Alþýðublaðið - 18.11.1964, Síða 7
V
TIL MINNINGAR UM ÓLÁF FRIÐRIKSSON
X dag veiður til moldar bor-
inn brautryðjandinn, baráttu-
maðurinn og rithöfundurinn
Ólafur Friðriksson.
Með fráfalli Ólafs er í val-
inn fallinn sá maður er íslensk
alþýða og verkalýðshreyfing á
einna mest að þakka, að mörg
um þeim öðrum ógleymdum
er brautina ruddu.
Ólafur var fæddur á Eski
firði 16. ágúst 1886 og var því
fullra 78 ára er hann féll frá
12. þ.m. en hann hafði við
vanheilsu búið nokkur hin síð
ustu ár.
Ólafur var einn af þeim
fáu unglingum síns tíma, er
fékk að njóta skólamenntunar.
Hann lauk gagnfræðaprófi á
Akureyri vorið 1903 en fór svo
þrem árum sjðar til Kaup-
mannahafnar og var þar við
nám og ritstörf í átta ár eða
til 1^14, að hann kom heim
fullur æskuþrótti og eldmóði
jafnaðarstefnunnar sem hann
hafði kynnzt í Kaupmanna-
höfn og hrifizt af.
Ólafur Friðriksson var ekki
einn af þeim er grófu pund sitt
í jörðu. Þegar heim kom, tók
hann strax til starfa. Á Akur
eyri, en þar átti hann heima,
stofnaði hann jafnaðarmanna-
félag liið fyrsta hér á landi
og útgáfu blaðsins „Dagsbrún“
réðst hann í til þess að ná
betur til manna um boðskap
sinn, jafnaðarstefnuna.
Á þessum árum 1914 - 15
var talsvert að togaramönnum
þrengt.
Vökulög voru þá engin til
og, var mönnum þá stórlegn
ofþjakað með vökum og vinnu,
auk þess sem kjörin voru slæm
og versnandi.
Sumarið 1915 vaknaði áhugi
manna fyrir stofnun sjómanna
félags, til þess í gegnum það
að vinna sér aukin réttindi og
kjarabætur og -átti Ólafur
Friðriksson auk Jóns Guðna-
sonar . og Jónasar Jónssonar
frá Hriflu stærsta báttinn í
að það skyldi takast, en Há-
setafélag Reykjavíkur (nú Sjó
mannafélag Reykjavíkur) var
stofnað 23. okt. 1915. Ólafur
var strax kosinn í stjórn fél
agsins, tvö fyrstu árin var hann
ritari þess og svo síðar, eða
1928 - 50 varaformaður auk
þess sem hann gegndi ýmsum
öðrum störfum í þágu þess.
Ahuga og starfsþreki Ólafs
vo.ru engin takmörk sett. Hann
átti stærsta þáttinn í stofnun
Aþýðuflokksins og AJþýðusam
bandsins árið 1913 og varð
fyrsti ritstjóri Alþýðublaðsins
10(19. í stjórn vmf. Dagsbrún
átti hann sæti í nokkur ár
jafnframt þvi að vera í stjórn
Sjómannafélagsins. í bæjar-
stjórn Reykjavíkur var hann
fulltrúi Alþýðuflokksins um
tveggja áratuga skeið. Hér er
aðeins fárra þátta getið í hinni
miklu og merkilegu lífssögu
Ölafs Friðrikssonar. sem sann
arlega er samtvinnuð sögu ís-
l.enzku þjóðtarinnár á þessu
tímabili framfara, aukinnar
mannúðar og menningar.
Ég er þessar línur rita átti
því láni að fagna að starfa
með Ölafi Friðrikssyni í stjórn
Sjómannafáilags Reykjavíkur
í Alþýðusambandinu og Álþýðu
flokknum og' hefi honum mik
ið að þakka.
Sjómannastétlin svo og öll
alþýðan á honum þakkarskuld
að gjalda er bezt verður af
hendi leyst og Ólafi mest að
skapi með því að halda hátt
á lofti merki því er hann hóf
fyrir réttum fimmtíu árum, er
hann kom aftur heim til lands
ins að námi loknu.
Persónulega og fyrir hönd
sjómanna færi ég Ólafi þakk
ir fyrir ómetanleg störf hans
og votta syni hans og öðrum
aðstandendum samúð.
Þótt Ölafur Friðriksson sé
nú horfinn, farinn þá leið er
við öll eigum fyrir höndum,
mun minning hans lengi Iifa
með íslenzkri þjóð.
Jón Sigurðsson
stofnaði hann þar jafnaðar-
mannafélag, hið fyrsta á ís-
landi, en jafnaðarstefnunni
hafði Olafur kynnzt í Dan-
mörku og var sannfærður um,
að hún ætti mikið og nauðsyn-
legt erindi til íslendinga
Hann kom því einnig til leið-
ar, að verkamannafélagið á
Akureyri hafði sérstakan lista
í kjöri við bæjárstjórnarkosn-
ingar þar í janúar 1915 og bar
sigur úr býtum.
Til Reykjavíkur fluttist Ólaf-
ur vorið 1915 og átti þar heima
síðan. Varð þess skjótt vart, að
nýr maður með nýjar hugsjónir
var kominn í bæinn. Hann hóf
þegar útgáfu á litlu blaði, Ðags-
brún, og var sjálfur ritstjóri
þess. Hann átti mikinn þátt í,
að Hásetafélag Reykjavíkur
(síðar Sjómannafélag Reykja-
víkur) var stofnað 1915 og átti
sæti í fyrstu stjórn þess. Hann
hefur sjálfur lýst erindi sínu
til höfuðborgarinnar með þess-
um orðum:
„Ég kom til þess að sann-
færa íslendinga um, að nauð-
synlegt væri, að þeir tækju
upp að minnsta kosti að nokkru
leyti fyrirkomulag jafnaðar-
stefnunnar”.
Fyrir þessu barðist Ólafur
Friðriksson á margan veg. Hann
vann að eflingu félagssamtaka,
bæði fræðilegra félaga jafnað-
armanna og stéttarfélaga. Und-
ÓLAFUR Friðriksson ritstjóri
var fæddtir á Eskifirði 16. ágúst
1886. Foreldrar hans voru Frið-
rik Möller kaupmaður og póst-
afgreiðslumaður þar, siðar póst-
meistari á Akureyri, og kona
hans Ragnheiður, dóttir Jóns
Ólafssonar bónda á Helgavatni
í Vatnsdal. Er föðurætt Ólafs
dönsk að langfeðgatali, en hafði
flutzt hingað til lands um
aldamótin 1800 eða fyrr, en
giftir voru þeir frændur ís-
lenzkum konum. Föðurmóðir
Ólafs Friðrikssonar var til dæm
is að taka Margrét, dóttir séra
Jóns Jónssonar á Grenjaðar-
stað og systir þeirra Björns
Jónssonar, ritstjóra Norðan
fara, og Guðnýjar Jónsdóttur
skáldkonu, ömmu Haralds pró-
fessors Níelssonar.
Ólafur ólst upp með foreldr-
um sínum á Eskifirði fram yfir
aldamót. Þá fluttist hann til
Akureyrar til systur sinnar,
sem þar var gift. Hann lauk
gagnfræðaprófi á Akureyri
vorið 1903. Árið 1906 fór hann
til útlanda og dvaldist þar í
átta ár við nám og ritstörf,
lengst af í Kaupmannahöfn, en
fór þó miklu víðar um. Hann
las ákaflega margt á þessum ár-
um og gerðist fjölfróður maður
og prýðilega menntaður.
Heim til Akureyrar kom Ól-
afur sumarið 1914 og dvaldist
þar þangað til vorið eftir. Þá
ir stjórn hans lenti Sjómanna-
félag Reykjavíkur í verkfalli
1916, einhverju harðasta verk-
falli, sem það hefur staðið í.
— Ólafur átti sæti í stjórn fé-
lagsins 1915-17 og 1928-50,
lengstum varaformaður. í
stjórn Dagsbrúnar var hann ár-
in 1928-32, en í báðum þessum
félögum starfaði hann geysi-
Ólafur Friðriks son flytur ræðu,
mikið, hafði drjúg áhrif á
stefnu þeirra og markaði djúp
spor í hugsunarhátt einstakra
félagsmanna.
Ólafur átti góðan þátt í, að
Alþýðusamband íslands var
stofnað 1916 og átti sæti í
stjórn þess 1916-24 og aftur
1930-32. Sama ár var Alþýðu
flokkurinn stofnaður til þess
að hefja og halda uppi sókn á
stjórnmálasviðinu fyrir bættum
hag almennings í anda jafnaðar
stefnunnar. Hafði Ólafur Frið-
riksson áður beitt sér fyrir
beinni þátttöku verkamanna í
kosningum, eins og vikið var að
hér að framan. Nú var sú sókn
hert víða um land. í Reykjavíic
Framhald á 10. síðu
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 18. nóv. 1964 J