Alþýðublaðið - 18.11.1964, Side 14

Alþýðublaðið - 18.11.1964, Side 14
24 18. nóv. 1964 - ALÞÝÐUBLAÐID . HW' MæSrastyrktarnefnd Hafnar- fjarðar hefur opna skrifstofu alla miðvikudaga frá kl. 8wl0 s.d. í Alþýðuhúsinu. Tekið verður á móti fatnaði og öðrum gjöfum til jóla. Æskulýðsstarf Nessóknar: Fund nr fyrir 10— 12 ára stúlkur í dag kl. 5 og 13 — 17 ára stúlkur kl. 8.30 í fundarsal Neskirkju. Fjöl- breytt fundarefni. Sr. Frank M. Halldórsson. Félagsfundur Hjarta og æða- verndarfélag Hafnarfjarðar held ur almennan 'félagsfund í Góð- templarahúsinu í kvöld kl. 8,30. Húsmæður! * Munið fræðslufund Húsmæðra- félags Reykjavíkur miðvikudaginn 18. nóv. kl. 8,30 í Oddfellow, niðri, og verður að þessu sinni tekið til meðferðar grillofn og stór sýn- ing verður á ýmsum tegundum á emurðu brauði. Sérlært fólk kem- ur og svarar spurningum. Allar húsmæður eru velkomnar. Nýlega voru gefin saman í hjónaband í Dómkirkjunni af sr. Óskari J. Þorlákssyni, ungfrú Elisa bet Magnúsdóttir og Baldvm Ein arsson, Hverfisgötu 90. (Studio Guðmundar, Garðastræti). HMívmvmmmvnmwmt Flateyrar- söfnunin SÖFNUN vegna sjóslys- anna á Flateyrarbátunum tveimur, sem fórust í s£ð- asta mánuði, stendur nú yf- ir. Tekið verður á móti fram- lögum á Biskupsskrifstof- unni og hjá dagblöðunum öllum. WWVWVWV IWWWWWWWWWV Nýlega voru gefin saman í hjónaband af séra Jóni Guðna- syni ungfrú Gugrún Þórarna Þór- arinsdóttir frá Suðureyri og Jón Haukur Hermannsson rafvirki frá Reykjavík. Heimili þeirra er að Pólgötu 6, ísafirði. (Studio Guð mundar, Garðastræti). Hjúkrunarkonur! Athugið að skila munum á bazar til Jóhönnu Björnsdóttur á Lands spítalanum eigi síðar en fimmtu- daginn 19. nóvember. KIRKJUKVÖLD Á KIRKJUKVÖLDI sem haldið verður í Hallgrímskirkju næstk. fimmtudagskvöld kl. 8,30, talar dr. Bjarni Benediktsson forsætisráð- herra um nýafstaðna ísraelsför sína. Svala Nilsen syngur einsöng með undirleik Páls Halldórssonar, og kirkjukórinn aðstoðar. Allir eru velkomnir. 7.00 12.00 13.00 14.40 15.00 17.40 18.00 18.20 18.30 18.50 20.00 Miðvikudagur 18. nóvember Morgunútvarp — Veðurfregnir — Tónleik- 20.15 ar. 7.30 Fréttir. — 7.50 Morgunleikfimi. — 8,00 Bæn. — 9.00 Útdráttur úr forustugrein- um dagblaðanna. Hádegisútvárp. ,,Við vinnuna": Tónleikar. „Við, sem heima Sitjum": Framhaldssagan „Katherine“ eftir Anya Seton, XI. Síðdegisútvarp. Framburðarkennsla í dönsku og ensku. Útvarpssaga barnanna: „Þorpið sem svaf“ eftir Monique de Ladebat. — Unnur Eiríks dóttir þýðir og les. VIII. Veðurfregnir. Þingfréttir. — Tónleikar. Tilkynningar. 1— 19.30 Fréttir. Konur á Sturlungaöld. III. 23.35 21.30 22.00 22.10 23.00 Helgi Hjörvar. Kvöldvaka: a) Hvannalindir, fyrra erindi. Benedikt Gíslason frá Hofteigi. b) íslenzk tónlist: Lög eftir Bjarna Þorsteins son. c) Frá Yorkshire. Einar Guðmundsson kennari. d) Kvæðalög. í tónleikasal: Sellósnillingurinn Caspar Cassado og kona hans Chieko Hara leika són ötu í F-dúr, op. 99, fyrir selló og píanó eftir Jóhannes Brahms. Fréttir og veðurfregnir. Létt músik á síðkvöldi. Bridgeþáttur. Hallur Símonarson, Dagskrárlok. Fiskskortur Framhald af 16. síðu. maðurinn halda Því fram að Veð- urstofan ætti hér nokkra sök á, með því að spá verra veðri til stóð, þannig að bátarnir hafa ekki farið út. Fiskmiðstöðin hefur 6 fasta báta, sem 'allir veiða með línu. Aflinn er mestmegnis ýsa, en nokkuð af þorski með. Aldrei lief ur borist svo mikið að, að hægt hafi verið að hengja upp fisk, eða salta, nema í mjög smáum stíl. Dagsaflinn hefur verið um 10— 15 tonn, en til að fullnægja eftir- spurn viðskiptavinanna þarf mið- stöðin að fá 30—40 tonn á dag. Verkstjórinn sagði að ástandið hafi raunar verið svo slæmt að undanförnu, að hann sjálfur hafi ekki einu sinni átt afgangs nýjan fisk fyrir sitt heimili. Loks sagð- ist hann ekki sjá annað ráð vænna, en að allar húsmæður í „Stór-Reykjavík” sameinuðust í einu allsherjar bænaátaki til mátt arvaldanna um betri gæftir fyrir bátana og skarpari spádómsgáf- ur hjá Veðurstofunni. Við höfðum líka samband við Veðurstofuna. Þar varð Páll Berg þórsson fyrir svörum. Hann sagði að vitaskuld yrði Fiskmiðstöðin að hafa einhverja afsökun eins og aðrir, en staðreyndin væri sú, að tíð hefur verið mjög óstöðug að undanförnu. Þó veður sé ssemi legt í landi, sé engin trygging fyr- ir því að gott sé á miðunum. —■ iRaun^ejrule^ hafi veðrljð ekki farið að skána neitt að ráði fyrr en í gærmorgun og þá hafi spáin raunair gengið eftir. Að lokum sagði Páll. - Við getum ekki verið 100% hérna á Veðurstofunni og við erum tiltölulega ánægðir með an við erum með yfir 50% réttar spár. twwwwww*wwwwwwwww HVER ER MAÐURINN? Svarið er á næstn slðu. Aðalfundur Al- þýðuflokksfél. Vestmannaeyja Vestmannaeyjar. Alþýðuflokksfélag Vest- mannaeyja lieldur að'alfund sinn fimmtudagskvöld 19. nóv. kl. 8,30 að Hótel HB. 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á þing Alþýðuflokksins. 3. Önnur mál. Suðaustan stinningskaldi, sums staðar él. I gær var vaxandi austanátt sunnanlands, en ann- ars staðar hægviðri. í Reykjavík var austnorðaust an kaldi, frost mældist 2 stig. Karlinn hcfur tekið hvotsóttina og er með óráði. Hann kallar til dæmis kellinguna elsk- una sína . . . Á þessum síðustu og verstu spillingartímum, skyldu menn hafa það hug- fast að það er t. d. ekki öll- um hent að ljúga. Góður lygari verður að hafa gott minni. . . Frélsun í „Landinu helga“ (Heimild: Þjóðv). Hann fékk, samkvæmt nýjustu fregnum, frelsun á sálinni. Hann gekk eins og úlfaldi gegnum gatið á nálinni. Kankvís.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.