál hvernig fara skuli að því að hafa litlu i börnin með í bæinn, þegar engin er til barnafóstran heima, I og sést lausnin hér á myndinni. III! SMsmaaM Vita um fólginn fjársjóð, en engum leyfist að grafa SPENNAN, sem ríkir á landamær- um ísraels og Sýrlands, hindrar ísraelsmenn í að ná til fjársjóðs eins.sem grafinn var í eyðimerkur sandinn á þessu svæði af þýzkum hermönnum í fyrri heimsstyrjöld- inni. Hér er um að ræða fimm kassa af tyrkneskum gullpening- um, sem hafa legið þarna í jörðu síðan 1916. ísraelsmenn vita nú hvar kass- arnir liggja, en ekki er hægt að ná til þeirra, þar eð þeir liggja að nokkru leyti á landamæralínunni og að nokkru leyti Sýrlands megin við landamærin. Blaðið Yejiioth Aharonoth í Tel Aviy skýrði ný- lega frá því, að ísraelskur hænsna ræktandi, Moshe Skszydlak, sem býr rétt fyrir sunnan Tel Aviv, vissi hvar fjársjóðurinn væri fal- inn. Þegar maður þessi var látinn Iaus úr þýzkum fangabúðum 1945, fékk hann í hendur gamalt her- kort, þar sem nákvæmlega er merktur staðurinn, þar sem fjár- sjóðurinn liggur. Það var gamall Þjóðverji, herráðsliðsforingi úr fyrri heimsstyrjöldinni, sem gaf honum kortið. En ísraelsk yfirvöld hafa ekki tekið hann alvarlega, fyrr en upp á síðkastið, er fundizt höfðu í Jer- úsalem nokkur skjöl í skjalasafni í húsi því, sem verið hafði ræðis- mannsskrifstofa Þjóðverja á með- lan Palestína var brezkt verndar I svæði. í skjölum þessum var að finna fyrirmæli frá þýzka utanrík- isráðuneytinu til þýzka konsúlsins í Jerúsalem frá árinu 1939. í fyrir- mælunum er lagt fyrir ræðismann inn að hefja nákvæma leit- að þýzkum fjársjóði frá fyrri heims- styrjöldinni. í fyrirmælunum er staðsetningu fjársjóðsins lýst og staðurinn kemur lieim við afstöð- una, sem merkt er á kort Moshe Skszydlak. Jafnvel þótt sýrlenzk yfirvöld kunni að vita um hvar fjársjóður- inn er falinn, geta þau heldur ekki Framh. á 13. síðu. BANNA VESTRÆNA DANSA SUKARNO, forseti Indónesíu, er ráðinn í að bjarga siðferði Indó- nesískrar æsku með því að útrýma vestrænum dönsum og setja í stað- inn hinn dapurlega dans ,,lenso“. Vonast hann með þessu til að fá unglingana til að hætta við Twist og cha cha cha og rock, sem Su- karno telur ekki samrýmast virðu- leika sinnar indónesísku þjóðar. I lenso haldast dansendurnir í hendur og séu margir þátttakend- 1 ur í dansinum, mynda þeir hring j um einn af dansendunum, sem síð- I an velur sér einhvern úr hringnum til að dansa vlð. muni ekkert hafa á móti því að taka upp lenso. Opinberlega eru vestrænir dans- ar bannaðir í Indónesíu, og þeir sem dansa eftir vestrænu hljóð- falli, eiga á hættu að vera dæmdir í fangelsi. En þetta hindrar þó ekki, að ýmsir þeir, sem mest áhrif hafa meðal unglinganna, bjóði heim í „twist-partí’*. í menntamálaráðuneytinu telja menn, að sé vestrænum dönsum leyft að breiðast út meðal ungling anna, muni þeir grafa undan sið- ferði pilta og stúlkna á þeim árum, sem þau séu hvað móttækilegust í ræðu, er Sukarno hélt nýlega J"fyrir áhrifum. yfir stúdentum í Djakarta, sagði hann, að lenso skyldi verða vin- ' sæll. — Við gerum hann að indó- j nesískum þjóðdansi, sem komi í ! stað vestrænna dansa eins og twist og cha cha cha, sagði hann. Upplýsingamálaráðuneytið í Dja karta segir, að vestrænu dansarn- ir hafi náð fótfestu meðal unglinga í Indónesíu, en telur þó, að þeir í Semarang á Jövu sundraði lög- reglan nýlega einkaboði og flutti þátttaliendur á lögreglustöðina, þar sem þeir sluppu með áminn- ingu í það skiptið. Ungir Indónes- íumenn hafa reynt að verja hina vestrænu dansa á þeirrl forsendu, að hljóðfaliið sé svo hratt, að ekki sé tími til „ósiðlegra“ hugsana á meðan þeir séu dansaðir. £ 18. nóv. 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.