Alþýðublaðið - 18.11.1964, Síða 10

Alþýðublaðið - 18.11.1964, Síða 10
í'; Ölafur Friðriksson Hann kom þegar þörfin var mesf,.. Framhald úr opnu. an þátt í deilum og átti stund- um upptök að þeim, en það var einna líkast því, sem hann liti á þær sem umræður, leik, sem styrkti samheldnina í barátt- unni, en gáetu ekki orðið til sundrungar eða vinslita. Þá varð hann oft fyrir vonbrigð- um. V. Eldri Reykvíkingar muna fundahöld fyrri tíma. Þá voru allir stórfundir haldnir í Bár- unni og þaðan man ég Ólaf Friðriksson bezt sem funda- mann. Hann gekk alltaf fremst- ur. 'í átök'um. Hann gekk aldrei settum ákveðnum skrefum upp að ræðupúltinu heldur stökk hann þangað, sneri sér strax að umræðuefninu og slöngvaði slagorðunum yfir fundarmenn. Það þýddi ekkert fyrir andstæð ingana, að ætla sér að slá hann út af laginu með því að kalla fram í fyrir honum, því að taf- arlaust, svaraði hann fyrir sig á þann hátt, að sá sem kallaði varð að athlægi. Þá greip hann stundum til orðaleikja. Eins og þegar einn helzti íhaldsjaxlinn, sem aldrei hafði dyfið hendi í halt vatn, kallaði fyrirspurn til hans um málefnið sem um var rætt og Ólafur lét sig hafa það að kalla á móti: „Snáfaðu niður á eyri”. — Og Báran nötraði af hlátri, því að engum hafði til hugar komið, að slíkur maður gæti nokkuð unnið að gagni niður á eyri. Ég held að mér skjátlist ekki, að öll fyrstu árin hafi Ólafur verið á fundum á hverju ein- asta kvöldi. Þá voru fundir félaganna baráttufundir, og alltaf var Ólafur helzti ræðu- maðurinn. Fólkið kom til Ól- afs og sagði: „Við þurfum að halda fund“. „Já”. sagði Ólafur. „Hann verður að vera annað kvöld, og þú verður að tala“. „Já”, sagði Ólafur, „um eitt- hvað sérstakt?” „Já, við þurfum að segja upp samningum”. „Já”, sagði Ólafur. Svo auglýstu menn fundinn, gengu frá fund- arhúsinu — og svo kom Ólafur þjótandi, stökk upp á ræðupall og talaði eld í fólkið. Ég man ekki til þess, að Ólafur væri í samninganefnd. Það getur þó verið, að hann hafi einstaka sinnum átt sæti við samninga- borð andspænis útgerðarmönn- um, en hann var ekki lagaður fyrir slíka fundi, undi sér þar ekki og leiddist þeir. Hins veg- ar var hann alltaf harðastur allra manna í kaupdeilum, sam- þykkti síðastur tilboð, gekk alltaf lengst í kröfum. Hann reiddist illa að því er virtist, ef einhver dró úr eða taldi deilu tapaða. Einu sinni áttu verkakon- ur í harðvítugri deilu og Dags- brún lenti í henni líka. Á smá- fundi hvatti ég til samninga ef unnt væri, taldi aðstöðu verka- kvenna erfiða, vildi reyna að semja, en fara síðan aftur ðf stað að ári. Ólafur réðst harka- lega á móti þessu, og verkfall- inu var haldið áfram. Daginn eftir tók Ólafur mig afsíðis, vildi tala við mig einslega og sagði og studdi hendinni á öxl- ina á mér. „Hefði þetta verið í byltingu, þá hefði ég fyrirskip- að að skjóta þig. Það er dauða- sök að tala um uppgjöf þegar komið er að örlagastundu.” — Hann hefði hvorki skotið einn eða neinn. Annars kom okkur Ólafi allt- af mjög vel saman. En honum lynti illa við þunglamalega þumbara, sem voru lengi að velta málum fyrir sér og tóku ekki neina afstöðu. Ólafur var ekki „theoretískur" jafnaðar- maður. Það voru tilfinningarn- ar og hjartað sem stjórnuðu honum. Hann var baráttumaður augnabliksins og lifði því full- komlega. Hann veifaði hendi afgerandi þegar rætt var um framtíðarverkefni. Koma dag- ar, koma ráð. Hann kom ekki nærri fjármálum, enda fannst honum alltaf að þau skiptu ekki miklu máli. Og þó var hann alltaf að berjast fyrir fimmeyringum handa verka- fólkinu. VI. Við unnum mörg ár saman við ritstjórn Alþýðublaðsins, og þó að hann væri ekki fastúr starfsmaður, kom hann daglega og oft á dag. Eins og kunnugt er hafði Ólafur mikla unun af náttúrufræði og fór víða um land og skoðaði það, gróður þess, jarðmyndanir og annað. í blaðinu er langur greinaflokkur um landið og gróður þess, sem hann skrifaði og undirritaði: Náttúruskoðarinn. Meðan hann var ritstjóri í seinna sinnið, stóð hann í stöðugum bréfa skriftum út um heim og pantaði rit og fræ og plöntur. Bréf bár- ust í tugatali og fræbögglar, stönglar og plöntur í moldar- kögglum. Mér var illa við þetta drasl, en Ólafi gramdist, ef hann varð var við það, og sagði sem satt var, að á þessu hefði ég „hreint ekkert vit”. Það var hann, sem flutti inn pílvíðinn og þess vegna minnist ég alltaf Ólafs Jþegar ég sé í görðunum þessa harðgerðu viðartegund. Ólafur fékk ósköp af teinung- um utanlandsfrá og auglýsti svo í Alþýðublaðinu, að hver sem hafa vildi gæti komið og fengið pílvið, „stinga honum bara niður í moldina, og svo vex hann”. Og svo birtum við daglega í blaðinu: „Tíu fengu pílvið í gær“, „Þrjátíu hafa feng ið pílvið", „837 hafa nú fengið pílvið í Reykjavík”. — Ólafur fékk land í Fossvogi, sem hann kallaði Faxafen — og þar stund aði hann margskonar ræktun. Eitt sinn sýndi hann mér full- an poka af fræi. „Það er bara að strá því á jörðina svo kemur það upþ’, sagði hann. Ólafur hafði mörg járn í eldinúm. Hann var sískrifandi. Hann lét mig einu sinni sjá handritasafn sitt. Þarna voru drög að smásögum og drög að leikritum. Nokkrar bækur komu frá hans hendi undir höf- undarnafninu Ólafur við Faxa- fen. Einu sinni minntist ég á það við hann, hvort hann vildi ekki skrifa endurminningar sínar. Hann féllst á það. Ég sagði eitthvað á þá leið, að ég skyldi tala við útgefanda, hann mundi borga mjög vel, en þó ekki fyrr en handrit lægi fyrir, þá mundi hann borga það kon- tant og eins ef um tvö bindi yrði að ræða. Ólafur hafði áhuga á þessu og svo hittust þeir heima hjá mér útgefandinn og Ólafur og ágætir samningár tókust. Svo liðu mánuðir og þeir urðu að ári. Þá spurði ég Ólaf hvernig. gengi. „Jú“, sagði hann. „Ég er nú alltaf að rannsaka Esjuna. Fyrsta bind ið verður um hana“. Fæstir njóta eldanna, sem fyrstir kveikja þá. Atvikin, ör lögin, eða hvað menn vilja kalla það, urðu á þann veg, að tíma- bil Ólafs Friðrikssonar stóð ekki nema í um það bil þrjá áratugi. Hann var eldhugi og brautryðjandi, en ekki maður þrautseigs, þreytandi og lang- vinns baráttustarfs. „Bara stinga því niður í moldina, svo kemur það iipp“. Hann varð ein fari hin síðari ár og svo varð hann sjúkur. En hrópandans rödd í eyði- mörkinni var sterk og mynd- ug. Hann vakti fólkið af svefni, hann reif það upp úr mókinu, hann hratt því af stað. En hrað- inn varð svo mikill í þjóðfélag- inu að jafnvel sá, sem horfði hæst og sá vfðast gat ekki fylgst með. En starfið lifir hjá fólk- inu eins og pílviðurinn skýlir nú mörgum gróðri og stendur styrkur og grænn af sér flest veður. V. S. V. Hann frúði á málsfað sinn ... Framhald af síðu 7. buðu verkalýðsfélögin fram sérstakan lista við kosningu endurskoðenda bæjarreikning- anna í desember 1915 og fengu endurskoðandann kosinn. í janúar 1916 fékk Alþýðuflokk- urinn í Reykjavík 3 menn kosna af 5, er kjósa átti. Sama ár fékk hann mann (Jörund Brynjólfsson) kosinn á alþing fyrir Reykjavík. Sjálfur sat Ól- afur í bæjarstjórn Reykjavíkur fyrir Alþýðuflokkinn árin 1918- 38. Hann var endurskoðandi bæjarreikninganna frá 1930 og þar tiíl heilsan leyfði það ekki lengur. Ekki kvað minnst að blaða- mennsku Ólafs Friðrikssonar. Hann var ritstjöri Dagsbrúnar, sem áður var getið, meðan það blað kom út (til 1919). Hann var fyrsti ritstjóri Alþýðublaðs- ins, sem var stofnað 29.' okt. 1919, og annaðist ritstjórn þess til 1922. Aftur var hann ritstjóri Alþýðublaðsins 1929- 32. Skrifaði hann jafnan mikið í blöðin sjálfur. Hann var flest um mönnum ritfærari. Hef ég lýst þeirri íþrótt hans að nokkru í grein, sem ég skrifaði um hann sjötugan í Alþýðu- blaðið 16. ágúst 1956. Skal það ekki endurtekið hér, nema það sem þar segir, að undirstaðan undir ritsnilld hans hafi verið „óvenju skörp hugsun, mikil og fjölbreytt þekking, sterk löngun til að verða þjóð sinni að gagni og örugg sannfæring um, að fyrir réttum málstað sé barizt”. Þá langar mig til að taka hér upp lýsingu mína á ræðu- mennsku Ólafs Friðrikgsonar úr sömu grein: „Hann var fund armaður, svo að af bar: mælsk- an mikil og glæsileg, gaman- semin jafnan tiltæk, en þung alvara undir, hugsunin rökföst og skýr, tilfinningin blossandi heit. Fáum mönnum var jafn- lagið og honum að tala til heil- ans og hjartans í senn”. Þótt ritgerðir og greinir Ól- afs Friðrikssonar um þjóðfé- lagsmál séu merkastar ritsmíða hans, liggur þó fleira eftir hann á því sviði. Hann hefur skrif'að margt um náttúrufræði leg efni, en um þau liugsaði hann mikið, átti lengi gróðrar- stöð í Fossvogi og var jafn áhugasamur um ræktun lands- ins og ræktun mannlífsins. Hann tók saman ársritið Sól- skin árið 1936 fyrir barnavina- félagið Sumargjöf. Það hefti ber heitið Við Tjörnina, og lýs- ir dýralífinu þar, prýðilega samið rit og skemmtilegt, í samtalsformi milli kennslu- konu og þriggja barna á mis- munandi aldri. Og einu sinni gerði Ólafur það sér til gam- arxs að semja skemmtilegan reyfara undir höfundarnafninu Ólafur við Faxafen. ' Mörg síðustu árin átti Ólafur við vanheilsu að stríða. Hann lézt í Landsspitalanum aðfara- nótt fimmtudagsins 12. nóvem- ber sl. Ólafur var kvæntur danskri konu, sem Anna Christensen Hejnæs hét. Hún lézt 1960 og hafði lengi veitt Hljóðfærahúsi Reykjavíkur forstöðu. Sonur þeirra er Atli, forstjóri í Reykjavík. Hér hefur verið farið fljótt yfir sögu og stiklað á stóru um ævistarf hins bjartsýna braut- ryðjanda og eldheita baráttu- manns, Ólafs Friðrikssonar. — Aðrir munu gera ýmsum köfl- um þeirrar sögu rækilegri skil. En ég ætla að ljúka þessum greinarstúf með því að taka upp nokkrar línur úr fyrrnefndri af- mælisgrein minni um Ólaf, því að ég þykist ekki geta lýst hon- um sannar eða réttar: „Ólafur Friðriksson hefur alla ævi sett baráttu fyrir hug- sjónum ofar öllu öðru. Hann hefur trúað á málstað sinn, trúað á sigur sannleika og rétt- lætis. Hann hefur trúað á land sitt og þjóð, trúað á mögu- leikann að skapa hér gott og menningarríkt þjóðfélag. Þessi trú hefur aldrei brugðizt hon- um. Hún hefur yljað honum á köldum stundum, hún hefur gefið honum þrek, þegar allar bjargir sýndust bannaðar. Og hún hefur varðveitt hjarta hans hlýtt og óspillt”. Ólafur Þ. Kristjánsson. SENDISVEINN Kaupi SMURT BRAUÐ Snittur. óskast. — Vinnutími fyrir hádegi. hreinar tuskur Opið frá U. 9—XS.S0. Brauðstofan AfþýðublaðiÖ Sími 14 900. Bólsturiðjan Vesturgötn 25. Freyjugötu 14. Sími 16012 •i> Pússníngarsandur Heimkeyrðui 'ussningarsandur og vikursandii' -ígtaður eða ásigtaöur vir húsdvrnar eOa kominn un •>> hæO sem er. eftir óskum kaupenda. SANDSALAN ■•u’ ^iiiðavof u± Sim) 41920 •j 10 18-nóv-1964 — alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.