Alþýðublaðið - 25.11.1964, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 25.11.1964, Blaðsíða 7
Kvíði ég fyrir Kaldadal Þorsteinn frá Hamri: Langnætti á Kaldadal Heimskringla, Reykjavík 1964. 73 bls. SJÁLFSAGT hugsar Þorsteinn frá Hamri sitt af hverju um þjóð- mál. En hann yrkir um þjóðernis- mál. Þjóðernið er afltaugin í ljóði hans: hann eflir sér ljóðmál úr þjóðlegum efnivið, yrkir um þjóð sina í dag, þjóðlíf, þjóðerni. Var- færin bjartsýni, traust og tor- tryggni, uggur vegast á í þessum ljóðum sem leita jafnvægis efnis og forms af sjaldgæfum heilind- um: þetta eru timaskiptaljóð ytra og innra: Háværar stundir þeysa brott, leysast upp þau orð hlekkja mig að ég stari sem í herfjötri brennandi veraldir æða hjá Hins vegar eygi ég ýmislegt traust í alisleysi sínu vökult í þögn sinni sigursælt í dýpsta lánleysi iand líf orð — svo kann að fara um sumt að oss reynist tilvist þess langrar vöku virði Ég synja ekki fyrir ugg minn: dauðahrollurinn og lífshroll- urinn metast um sálirnar þjóta um lyng vor og krefjast úrslita; nú er tíð fyrir þá að eigast við. Þessi brot úr jafnmörgum ljóð- um held ég lýsi dável hugblænum í ljóðum Þorsteins frá Hamri, — skautunum í ljóðagerð hans. Stundum er orðuð sérstaða hans með ungum skáldum: hann er maður heimakominn hvers konar þjóðlegum fræðum og þjóðlegri kveðskaparíþrótt. Öll viðleitni hans miðar að því að hagnýta sér þennan arf, virkja hann í frjáls- legu nútímaljóði, og þar nýtur Þorsteinn alvöru sinnar, einlægni, falslausra viðhorfa við tungu og tilefnum. Þó stundum hvarfli að manni að svolítið skopskyn, ofur- lítið alvöruleysi mundi engu spilla fyrir Þorsteini. „Maður lumar á augum og sér þetta,” seg- ir hér í einu ljóðinu og lýsir vel aðferð Þorsteins. Ljóð hans eru einatt hljóðlát, yfirlætislaus at- hugun' þess sem fyrir augun ber, sem á hugann sækir. En þess má óska sér að sýn hans yrði nákvæmari, hlutbundnari. Það er engin ástæða til að óska eftir skapofsa, liávaða í ljóð Þorsteins frá Hamri; en hann má heldur ekki týna niður máli sínu í rneira eða minna „ljóðrænt” muldur. Því síður sem hann á sér alveg óvenju- legan styrk í málfari sínu; og í beztu ljóðum sínum til þessa; í Lifandi manna landi, hefur hann sýnt eftir því óvenjulegan hæfi- ieik að gæða mál sitt, ljóð sitt ann- arlegri fjarvídd, sem áreiðanlega er fullkomnari tjáning hugar hans j en hversdagslegri „skynsemi”. — Það má nefna til dæmis úr þeirri bók ljóð eins og Ha.rðindi. Undir kalstjörnu, og raunar rekja marg- vísleg dæmi úr orðfæri allrar bók arinnar. ljóðmálinu með alveg yfirlætis- lausum hætti; það er einfalt, kunn- uglegt, með óm af þjóðsögu og baglegu í vali náttúrulýsingar; á móti kvíðanum kemur það traust sem er í návist jarðneskra muna, raunhæfrar skynjunar. Þetta tungutak sýnist líklegt að verða Þorsteini nýr áfangi eftir Lifandi manna land. Kvíði, óvissa, tortryggni auð- kenna sem sagt öll beztu ljóð Þor- steins frá Hamri. Sérstaða hans fejst í því hve nákomin þessi tor- tryggni er sjálfum Ijóðstíl hans. Ljóð hans nýtur sí og æ fornrar orðlistar og sögu, og það miðar sí og æ að endurmati fornra verð- mæta, raun þess hvers þau duga á nýrri öld. Traust hans og tor- tryggni' eru runnin af einni rót. Og heilindin sem 1 jóðstíll hans lýsir gera Þorstein frá Hamri sízt líklegan til að una til lengdar ó- dýrri lausn. En ekki er því að neita að Langnætti á Kaldadal er misjöfn bók og sundurlaus með köflum. Sumir kaflar bókarinnar virðast lítið nema stílæfingar, tilraunir sem einhverjum kunna að þykja furðu einhæfar eða dauflegar. Þó Ármannskvæði geri meir en rétt- læta bókina, mætti þykja ástæða til að vænta afdráttarlausara svip- móts af öðrum þessum ljóð- um. Því að af þessari bók og hinni fyrri er það bert að mikils má vænta af Þor- steini og vert er að gera til hans háa kröfu. Þá kröfu réttlætir sú tilfinning sem beztu Ijóð hans lýsa, — óbrengluð, alskír þó 'nún sé lágmælt: í varpa stend ég enn á einmæli við kyrrð sem áður í sama varpa grun mér létti laugaði mig friði og laust mig nýjum grun; hingað kom ég nakinn að nema örugg svör og nú er ég kominn hingað; í dag mér þætti vænzl um að fá vitneskju um eitt — já vita það — í dag. Það mætti ætla að á óvissutíð, tímaskiptaöld ætti þessi tilfinning sér hljómgrunn furðu víða. O.J. 15SE tfrtH m Einangrunargler Frarnleitt einungis ör ftrraU fleri. — S ára ábyrgrð. Pantið tímanlegra Skúlagötu 57 — Sími 23200. Korkiftian h.f. SMURT BRAUÐ Snlttur. Opið frá U. »—.ÍS.SO. BrauSstofan Vesturgötu 25. Síml 16012 Þorsteinn frá Hamri í .Langnætti á Kaldadal finnst mér langsamlega mest vert um Ármannskvæði sem líklega er bezta verk Þorsteins til þessa. Þar I tekst honum að bókfesta með full- komnustum hætti hingað til þann ugg sem svo oft sækir að ljóðum hans, og jafnframt lífstraust sitt: lífshrollinn og dauðahrollinn sem hann talar um í einni tilvitnun- inni hér að framan: þá væri vel yfir að láta ef nú ekkert skæðara ægði en vætusumar frostaveturinn mikli eða fjármannahríðin. Og þessi kvíði er staðfestur í F.LUGU BÁÐAR Á METTfMA Reykjavík, 24. nóv. ÁG. HIN nýja flugvél Loftlciða, Vilhjálmur Stefánsson, kom til Keflavíkurflugvallar s.l. laugar- dagsmorgun frá New York, og hafði þá verið 5 klukkustundir og 32 mínutur á leiðinni. Hinar nýju fiugvélar félagsins hafa aldrei áður farið þessa flugleið á jafn skömmum tíma, og munar rúm- lega 40 mínútum á þessum tima og þeim næst bezta. I þessari ferð var Kristinn Ólsen, flugstjóri en Þorkell Jóhannesson, siglinga- fræðingur. Flogið var í 23 þús. feta hæff. . i s$!|$ Á sunnudagsmergunn kom svo Leifur Eiríksson til Keflavíkur- flugvallar frá New York, og hafði þá verið 5 klst. og 30 mín. á leið inni, sem er enn betri tími. Flug- Framháld á 13. síðu. JÓN BJÖRNSSON $**'{*í péxjU* Jómfrú Þórdís er áhrifarík skáldsaga byggð á sann- sögulegum heimildum um frægt sakamál frá 17. öld. Stóridómur er lög í landinu, þyngstu refsingar vofa yfir Þórdísi Halidórsdóttur og mági hennar, Tómasi Böðvarssyni. Islenzkir höfðingjar og danska kon- ungsvaldið berjast um líf þeirra. Bókin er einnig aldarfarslýsing. Baksvið sögunnar er öld hjátrúar og hindurvitna, barátta lúterskra klerka við kaþólska siði og venjur, andóf landsmanna gegn danska konungsvaldinu. Þetta er nýjasta skáldsaga Jóns Björnssonar. ' ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 25. nóy. 1964 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.