Alþýðublaðið - 25.11.1964, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 25.11.1964, Blaðsíða 4
 Lausanne, 23. nóvember (NTB - Reuter) LÖGREGLAN í Lausanne í Sviss staðfesti í dag að dular- fulla ljóshærða stúlkan", sem misst hefur minnið, væri Reidun Lindskog frá Lier í Noregi. Lögreglan lýsti þessu yfir þegar hún hafði rannsakað upplýsingar frá Noregi og eig- inkona norska ræðismannsins hafði lieimsótt hana á sjúkra- liúsinu. Þá talaði hún norsku reiprennandi. Áður hafði hún aðeins talað dálítið í þýzku og dálitið í ensku með amerískum lireim. Lögreglan segir, að Reidun Lindskog muni dveljast nokk- urn tíma á sjúkrahúsinu, enda liafi hún ekki að fullu náð sér. Auk þess verði að rannsaka nánar kringumstæður í sam- bandi við það hvernig hún skaut skyndilega upp kollinum I Sviss. Hún fannst meðvit- undarlaus í skógi skammt frá Lausanne fyrir 19 dögum. Systir Reidun, Astrid Lind- skog, sem er 20 ára, fer til Lausanne ásamt tveim sviss- neskum blaðamönnum á morg un í boði blaðs þeirra. Önmir systir hennar verður í för með Astrid og munu bær sækja hana. Upphaflega átti Astrid Lindskog að staðfesta; að „dul arfulla ljóshærða stúlkan" væri systir hennar. Erú Augusta Lindskog seg- ir í viðtali við NTB, að það sé fjölskyldunni mikilli léttir að staðfest sé að það er Reidun Lindskog sem liggur á sjúkra húsinu í Lausanne. Fjölskyldan hafi verið viss um að það hafi verið hún síðan myndin af henni birttst í blöðunum. Frétt in hafi sem sé ekki komið á óvart, enda hafi nokkrum sinn um áður komið fyrir áð Reidun hafi misst mtnnið. Það sé bata merki, að hún sé farin að tala norsku. er Dularfulla stúlkan er Re idun Lindskog Alfreð Gíslason (K) hélt því fram að viðreisnin liefði nú beðið algjört skipbrot þar sem ríkisstjórnin setti fram lagafrumvarp um að koma því á, sem hún Iiefði afnumið fyrir fjórum árum, Forsætisráðherra svaraði ræðu Alfreðs og sagði, að svo góður lækn- ir sem liann væri, þá hlyti hann að vita, að það færi mjög eftir ástandi sjúklingsins á hverjum tíma livaða lyf ætti að gefa. Lyf sem stundum gætu bjargað, gætu undir öðrum kringumstæðum reynst lifshættuleg. Kvaðst forsætisráðherra spá þyí, að viðreisnin ætti eftir að lifa löngu eftir að pólitískri sögu Alfreðs Gíslasonar væri lokið. Urðu síðan nokkrar umræður, og tóku þátt í þeim að auki Ólafur Björnsson (S) og JHelgi Bergs (F). Málinu var sva vísað til 2. umræðu og fjárhags- nefndar. OKUSKOLI. Pétur Pétursson (A) hefur lagt fram svohljóðandi þingsályktunartillögu: Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að undir- búa löggjöf, svo fljótt sem verða má, um ökuskóla. Miða skal við að stórauka verklegt og bóklegt nám þeirra, sem ganga undir ökupróf og fá ökuskírteini. Lðggjöf þessi skal undirbúin í samráði við lögreglu- stjóra og bifreiðaeftirlitið. í greinargerð með tillögu Péturs segir meðal ann- ars: Hinir tíðu árekstrar og umferðaóhöpp, svo að ekki sé talað um hin alvarlegu umferðarslys, hljóta að eiga rót sína að rekja til einhverra orsaka. Ég held, að langliklegustu orsakirnar séu kæruleysi og van- þekking ökumanna, Auðvitað er oft um óviðráðanleg slys að ræða, en að sá aragrúi árekstra, sem hér verður daglega, geti talizt eðlilegur, held ég, að sé alveg útilokað. Ég held, að fjöldamargir geri sér ekki Ijóst, hvað það er raunverulega vandasamt verk að aka bifreið. Ég'tel, að með strangri og vel skipulagðri kennslu, bæði í ökutækni jog umferðarregl.um, ætti aðgát og öryggi bifreiðastjóra að verða meiri •cn nú er, og þegar frá líður hlýtur slík kennsla að verða til bóta varðandi umferðina. Úrslit kosninga Framhald 'af síðu 1. i | Skarphéðinsson, Akureyri, Kristj | án Sigurðsson, Siglu- | firði, Einar M. Jóhannesson, Húsa , vík, Magnús Bjarnason, Sauðár- krók, Sigurjón Sæmundsson, Siglufirði, Steindór Steindórsson, Akureyri. Austurland: Arnþór Jensson, Eskifirði, Guðlaugur Sigfússon, Reyðarfirði, Gunnþór Björnsson Seyðisfirði, Hilmar Hálfdánar- son, Reyðarfirði, Sigurjón Kristj ánsson, Neskaupstað. Flokksstjórnarmenn fyrir SUJ: Þórir Sæmundsson, Karl Steinar Guðnason. Varamenn í flokksstjórn: Suðurland: Guðmundur Jónsson, Selfossi, Eggert Sigurlásson, Vestmannaeyjum, Ásgeir Ágústs- son, Stykkishó'lmi, Stefán Guð- mundsson, Hveragerði, Vilhelm Júlíusson, Vestmannaeyjum, Snée björn Einarsson, Hellissandi, Ás- geir Einarsson, Keflavík, Sigríð- ur Ólafsdóttir, Akranesi, Sigríður Jóhannesdóttir, Keflavík. Vestfirðir: Ingibjörg Finnsdóttir, ísafirði, Sigurður Jóhannesson, ísafirði, Guðmundur G. Kristjáns son, ísafirði, Eyjólfur Bjarnason, Suðureyri, Guðmundur Andrés- son, Þingeyri, Páll Jóhannesson, Patreksfirði, Eyjólfur Jónsson, Flateyri. Norðurland: Jón Þorsteinsson, Blönduósi, Þorvaldur Jónsson, Akureyri, Guðmundur Hjálmars- son, Blönduósi, Jóhann G. Möll- er, Siglufirði, Einar Fr. Jóhannes- son, Húsavík, Bjö.rn Guðmunds son, Hvammstanga, Þorsteinn, Hjálmarsson Hofsósi, Kristján Jó hannesson, Dalvik. Austurland: Egill Guðlaugsson, Fáskrúðsfirði, Ari Bogason, Seyð isfirði, Sigurður Pálsson, Borgar firði, Lúther Guðnason, Eskifirði, Gunnar Þórðarson, Fáskrúðsfirði, Endurskoðendur voru kjörnir: Tómas Jóhaimó.json, J)ón Lfcós, Til vara: Theodor Friðgeirsson, Þorsteinn Sveinsson. Vegleg- ar gjafir Fyrir skömmu bárust Skógrækt arfélagi íslands veglegar kjafir Þrjú fyriyrtæki i Reykjavík 'af- j hentu stjóm félagsins kr. 30.000. Stjórn Skógræktarfélags íslánds þakkar viðkomandi fyrirtækjurti góðan hug og velvild í garð skóg ræktarinnar. Stjórn félagsins vill láta þess getið, að félaginu cr heimilt að taka við' gjöfum, sém draga má frá skattskyldum tekjum gefanda | samkv. 36. gr. reglugerðar nr. 245 l.frá 31. des. 1936. Á FUNDI neðri deildar í dag kom til fyrstu umræðu frumvarp um sölu eyðijarðarinnar Miðhúsa í Gufudalshreppi Mælti Sigurvin Ein- arsson (F) fyrir frumvarpinu, sem var vísað til 2. umræðu og landbún- aðarnefndar. VERÐTRYGGING Reykjavík, 24. nóv. - EG Jón Þorsteinsson (A) mælti í dag fyrir frumvarpi, sem hann flytur ásamt Jóni Árnasyni (S) um breytingu á lögum um leigubifreiðir í kaupstöðum og kauptúnum. Sagði hann að heimild um takmörkun fjölda leigubifreiðastjóra hefði fyrst kom- ið fram í lögum frá 1957, en áður hefði raunar glundroði ríkt í þessum efnum að nokkru. Sá galli væri þó hér á gjöf Njarð- ar sagði Jón, að þessi heimild næði ein- göngu til kaupstaða eða kauptúna með fleiri en 700 íbúa. Úti á landi væri það svo að vörubifreiðar væru dreifðar um sýsl- urnar og því kæmi þessi takmörkunar- heimild vörubifreiðarstjórum ekki að | gagni. Þessu væri frumvarpinu ætlað að i breyta sagði hann, en það er flutt að ósk ■ Landssambands vörubifreiðastjóra, en þing þess liafa oftsinnis gert i samþykktir um þetta mál. Frumvarpið gerir ráð fyrir, að heimilt verði að takmarka fjölda leigubifeiða til vöruflutninga í þeim sýslum lands- ins þar sem starfandi er eitt stéttarfélag vörubifreiðarstjóra, er hefur að íélagssvæði alla sýsluna og ekkert umfram það. Málinu var vísað íil 2. umræðu og samgöngumálanefndar. Frumvarp ríkisstjórnarinnar um verðtryggingu launa kom til 1. umræðu í efri deild í dag, en frum- varpið er komið frá neðri deild. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra mælti fyrir frumvarpinu og kvað það flutt í beinu framhaldi af júní-samkomulaginu. Kvaðst forsætisráðherra vonast til, að deildin tæki frumvarpinu vel, og lagði hann til að því yrði vísað til 2. umræðu og fjárhagsnefndar. TAKMÖRKUN FJÖLDA VÖRUBIFREIÐASTJÓRA 1 Þingf réi ttiv • í stuttu itiáii 4 25. nóv. 1964 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.